Morgunblaðið - 17.10.1980, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1980
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Stórt fyrirtæki í
matvælaiðnaði
óskar að ráöa duglega, hugmyndaríka konu
til starfa við útgáfu og vörukynninga. Fjöl-
breytt og skemmtilegt starf fyrir réttan aðila.
Tilboð sendist Mbl. fyrir 22. okt. merkt:
„Hugmyndarík — 4328“.
Stokkseyri
Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu
og innheimtu fyrir Morgunblaðið á Stokks-
eyri.
Upplýsingar hjá umboösmanni í síma 3316
og á afgreiðslunni í Reykjavík í síma 83033.
ftotgttiiHiiMfe
Sérfræðingar í
augnsjúkdómum
Aðstaða fyrir tvo sérfræðinga í augnsjúk-
dómum á Augndeild St. Jósefsspítala er laus
til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 20. nóvember nk.
Umsóknir sendist yfirlækni Augndeildar, sem
gefur nánari upplýsingar.
Sérfræðingur í
svæfingum og
deyfingum
Aðstaða fyrir sérfræðing í svæfingum og
deyfingum á St. Jósefsspítala, Reykjavík er
laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20.
nóvember nk. Veitist frá 1. janúar 1981.
Umsóknir sendist til yfirlæknis Svæfinga- og
gjörgæsludeildar, sem gefur nánari upplýs-
ingar.
Endurskoðunar-
skrifstofa
óskar eftir starfskrafti til starfa við bókhald
og vélritun.
Verzlunarskólapróf eða hliðstæð menntun
æskileg, viðkomandi þarf að geta unnið að
nokkru leyti sjálfstætt við færslu bókhalds.
Umsóknir sendist Morgunblaðinu fyrir 22.
okt. n.k. merkt: „E — 4333“.
Byggingaverk-
fræðingur eða
byggingatækni-
fræðingur
óskast nú þegar til starfa hjá traustum
byggingaverktaka í Reykjavík.
Umsóknir sendist Mbl. fyrir 22. október nk.
merkt: „A — 4227“.
j Tæknifræðingur
Staöa tæknifræðings hjá sambandadeild —
línur er laus til umsóknar.
Starfiö er fyrst og fremst fólgið í hönnun
línukerfa.
Nánari upplýsingar verða veittar hjá starfs-
mannadeild.
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
Viðskiptafræðingur
Útflutningsstofnun óskar að ráða viðskipta-
fræðing til starfa sem fyrst. Nauðsynlegt er
að viðkomandi hafi góða kunnáttu í ensku og
einu Norðurlandamáli. Góð laun í boði fyrir
hæfan starfsmann.
Handskrifaðar umsóknir með upplýsingum
um aldur og fyrri störf sendist Morgunblað-
inu sem fyrst, merktar: „Ú — 4327“. Farið
verður með umsóknir sem trúnaðarmál, sé
þess óskaö.
Sölumaður
Vegna skipulagsbreytinga þurfum við að
ráða til starfa sem fyrst duglegan sölumann í
véla- og bíladeild.
/Eskilegt er að umsækjandi hafi reynslu í sölu
á traktorum og bílum. Enskukunnátta nauð-
synleg.
Umsóknir, er greini frá menntun og fyrri
störfum, sendist í pósthólf 555 fyrir 21. þ.m.
Globus?
LÁGMÚLI 5, SIMI 81555
raðauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar
'élagsstarf
Sjálfstœðisflokksins\
Noröurland eystra
Egill Jónsson. Lárus Jónsson og Halldór Blöndal alþingismenn, boöa
til fundar um landbúnaöarmál á Noröurlandi eystra, Akureyri,
föstudag kl. 20.30, Hótel Varöborg.
Húsavík, laugardag kl. 17.00, Hótel Húsavík.
Allir stuönmgsmenn Sjálfstæöisflokkslns úr baendastótt eru velkomn-
Ir á fundlnn
Hverfafélag sjálfstæðismanna
í Hlíöa- og Holtahverfi
Aöalfundur
veröur haldinn í Valhöll mánudaginn 20.
október kl. 20.30.
Gestur fundarins veröur Ólafur B Thors.
Mætiö stundvíslega.
Stjórnin
Ólafur B. Thors
Sjálfstæöiskvennafélagið
Vorboöi - Hafnarfjöröur
Aöalfundur Vorboöans veröur haldinn mánu-
daginn 20. október nk. í Sjálfstæðishúsinu
og hefst kl. 20.30.
Fundarefni:
Venjuleg aöalfundarstörf.
Emar Þ. Mathiesen bæjarfulltrúi ræöir bæj-
armálin í Hafnarfiröi og að iokinni framsögu
svarar hann fyrirspurnum.
Kaffiveitingar.
Vorboöakonur, mætum vel og stundvíslega.
Stjórnin
Fulltrúaráö Sjálfstæöis-
félaganna í Rangárvalla-
sýslu
heldur fund sunnudaginn 19. október kl. 16 í
Verkalýöshúsinu Hellu. Formaöur Sjálfstæö-
isflokksins Geir Hallgrímsson ræöir um hvaö
efst er á baugi í þingbyrjun.
Fyrirspurnir og frjálsar umræöur. Allt sjálf-
stæöisfólk velkomiö.
Stjómln.
Félag sjálfstæöismanna í
Bakka- og Stekkjahverfi
Aöalfundur félagsins veröur haldinn laugar-
daginn 18. október aö Seljabraut 54.
Fundurinn hefst kl. 17.00.
Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Ræöu-
maöur Davíö Oddsson.
Stjórnin.
Félag sjálfstæðismanna
í Fella- og Hólahverfi
Aöalfundur
Aöalfundur 1980 veröur haldinn aö Selja-
braut 54, Félagsheimilinu, laugardaginn 18.
október kl. 14.30.
1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Davíö Oddsson og Markús Örn Antons-
son borgarfulltrúar munu ræöa borgar-
og hverfismálefni.
Stjórnin
Akranes
Fulltrúaráö Sjálfstæöisfélaganna á Akranesi
boöar tll almenns stjórnmálafundar í Sjálf-
stæöishúsinu, Heiöargeröi 20. mánudaginn
20. október kl. 20.30.
Fundarefni:
Kjördæmamáliö og kosningalöggjöfin.
Framsögumenn:
Matthías Bjarnason alþingismaöur og Árni
Grótar Finnsson hrl.
Félagar fjölmenniö og takiö meö ykkur gestl.
Stlórnin.
uppboö
Uppboö
Samkvæmt ósk skiptaréttar Eskifjaröar veröa eftirtaldar eignir
dánarbús Gunnars J. Gunnarssonar. sem andaöist 10. febrúar 1980
boönar upp og seldar, ef viöunandi boö fást, á opinberu uppboöi.
sem haldiö veröur föstudaginn 31. október 1980:
1. Kl. 10. Húseignln Strandgata 37A, Eskifiröi, ásamt tilheyrandi
lóöarrétitndum. ^
2. Kl. 14. Landspilda utan viö Bleiksá. ofan viö skrúögarö á Eskifirði,
um 14.000 fm aö stærö.
Uppboösskilmálar og önnur gögn, sem varöa sölu eignanna eru til
sýnis í skrifstofu embættisins.
Sýslumaöurinn í Suöur-Múlasýslu,
Bæjartógettnn é Esklflröi,
13. október 19B0.