Morgunblaðið - 17.10.1980, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 17.10.1980, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1980 23 Starfsfófk Samvinmibankans Suöurlandsbraut 18 Elnar Már Gudvardarson Fjölmiólar og uppeldi Helga Þorkelsdótt- ir - Minningarorð Fædd 11. nóvember 1913. Dáin 22. september 1980. Mig langar að minnast frænku minnar með nokkrum línum, og þakka henni fyrir það sem hún var mér á mínum unglingsárum og æ síðan. Helga var dóttir þeirra góðu hjóna Guðbjargar Jónsdóttur og Þorkels Þórðarsonar sem kennd voru við Sandprýði í Vestmanna- eyjum. Þar ólst hún upp í stórum systkinahópi. Hún var dul í eðli sínu og hafði ekki hátt um hlutina, kvartaði aldrei hvort henni líkaði eður ei, en fylgdist vel með öllu sem gerðist í kringum hana. Ung að árum giftist hún Antoni Friðrikssyni frá Ólafsfirði og hófu þau búskap í Vestmannaeyjum, fluttu síðar til Ólafsfjarðar og þaðan síðan til Reykjavíkur og bjuggu þar þegar Anton var svip- lega kallaður á brott. Var það Helgu og öllum er til þekktu mikill missir. Eignuðust þau hjón einn son, Pétur Ragnar, sem giftur er Sigrúnu Jónsdóttur og eiga þau hjón fjögur börn og eru búsett á Akureyri. Helga gerðist ráðskona hjá Em- il Sigurðssyni frá Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð, sem var ekkjumað- ur, búsettur í Vestmannaeyjum, með tvær ungar dætur sínar og gengu þau síðar í hjónaband og ól Helga upp dætur Emils, Gunn- hildi og Ásdísi, sem nú eru uppkomnar og búsettar í Reykja- vík. Helga og Emil settust að í Grindavík eftir eldgosið í Vest- mannaeyjum. Helga varð fyrir því óláni fyrir 22 árum að fá hjartasjúkdóm sem hún þurfti að bera öll þessi ár og hlýtur það að hafa verið erfitt. En fyrir 3 árum fór heilsan að gefa sig, þó ekki væri það sá sjúkdómur sem hún hafði borið svo lengi. En eins og hún hefði óskað sér, varð sjúkrahúslegan stutt. Hún andað- ist í Landakotsspítalan þann 22. sept. og var jarðsungin þann 3. þ.m. Kristbjörg Gísladóttir — Minningarorð Móðir mín þakkar systur sinni langa og góða vináttu, sömuleiðis þakkar eiginmaður minn og börn Helgu góða vináttu. Við sendum eiginmanni hennar, syni og öðrum vandamönnum innilegar samúð- arkveðjur. Og vil ég kveðja Helgu með þessu kvæði: I>a‘m svo mildan dauöa. Drottinn þínu barni. eins ok léttu iaufi lyfti blær frá hjarni. eins ok litill la‘kur Ijúki sínu hjali þar sem I.VKn i levni lÍKKur marinn svali. (Matt. Joch). H.Á.B. Bókin „Fjölmiðlar og uppeldi“ komin út Við fluttum um set, að Suðurlandsbraut 18 Fædd 17. nóvember 1927. Dáin 7. október 1980. Kynni okkar hófust árið 1962, þegar þau hjónin Kristbjörg og Hreggviður Hermannsson ásamt börnunum Gísla, Birni og Mar- gréti, fluttust í Bólstaðarhlíð 68 hér í Reykjavík. Þau höfðu þá fest kaup á fyrstu íbúð sinni. Krist- björg vann þá hjá Landssíma Islands og annaðist einnig heimili sitt af mestu kostgæfni. Það duldist þá engum að þar fór dugmikil, glaðvær og glæsileg kona. Þá tókst með okkur sú vinátta, sem hefur haldist alla tíð síðan. Um það bil tveimur árum síðar fluttist hún með manni sínum til Ólafsfjarðar en þar tók hann við embætti héraðslæknis. Hún eignaðist þar marga trygga vini,- Við hjónin eigum margs að minnast frá heimsóknum okkar til Ólafsfjarðar, en þar dvöldum við oft í besta yfirlæti og nutum vináttu og gestrisni Kristbjargar, sem var slík að dvöl okkar hjá þeim hjónum var alltaf of stutt. Á Ólafsfirði bjuggu þau í fimm ár og eignaðist hún þar tvíburana Her- mann og Elínu og þrem árum síðar Guðmund litla. Frá Ólafsfirði lá leiðintil Ólafs- víkur, en þar tók eiginmaður hennar einnig við héraðslæknis- embætti. En dvölin þar varð styttri en upphaflega hafði verið ráðgert, þar sem Kristbjörg kenndi þess sjúkdóms sem varð þess valdandi að hún dvaldi oft langtímum á ÚT ER komin á vegum Iðunnar bókin Fjölmiðlar og uppeldi eftir Einar Má Guðvarðarson. þetta sjötta bókin í flokknum Smárit Kennaraháskóla Islands og Iðunnar. Höfundur segir í formála að ritið sé hugsað sem kynning á fjölmiðla- kennslu og sé einkum ætlað kennur- um, kennaranemum og öðrum upp- alendum. Hefur þessu efni lítið sem ekkert verið sinnt, að sögn höfundar og er ætlunin að bók þessi bæti að einhverju leyti úr því og komi að gagni við mótun fjölmiðlakennslu. Bókin skiptist í fjóra meginkafla: Boðmiðlun — fjölmiðlun; Um starfsaðferðir og áhrif fjölmiðla; Kvikmyndir og uppeldi; Fjölmiðla- kennsla. Siðasti kaflinn er lengstur. Þar er lýst sjö kennsluhugmyndum við fjölmiðlakennslu og er ætlunin að gefa með því vísbendingar um hvernig „fræða má um efnið í grunnskólum landsins án teljandi tækjabúnaðar og sérfræðilegrar þekkingar,“ að sögn höfundar. Aft- ast í bókinni er skrá um bækur, stuðningsrit og heimildir. — Fjöl- miðlar og uppeldi er 96 blaðsíður, prýdd myndum. Oddi prentaði. (Fréttatilkynning frá forlaginu) Smárit Kennaraháskóla ísfands og fðunnar Leiðrétting í MINNINGARGREIN í Mbl. sl. miðvikudag. um Ole Christian Andreassen varð misritun þar sem talað er um barnabörn hans. Þykir því rétt að birta aftur þá málsgrein: „Barnabörnin voru þeirra líf og yndi. Mér er minnisstæð gleði Ole yfir sínu fyrsta barnabarni, sem ber nafnið hans, hvernig hann fylgdist með svo til hverju spori drengsins, kom og svæfði hann og hlúði að honum á allan hátt...“ Samvinnubankinn Suðurlandsbraut 18 Pálmi Guðrún Kristín Egilína Katrín Gíslason Jóhannsdóttir Káradóttir Guðgeirsdóttir Torfadóttir Til gamalla og nýrra viðskiptavina! Vegna stóraukinna viðskipta, höfum við flutt í stærra húsnæði. Við bjóðum ykkur velkomin og væntum þess að geta boðið enn betri þjónustu. sjúkrahúsum. Fluttust þau þá til Keflavíkur, sem eru æskustöðvar Kristbjargar. í langvarandi veik- indum Kristbjargar var það henni mikill hugaríéttir, hversu eigin- maður hennar og dóttir þeirra Margrét, hugsuðu vel um börnin þrjú og heimilið. Við minnumst Kristþjargar aem glæsilegrar konu sem ávallt var reiðubúin til að rétta hjálparhönd ■ og gleðjast með öðrutn. -ÁfcJ Við þökkum fyrir þau ár sem við áttum hana að vini og á þessari sorgarstundu vottum við eigin- manni, börnum og öðrum ættingj- um, okkar innilegustu samúð. Hanna og Baldur Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrir vara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.