Morgunblaðið - 05.10.1980, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1980
*í&
W
i«lM
[ íJvhIÍ
mm
óskast
Austurbær
Ármúli
Hverfisgata 4—62
Sóleyjargata
Leifsgata.
Kópavogur
Skjólbraut
Úthverfi
Smálönd
Hringið í síma
35408
Box 118 — 121 Reykjavík — Island
— Sími: 91-26155 Telex 2074
Ný alsjálfvirk
skeiðarpresssa
• Pressan er alsjálfvirk og skilar pakkanum út í sekknum.
• Pressan er mjög fljótvirk. Hægt er aö hlaða í hana 45 sek.
eftir að henni hefur veriö startaö. Náöst hefur aö pakka nær
50 pökkum á klukkustund af hausum og smáfiskl. Afköst í
venjulegri skreiö eru 30—35 pakkar á klukkustund.
• Sérstakir hleöslukassar eru til að raöa í skreið á meðan
pressan er aö pressa og pakka. Hausum og smáfisk er
sturtaö beint í pressuna.
• Pressan er sérlega hentug fyrir hausa og þurrkaöan smáfisk.
• Reynslan sýnir, að pakkarnir eru um 30% minni en pakkar úr
pressum af eldri gerö.
• Pakkarnir eru nánast sléttir að utan.
• Pressan er viðurkennd af Öryggiseftirliti ríkisins.
• TRAUST hf hefur á lager saumaöa sekki úr gervistriga, sem
eru ódýrari umbúðir en strigi.
• Góöir lánamöguleikar eru fyrir hendi.
TRAUST hf framleiöir:
— Lausfrystitæki, sérsmíðuö.
— Saltflutninga- og söltun-
arkerfi fyrir saltfiskverk-
endur.
— Skreiöarpressu.
— Losunarbúnaö fyrir fiski-
kassa.
— Slægingarvél fyrir kol-
munna.
— Hreinsibúnaö fyrir frá-
rennsli.
— Hausara.
TRAUST hf flytur inn m.a.:
— Lausfrystitæki — spíral-
gerö frá Lewis Refriger-
ation CO.
— ísvélar — allar stæröir.
— Klórtæki.
— Rafmótora, gírmótora.
— Færibönd — ryöfrí.
— Lykteyöingartæki fyrir
fiskimjölsverksmiðjur.
— Kvarnir fyrir fiskúrgang.
Fi»kvinn»luvélar • Verkfræöileg ráðgjafarþjónmta • Skipulagning
Eiríkur St. Eiríksson skrifar frá Osló:
Seióskratti frá A-Berlín
í xulum „babydoir náttkjól,
svörtum sokkabuxum, fjólubláu
nærhaldi og með bleikt hár, tróö
a-þýska „pönkdrottninxin“ Nina
Haxen upp i Chateau Neuf
hljómleikasalnum i Osló og þegar
i upphafi var ljóst hvert stefndi.
— Eg er enginn „glymskratti",
æpti Nina Hagen fram i salinn.
og þar við sat. Sárafá gömul lög
voru á efnisskránni, en uppistað-
an þess í stað, ný lög af væntan-
legri hljómplötu Hagcn, flest með
enskum textum.
Það má til sanns vegar færa að ■
Nina Hagen er enginn „glym-
skratti", eins og hún komst sjálf
að orði, en seiðskratti væri orð að
sönnu. Oft á tíðum var sem
ójarðnesk rödd þrumaði frá svið-
inu og þær voru ómældar áttund-
irnar sem urðu að láta í minni
pokann fyrir hinni 25 ára gömlu
söngkonu þetta kvöld.
Ekki voru ieikhæfileikarnir
minni en söngkunnáttan og má
segja að hljómleikarnir hafi verið
samfelldur látbragðsleikur frá
upphafi til enda.
„African reggae“
En þó að söngkúnst Hagen sé
Hljómleikar
Ninu Hagen
í Chateau
Neuf í Osló
mikil, þá vöktu nýju lögin sem hún
flutti á þessum hljómleikum,
meiri athygli, en röddin sjálf.
Þungur „reggae“-taktur einkenndi
nær öll lögin og 'enskir textar í
algjörum meirihluta, nokkuð sem
Nina Hagen hefur ekki verið þekkt
fyrir fram að þessu. „African
Reggae" af plötunni „Unbehagen",
sem var eitt af örfáum eldri lögum
sem fann náð fyrir augum söng-
konunnar að þessu sinni, gaf
tóninn í þessari „reggae“-syrpu og
af öllum öðrum ólöstuðum, lag
kvöldsins.
Fyrrverandi
heróínsjúklingur
Hin nýja hljómsveit Hagen sem
sett var saman fyrir skemmstu og
steig sín fyrstu spor í Hollywood á
dögunum, er e.t.v. gleggsta vitnið
um þá stefnubreytingu sem orðið
hefur í tónlist Ninu Hagen. Bæði
trommuleikarinn og bassaleikar-
inn (ungur blökkumaður í bláum
stuttbuxum), eru dæmigerðir
„reggae"-tónlistarmenn og sveifl-
an var þeirra. Gítarleikarinn
Ferdinand Karmelk frá Hollandi,
nýjasti fylgisveinn Ninu Hagen,
vakti einnig óskipta athygli fjöld-
ans og var það mál manna að betri
gítarleikari hefði ekki sótt Chate-
au Neuf heim í langan tíma. Þessi
fyrrverandi herónínsjúklingur,
sem Hagen mun hafa hjálpað til
lífsins á nýjan leik, var þó greini-
lega frekar óstyrkur á taugum,
a.m.k. keðjureykti hann alla
hljómleikana og þeir voru ófáir
sígarettustubbarnir sem lágu í
valnum er upp var staðið.
Nokkrir hraust-
legir hrákar
Þó að hljómleikar Ninu Hagen
hafi að mínum dómi verið ákaf-
lega velheppnaðir tónlistarlega
séð, þá skorti mikið á að stemmn-
ingin væri eins og hún gerist víst
best á hljómleikum með þessari
fjölhæfu söngkonu. Greinilegt var
að viðstaddir bjuggust við einni
allsherjar orgíu á sviðinu, en
Hagen brást þeim vonum algjör-
lega og aðeins einu sinni leyfði
hún sér að hafa í frammi kynferð-
islega tilburði á sviðinu. Stutt
gaman, en skemmtilegt, en von-
brigði manna þeim mun meiri.
Ekki einu sinni nokkrir hraustleg-
ir hrákar úr munni söngkonunnar
(sem æstur aðdáandi „hirti upp“
af sviðinu), megnuðu að vekja
hrifningu manna, en hvað sem því
líður, þá sveik tónlistin og söngur
Hagen ekki frekar en fyrri daginn.
Það vekti trúlega stórathygli á
Islandi, ef erlendur tónlistarmað-
ur tæki ekki nema eitt aukalag,
þrátt fyrir klapp og stapp, en Nina
Hagen tók ekkert tillit til óska
viðstaddra. Sveipuð hvítri skikkju
hvarf hún út í myrkrið og djöful-
leg röddin bergmálaði í salnum
lengi á eftir.
★ ★ ★
Hagen til sænsku þjóðarinnar
— kveðja Ninu
ESE/OSLÓ
Ekki verður annað sagt, en að
koma Ninu Ilagen til Noregs og
Svíþjóðar, hafi vakið vcrðskuld-
aða athygli. í viðtölum við norsk
blöð, sagði Ilagen m.a. að hún
hefði aldrei lært að syngja, en
eftir að hafa talað lcngi við engil
á einni af „ferðurn" sinum, þá
hafi hún ekki verið í vafa um
hvað hún ætti að taka sér fyrir
hendur i framtiðinni.
Nina Hagen flutti frá A-Þýska-
landi, er hinum kunna stjúpföður
hennar Wolf Bierman var vísað úr
landi árið 1976 og er haft fyrir
satt að a-þýzk yfirvöld hafi verið
guðs lifandi fegin að losna við
þennan vandræðagrip. Síðan hef-
ur Nina Hagen stöðugt sótt á
brattann og í dag efast víst fáir
um réttmæti tilkalls hennar til
nafnbótarinnar „Drottning pönk-
aranna", þó fleiri söngkonur s.s.
Patti Smith og Lene Lovich, séu
líka um hituna.
En þó að Nina Hagen hafi
hneykslað sannkristna Norðmenn
með gáleysislegu tali sínu um
engla, sem hún hefur hitt undir
áhrifum fíkniefna, var þó hneyksl-
un Svía á söngkonunni öllu meiri.
I ljós kom nefnilega að Hagen
hafði neytt marihuana á báðum
hljómleikum sínum í Svíþjóð, í
Gautaborg og Stokkhóimi og fylg-
du víst margir viðstaddra for-
dæmi hennar. Sænska stórblaðið
Expressen skoraði á sænskan al-
menning eftir hljómleikana að
snúa baki við Ninu Hagen og
hætta að kaupa plötur hennar og í
svipaðan streng tóku fleiri. Meðal
þeirra sem lýstu yfir hneykslun
sinni á framferði Hagen, var
Agnetha Fáltskog úr ABBA, sem
lét þau orð falla að hegðun hennar
væri óafsakanleg.
A seinni hljómleikum Hagen í
Svíþjóð, ruddist lögreglan inn í
búningsherbergi hennar fyrir
hljómleikana í leit að fíkniefnum,
en fann ekkert. Það var því reið og
sár Nina Hagen sem yfirgaf Sví-
þjóð og kveðjuorð hennar til
sænsku þjóðarinnar voru — „ Meg-
ið þið stikna í helvíti".