Morgunblaðið - 26.11.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1980
13
Pétur Pétursson, þulur:
Fórnargáfa hofgoðanna
Stjórnarforystumönnum verð-
ur nú tíðrætt um það ákvæði
ríkisstjórnarsáttmálans er kveð-
ur á um niðurtalningu verð-
bólgu. í barnalærdómskverum
fyrri alda varð kennimönnum
tíðrætt um syndina. Nú hefur
syndin, vítiseldur og villutrú
vikið fyrir nýjum andskota.
Erfðasyndina minnist enginn á
lengur. Fjandinn virðist fyrst
hafa náð sér verulega á strik
með tilkomu svokallaðrar verð-
bólgu. Svo er a.m.k. ef marka má
kílómetralanga dálka á undan-
förnum áratug þar sem verð-
bólgutal er höfuðviðfangsefni og
texti hvers dags, allt frá forystu-
greinum blaða til áramóta-
ávarpa lands- og kirkjufeðra.
Fjöldi nefnda hefir nú setið
um nær heils árs skeið á fundum
og fjallað um kaup þeirra og kjör
er standa dag hvern við fram-
leiðslutæki landsmanna, bjóða
stórsjóum birginn á Halamiðum
og Hornafjarðarál, í Djúpi og
undir Jökli. Gefa á garðann og
moka flór í fjósi eða ferðast
fimum fingrum um ritvélaborð á
skrifstofu, eða leiðrétta stíla í
heimavinnu. Samkvæmt kenn-
ingum hagspekinga hafa starf-
andi menn er bjóða fram vinnu-
fúsar hendur sínar uppi kröfur
er ógna afkomu þjóðar vorrar og
framtíð allri. Hver er þá sök
þeirra? Takið vísitöluna úr sam-
bandi, hrópa endurskoðendur og
hagfræðingar. Hvers vegna?
Leyfist að spyrja svo einfaldrar
spurningar? Hvað ef hjúkrun-
arkona á spítala hrópar við
rúmgafl sjúklingsins: Brjótið
hitamælinn. Hvað ef hringjar-
inn í Dómkirkjunni hrópar af
húsmæni: Fjarlægið vísana af
kirkju Krists. Sjatna sjávarföll?
Þorna úthöfin?
Eru landsfeður svo skyni
skroppnir að þeim hafi gleymst
undirstöðuatriði kristins dóms
um þau verðmæti er mölur og
ryð fá eigi grandað? Muna þeir
eigi orðin er mælt voru endur
fyrir löngu? Verður er verka-
maðurinn launanna.
Hefir íslenska lýðveldið kjörið
sér Midas að konungi? Allt varð
honum að gulli. En maðurinn
varð honum ekki gullið þrátt
fyrir allt.
Armenn og andskotar senda
nú fram fjölmennar fylkingar að
villa um fyrir alþýðu og sveigja
til hlýðni við Grótta konung.
„Þjóðarkakan" er þeim tungu-
töm. Hnútasvipur höfðingjanna
í Kranahúsi Davíðs hvína við
eyru. „Tvöfalt bókhald" Vinnu-
veitendasambandsins jafngildir
skýrslum Þjóðhagsstofnunar.
Hver eyru hefir hann heyrir.
Hver augu hefir hann sér.
Alþjóð veit og skilur að hver
verkamaður er býður fram dygð-
ugar hendur sínar til þjónustu
og starfa er eigi böðull síns
samféiags, heldur trúr þegn og
þrautgóður. Hvar eru fórnir
stórgróðafurstanna? Við alt-
arishornið í hverju musteri báru
menn fram fórnargáfur sínar.
Hvar eru fórnargáfur hofgoða og
æðstupresta?
Til andófs gegn ofurvaldi
auðmagnsins.
Fram til bjargræðis og bar-
áttu.
Verjum hlut vinnandi stéttar.
Pétur Pétursson þulur.
Tízku-
verzlunin
Guðrún
breytir
um svip
TÍZKUVERZLUNIN Guðrún sf. á
25 ára afmæli um þcssar mundir
og er hún þar af leiðandi ein af
elstu starfandi tískuverslunum í
Reykjavík.
I tilefni af þessum tímamótum
hefur verið ráðist í gagngerar
endurbætur á húsakynnum versl-
unarinnar að Rauðarárstíg 1 og
nýjum innréttingum verið komið
fyrir. Gunnar Ingibergsson, inn-
anhússarkitekt, teiknaði innrétt-
ingarnar en smíði þeirra og upp-
setningu annaðist Ingólfur Páls-
son, húsgagnasmiður í Kópavogi,
og málarameistari var Valgeir
Hannesson.
Verslunarstjóri og einn af eig-
endum Tízkuverslunarinnar Guð-
rúnar sf. er Ragnheiður Jónsdótt-
ir.
0r fréttatilkynninKU.
Bolungarvík:
FM send-
ir fyrir út-
varp sett-
ur upp
Bolungarvík 21. nóvember.
NÝLEGA var settur upp
FM-sendir fyrir móttöku út-
varps hér í Bolungarvík, en
slikur sendir hefur ekki verið
hér. Víðast i bænum mútti
notast við FM-sendingu frá
sendi, sem staðsettur er i
Bæjum á Snæfjallaströnd. en
sá sendir er fyrst og frcmst
fyrir ísafjörð gegnum Arn-
arnes.
Sendirinn sem nú hefur ver-
ið settur upp fyrir Bolungarvík
er 10 wött að styrkleika og
byggður fyrir stereoútsendingu
og sendir á 93,5 megahertz.
Hér er um gífurlega bót að
ræða fyrir útvarpsnotendur í
Bolungarvík þar sem í öllum
venjulegum tilfellum er hægt
að minnka notkun loftneta.
Gunnar
Ragnheiður Jónsdóttir, verzlunarstjóri og einn af eigendum Tizkuverzlunarinnar Guðrúnar, i
húsakynnum verzlunarinnar að Rauðarárstig 1.
Lestunar-
áætlun
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands á
næstunni sem hér segir:
KAUPMANNAHÖFN:
Hvassafell ..... 11/12
Hvassafell ..... 29/12
GAUTABORG:
Hvassafell ..... 10/12
Hvassafell ..... 23/12
LARVÍK:
Hvassafell ...... 9/12
Hvassafell ..... 22/12
SVENDBORG:
Hvassafell ..... 28/11
Hvassafell ..... 12/12
Hvassafell ..... 30/12
GOOLE:
Arnarfell .... 8—9/12
Arnarfell ... 22—23/12
ROTTERDAM:
Arnarfell ...... 11/12
Arnarfell ... 24—26/12
ANTWERPEN:
Arnarfell ...... 28/11
Arnarfell ...... 12/12
Arnarfell ...... 27/12
HELSINKI:
Helgafell ...... 28/11
Dísarfell ...... 23/12
GLOUCESTER MASS:
Skaftafell .. 13—15/12
Skaftafell .. 17—19/1/81
HALIFAX KANADA:
Skaftafell ..... 17/12
Skaftafell ... 21/1/81
‘ SKIPADEIUD
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reykjavík
Sími 28200 Telex 2101
WIKA
Þrýstimælar
Allar stærðir og gerðir.
SfltynrflaaiigKuir
& CS(Q)
Vesturgotu 16.simi 13280
MYNDAMÓTHF.
PRENTMYNDAGCRO
AÐALSTRETI • SlMAR: 17152-17355