Morgunblaðið - 05.10.1980, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1980
29
INNAN tíðar eru hinir vinsælu
útvarpsþættir „Úllen dúllcn
duff“ væntanlegir á hljómplotu.
Er hér um að ræða úrval úr
þáttum sem fluttir voru veturna
1978-79 08 1979- 80.
Efninu sjálfu er síðan skipt
niður í 3 þætti á hvorri hlið.
Höfundar og flytjendur efnisins
eru Gísli Rúnar Jónsson, Edda
Björgvinsdóttir, Randver Þor-
láksson og Jónas Jónasson.
Auk þeirra koma fram á plöt-
unni þau Sigurður Sigurjónson,
Hanna María Karisdóttir og Árni
Tryggvason. Útgefandi plötunnar
eru SG-hljómplötur. Frá því
merki er líka væntanleg önnur
plata Kötlu Maríu í nóvember
komandi. Er hún um þessar
mundir að taka upp lögin á
plötuna en hún dvaldist á Spáni í
sumar. Síðasta plata Kötlu var
best selda plata SG-hljómplata á
síðasta ári.
Auk þessara tveggja er búið að
leggja síðustu hönd á plötu Magn-
úsar Þórs Sigmundssonar og fé-
laga hans fyrir sömu útgáfu. Er
þeirri plötu skipt í tvö hugðarefni,
annað er kallað „Gatan" en hitt
„Sólin". Sú plata verður gefin út
annaðhvort í október eða nóvem-
ber. Síðasta plata Magnúsar hét
„Álfar" og kom út rétt fyrir
síðustu jól og naut mikilla vin-
sælda.
Ullen dúllen doff og
Katla María
á næstunni
Plata Silfurkórsins
ásamt Pálma Gunnarssyni
í BYRJUN október sendir Silfur-
kórinn frá sér sína fjórðu breið-
skifu „Silfurkórinn ásamt Pálma
Gunnarssyni“.
Á þessari plötu eru átta lagasyrp-
ur líkt og á hinum fyrri og lögin flest
„veislu- og árshátíðasöngvar".
Ólafur Gaukur útsetti og stjórnaði
upptökum í þetta sinn. Hinn vinsæli
söngvari Pálmi Gunnarsson syngur
væntanleg
í byrjun
október
með kórnum í nokkrum lögum sem
einsöngvari og gefur tónlistinni
meiri dýpt.
Meðal laga sem flutt eru á plðt-
unni eru Lorilei, Fósturlandsins
freyja, Álfareiðin, Suðurnesjamenn,
Þú ert, Erla, Sofðuunga ástin mín, Á
Sprengisandi, Ólafur liljurós, Dala-
kofinn, Kirkjuhvoll, í Hlíðarenda-
koti, Þorraþræll og Fram í heiðanna
ró svo nokkur séu nefnd.
SG-hljómplötur gefa út þessa
fjórðu plötu Silfurkórsins líkt og
hinar fyrri.
Samtök
Psoriasis-
og exemsjúklinga
Pósth. 851 — 121 Rvík. Sími 3254C
Psoriasis- og
exemsjúklingar
í ráöi er aö stofna til tveggja hópferöa fyrir félagsmenn til
heilsustöövar á eyjunni Lanzarote í janúar og apríl á næsta ári.
Dvaliö veröur á sama stað og fyrirkomulag meö svipuöu sniöi
og í feröunum fyrr á þessu ári.
Þeir félagsmenn, sem hafa áhuga á aö taka þátt í þessum
feröum, vinsamlega fái vottorö hjá húösjúkdómalækni og snúi
sér síöan til tryggingayfirlæknis Tryggingastofnunar ríkisins,
Laugavegi 144, Reykjavík, til endanlegrar ákvöröunar um
þátttökuleyfi. Umsóknir berist fyrir 20. október 1980.
Stjórnin.
Ljósastofa JSB
Bolholti 6, 4. hæð, sími 36645.
?!
m *'
Ljósatímar
fyrir dömur og herra
Við bjóðum uppá:
Hina viðurkenndu þýzku Sontegra ljósabekki.
Góða baðaðstöðu með nuddsturtum frá Grohe
Saunabað — Setustofa
Af hverju stundum við
Sontegra ljósaböð?
Til þess að hjálpa okkur að:
★ losna við gigt og vöðvabólgu
★ fá vítamín í kroppinn
★ losna við auma fituhnúða undir húðinni
★ laga bólótta húð
★ halda psoriasis-exemi í skefjum
★ fá brúnan lit
Morgun-, dag- og kvöldtím-
ar.
Herrar ath.
Hádegis og laugardags-
tímar
Hjá okkur skín sólin allan daginn — alla daga.
Tímapantanir í síma 36645.
Líkamsræktin
Jazzballett-
skóla Báru,
Bolholti 6, 4. hæð, sími 36645.