Morgunblaðið - 26.11.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.11.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1980 Það þingmál, sem einna mesta athygli hefur vakið á þessu hausti, er án efa Flugleiðamálið. Linnulausar yfirlýsingar stjórnmálamanna ásamt getsökum um stöðu Flugleiða og innbyrðis átök í fyrirtækinu, hafa leitt til þess, að ýmsir hafa misst sjónar á því um hvað málið raunverulega snýst. í þessari grein verður ekki fjallað um málið í heild né heldur um sögulegan aðdraganda þess. Fremur verður leitast við að skýra nokkur atriði umræðnanna, einkum þau, sem gera málið pólitískt og umræður á alþingi hafa snúizt um. Bakábyrgð — ríkisábyrgð Á Alþingi snerist Flugleiða- málið efnislega um aðstoð við Flugleiðir hf. í formi ríkis- ábyrgðar. Aðstoðina má skilja í tvo þætti: Annars vegar bak- ábyrgð vegna svokallaðs Atl- antshafsflugs og hins vegar ríkisábyrgð vegna rekstrarfjár- örðugleika félagsins. Bakábyrgð- in vegna Atlantshafsflugsins felst í því, að fyrirtækið tekur lán (allt að þremur milljónum dollara) til að mæta rekstrar- halla á Atlantshafsfluginu frá 1. •október til 1. október á næsta ári. Upphæðin er fundin út með því að meta nokkurn veginn tekjutap ríkissjóðs vegna minni lendingargjalda, leigugjald, tekju- og eignarskatts bæði fyrirtækis og starfsmanna, ef fyrirtækið hætti við Atlants- hafsflugið. Flestum, sem málið þekkja er ljóst, að ríkissjóður mun tapa þessu fjármagni, ef hægt er að tala um tap í þessu tilviki. Ástæðan er einfaldlega sú, að Flugleiðir eru ekki sam- keppnisfærir við önnur flugfélög á þessari leið lengur. En hvers vegna er verið að veita þessa aðstoð? Sjálfstæðisflokkurinn hefur svarað þeirri spurningu með því að leggja áherzlu á, að vinna þurfi tíma til að grípa til viðeigandi ráðstafana. Slíkar ráðstafanir eru fólgnar í mótun flugmálastefnu og leit að viðfangsefnum fyrir flugfólk, sem með sérhæfni sinni getur skapað okkur gjaldeyristekjur. Við mótun nýrrar flugmála- stefnu hlýtur að koma til álita, hvort loforð vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar um for- gangsrétt Flugleiða til flug- rekstrar í millilandafluginu þurfi að endurskoða með tilliti til breyttra aðstæðna, en að því verður betur vikið síðar. Hinn þáttur aðstoðarinnar, ríkisábyrgðin vegna rekstrarörð- ugleika félagsins, er sérstakt mál. Auðvitað eru þó rekstrar- örðugleikarnir mestir vegna tveggja ára taps á flugleiðinni yfir Atlantshafið frá Lúxemborg til Bandaríkjanna. Lánið, sem fyrirtækið tekur út á á ríkis- ábyrgðina (tólf milljónir dala) á að endurgreiðast með söluand- virði eigna (m.a. flugvéla) og tekjuafgangi, þegar reksturinn fer að skila hagnaði. Þessi ríkis- ábyrgð er sams konar og félagið hefur áður fengið og er til komin vegna beiðni félagsins, en bak- ábyrgðin vegna Atlantshafs- flugsins, sem áður var nefnd, er hins vegar sprottin af þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að biðja Flugleiðir um að halda áfram Atlantshafsfluginu, eftir að stjórn fyrirtækisins hafði ákveðið að hætta því. Alþýðubandalagið vill þjóðnýtingu Þáttur þeirra fóstbræðra Ólafs Ragnars og Baldurs Óskarssonar hefur verið nokkuð áberandi í þessu máli öllu og verður hann ekki rifjaður upp hér. Það hefur verið gert áður. Nauðsynlegt er þó að ítreka og árétta, að Alþýðubandalagið hefur þá stefnu að þjóðnýta Evrópuflugið, sem heitir á þeirra máli „grundvallarflugið". Þetta sanna þeirra eigin orð, sem margoft hefur verið vitnað til. Allt tal þeirra um frjálsa sam- keppni á þessu sviði er þess vegna út í bláinn. Ólafur Ragnar hefur að vísu sagt, að einkaaðil- ar megi slást um áhættuflugið (þ.e. Ameríkuflugið), en lengra skal samkeppnin ekki látin ganga. Nú hefur það orðið hlut- skipti Ólafs að vera framsögu- maður þeirrar nefndar, sem af- greiddi aðstoðina til Flugleiða, en sú aðstoð er forsenda fyrir áframhaldandi Ameríkuflugi Flugleiða. Það er kaldhæðni ör- laganna, að sá maður, sem mest hefur á sig lagt til að ófrægja Flugleiðir, skuli hafa fengið það hlutverk að fylgja eftir úr þing- nefnd ákvörðun eigin ríkis- stjórnar um aðstoð til áfram- haldandi áhættuflugs. Öðrum þræði á Ólafur samt þakkir skilið fyrir að manna sig upp í þessa kúvendingu, eftir allt sem á undan var gengið. Frjáls samkoppni eða forgangsréttur Millilandaflug íslendinga byggist á loftferðasamningum við aðrar þjóðir. Loftferðasamn- ingar eru gagnkvæmir, en það þýðir að hin samningsþjóðin getur tekið upp áætlunarflug til og frá Islandi, þegar flugfélag á hennar snærum óskar þess. Því má segja, að samkeppni geti verið um íslandsflug og stundum hafa erlend flugfélög notað sinn rétt, t.d. SAS, PANAM og Brit- ish Airways. Frá sameiningu flugfélaganna árið 1973 hafa Flugleiðir notið forgangs um flugrekstrarleyfi á öllum flug- leiðum, sem félagið vill nýta. Þetta á rætur að rekja til bréfs til flugfélaganna frá Hannibal Valdimarssyni, þáverandi sam- gönguráðherra í stjórn Ólafs Jóhannessonar, núverandi utan- ríkisráðherra. Vegna þessarar staðreyndar hefur umræðan til skamms tíma ekki snúizt um frjálsa samkeppni eða einokun eins og fyrr er bent á. Með nýveittu flugrekstrarleyfi Is- cargó til áætlunarflugs hefur orðið breyting á stefnu stjórn- valda að margra áliti. Ráðherra hefur samt margoft mótmælt þeim skilningi, en ljóst er, að ákvörðun flugráðs og ráðherra hefur valdið því m.a., að starfs- menn Arnarflugs telja sig af- skipta af skiljanlegum ástæðum. Sé um stefnubreytingu að ræða, Friðrik Sophusson, alþingismaður: er í raun ráðist að samein- ingargrundvelli flugfélaganna og afleiðingin getur í framtíð inni þess vegna orðið sú, að ekki aðeins Arnarflug slíti sig frá Flugleiðum, heldur geri gamli Loftleiðahópurinn það einnig. Hér skal enginn dómur á það lagður, hvort slík stefnubreyting verði til góðs fyrir samgöngu- málin, en augljóst er, að slík ákvörðun er það mikilvæg fyrir framtíð flugmála hér á landi, að Alþingi verður að vera með í ráðum. Umræðurnar um Flugleiða- málið hafa ekki snúizt um frjálsa samkeppni eða einokun eins og Alþýðubandalagsmenn hafa stundum haldið fram. Póli- tískar umræður um Flugleiða- málið hafa fremur snúizt um það, hvort flugið skuli stundað af einkaaðilum eða opinberum aðilum. Alþýðubandalagið vill þjóðnýta flugið, en Sjálfstæðis- flokkurinn heldur því fram, að einkareksturinn sé betur í stakk búinn til að annast slíkan rekst- ur. Sá ágreiningur hvílir á mis- munandi grundvallarviðhorfum flokkanna til eignaryfirráða og rekstrarforma. Allir eru þó sam- mála um það, að uppbygging millilandaflugsins og hinn mikli vöxtur, sem á síðustu áratugum er afleiðing frjáls framtaks og mundi vart hafa átt sér stað undir opinberri forsjá. Breyttar íorsendur í flugrekstrarmálum Þegar Loftleiðir uxu sem hraðast og velgengni félagsins var sem mest, stóð félagið utan við IATA og bauð lægri fargjöld en önnur félög á Ameríkuleið- inni. fyrir þetta varð félagið þekkt meðal ferðamanna, sem ekki höfðu gnægð fjár handa á milli. I nýlegri tímaritsgrein um afleiðingu af breyttri stefnu Bandaríkjastjórnar í flugmálum er gömlu Evrópuflugfélögunum og stóru bandarísku flugrisunum líkt við risaeðlur, sem eiga í samkeppni við kanínur, þ.e. litlu félögin, sem skjótast inn á mark- aðinn og bjóða lægri fargjöld vegna minni yfirbyggingar og minni tilkostnaðar af öðrum ástæðum. Kanínurnar eru skammlífar og hafa tilhneigingu til að breytast í svifaseinar risaeðlur með tímanum og lenda þá í baráttu við nýjar kanínur o.s.frv. Flest Evrópuflugfélögin eru í eigu opinberra aðila að miklu leyti. Þar af leiðandi hafa reynzt örðugleikar á því að breyta rekstrinum og hagræða i starfsemi þeirra, til að mynda með fjóldauppsögnum eins og bandarísku félögin gera. í nýleg- um sjónvarpsþætti, sem sýndur var í íslenzka sjónvarpinu, var þetta einkar vel skýrt með við- tölum annars vegar við Laker þann, sem þekktur er af nýjung- um í flugrekstri og hins vegar við Knut Hammarskjöld, fram- kvæmdastjóra IATA. Sveigjan- leiki í rekstri er afar mikilvægur í rekstri flugfélaga og í því sambandi er lærdómsríkt að kynnast skoðunum forráða- manna Delta-flugfélagsins bandaríska, en það er eina félag- ið, sem skilað hefur verulegum hagnaði á Norður-Atlantshafs- leiðinni. Þeir halda því fram, að góður samstarfsandi starfs- manna og stjórnenda sé lykillinn að velgengni félagsins og benda á, að starfsmennirnir séu ekki í verkalýðsfélögum og geti því gengið í mismunandi störf innan fyrirtækisins. Þetta segir sína sögu. Ný rekstrarviðhorf í flugmál- um og gerbreytt tækni hafa breytt viðhorfi ferðalanga til flugs yfir Atlantshafið. Viðkoma á íslandi er ekki lengur forsenda fyrir lágum fargjöldum eins og eitt sinn átti sér stað. Ferða- menn koma héðan í frá aðeins við hér á landi til að skoða eitthvað markvert, sem landið hefur upp á að bjóða, en ekki vegna lágra fargjalda. Það eru þessi atriði og fleiri, sem valda því, að íslenzk stjórn- völd og stjórnendur flugfélaga verða að endurskoða flugmála- stefnu sína. í því sambandi verður að kanna hvort blandað flug (þ.e. farþega- og fraktflug) komi til greina i auknum mæli og með hvaða hætti við getum hagnýtt okkur samstarf við Lux- emborg, sem er smáríki með svipuð áhugamál í flugmálum. Skilyrðin íyrir ábyrgðinni Stjórnendur Flugleiða hafa oftar en einu sinni á síðustu árum mælt með aukinni hluta: fjáreign ríkisins í fyrirtækinu. í 2. gr. laga um aðstoð við Flug- leiðir er ríkisstjórninni heimilt að auka hlutafjáreign sína í fyrirtækinu í allt að 20% hluta- fjár. Um þetta mál varð ágrein- ingur á þingi. Sumir þingmenn sjálfstæðisflokksins, þar á meðal undirritaður, töldu að leita ætti annarra leiða fyrr en gripið væri til þess að festa fé ríkissjóðs í hlutabréfum Flugleiða. Við bentum á, að starfsfólk og verkalýðsfélög hefðu sýnt áhuga á málinu a.m.k. á fyrri stigum þess, þegar óvíst var um opin- beran stuðning. Ennfremur var á það bent, að hlutafjárkaup ríkisins skv. tillögunni svöruðu í fjármagni til þeirrar upphæðar, sem Steingrímur Hermannsson „lofaði" að endurgreiða félaginu vegna lendingarkostnaðar fyrir fyrri hluta ársins 1979. í stað þess að efna það loforð eins og Lúxemborgarríkisstjórnin gerði fyrir sitt leyti, ætlar íslenzka ríkisstjórnin að auka hlutafé sitt. Albert Guðmundsson tók fram í nefndaráliti, að hann teldi ríkissjóði bera skylda til að selja hlutabréfin, þegar fjár- hagsaðstaðan batnaði og ríkis- ábyrgðin hyrfi á brott. Nokkrir sjálfstæðismenn lýstu í umræðum og við atkvæða- greiðslu jafnframt óánægju sinni með þá stefnu, sem mörkuð er af hálfu stjórnvalda með því að setja það skilyrði, að Flug- leiðir selji starfsmönnum Arn- arflugs hlut sinn í Arnarflugi. Þessi afstaða merkir það ekki, að þingmennirnir telji starfsmenn Arnarflugs illa að þessum hlut komna. Afstaðan byggist þvert á móti á því, að hér er verið að skapa fordæmi, sem getur verið varhugavert þegar horft er til framtíðar. Hlutverk ríkissjóðs er að setja almenn skilyrði þess efnis, að félagið styrki rekstr- arstöðu sína, t.d. með því að selja eigur sínar til þeirra, sem þær vilja kaupa á eðlilegu verði, en það er ekki í verkahring Alþingis né ríkisstjórnar að ákveða, að tilteknar eignir lán- þega lendi í höndunum á tiltekn- um hópi, sem jafnvel er verðandi samkeppnisaðili. Á þessi tvö skilyrði af sjö, sem orðuð hafa verið í nefndarálitum, er sér- staklega bent hér til að leggja áherzlu á afstöðu nokkurra sjálfstæðisþingmanna til þeirra. Hitt er svo annað mál, að skilyrðin hafa ekki lagagildi, enda er þeirra aðeins getið í nefndaráliti en ekki í lagatexta. Og eins ber að líta á hitt, að verði frjáls samkeppni íslenzkra flugfélaga ráðandi stefna í milli- landafluginu, er óeðlilegt, að eitt flugfélag eigi meirihluta í öðru. En ný og óbreytt stefna liggur enn ekki fyrir, þótt eitt víxlspor hafi verið stigið með leyfinu til Iscargo. Samvinna um skynsamlefja lausn Hér að framan hefur verið drepið á nokkra þætti Flugleiða- málsins. Augljóst er, að flug- samgöngur við aðrar þjóðir verða ekki endanlega tryggðar með þeirri aðstoð, sem fólgin er í nýsettum lögum. Stuðningurinn við Norður-Atlantshafsflugið er tímabundinn. Aðeins er tjaldað til einnar nætur. Þeir tímar eru liðnir, þegar íslendingar möluðu gull og byggðu upp stórkostlegan atvinnurekstur með farþegaflugi milli tveggja heimsálfa. Við megum samt ekki missa móðinn, því að við eigum mikil verðmæti í þróuðu markaðskerfi og sér- hæfðu starfsfólki, sem skilað getur arði í þjóðarbúið, ef ný verkefni fást. Millilandaflugið kemur aftur á borð alþing- ismanna á næsta ári. Tímann þangað til verðum við að nýta til að móta flugmálastefnu, sem svarar nýjum kröfum og byggir á breyttum forsendum. Til þess að vel fari, verða stjórnmála- menn, stjórnendur flugfélaga og starfsfólk að vinna saman að skynsamlegri lausn af fullri ein- urð. Flugleiða- málið á Alþingi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.