Morgunblaðið - 17.10.1980, Blaðsíða 32
Síminn á afgreiöslunni er
83033
JH*r0unbUidib
Síminn á afgreiöslunni er
83033
JM«r0unbInbtb
FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1980
Einn í gæzlu-
varðhaldi
UNGUR karlmaður var í gær
úrskurðaður í allt að 10 daga
gæzluvarðhald vegna fíkniefna
málsins, sem fíkniefnadeild lög-
reglunnar í Reykjavík hefur haft
til rannsóknar.
Þá var framlengt gæzluvarð-
hald annars manns um 15 daga,
sem setið hefur inni vegna þessa
sama máls. Sitja þá þrír karlmenn
og ein kona inni í sambandi við
mál þetta.
Malbikað
í snjókomu
Afríkusöfnunin:
Skólafólk
í síld gefur
vinnulaunin
UNDANFARNAR vikur hefur
verið óvenju mikið að gera við
síldarsöltun á Austfjörðum og í
gær var t.d. saltað á öllum
stöðum frá Hornafirði norður
til Seyðisfjarðar. Víða hefur
vantað fólk frekar en hitt þegar
mest hefur borizt og t.d. á
Eskifirði var staðið í 42 klukku-
stundir samfleytt frá þriðjudegi
til miðnættis í fyrrinótt. Mest
hefur verið saltað á Eskifirði og
Fáskrúðsfirði og á þessum
stöðum bættust góðir starfs-
kraftar í hóp síldarfólksins er
þangað kom yfir 100 manna
hópur nemenda og kennara
Menntaskólans á Egilsstöðum,
yfir 50 á hvorn stað. Byrjaði
fólkið frá Egilsstöðum vinnu
síðdegis í gær og ætlaði að salta
og vinna önnur nauðsynleg verk
við síidina til morguns. Vinnu-
launin ætlar fólkið að láta
renna óskipt í Afríkusöfnun
Rauða krossins, sem nú stendur
yfir. Sjá nánar bls. 13.
MIKIL örtröð var á hjólbarðaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu í gær. en talsverð snjókoma var á tímabili. Aðrir héldu þó sinu striki og létu
veðrið ekki hafa áhrif á sig eða tefja nauðsynlegar malbikunarframkvæmdir. Trausti Jónsson veðurfræðingur sagðist í gærkvöldi reikna með
góðu veðri víðast hvar á landinu í dag. Taldi hann líkur á bjartviðri víðast. en þó einhverjum éljaslæðingi við ströndina norðan lands og austan.
Reiknaði hann með golu eða kaida af norðaustri er liða tæki á daginn. (Ljósm.Rax).
Ovissa um sölu á saltsíld
til kaupenda í EBE-löndum
SAMNINGANEFND frá Síldar
útvegsnefnd og saltsildarfram-
leiðendum átti fyrr í þessari viku
viðræður við vestur-þýzka inn-
flytjendur varðandi sölu á edik-
söltuðum síldarflökum. Ekki var
gengið frá neinum fyrirfram-
samningum i ferðinni og ríkir
Gefa elektronisk
tæki í tónsmiðju
FORD-STOFNUNIN í Bandaríkj-
unum hefur ákveðið að gefa Tón-
menntaskólanum i Reykjavik ýmis
elektronísk tæki i sérstaka tón-
smiðju skólans þar sem mögulegt
verður að vinna að tónsmíðum og
hljóðsmíðum að sögn Stefáns
Edelstein skólastjóra Tónmennta-
skólans. en uppsetning slíkrar
tónsmiðju í skólanum er liður í
ákveðinni verkefnaroð sem skólinn
vinnur að.
Tækin sem Ford-stofnunin hyggst
gefa eru um 4000$ virði eða um 2,4
millj. kr.
Með þessum tækjum er m.a. hægt
að kynnast upptöku og blöndun, en
von er á þessum tækjum á næsta
ári. Eru þau aðallega ætluð fyrir
eldri nemendur skólans. Ford-
stofnunin hefur styrkt kennslutil-
raunir á þessum vettvangi víða um
heim.
fullkomin óvissa um hvort nokkr-
ir samningar um sölu á saltaðri
síld takast við kaupendur í lönd-
um Efnahagsbandalagsins á þess-
ari vertíð.
Að sögn Gunnars Flóvenz, fram-
kvæmdastjóra Síldarútvegsnefnd-
ar, standa Islendingar nú mjög illa
að vígi, að því er snertir sölu á
saltaðri síld til landa innan Efna-
hagsbandalagsins, þar sem tollar
hafa hækkað frá því í fyrra og
búist er við að ný tollahækkun taki
gildi um næstu áramót. Aftur á
móti er ísuð og fryst síld tollfrjáls í
löndum bandalagsins. Að sögn
Gunnars hefur verið rætt ítarlega
við íslenzk stjórnvöld um tollamál-
in á undanförnum misserum.
Viðskipta- og utanríkisráðuneytið
hafa að undanförnu reynt að finna
viðunandi lausn á þessu vandamáli
með viðræðum við ýmsa aðila
innan Efnahagsbandalagsins, en til
þessa hafa þær málaleitanir ekki
borið árangur.
Til þessa hafa tekizt fyrirfram-
samningar á 100 þúsund tunnum af
saltaðri síld til Sovétríkjanna og
hafa Islendingar rétt til að auka
það' magn um 50 þúsund tunnur, en
ákvörðun þar að lútandi verður að
taka mjög fljótlega. Þessi heimild í
samningnum er til orðin að beiðni
íslendinga. Til Finnlands og Sví-
þjóðar hafði áður verið samið um
sölu á samtals um 80 þúsund
tunnum. Til þess að framleiða hið
selda magn af saltaðri síld þarf um
25 þúsund tonn af síld upp úr sjó,
en rúmlega 30 þúsund tonn ef
aukningarheimildin í samningnum
við Sovétmenn verður notuð.
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
veitt leyfi til að veiða 50 þúsund
tonn af síld á vertíðinni og að sögn
Gunnars er ekki búizt við því í
sjávarútvegsráðuneytinu að veru-
lega verði farið fram yfir það
hámark. Ráðuneytið hefur tjáð
Síldarútvegsnefnd, að gert sé ráð
fyrir að um 17.500 tonn fari til
frystingar og um 2.500 tonn til
lagmetisframleiðslu innanlands.
Sama millibilsástand
er í rjúpnastofninum
„RJÚPNASTOFNINN stendur
svipað og hann hefur verið sL 12
ár. en segja má að á þessu
timahili hafi verið eins konar
millibilsástand hjá stofninum og
það kemur að þvi að það hreytist
hvort sem það verður um fækkun
eða fjölgun að ræða.“ sagði Arn-
Óvenjulegur úrskurður forseta á Alþingi:
Neitar kröfu sjálfstæðismanna um um-
ræður utan dagskrár um Flugleiðamál
þór Garðarsson fuglafræðingur i
samtali við Mhl. i gær um stöðu
rjúpnastofnsins.
„Það má reikna með því að
fjöldi rjúpna á þessu hausti sé á
bilinu 500 þúsund til 1 milljón, en
það þýðir um 100 þúsund pör á
vori. Á síðustu áratugum hefur
fjöldi rjúpunnar hlaupið á tölunni
frá einu pari og upp í 40—50 pör á
km2, en nú miðað við þetta milli-
bilsástand má reikna með að um
sé að ræða 4—5 pör á ferkílómetra
á heiði. Það er hins vegar langur
vegur frá því að rjúpan sé að
hverfa og stofninn á að geta
fimmfaldast frá því sem nú er, en
hins ber einnig að gæta að hann
getur líka minnkað.
SÁ ÓVENJULEGI athurður gerðist á Alþingi í gær, að Jón
Helgason, forseti Sameinaðs þings synjaði kröfu þingflokks
Sjálfstæðisflokksins um umræður utan dagskrár á Alþingi í
gær um máiefni Flugieiða. Jón Helgason neitaði að verða við
þessari kröfu á þeirri forsendu. að umræða mundi fara fram
um skýrslu samgönguráðherra um þetta mál nk. þriðjudag.
Talsmenn Sjálfstæðisflokksins
bentu hins vegar á, að svo mikið
væri í húfi fyrir starfsfólk Flug-
leiða og fyrirtækið sjálft, að nauð-
synlegt væri að fá þegar í stað
skýr svör um afstöðu ríkisstjórn-
arinnar til málsins. Ráðherrar
hefðu boðað frumvarp um ríkis-
ábyrgð í þessari viku en starfsdag-
ar þingsins í vikunni væru á enda
og ekkert bólaði á frumvarpinu og
samgönguráðherra og fjármála-
ráðherra væru komnir í hár sam-
an í fjölmiðlum vegna málsins.
Þess vegna væri allt í óvissu um
áframhaldandi rekstur og endur-
ráðningar.
Ólafur G. Einarsson, formaður
þingflokks Sjálfstæðisflokksins
kvaðst mótmæla úrskurði forseta
harðlega, enda væri hann í hæsta
máta óvenjulegur. Friðrik Soph-
usson benti á, að ósætti væri í
ríkisstjórninni vegna málsins og
spurði, hvort það væri ástæðan
fyrir því að frumvarpið hefði ekki
verið lagt fram og forseti neitaði
kröfu um umræður fram yfir
helgi. Halldór Blöndal sagði, að
krafa Sjálfstæðismanna um um-
ræður utan dagskrár hefði þegar
orðið til þess, að ríkisstjórnin
hefði séð sig knúna til að berja
saman ólík sjónarmið. Matthías
Bjarnason spurði, hvort til of
mikils væri mælzt, að ráðherrar
gerðu Alþingi grein fyrir stefnu
ríkisstjórnarinnar í málinu eftir
að þeir hefðu rætt það í fjölmiðl-
um vikum saman.
Steingrímur Hermannsson og
Ragnar Arnalds sögðu, að sam-
staða væri í ríkisstjórninni um
málið. Benedikt Gröndal taldi
úrskurð forseta réttan.
Sjá umræður á Alþingi bls. 18.
Treg loðnuveiði
GOTT veður hefur verið á loðnu-
miðunum undanfarið, en afli hins
vegar verið heldur tregur. í gær-
kvöldi bárust fregnir um að mikið
af loðnu hefði fundizt norður af
Hala og er það mun nær landi
heldur en loðna hefur áður fundizt
á vertíðinni. Eftirtalin skip til-
kynntu afla til Loðnunefndar í
fyrrinótt og gærmorgun: Bergur
500, Börkur 1180, Harpa 620,
Pétur Jónsson 830, Hilmir 1.000.