Morgunblaðið - 17.10.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1980
13
Næg bílastæði
í Hamraborg
MARGAR verzlanir eru til húsa í Hamraborg 10—14 i Kópavogi og
þeir í Kópavoginum hafa það fram yfir marga aðra. að þeir hafa yfir
nægum bílastæðum að ráða. Auk bilastæða við verzlanirnar i götunni
eru um 270 bílastæði í bilageymslu innanhúss og þar eru yfir 200 stæði
til almennra nota allan daginn. Innangengt er frá bílageymslunni i
allar verzlanirnar. (Ljósm. Kristján).
Hækkun á þorskblokk er
ekki líkleg á næstunni
Rætt við Þorstein Gíslason, forstjóra
Coldwater Seafood í Bandaríkjunum
í SAMTALI við borstein Gíslason.
forstjóra Coldwater Seafood Corp-
oration, sölufyrirtækis Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna i
Bandaríkjunum. i gær kom fram.
að hann er ekki sérlega bjartsýnn
á að verð á þorskblokk hækki í
Bandarikjunum á næstu mánuð-
um. Upplýsingar þessa efnis komu
fram á blaðamannafundi Stein-
grims Hermannssonar sjávar-
útvegsráðherra fyrr i vikunni.
borsteinn var þó fyrst spurður um
stöðuna almennt á Bandarikja-
markaði.
„Eftir tímabil mjög erfiðra mark-
aðsskilyrða í sumar tókst Coldwat-
er loksins í september að ná upp
sölu umfram það sem var í sama
mánuði árið á undan," sagði Þor-
steinn Gíslason. „Enn eru þó tals-
verðir erfiðleikar á sölu á ýmsum
tegundum afurða okkar og ekki er
hægt að segja um það enn hvort
salan sé komin í eðlilegt horf.
Þegar við miðum við síðasta ár í
tali um sölu eins og tíðkast, þá ber
að hafa það í huga, að árið í fyrra
var algjört metár og í ár hefur
okkur aðeins tekizt að selja svipað
og árið 1978, sem á sínum tíma var
einnig metár. Þótt erfitt reynist að
ná eins mikilli sölu og okkur hentar
hverju sinni, þá er hæpið að kalla
núverandi ástand sölutregðu þegar
miðað er við hina geysilegu sölu-
aukningu síðustu ára.“
— Er útlit fyrir verðhæk<anir?
„Þýðingarmesta tegund freðfisks,
sem Islendingar selja til Bandaríkj-
anna, eru þorskflök í pakkningum,
sem skila miklu meira verðmæti
heldur en þorskblokkir. Verðlag
okkar á þorskflökum hefur verið
um 43 centum hærra á hvert pund
heldur en margra stærstu keppi-
nauta okkar. Lengi var talið, að við
gætum ekki haldið þessum mismun,
en nú er orðið ljóst að við getum
það. Auðvitað er sífellt sótt að
okkur í sölusamkeppni meðan slík-
ur verðmismunur helzt og því er
ekki hægt að búast við, að við
getum hækkað verðið enn og
breikkað bilið milli okkar verðs og
þeirra sem keppa við okkur. Það
liggur ekkert fyrir um hvenær það
verður mögulegt.
Verð þorskblokkar mótast af
þáttum, sem við eigum litla aðild að
og það virðist nú að verðlag þeirra í
Bandaríkjunum sé nú lægra en á
öðrum mörkuðum. Verksmiðjur hér
í landi, sem vinna úr þorskblokkum,
hafa átt erfitt með að halda uppi
nægilegri sölu undanfarið og geta
því illa tekið á sig hækkanir á
blokkum í bili. Það er ekki mögu-
legt að spá um það nú hvenær
þorskblokkir kunni að hækka eitt-
hvað í verði, en takmarkaðar vin-
sældir sneiðanna, sem úr þeim eru
skornar, hafa ekki gefið tilefni til
mikillar bjartsýni þessa dagana.
Þrátt fyrir tímabundna erfiðleika
á að ná söluaukningu á Bandaríkja-
markaði í ár er lítill vafi á því, að
hann verður samt þýðingarmestur
allra fiskmarkaða fyrir íslenzkan
fisk um langa framtíð. Hlutfallsleg
neyzla á fiski á hvern íbúa í
Bandaríkjunum er svo lítil að
möguleikar á aukningu eru næstum
ótæmandi ef fiskurinn er boðinn í
heppilegri útfærslu og gæði vör-
unnar eru mikil,“ sagði Þorsteinn
Gíslason að lokum.
Mikil síldveiði í Lóns-
bug og lítill verkfalls-
hugur í fólki á Hornafirði
Ilöfn. HornafirAi. lfi. október.
MIKIL síldveiði var í nótt í
Lónsbug og voru margir bát-
anna með 5—600 tunnur af síld.
Skúmur og Ólafur Bjarnason
munu hafa verið aflahæstir og
voru búnir að tilkynna 6—700
tunnur hvor. Nokkrir bátanna
verða að ianda á Austfjörðum.
allt frá Djúpavogi og norðureft-
ir. Hingað til Hornafjarðar er
búist við að komi 4—5 þúsund
tunnur.
í Söltunarstöð Fiskimjölsverk-
smiðju Hornafjarðar á Höfðanum
verður tekið á móti tæpum 2
þúsund tonnum og í Fiskiðjuveri
KASK verða frystar 850- 900
tunnur. Stemma tekur í dag á
móti 1700 tunnum til söltunar.
Síldin virðist á hreyfingu suður á
bóginn og má í því sambandi
nefna, að síldin hvarf úr Berufirð-
inum í gær, en fannst síðan aftur
í Lónsbug. Mikil vinna hefur
undanfarið verið á Höfn og mikil
vinna er fyrirsjáanleg á næstunni.
T.d. var unnið í Stemmu hf. til
klukkan 4 síðastliðna nótt og
byrjað aftur klukkan 8 í morgun.
Duttlungar síldarinnar gera
það að verkum, að ýmist er of eða
van, en sem sagt; síldarstemmn-
ingin er að komast í hámark hér á
Höfn og vonandi helzt hún til loka
síldarvertíðar. Sá grunur læðist
að mönnum hér, að síldarfólkið sé
með hugann víðs fjarri öllum
verkföllum í nánustu framtíð
meðan silfrið berst á land, því þó
að það hafi beðið eftir síldinni
með óþreyju í lengri tíma, er það
deginum ljósara, að síldin bíður
ekki eftir fólkinu meðan verkföll
standa.
— Einar.
Fjórir bátar með síld
Fáskrúðsíirði 16. október.
FJÓRIR bátar komu hingað i
dag með 1560 tunnur og hafði
Sigurður. Ólafsson mestan afla.
550 tunnur og er hann nú
kominn með rúmlega 4700 tunn-
ur. Siglunes SH kom með 450
tunnur. Hafnarey SF með 400 og
Sólhorg SU. sem er á hringnót.
kom með 150 tunnur. Aflinn
fékkst á Mjóafirði og Ilellisfirði.
Reiknað er með að heildarsöltun
verði komin í 11 þúsund tunnur
hjá Pólarsíld í kvöld.
Saltað verður í alla nótt, en
60—70 manna hópur, ásamt 5
kennurum, kemur úr Menntaskól-
anum á Egilsstöðum í kvöld og
tekur við söltuninni í kvöld og
verður að til morguns. Vinnulaun-
in lætur skólafólkið renna til
Afríkusöfnunarinnar, sem Rauði
kross íslands stendur fyrir um
þessar mundir.
í gærkvöldi, klukkan 21.30, fór
allt rafmagn af bænum og komst
ekki á aftur fyrr en eftir klukku-
stund. Var þetta mjög bagalegt
fyrir síldarsöltunina, sem féll
niður þennan tíma. Af einhverj-
um ástæðum komst rafmagn ekki
á hluta bæjarins fyrr en um
hádegi í dag.
— Albert.
Söltuðu samfleytt
í 42 klukkustundir
Eskifirði. 16. október.
SÖLTUN lauk hjá Auðbjörgu um
miðnætti í nótt og hafði söltunar-
fólkið þá staðið við samfleytt í 42
klukkustundir. Ilvildin varð þó
ekki löng. því aftur var byrjað að
salta i morgun. í dag var tekið á
móti sild úr fimm bátum og
fengu þeir aflann hér í fjörðun-
um. Ekki var hægt að taka við
síld af reknetabátum. sem fengu
góðan afla i Lónsbug í nótt.
Áfram verður saltað fram eftir
kvöldi og þegar því lýkur er ærinn
starfi við að ganga frá því sem
saltað hefur verið. Hingað er nú
kominn um 50 manna hópur
nemenda og kennara úr Mennta-
skólanum á Egilsstöðum og verð-
ur hann í vinnu hjá Auðbjörgu og
Friðþjófi fram á morgun, en þá
tekur skólinn við að nýju. Vinnu-
launin ætlar fólkið að gefa í
Afríkusöfnun Rauða krossins.
— Ævar.
Haukur
Lrtiö brölt, ný hljónnplata, ny lög
Hauki til aðstoðar
erm.a. hljómsveitin Mezzoforte.
Lögin eru öll eftir Jóhann Helgason.
Textar eftir Jóhann Helgason, Jón Sigurðsson,
Þorstein Erlingsson, Kristján frá Djúpalæk og Matthías Jochumsson.
r
Utkoman er
ovenju vonduð og skemmtileg hljómplata
Haukur áritar plötu sína
í hljómplötudeild Karnabæjar í Glæsibæ kl. 5-6 í dag.
4 rtLJÖMOFH.O
Qtn\KARNABÆR
l augavegi 66 — Qles>0a - Austurst'Kti 22
w Simi tré skiotiboröi 85055
Hoildsöludreifing:
itelnor
•ímar 85742 og 85055
lítið brölt