Morgunblaðið - 26.11.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.11.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1980 33 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI TIL FÖSTUDAGS AyyjMrioruM'jj ir legum forföður, sem hvorki sé hægt að flokka undir nútíma apa eða nútíma menn. Ekki langt í land meÖ aÖ skapa e.k. líf Síðan birtist þann 20.11 grein eftir Guðmund Geir nokkurn Sig- urðsson. Hann er undir sömu fjölina felldur og Sóley hvað þekkingarleys- ið varðar. Hann kveður þróunar- kenninguna segja að líf hafi þrifist á jörðinni í „um milljarð ára eða um það bil“. Um þetta tæknilega atriði segir þróunarkenningin ekkert, en rannsóknir vísindmanna benda til þess að lífið muni hafa „kviknað" fyrir um 3,5 milljörðum ára, en það samræmist kannski ekki tímatali biblíunnar! Síðan telur hann sig geta reiknað út, eftir skilningi sínum á þróunarkenningunni, að það taki 400 ár fyrir eina tegund að „breytast í aðra“. Guðmundur virð- ist halda að þróunin sé e.k. stigi, þannig að fyrst komi fram ein tegund, t.d. belja, sé uppi í 400 ár og breytist svo skyndilega í t.d. marg- lyttu, sem sé uppi í 400 ár og verði svo allt í einu 3. tegundin, e.t.v. fiðrildi! Þróunarmeiðurinn er nefni- lega e.k. tré með ótal mörgum sprotum og greinum, eins og Reynir Harðarson benti réttilega á í grein þann 16. nóv. sl. Að lokum spyr Guðmundur hví ekki sé hægt að leika eftir myndun lífsins og telur að það muni vera einfalt, fyrst það gat gerst af sjálfu sér. Við getum frætt hann á því, ef það er þá til nokkurs, að þetta var fyrst gert fyrir nokkrum áratugum, þannig að rafneistar voru látnir híaupa gegn um loftblöndu eins og menn telja andrúmsloft jarðar hafa verið fyrir 3,5 milljörðum ára. Eftir nokkurn tíma voru farin að myndast frum- stæð ammínósýrusambönd, en þau eru frumstig lífsins. Rafneistarnir svöruðu til hinna miklu eldinga í þá tíð. Nýjustu fréttir herma, að líf- efnafræðingar eigi ekki langt í land með að skapa e.k. líf í tilraunaglös- um sínum. Betri lífsskilyrði fyrir aðra geta myndast Svipaðs misskilnings gætir hjá Jóni Þ. Halldórssyni, sem skrifar 13. nóvember en hann varpar fram 2 spurningum varðandi þróunarkenn- inguna. Annars vegar hvaða fugl hafi komið fram þegar geirfuglinum var útrýmt og hins vegar hvaða dýrategund hafi komið fram er amerískum innflytjendum tókst að útrýma vissum indíánakynstofnum. Ef við höldum okkur við trésamlík- inguna, þá er ekki þar með sagt að þótt ein grein hætti að vaxa, þá verði önnur til. Hitt er svo annað mál, að við hvarf ýmissa stofna geta myndast betri lífsskilyrði fyrir aðra. Þannig er hugsanlegt, að við dauða geirfuglanna hafi fjölgað í einhverjum öðrum stofni, lífsskil- yrði hans batnað og orðið fjölbreytt- ari, sem svo gat leitt af sér aukna og margvíslegri þróun. Við dauða indí- ánanna gat hið sama gerst. Andans nátttröll Það kreddufasta bókstafstrúar- fólk, sem undanfarnar vikur hefur háð sína innblásnu baráttu undir kjörorðinu „eigi skal hafa þat er sannara reynisk", má með sanni kallast andans nátttröll vorra tíma, sem dagað hefur uppi er sól hinna frjálsu vísinda reis. Því fer fjarri að málefnaleg umræða hafi einkennt skrif þeirra. Ekki hefur verið vikið að þeim rökum er styðja umræðu- efnið, þróunarkenninguna, heldur aðeins talað um sköpunarsögu og einhvern „skapara" sem sjálfsagðan hlut, og frásagnar biblíunnar af þeim taldar óskeikular, og ofar öllum rökum, sama hverjum. Að lokum viljum við minna á orð Júlíusar Sesars, en þau skýra margt og svara ýmsum spurningum: „Það er almennur veikleiki mannlegs eðlis, að hafa takmarkalausa trú á hlutum, sem þeir hvorki sjá né þekkja og stjórnast ótilhlýðilega af þeim.“ Með þökk fyrir birtinguna." fyrir 50 árum „Hjúkrunarstofnunin í Sólheimum. Þær ungfrúrnar, Ása Ás- mundsdóttir ljósmóðir og Elisabet Erlends hjúkrun- arkona, hafa nú nýlega opnað sængurkvenna- og hjúkrunarstofnun í Sól- heimum við Tjarnargötu hjer i bæ ( húsi Jóns heit. Laxdal). Er þar all-myndarlega á stað farið, húsið stórt og vandað og er það alt tekið til notkunar fyrir stofnun- ina. Sjúkrastofurnar eru hjartar og rúmgóðar, litur þeirra þægilegur. innan- stokksmunir nýkeyptir og smekklega valdir. Skurða- stofa er þar og fæðingar- stofa. báðar vel úr garði gerðar... Mun stofnunin geta tekið á móti 15—20 sjúklingum alls. Húsið stendur á rólegum stað, garður að baki og útsýni frítt... Það er næsta eftirtektar- vert hvað konur hafa gengið á undan og haft forystu i spítalamálum þessa bæjar. Sct. Josephssystur hafa nú i áratugi haft sjúkrahús hjer. Konur beittu sjer fyrir Landspítalamálinu, frk. Þ.B. setti á stofn fyrstu fæðingarstofnun þessa bæj- ar og nú hrinda þær ung- frúrnar Ása og Elísabet i framkvæmd gömlu og nýju áhugamáli margra lækna og e.t.v. fleiri, einkastofnun þessari...“ Fossvogsskóli: Avallt annast inn- kaup á skólavörum Kári Arnórsson skólastjóri skrifar 21. nóv.: „Velvakandi! Vegna umræðna í Velvakanda um „pappírsgjald" þar sem vikið er að greiðslu efnisgjalds í Foss- vogsskóla vil ég taka fram eftir- farandi: Fossvogsskóli hefur ávallt ann- ast innkaup á ýmsum skólavörum svo sem stílabókum, ritföngum, pappír, litum og möppum. Flest af þessum vörum hefur skólinn fengið í heildsölu. Nem- endur hafa síðan fengið í skólan- um það sem þeir þurfa að nota fyrir veturinn og greitt fyrir það efnisgjald, sem greiðist í tvennu lagi. Með þessum hætti hafa nemendur fengið þessar vörur mun ódýrari en þær eru seldar í smásölu. Foreldrum hefur verið gerð grein fyrir þessu á hverju hausti, bæði upphæð gjalds svo og hvað greitt er fyrir. Almenn ánægja hefur ríkt hjá foreldrum með þetta fyrirkomulag. Nemendur fá kvittun fyrir greiðslum sínum og bókhald skólans, sem og annarra skóla, fer til endurskoðunar hjá fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Hér með fylgir hluti úr bréfi frá skólanum er sent var í skólabyrjun síðastliðið haust, og varðar efnisgjaldið. „Eins og áður leggur skólinn til stílabækur, ritföng, pappír, möppur, liti o.fl. og nemendur greiða efnisgjald kr. 10.000.- í tvennu lagi. Fyrri hluti gjalds kr. 5.000- greiðist föstudaginn 12. sept.“ Með þökk fyrir birtinguna." Eins o* áður le?rur ekilinn til stllab»*ur ritfbnp papplr “bpjur llti o.fl. op nemendur preiða efnispjald Kr. 10.0P0,- t ' Pyrri hluti pjalds kr. 5-000,- preiðiet föstudapinn 12. sept. Forsetakjör 1980 eftir Guðjón Friðriksson og Gunnar Elísson BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlyg- ur hf. hefur sent frá sér bókina Forsetakjör 1980 eftir Guðjón Friðriksson og Gunnar Elisson. Eins og bókartitillinn ber með sér fjallar þessi bók um hið sögulega forsetakjör sem fór fram á íslandi 29. júní 1980, en þá var Vigdís Finnbogadóttir kjörin forseti íslands, og varð þar með fyrsta konan sem kjörin er til þjóðhöfðingjaembættis í lýðræðislegri kosningu í heimin- um. í bók sinni rekja þeir Guðjón og Gunnar sögu forsetaembættisins á Islandi, en taka síðan fyrir forsetakjörið sl. sumar. Er þar fyrst fjallað um kosningabarátt- una, síðan kosningarnar sjálfar, úrslit þeirra og viðbrögð bæði hér heima og erlendis. Þá er í bókinni æviágrip forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, fjallað um emb- ættistökuna og fyrsta embættis- hlutverk hennar sem forseti, Hrafnseyrarhátíðina er minnst var hundruðustu ártíðar Jóns Sig- urðssonar í ágústbyrjun. Forsetakjör Fjölmargar ljósmyndir eru í bókinni, margar þeirra i lit. Meðal myndanna eru margar myndir úr einkasafni forsetans, Vigdísar Finnbogadóttur. Bókin Forsetakjör 1980 mun einnig koma út á ensku. Nefnist sú bók Mrs. President. Þýðingu önn- uðust Sonja Diego, Paul Richard- son og Bogi Ágústsson. Forsetakjör 1980 er sett, um- brotið og prentuð i Odda hf. en bundin i Sveinabókbandinu hf. Hönnun og útlit bókarinnar önn- uðust Guðjón Sveinbjörnsson og Ólafur Ingi Jónsson. Teikningar á fremstu og öftustu opnu bókarinn- ar eru eftir Hring Jóhannesson, listmálara. Fréttatilkynning Ný sakamálasaga eft- ir Jón Birgi Pétursson BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur hefur sent frá sér bókina Einn á móti milljón, sakamálasögu eftir Jón Birgi Pétursson fyrrum fréttastjóra. Er þetta önnur bók höfundar, en í fyrra skrifaði hann bókina Vitnið sem hvarf. Aðalpersóna fyrri bókarinnar, „Rauða ljónið", er einnig söguhetja í hinni nýju bók og fær hún nú erfitt viðfangsefni að glíma við. Aðalsögusvið bókarinnar er Reykjavík, en leikurinn berst einn- ig til Hollands, en þar dvaldi höfundur meðan hann skrifaði bók- ina. Einn á móti milljón fjallar um fjölskyldu i Reykjavík og svartan sauð hennar, þótt allt virðist slétt og fellt á yfirborðinu er stutt í ýmislegt, sem fjölskyldan hefur lítinn áhuga á að komist upp á yfirborðið, segir m.a-. í frétt frá útgáfunni. Bókin er sett, brotin um, filmuunnin og prentuð hjá Prent- smiðjunni Hólum hf. og bundin hjá Arnarfelli. Káputeikning er eftir Bjarna D. Jónsson. Káputeikning hókarinnar er eft- ir Bjarna D. Jónsson. Þrjár nýjar „Rauö- ar ástarsögur44 BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá, Hafn- arfirði. hefur gefið út þrjár hækur í bókaflokknum „Rauðu ástarsög- urnar“. Alls hafa þá komið út í þessum flokki 15 bækur. Nýju bækurnar heita Barnlaus móðir eftir Else- Marie Nohr, í þýðingu Skúla Jens- sonar, Örlögin stokka spilin eftir Sigge Stark, í þýðingu Skúla Jens- sonar og Ástin er enginn leikur eftir Signe Björnberg, í þýðingu Sigurðar Steinssonar. „Rauðu ástarsögurnar“ hafa notið mikilla vinsælda undan- farin ár og þessar þrjár nýju bækur gefa hinum fyrri ekkert eftir, segir í tilkynningu frá útgefanda. Enn um papp- írsgjaldið llalldóra Friörlksdóttlr hrinjrdi vegna umrædna um papp- iranjald i skólum o« saRÓi: — Rg á tvö börn í Fossvogsskóla, sem |>ejfar hafa Rreitt |H»tta umtalaÖa pappirs^jald. Kvittanirnar eru ónúmeraóar oj? hljóöa upp á kr. 5000. Á annarri stendur aö þetta sé efnisRjald. á hinni að þetta sé „fyrri hluti efnisRjalds44. Það kem- ur heim við það sem ég þekki frá undanförnum árum, þ.e. að þessi Rjöld séu greidd tvisvar á vetri. Ér er ekki að ásaka neinn eða kvarta, fannst bara rétt að þetta kæmi fram, fyrst verið er að tala um þessi mál. 03^ SlGtA V/öGA i ÁlLVtkAH vmn VfMWLíM V/ÁJií? \MST(Möíc STÓW, <bóS)A tK v£S$/ wotw VÍN L\\(A \ SWsTA LtKúi,' $L$)A H//sl'7 tóu tíŒMKu llj vu {ýEGA$ MÚN TU)TT/sV YTOjjgMSTKALÍO ’D Ymi \\Am Mv<o \9BGM M VLOTr/ST, 4[/- AmAL\0 JöA WÆMKA \iEWI wmf M\9aq \LimsV \\'L Asr^ao w Wk 111 <: -i sf7^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.