Morgunblaðið - 05.10.1980, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1980
21
Þorleifur Ágústsson
frá Hrísey - Attræöur
Á morgun verður tengdafaðir
minn, Þorleifur Ágústsson frá
Hrísey, áttræður. Hann fæddist
að Felli í Svarfaðardal 6. október
aldamótaárið og ólst þar upp
fyrstu árin, en fljótlega fluttust
foreldrar hans að Ystabæ í Hrís-
ey. Þar ólst Þorleifur upp til
fullorðinsára. Hann hóf snemma
sjósókn og varð ungur skipstjóri á
þilfars- og mótorbátum. Fljótlega
eftir að Þorleifur stofnaði eigið
heimili byggði hann nýbýlið Mið-
bæ úr landi Ystabæjar, og stóð
það vestanvert á eynni miðri,
miðja vegu milli Ystabæjar og
þorpsins. Þar höfðu þau hjónin
nokkurn búskap, en sjóinn stund-
aði Þorleifur þó jafnan með bú-
skapnum. Eftir að frystihús var
reist í Hrísey hóf Þorleifur þar
störf og var lengst af frystihús-
stjóri, eða þar til hann fluttist til
Akureyrar á árinu 1957, er hann
þá tók við starfi yfirfiskmats-
manns á Norðurlandi.
Þó að það starf væri erilsamt í
víðfeðmu umdæmi, held ég að
hann hafi á margan hátt notið sín
vel í því. Hann ferðaðist mikið og
naut þess að minnsta kosti framan
af, en oft urðu ferðalögin þó allt
annað en skemmtireisur, einkum á
vetrum við erfið skilyrði. Á ferð-
um þessum kynntist hann fjöldan-
um öllum af fólki, sem hann naut
að blanda geði við, en hann hefur
jafnan verið mannblendinn, ræð-
inn og fróður um almenna lands-
hagi. Á þessum árum lærði Þor-
Norðmenn á
grænni grein
ÓhIó. 3. okt. - AP.
Vöruskiptajöfnuður Norð-
manna var hagstæður um 2.720
milljónir norskra króna á
tímabilinu jan.—júlí á þessu
ári en var hins vegar óhag-
stæður um 3,485 milij. n.kr. á
sama tíma fyrir ári. Þessar
upplýsingar komu í dag frá
norsku hagstofunni.
ÞU AUGLYSIR UM
ALLT LAND ÞEGAR
ÞÚ AUGLÝSIR í
MORGUNBLAÐINU
M (ilASINí, \-
SÍMINN EK:
22480
leifur fyrst á bíl, þá orðinn
fullorðinn nokkuð, en hafði af því
ómæld not og talsverða ánægju.
Og enn má sjá Þorleif bregða sér í
bæinn eða bæjarleið út í sveit á
Skódanum sínum.
Mér skilst, að Þorleifur hafi í
starfi sínu sem yfirfiskmatsmaður
farið bil beggja, var kröfuharður
um vöruvöndun án þess að ofnota
vald sitt. Hann var í því starfi
jafn agaður og í öðru líferni sínu,
gerði meiri kröfur til sjálfs sín en
annarra. Hann ávann sér traust
yfirboðara sinna jafnt og sam-
starfsmanna.
Er Þorleifur lét af starfi yfir-
fiskmatsmanns á árinu 1970 flutt-
ust þau hjónin til Hafnarfjarðar,
þar sem þau bjuggu í fimm ár.
Þau ár starfaði hann sem hús-
vörður í Hafnarfjarðarkirkju og
sem meðhjálpari. Því starfi hafði
hann einnig gegnt í Hríseyjar-
kirkju og á Akureyri mörg árin
sín þar.
Árið 1928 kvæntist Þorleifur
Þóru Magnúsdóttur frá Streiti í
Breiðdal og eiga þau fimm börn.
Barnabörnin eru orðin allmörg og
tvö barnabarnabörn. Allt þetta
fólk sameinast nú um að senda
föður, tengdaföður og afa hugheil-
ar afmæliskveðjur með ósk um
kyrrlátt en ánægjulegt ævikvöld.
Sjálfur kaus hann að draga sig
snemma út úr skarkalanum, er
þau hjónin gerðust á árinu 1975
heimilismenn á elliheimilinu á
Akureyri, þar sem þau nú dvelja
við hið besta atlæti og við góða
heilsu.
Björn Hermannsson
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 57., 62. og 67. tölublaöi Lögbirtinga-
blaösins 1980, á Skemmuvegi 10 — hluta —, þinglýstri
eign Reykjavogs hf., fer fram á eigninni sjálfri
þriðjudaginn 14. október 1980 kl. 13:30.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 57., 62. og 67. tölublaöi Lögbirtinga-
blaðsins 1980, á Víðigrund 45, þinglýstri eign Sveins
Skaftasonar, fer fram á eigninni sjálfri þriöjudaginn 14.
október 1980 kl. 14:00.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
1
s
!
STERKASTI
LEIKURINN
Á tímum síhækkandi verðlags er um að gera að vanda vel valdið á hljómpiötum.
Þeim sem nú eru að leita sér að hressri og virkilega vandaðri
rokkplötu, viljum viö eindregið benda á
nýjustu plötu QUEEN, THE GAME.
í
n
■
\
F0t KO uonc 0C1 4. 1«
Billboord
HOT
TITlE-fctBt t ^ t
Momu o« «fm tn o«t-«
M.L 0U1 0F __
í
Billboord
caur umi noaíCMUO io*i-«—
Tvö lög af henni hafa nú
þegar náö í 1sta sæti Banda-
ríska vinsældalistans, Crazy
Little Thing Called Love, sem
sat á toppnum í tvo mánuöi
snemma á árinu, og núna lagið
Another One Bites the Dust,
sem sigldi á methraöa á
toppinn vestan hafs.
Til enn frekari staöfestingar á
vinsældum THE GAME má
geta þess aö hún situr nú sem
fastast í 1sta sæti L.P. listans
í Bandaríkjunum og er þetta
fyrsta stóra plata QUEEN sem
nær því takmarki.
Þess vegna getum viö
óhikað fullyrt aö
sterkasti leikurinn í
plötukaupum í dag sé
THE GAME meö
QUEEN.
Fæst í verslunum um land allt.
FALKIN N
Suöurlandsbraut 8 — sími 84670
Laugavegi 24 — sími 18670
Austurveri — sími 33360
■nnimmnni in
3
!