Morgunblaðið - 17.10.1980, Page 18

Morgunblaðið - 17.10.1980, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1980 Umræðu um Flugleiðir synjað: „Ég mótmæli þessari synjun enda óvenjuleg í hæsta máta“ — sagði Ólafur G. Einarsson Ólafur G. Einarsson, formaður þinKÍIokks sjálfstæðismanna, óskaði eftir því í fyrradaR við Jón HeÍKason. forseta Sameinaðs þin>?s. að umræður yrðu utan dagskrár í gær um Fluxleiðamálið. og aÍKreiðslu ríkisstjórnarinnar á erindi FluKÍeiða, vexna mikilvæxis málsins ok nauðsynjar þess fyrir fyrirtækið. þann fjolda fólks, sem hefur haKsmuna að Kæta í samhandi við rekstur þess ok þj<>ðarbúið í heild. að hraða stefnumörkun ok afstöðu stjórnvalda í málinu. Forseti Sameinaðs þinKs synjaði þessari heiðni í Kær, á þeirri forsendu. að væntanleK væri skýrsla samKönKuráðherra um þetta mál nk. mánudaK ok umræða um málið nk. þriðjudaK- EnKU að síður fóru fram umræður um þinKsköp, sem fjölluðu fyrst ok fremst um forsendur þess að um umra'ðu þessa var beðið, þ.e. um nauðsyn þess að hraða afstöðu stjórnvalda til FluKleiðamáisins. Þær umræður verða lauslega ok efnisleKa raktar hér á eftir. Hik ríkisstjórnar- innar hættulegt Ólafur G. Einarsson (S) sagði beiðni Alþýðuflokks um skýrslu um Flugleiðamálið og væntanlegt svar samgönguráðherra í byrjun næstu viku góðra gjalda vert. Þingflokkur sjálfstæðismanna hefði hinsvegar talið nauðsyn bera til að fá þegar fram í byrjun þings, hvaða stefnu ríkisstjórnin ætlaði að taka í þessu máli og hvenær væri að vænta frumvarps frá ríkistjórninni um stuðning við Flugleiðir. Samgönguráðherra hefði boðað það í blaðaviðtali, að frumvarps væri að vænta í þeirri viku, sem nú væri senn á enda. Nú væri síðasti starfsdagur þingsins í vikunni en ekkert bólaði á frum- varpinu. Nauðsyn bæri því til að ýta rösklega við ríkisstjórninni, vegna þýðingar málsins fyrir sam- göngur okkar við umheiminn, Flugleiðir sem fyrirtæki og þann fjölda fólks sem ætti atvinnu og afkomu hér í húfi. Forráðamenn Flugleiða telja, sagði Ólafur, að ríkistjórnin hafi ekki enn svarað mikilvægum at- riðum sem varða framhald Atl- antshafsflugsins. Vitnaði ÓLGE til viðtals við Örn Ó. Johnson, stjórnarformann Fiugleiða, í Tím- anum, málgagni samgönguráð- herra, sl. miðvikudag, en þar segði blaðamaður í lokin: „Eins og ráða má af orðum stjórnarformanns Flugleiða hér að framan er sá möguleiki enn ekki úr sögunni að Flugleiðir taki þann kost að hætta við N-Atlantshafsflugið þann 1. nóvember nk. eins og áður hafði verið ákveðið, en gremja mun ríkjandi hjá þeim stjórnar- mönnum vegna þess hve óvissan er nú orðin löng.“ Þá vék ÓLGE að því að sam- gönguráðherra hefði talað í norð- ur en fjármálaráðherra í suður í þessu máli. Hefði samgönguráð- herra verið óhress með innlegg fjármálaráðherra í þetta mál. En nóg um þá hlið málsins. Eg mótmæli því harðlega að synjað skuli vera um umræðu um þetta mál, enda er það í hæsta máta óvenjulegt. Þykist ég sjá hand- bragð annarra en forseta á þessari synjun. Ég skora á forseta að endurskoða þessa afstöðu, sagði ÓLGE að lokum. Skýrsla væntanleg Steingrimur Hermannsson. samgönguráðherra, staðfesti, að skýrsla sú, sem Alþýðuflokkurinn hefði beðið um, væri væntanleg til útbýtingar nk. mánudag. Með henni yrði dreift margháttuðum fylgiskjölum, varðandi málið. Ég hefi jafnframt lagt til við forseta að umræða um þessa skýrslu fari fram nk. þriðjudag. Því felii ég mig ágætlega við þann úrskurð forseta, sem hér hefur verið upp kveðinn. Og ég get jafnframt upplýst að fullkomin samstaða er í ríkisstjórninni um þetta mál. Afstaðan rökrétt Benedikt Gröndal (A) tók undir orð samgönguráðherra og taldi synjun forseta á að leyfa umræður hér og nú rétta. Beiðni um skýrslu varðandi þetta mál hefði komið fram með þingformlegum hætti. Hún kæmi til umræðu innan fárra daga. Eðlilegt væri að bíða um- ræðu um málið þangað til. Ekki veigamikil dagskrá Friðrik Sóphusson (S) sagði dagskrá þessa þingfundar ekki það veigamikla, að ástæða væri til að synja um umræðu um jafn veigamikið mál, sem ríkisstjórnin hefði dregið allt of lengi að taka fullnaðarafstöðu til. Stór hópur manna bíður eftir því að eitthvað heyrist frá stjórnarherrunum varðandi málið, ljósara og skýrara en það, sem þegar er fram komið. Vitnaði FrS til viðtals við forráða- menn Flugleiða um þetta mál, bæði í Mbl. og Tímanum, þar sem talið væri að enn skorti á fullnað- arsvör frá ríkisstjórninni. Friðrik vitnaði til fyrri ummæla samgönguráðherra, þess efnis, að frumvarp um þetta mál yrði lagt fram í vikunni. Hvað dvelur frum- varpið? Er skýringin á drættinum ósætti í ríkisstjórninni? Og er það einnig skýringin á því, að ráðherr- ar vilja fresta þessari umræðu fram yfir helgi? Friðrik fagnaði væntanlegri umræðu um skýrslu samgöngu- ráðherra. Hinsvegar hefði verið ætlun sjálfstæðismanna að fá fram nú þegar afstöðu stjórnvalda til nokkurra meginatriða, er vörð- uðu Flugleiðir og framtíð Atlants- hafsflugsins. Beiðni okkar um þessa umræðu kom fram í gær. í morgun þingaði ríkisstjórnin um málið; var m.a. haldinn fundur þriggja ráðherra og forstjóra Flugleiða. Það er lágmarkskrafa að ráðherrar skýri þingheimi nú þegar frá inntaki þessara umræðna, en tali ekki hver í sína áttina um málið, eins og þeir hafa gert í fjölmiðlum undanfarið. Það er sorgarsaga, að samgönguráðherra skuli hafa séð ástæðu til þess i blaðaviðtali, að bera fjármálaráðherra það á brýn að hann sé að flækja þetta mál, sem svo marga varðar og raunar þjóðina í heild. Ég harma þá afstöðu forseta að synja um umbeðna umræðu og vænti þess að hann breyti þeirri afstöðu sinni. Stjórnarandstaðan í hár saman Ragnar Arnalds, samgöngu- ráðherra, sagði stjórnarandstöð- una komna í hár saman. Sjálf- stæðisflokkurinn vildi tafarlausar umræður um Flugleiðamál. Al- þýðuflokkurinn bíða fram yfir helgi. Auðvitað er úrskurður for- seta hárréttur, sagði ráðherrann. Ég staðfesti, sagði RA, að fjall- að var um Flugleiðamál á fundi ríkisstjórnarinnar nú í morgun. Samstaða'var um málið. Það er ekki ágreiningur þar um, hvernig skuli á málinu tekið. Frumvarp ríkisstjórnarinnar verður sent þingflokkum til athugunar í dag og að forfallalausu verður það lagt fram á Alþingi strax eftir helgi. Beiðni í gær — stjórnarafstaða í morgun Halldór Blöndal (S) vakti at- hygli á því, að beiðni sjálfstæð- ismanna um utandagskrárumræð- ur, sem fram var sett í gær, hefði þegar í dag knúið ríkisstjórnina til að berja saman ólík sjónarmið, sem til þessa hefðu ríkt hjá ráðherrum. Málið hefði verið látið danka síðustu vikurnar, til stór- kostlegs skaða fyrir Flugleiðir. Gagnstæðar yfirlýsingar ráðherra í málinu hefðu og veikt stöðuna út á við og dregið úr virðingu fyrir ráðamönnum hér. Þetta kallar fram spurningu um, hvort ekki Þingfararkaupsnefnd kjorin: Semji frumvarp um kaup og kjör þingmanna ÞINGFARARKAUPSNEFND var kjörin á Alþingi í gær. Hún er nú skipuð forsetum þingsins og formönnum þingfiokka: Jóni Helgasyni. forseta Sameinaðs þings. Sverri Hermannssyni, forseta neðri deildar. Helga Seljan, forseta efri deildar, Ólafi G. Einarssyni, formanni þingflokks sjálfstæðismanna, ólafi R. Grimssyni. formanni þingflokks Alþýðubandalagsins, Páli Pét- urssyni, formanni þingflokks framsóknarmanna og Sighvati Björgvinssyni. formanni þingflokks Alþýðuflokksins. Nefndin var sjálfkjörin. Áður en kosning fór fram mælti Jón Helgason úr forseta- stól: „Ég vil skýra frá því að á fundi forseta Álþingis og for- manna þingflokka sl. þriðjudag var samþykkt að fela þingfarar- kaupsnefnd þeirri, sem nú verð- ur kosin, að ganga frá frumvarpi um breytingu á lögum um þing- fararkaup í samræmi við ákvörðun sem tekin var*um það mál á sl. sumri." Eins og fram hefur komið í þingfréttum Mbl. liggur fyrir frumvarp, sem forsætisráðherra hafði látið semja, þess efnis, að kjaradómur kveði á um kaup og önnur kjör alþingismanna. FriAHk SóphuHHon Hagnar Arnalds væri rétt að tilteknar fastanefndir þings starfi allt árið, svo hægt væri að veita ráðherrum nauðsyn- legt aðhald. Við skulum ekki gleyma því, sagði HBl að örlög hundraða, kannske þúsunda fólks eru beint og óbeint undir því komin, hvort og hve fljótt tekst að leysa þetta mál. Það er lágmarkskrafa gagn- vart þessu fólki, að þetta mál sé ekki lengur látið danka. Nauðsyn- legt er að hafa fastmótaða stefnu í flugrekstrarmálum sem öðrum þáttum þjóðarbúskaparins. HBI ítrekaði, að frumkvæði sjálf- stæðismanna, er þeir báðu um þessa umræðu, hefði knúið stjórn- ina til viðbragða. Vonandi mætti vænta þess, að endir væri bundin á ósætti samgönguráðherra og fjármálaráðherra í málinu. Samstaða „dugandi drengja“ Matthías Bjarnason (S) vék að ummælum fjármálaráðherra, þess efnis, að stjórnarandstöðuflokkar væru komnir í hár saman. Þetta væri gert til að draga athygli fólks frá því ósætti, sem verið hefði í ríkisstjórninni um málið, sem gagnstæðar yfirlýsingar sam- gönguráðherra og fjármálaráð- herra í fjölmiðlum bæru vott um. Ekki sé víst að svo mikið bæri á milli hjá stjórnarandstöðuflokk- unum um kjarna Flugleiðamáls- ins, eða slóðahátt stjórnarinnar, þó sjálfstæðismenn hefði talið málið það brýnt, að það ætti að taka til umræðu strax í upphafi þingsins. Ráðherrar hefðu rætt málið í fjölmiðlirm vikum saman. Væri þá til of mikils mælst að þeir fengj- ust til að gefa Alþingi nauðsyn- legar upplýsingar um, hver stefna stjórnarinnar væri í málinu, sem hefði svo mikið vægi fyrir svo marga og þjóðarbúskapinn í heild. Yfirlýsingar ráðherranna, og ekki síður trúnaðarmanns fjármála- ráðherra, hefðu og síður en svo verið jákvætt innlegg í málið, þvert á móti aukið á vandann. MBj fór síðan nokkrum orðum um yfirlýsingar ráðherranna, m.a. fyrirmæli samgöngumálaráðherra til bankastjóra Seðlabankans, þess efnis að lána tiltekinni starfsstétt ákveðnar fjárhæðir. Spurði hann viðskiptaráðherra, hvort samgönguráðherra hefði vald til slíkra fyrirmæla. Þá beindi MBj þeirri fyrirspurn til sjávarútvegsráðherra (sem hann sagði í góðum tengslum við sam- gönguráðherra), hvort hann gæti ekki beitt sams konar fyrirmælum til bankastjóra þjóðbankans varð- andi lán til útgerðar og fisk- vinnslu; eða tii fiskvinnslufólks, svo það mætti kaupa hlut í viðkomandi fyrirtækjum og styrkja þann veg starfsaðstöðu sína. I þessu efni gæti sjávarút- vegsráðherrann sótt lærdóm til samgönguráðherrans, enda stutt á milli. Fróðlegt væri og að heyra frá bankastjórum þjóðbankans, hvern veg þeir litu slík lánsfjár- fyrirmæli ráðherra. En frá þeim hefur ekkert heyrzt. (Hér var kallað fram í: Máske má blása í þá lífsanda. Mbj. svaraði um hæl: Það er ekki nema fyrir þá sem hafa mikið loft). Annars er það undar- leg samsetning „dugandi drengja" að fagráðherrar skipa lánastofn- unum að lána fjármuni en forsæt- isráðherra eys þær skömmum fyrir of mikil útlán. MBj vék síðan að stöðu ríkissjóðs annarsvegar, sem hefði „mjólkað" bæði atvinnuvegi og almenning, og atvinnuveganna hinsvegar. Vera mætti að fjármálaráðherra hefði ástæðu til að fagna „fullum kassa". En „kassi“ atvinnuveg- anna og heimilanna væri tómur. Að óbreyttu stefndi ekkert síður í stöðvun annara atvinnuvega en flugrekstrar á komandi ári. Ef svo færi dyttu fáar „nýkrónur" í ríkiskassann, hvað sem liði skatt- aukum ríkisstjórnarinnar. Ríkis- stjórnin þyrfti að taka á sig rögg í fleiri verkþáttum en þeim, er hér væri ræddur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.