Morgunblaðið - 17.10.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1980
19
Guðlaují María Bjarnadóttir og Sigfús Már Pétursson bragða á
forboðnu ávöxtunum. LjÓMnyndir Mbl. Kmilía.
Alþýöuleikhúsið:
Frumsýnir „Pæld’í ðí“
í Fellahelli í kvöld
I KVÖLD klukkan 19.30
frumsýnir Alþýðuleikhúsið
leikritið „Pæld’í ðí“ eftir
Fehrmann, Franke og
Flúgge í Fellahelli. Þýðing-
una gerði Jórunn Sigurðar-
dóttir en Ólafur Haukur
Símonarson þýddi og
endursagði söngtexta, segir
í frétt frá Alþýðuleikhús-
inu.
Leikritið er einkum ætlað fólki
á aldrinum 13 til 130 ára. Það
fjallar um unglinga, sem eru að
byrja að skjóta sig hvort í öðru
og þá erfiðleika sem upp koma í
því sambandi. Ýmis konar
fræðslu um kynferðismál er
fléttað inn í verkið, enda er það
hugsað sem kennsluleikrit um
þau mál.
Skólastjórar og fulltrúar skóla
á Reykjavíkursvæðinu hafa séð
verkið og voru viðbrögð þeirra
mjög jákvæð og vonast er til að
sýningar í skólum um allt land
hefjist bráðlega.
5 leikarar taka þátt í sýning-
unni, þau Guðlaug María Bjarna-
dóttir, Bjarni Ingvarsson, Sigfús
Már Pétursson, Margrét Ólafs-
dóttir og Thomas Ahrens, en
hann sér um tónlistina í verkinu
og er jafnframt leikstjóri þess.
Leikmynd og búninga gerði Geir
Óttarr Geirsson.
Frekari sýningar á „Pæld’í ðí“
verða svo laugardaginn 18.10. og
Góðar fréttir
af eldri borg-
urum á Spáni
FARARSTJÓRAR eldri borgara á
Costa del Sol hafa sent heim
kveðjur, en þar eru nú staddir um
70 eldri borgarar á vegum Félags-
málastofnunar Reykjavíkurborgar
í samvinnu við Ferðaskrifstofuna
Utsýn. Kveðjan er svohljóðandi:
„Öllum líður vel, heilsufar yfir-
leitt gott, veðrið er alveg yndislegt
og allur aðbúnaður á hótelinu til
fyrirmyndar. Hópurinn sendir
ættingjum og vinum heima á
Fróni bestu kveðjur."
Hópurinn kemur heim hinn 23.
október næstkomandi, og er áætl-
aður komutími á Keflavíkurflug-
velli klukkan 17.25.
(Fréttatilkynning).
sunnudaginn 19.10. klukkan 5
báða dagana. Þessar sýningar
verða einnig í Fellahelli.
Kynning
á danskri
tungu
Á NORRÆNU málaári hefur
Norræna félagið i samráði við
málaársnefnd sína leitað til
ýmissa aðila til þess að kynna
þær tungur, sem talaðar eru og
ritaðar á Norðurlöndum.
í Norræna húsinu hafa verið
haldnar fjórar samkomur i sam-
ráði við aðra aðila í þessu skyni.
Grænlenska var kynnt í byrjun
ársins í samvinnu við Grænlands-
vinafélagið, finnska var kynnt á
Runebergsdaginn í febrúar af
finnska lektornum og Suomi-fé-
laginu, í mars fór fram afhending
verðlauna fyrir merki málaársins,
sem fylgir þessari grein, á sama
tíma og háð var hér þing Norður-
landaráðs og las þár m.a. upp úr
verkum sínum verðlaunahafinn
Sara Lidmann. í apríl var kynnt
færeyskt mál í samvinnu við
Færeyingafélagið. Allar þessar
samkomur voru mjög vel sóttar.
Nú í haust er ætlunin að kynna
þau Norðurlandamál sem eftir
standa: dönsku, norsku, sænsku og
Samamál.
Leitað var til dönsku lektoranna
við háskólann varðandi kynningu
á danskri tungu og fer hún fram í
Norræna húsinu á laugardaginn
kemur kl. 15.00.
Að fundinum standa auk Nor-
ræna félagsins, Dansk-íslenska fé-
NORDISK SPROGÁR
lagið, Dansk kvindeklub, Danne-
brog, Det danske selskab, Skandi-
navisk Boldklub og Dönskukenn-
arafélagið.
Dagskrá lektoranna er á þessa
leið:
Peter Söby Kristensen flytur
spjall sem hann nefnir: Horft á
Dani með dönskum augum. Auk
þess les hann upp.
Bent Christian Jacobsen talar
um danskt nútímatungutak.
Claus Lund fjallar um danskar
bókmenntir og danskt þjóðlíf í
dag.
Leikin verður dönsk tónlist milli
atriða.
í bókasafni hússins verður opin
sýning á dönskum bókum og
hljómplötum síðdegis á laugar-
daginn.
Allir eru velkomnir meðan hús-
rými leyfir.
(Frá Norræna félaginu)
Nýtt verð á
kolategundum
VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegs-
ins ákvað á fundi sínum á mið-
vikudag eftirfarandi lágmarks-
verð á eftirgreindum kolategund-
um. er gildir frá 1. október til 31.
desember 1980:
Skarkoli og þykkvalúra:
1. fl., 1251 gr og yfir, hvert kg
kr. 115.00
2. fl., 1251 gr og yfir, hvert kg
kr. 90.00
1. fl., 453 gr til 1250 gr, hvert kg
kr. 165.00
2. fl., 453 gr til 1250 gr, hvert kg
kr. 115.00
1. og 2. fl., 250 gr til 452 gr, hvert kg
kr. 90.00
Langlúra og stórkjafta:
1. og 2. fl., 250 gr og yfir, hvert kg
kr. 90.00
Sandkoli:
1. og 2. fl, 250 gr og yfir hvert kg
kr. 90.00
Verðflokkun samkvæmt framan-
sögðu byggist á gæðaflokkun Fram-
leiðslueftirlits sjávarafurða.
Verðið miðast við, að seljendur
afhendi fiskinn á flutningstæki við hlið
veiðiskips.
Verðuppbót á skarkola og
þykkvalúru:
Með vísun til 3. gr. laga nr. 4 frá 1.
febrúar 1980, skal greiða 15% uppbót á
framangreint verð á skarkola og
þykkvalúru allt verðtímabilið að með-
töldum uppbótum á kassafisk og línu-
fisk. Uppbót þessi greiðist úr verðjöfn-
unardeild Aflatryggingarsjóðs og ann-
ast Fiskifélag íslands greiðslurnar til
útgerðaraðila eftir reglum, sem sjávar-
útvegsráðuneytið setur.
ÞAÐ VEITIR ÞER ORYGGI
LOTUS hefur einstæða lögun, sem leiðir til fullkominnar aðlögunar að líkaman-
um, jafnvel í þrengstu flíkum.
LOTUS veitir fyllsta öryggi, vegna tveggja trefjalaga og plasthúðaðrar bakhliðar.
Á bakhliðinni er einnig límræma, sem eykur stöðugleikann.
Hverjum pakka af LOTUS fylgja 10 plastpokar.
LOTUS fæst í þremur stærðum: LOTUS mini, LOTUS futura og LOTUS maxi.