Morgunblaðið - 05.10.1980, Síða 22

Morgunblaðið - 05.10.1980, Síða 22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1980 22 Ijistland í sovétf jötrum 2. grein Innlimun Eistlands í Ráðstjórnarríkin jyrir fjórum áratugum varð ekki í einni svipan. Áður en londin þrjú við Eystrasalt voru nauðug innlimuð í sovétkerfið átti sér stað áróðursleikur sem Stalín- stjórnin lék. Sá leikur var og er dæmigerður fyrir þá „sagnfræði“ sem stunduð er í Ráðstjórnar- ríkjunum. Athurðir eru sviðsettir og lygasögur sagðar sem síðan er hamrað á, jafnframt því sem vandlega og markvisst er þagað yfir því sem í raun gerðist. Auðvelt er að sjá í gegnum blekkingarvefinn, ef réttar uppslýsingar eru fyrir hendi. Upplýs- ingarnar skortir ekki í frjálsum ríkjum Vesturlanda, þar sem hundruð þúsunda flóttamanna frá Eystra- saltslöndunum búa. En innan Ráðstjórnarríkj- anna eru heimildir afmáðar og þeir drepnir sem muna. í slíku ríki er það hinn einfaldi „sannleikur“ kerfisins sem gildir. En hvað var það sem gerðist í Eistlandi 1939 og 1940 — hvernig glataði þessi smáþjóð nýfengnu frelsi og hlaut þap örlög að vera hneppt í fjötra ánauðar , og kúgunar undir ráðstjórn? Sovétmenn hafa haldið völdum i Eystrasaltsrikjunum i skjóli hernaðarmáttar. — Þessi mynd var tekin á degi verkalýðsins i Moskvu. Moiotov utan- rikisráðherra Ráðstjórnar- rikjanna og Stalín. Örlög ráðin Ants Oras var prófessor í enskri tnngu og bókmenntum við háskól- ann í Dorpat í Eistlandi frá 1934 og allt til þess er hann varð að flýja land undan Þjóðverjum tíu árum síðar. I útlegð skrifaði hann hók sína Örlaganótt yfir Eystra- saltslöndum og rakti þar harm- sogu þjóðar sinnar. I þessari grein er byggt á þeirri bók í frásögninni um sovéska hernámið og upprifj- un þeirrar örlaganætur, sem enn grúfir sig yfir Eistland, Lettland og Litavíu. Ants Oras segir: „Það var september 1939. I hálfan mánuð hafði eistneska þjóðin ásamt hverri þeirri þjóð, er ekki laut einræðisharðstjórn, beðið þess í ofvæni, hvernig pólska harmleiknum myndi Ijúka, og von- að, að hin drepandi árás Þýska- lands á þetta ríki myndi verða stöðvuð með einhverju kraftaverki á síðasta andartaki. Þeir, sem vörðu Varsjá, börðust ennþá eins og hetjur af óbilandi hugrekki. En svo brustu allar vonir með hinni lævíslegu árás Rússa að baki Pólverjum þann 17. september. Þaðan af höfðu Pólverjar einnig fengið öfluga fjandmenn á bak sér. Austurveldið mikla með öllum sínum voldugu tækjum hafði grip- ið inn í leikinn." Vaxandi ótta fór að gæta meðal Eistlendinga um örlög sín vegna þessara tíðinda, en þann 22. sept- ember barst á hinn bóginn fregn sem sefaði þennan ótta. Þessi fregn var sú, að viðskiptasamn- ingar hefðu komist á milli Sovét- Rússlands og Eistlands og væru þeir Eistlendingum hagstæðir. Utanríkisráðherra landsins, Karli Selters, var boðið til Moskvu til að vera viðstaddur hátíðlcga undir- ritun samninganna. Tveim dögum síðar kom þó í ljós að hér bjó meira undir. Þegar flugvél Selters lenti í Moskvu 24. september 1939 hafði þegar verið básúnað út um allan heim, með öllum áróðursmætti ráðstjórnar- innar, að rússneskt flutningaskip „Metallis" hefði verið skotið í kaf „af óþekktum kafbáti" rétt utan við landsteina Eistlands í Narva- flóa. Næsta dag fór Selter frá Moskvu til Tallin, höfuðborgar Eistlands, og færði stjórn sinni víðtækar kröfur frá sovétstjórn- inni. Svo var látið heita, að komið hefði í ljós, að Eistland væri ekki þess megnugt að verja hlutleysi sitt og var þess krafist að landið gerði samning við sovét-Rússland um svonefnda „gagnkvæma að- stoð“. Þá skyldi Eistland afhenda Rússum flota- og flugstöðvar eftir nánara samkomulagi. Engum gat dulist að með slíkum samningi var landið algerlega komið á vald Rússlands. Nokkrum mánuðum síðar lá rússneska flutningaskipið „Met- allist" óskaddað í eistnesku höfn- inni Paldiski. I septembermánuði 1939 var skipið sokkið að sögn Rússa og Eistland, sem bar ábyrgðina á því slysi, að mati Rússa skyldi þæta fyrir það með frelsi sínu! „Gagnkvæm aðstoð44 Fregnin um þessa sérstæðu kröfur Rússa flaug um landið og mikill meirihluti Eistlendinga var þess albúinn að'berjast og verjast. Þrátt fyrir lítinn Eistlendinga var þess albúinn að berjast og verjast. Þrátt fyrir lítinn herafla, sem aðeins taldi 8000 manns, var þjóðin fús til að bjóða ofureflinu byrginn ef með þyrfti. Konstantín Páts ríkisforseti leit öðruvísi á málin. Hann ákvað að send yrði sendinefnd til Moskvu til að semja um kröfur Rússa. Hann leit svo á að eini möguleikinn væri sá, að reyna að vinna tíma, fá svigrúm. Andstaða Eistlendinga hefði leitt gereyðingu yfir þjóðina. í lok september fór þessi sendi- nefnd til Moskvu og laust fyrir miðnætti degi síðar, 28. seutem- ber, var undirritaður sáttmáli milli Sovétríkjanna og Eistlands um „gagnkvæma aðstoð". Ants Oras segir: „Allt fram að þessu hafði eistneska þjóðin verið albúin þess að leggja út í vonlausa styrjöld. Strandvirkin biðu aðeins eftir fyrirskipun um að hefja skothríð á rússnesku orrustuskip- in og beitiskipin, sem léku listir sínar nær og nær landi í eistneskri landhelgi og voru þegar tekin að ógna höfuðborginni. Loftvarnar- liðið fylgdi með hlöðnum byssum rússnesku sprengjuflugvélunum, sem hringsóluðu daglega yfir eistneskum borgum og hnituðu hringa yfir helstu opinberum byggingum og minnismerkjum. í Tartu sá ég þær til dæmis geysast um rétt fyrir ofan þakið á Vanemuine-leikhúsinu, vöggu hinnar eistnesku leiklistar. Hin fáu herfylki vor höfðu öll tekið sér varnarstöðu við- landamærin og væntu rússneskrar árásar á hverri stundu. Aðfaranótt 28. september var óvanalega dimm og skuggaleg haustnótt, en fólk vakti fram á morgun í þeirri trú, að einhverjar mjög áríðandi eða mikilsverðar fregnir yrðu birtar." Hvar eru verkamennirnir? Daginn eftir voru helstu atriði samningsins við Rússa kunngerð. Gegn því að Rússland verði landið fyrir árásum skyldu Eistlendingar láta af hendi flugvelli og hafnir og veita þeim leyfi til að hafa allt að 25 þúsund þermenn staðsetta í landinu. Svæði þau sem Rússum var heimilað að taka undir her- stöðvar voru eyjarnar undan strönd Eistlands, hövnin Padinski og ákveðið svæði í Norður-Eist- landi. Strax eftir miðnætti 28. sept- ember þusti sá hiuti Rauða hers- ins sem beðið hafði við landamær- in inn í landið, áður en íbúarnir vissu fyrir víst hvað átt hafði sér stað. Rússnesku hermennirnir voru tötralegir til fara og með augljós einkenni næringarskorts. Mikill meirihluti þeirra voru Mongólar. Þessir hermenn voru vandlega girtir af með gaddavír í bækistöðvum sínum. Brátt komu þúsundir rússneskra verkamanna til Eistlands og var skipt niður á hinar ýmsu herstöðvar. Einnig þeir voru einangraðir og bannað að hafa samneyti við Eistlend- inga. Þó fór ekki hjá því að hinir rússnesku alþýðumenn yrðu varir við lifnaðarhætti, sem voru ólíkir þeim sem þeir áttu að venjast, í sínu heimalandi. Verslanir voru fullar af varningi og kaupæði greip þá hermenn sem komust undan öryggisgæslunni. Varning sem ófáanlegur var í heimalandi þeirra gátu þeir nú keypt vegna hagstæðrar gengisskráningar á rúblunni. Menn skyldu ætla að þetta hefði vakið spurningar í hugum þeirra um það, hvernig stæði á öllum þessum varningi í auðvaldsríki þar sem samkvæmt kommúnískri kenningu allur nieirihluti lífsnauðsynja átti að vera forréttindi lítils minnihluta arðræningja og burgeisa. „Hvar eru verkamennirnir?" spurðu hin- ir rauðu liðsforingjar furðu lostn- ir af því að þeir sáu hvergi fátæklinga og ræfla sem var svo algeng sjón í heimalandi þeirra. Virðingarleysi fyrir mannslífum En yfirmenn þeirra og pólitískir gæslumenn voru með svörin á reiðum höndum. Ants Oras segir: „Þeir skýrðu svo frá, að Eistland nyti stórkostlegrar aðstoðar frá gervöllum auðvaldsheiminum til þess að vera nokkurs konar tæli- gluggi, og grafa undan siðferðis- þreki Sovét-þjóðarinnar. Þetta var einnig hin venjulega skýring í Lettlandi og Litháalandi og öðrum hernumdum löndum. Önnur skýr- ing var einnig notuð, en þó með nokkurri varúð. Hún var á þá leið, að eistneska þjóðin væri svo út af dauð í armóði og fátækt, að hún gæti ekki keypt neitt af þessu góssi, sem tildrað væri út í þúðargluggana. Þessi skýring missti marks af því, að fólkið á götunum var svo vel til fara." Fyrstu mánuðina gerðu Rússar sér far um að vera kurteisir og beita réttvísi. Það varð þó þegar ljóst að tillitssemi þeirra var aðeins á yfirborðinu. Smávægi- legustu brotum var mætt af óskiljanlegri hörku og það var algengt að fyrir óviðeigandi fram- komu á almannafæri væri refsað með dauðarefsingu! Ants Oras segir í bók sinni frá tveimur atvikum sem skýra ljós- lega það virðingarleysi fyrir mannslífum sem fylgdi rússnesku hermönnunum: Einu sinni tók lögreglan í Tallin tvo rússneska háseta fasta fyrir ölvun á al- mannafæri. Var hringt af varðst- öðinni til skipstjórans og spurt, hvað gera ætti við mennina. Svar- ið var stutt og laggott: Skjótið þá! Þá losnum við við fyrirhöfnina! Eistneska lögreglan færðist undan þessum fyrirmælum og mennirnir voru fluttir á skipsfjöl. Stuttu síðar heyrðist þaðan skothríð. Öðru sinni var það, að rússneskur bílstjóri ók á þændakerru, braut hana og meiddi hestinn. Liðsfor- inginn, sem hann ók, skipaði manninum samstundis út úr bíln- um og skaut hann til bana, þar sem hann stóð. Það stoðaði ekki hót þó að eistneski bóndinn bæði aumingja manninum griða. Forleikurinn á enda Afstaða Eistlendinga til „bandamanna“ sinna kom best fram veturinn sem Rússar réðust á Finna. Árás Rússa var tilefnis- laus og úrskurðuð af Þjóðabanda- laginu sem ofbeldi. Eistlendingum varð utanríkisstefna Rússanna ljósari en áður og heit samúðar- alda með finnsku þjóðinni greip um sig. Þúsundir Eistlendinga fóru eftir alls konar leynivegum yfir hersetin landamæri Eistlands til að berjast með Finnum. Fata- söfnun var í landinu handa Finn- um og mörg hundruð manna voru handteknir fyrir slíkar „sakir“ en enginn lét bugast fyrir það. Brátt fór viðhorf Rússa að breytast gagnvart Eistlendingum. Margvísleg tákn þess að mála- miðlunartímabilinu — forleiknum — væri að ljúka fóru að birtast.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.