Morgunblaðið - 26.11.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1980
15
Halldór Blöndal alþingismaður:
Flugvallargjald verði lagt niður
ráðherra sé heimilt að hækka
flugvallargjaldið í réttu hlutfalli
við þá hækkun, sem kann að verða
á vísitölu byggingarkostnaðar.
Með hliðsjón af verðbindingu
flugvallargjaldsins er ljóst að það
er stefna núverandi ríkisstjórnar
að það skuli verða viðvarandi. Það
er skoðun flutningsmanns, að
reynslan sýni að þetta gjald sé
mjög óheppi'legt, enda hefur það
valdið reiði hjá erlendum ferða-
mönnum og bakað starfsmönnum
Flugleiða hf. margvísleg óþægindi.
Hitt er þó sýnu verra, að gjald
þetta er mjög tilfinnanlegt fyrir
fólk sem þarf mikið á flugsam-
göngum að halda hér innanlands
og leggst, eðli sínu samkvæmt,
fyrst og fremst á þær byggðir sem
fjærst eru Reykjavík. Skyldu
menn þó halda að hár flutnings-
og ferðakostnaður væri ærinn
baggi fyrir fólk í þessum byggð-
arlögum þótt til þvílíkra ráðstaf-
ana væri ekki gripið.
Keflavík:
Lögreglan í nýtt
húsnæði í dag
þar sem ályktanir þyrftu að liggja
fyrir 3 mánuðum fyrir þing, en
kjaramálaályktunin hefði komið
fram fyrst á þinginu. Grétar
Þorsteinsson frá Trésmiðafélagi
Reykjavíkur kynnti og kjaramála-
ályktun, sem félagið hefði sett
saman, vegna þess að engin drög
hefðu verið komin fram á tilsett-
um tíma. Þar er gert ráð fyrir að
almenn fjölskylda eigi að hafa
minnst 650 þúsund krónur í mán-
aðarlaun til framfærslu, en það
væri hið sama og vísitölufjöl-
skyldan þyrfti til að sjá sér
farborða.
Jón Helgason, formaður Eining-
ar, Akureyri, kvaðst ekki ætla að
ræða kjaramál, það hefði Karvel
gert tæmandi að sínu viti, en því
næst ræddi hann málefni fatlaðra
og lýsti því hvernig Eining hefði
styrkt Sjálfsbjörg á Akureyri með
fjárframlögum undanfarin 4 ár.
Hefur Eining á þessum árum
samtals greitt 14 milljónir króna
til Sjálfsbjargar, en hann kvaðst
ekki vita núvirði þeirrar upphæð-
ar. Um kjaramálin sagði Jón að
lítil stoð væri í fleiri krónum í
laun, þegar ríkisvaldið héldi uppi
þeim hætti að fella krónuna, sem
kauphækkunum næmi. Því hvatti
hann til þess að reynt yrði að fara
aðrar leiðir til þess að bæta
kjörin.
Þá talaði Jóhanna Friðriksdótt-
ir frá Snót í Vestmannaeyjum og
gerði að umtalsefni uppsagnar-
frest fólks í frystiiðnaði og kvað
fólki sagt upp, jafnvel, þegar
skipin væru látin sigla með fisk.
Þá talaði Bragi Haraldsson og því
næst Guðmundur Hallvarðsson,
formaður Sjómannafélags
Reykjavíkur. Hann gerði kjör sjó-
manna að umtalsefni og ræddi um
sjómannastofur; sem stjórnvöld
hefðu lofað fyrir alllöngu í félags-
málapakka, en svikið og borið við
að umsögn hefði ekki borizt frá
sjómannasamtökunum tveimur.
Það kvað hann alrangt. Þá kvað
hann stjórnvöid hafa skert skatta-
fríðindi sjómanna og kjaradómur,
sem settur hefði verið með lögum
á sjómenn 1979 hefði reynzt þess
vanmegnugur að fjalla um mál
sjómanna. Kvað hann ályktun ASÍ
þurfta að fjalla um þetta og
kröfuna um að nýr kjaradómur
yrði skipaður, sem gæti fjallað um
málin.
Þá tók til máls Bjarnfríður
Leósdóttir og kvað verulegrar
óánægju gæta á þinginu með
samningana, enda hefði engin
samstaða náðst til þess að móta
þá og síðan hefði þófið staðið í 10
mánuði. Forystu ASÍ kvað hún úr
tengslum við fólkið í landinu.
Brotalömina kvað hún hafa komið,
þegar Ólafslög hafi verið sett.
Hún spurði, hvers vegna fulltrúar
á ASI-þingi, sem jafnframt væru
þingmenn, hefðu ekki flutt breyt-
ingartillögu við lögin og fellt úr
gildi kjaraskerðingarákvæði
þeirra. Þá talaði Helgi Guð-
mundsson og kvað það mikinn
misskilning að félagslegar kröfur
hefðu ekki náðst fyrir kröfur og
samstöðu verkalýðshreyfingarinn-
ar. Þá spurði hann Karvel hvaða
tillögur hann hefði fram að færa
um lausn efnahagsvandans og
hvatti til þess að viðræður yrðu
hafnar við ríkisstjórnina um að
verðstöðvunarlögin, sem í gildi
væru yrðu virk, en ekki bara
pappírsgagn.
Nokkrir fleiri tóku til máls, og
var síðasti ræðumaður Magnús L.
Sveinsson, formaður Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur. Hann
vitnaði í mál Ásmundar Stefáns-
sonar, sem sagt hefði að ráðherrar
svæfu í 3 mánuði en vöknuðu síðan
upp við að kaup ætti að hækka og
gæfu þá yfirlýsingar í andfælun-
um. Magnús kvaðst sannfærður
um að þessir menn vöknuðu alls
ekki, þeir bara töluðu upp úr
svefni. Hann kvaðst vildu flytja
tillögu ásamt Bjarnfríði Leósdótt-
ur, sem væri svohljóðandi: „34.
þing ASÍ skorar á Alþingi, að
afnema þau ákvæði laga nr. 13 frá
1979 (Ólafslög), sem kveða á um
skerðingu verðbóta á laun sam-
kvæmt kjarasamningi frá 22. júní
1977.“
Í GÆR var lagt fram á Alþingi
frumvarp til laga um niðurfell-
ingu á flugvallarskatti, en hann
var upphaflega lagður á hinn 1.
maí árið 1975. Flutningsmaður
lagafrumvarpsins er einn þing-
manna Sjálfstæðisflokksins,
Halldór Blöndal. Frumvarpið er
stutt og laggott, og hljóðar svo:
„Fyrsta grein: Lög þessi eru
numin úr gildi. Önnur grein: Lög
þessi taka þegar gildi.“
Frumvarp um
skarkolaveið-
ar á Faxaflóa
Sjávarútvegsráðherra, Stein-
grímur Hermannsson, mun á
næstunni leggja fram frumvarp á
Alþingi um leyfi til skarkolaveiða
á a.m.k. hluta Faxaflóa. í ræðu á
Fiskiþingi í gær sagði hann, að
tilraunir og tilraunaveiðar undan-
farin ár réttlættu, að þessar veið-
ar yrðu leyfðar. Sem kunnugt er,
er þarna um mikið hitamál að
ræða og hafa fulltrúar ýmissa
sveitarfélaga deilt um hvort leyfa
ætti þessar veiðar.
í greinargerð með tillögunni
segir flutningsmaður svo:
Flugvallargjald var upp tekið 1.
maí 1975 og var það liður í
víðtækum efnahagsráðstöfunum,
en samtímis var felldur niður
söluskattur af fargjöldum í inn-
anlandsflugi, en hann hafði ekki
verið á fargjöldum til útlanda.
Gjaldið var upphaflega 2.500 kr.
fyrir millilandafarþega, en 350 kr.
fyrir farþega í innanlandsflugi. 1.
mars 1976 lækkaði gjaldið í 1.500
kr. fyrir farþega í millilandaflugi
og í 200 kr. fyrir innanlandsfar-
þega og var þar með mörkuð sú
stefna, að þetta gjald skyldi lagt
niður í áföngum, þótt svo hafi
verið ákveðið á árinu 1978, að það
skyldi innheimt með 100% álagi í
millilandafluginu, en var áfram
200 kr. í innanlandsflugi.
Þáttaskil urðu í þessum efnum
þegar flugvallargjaldið var hækk-
að í 5.500 kr. fyrir farþega í
millilandaflugi, en 400 kr. fyrir
farþega í innanlandsflugi á árinu
1979. Og á þessu ári hafa samsvar-
andi hækkanir orðið upp í 8.800
kr. og 650 kr. Jafnframt var sú
breyting gerð á síðasta þingi, að
LÖGREGLAN í Keflavík flyt-
ur í dag í nýtt og glæsilegt
húsnæði að Hringbraut 130.
Gamla húsnæðið að Hafnar-
götu 17 var orðið nokkuð úr
sér gengið og að sögn lögregl-
unnar batnar aðstaða til muna
að öllu leyti með þessum
flutningum.
Nýja húsnæðið að Hring-
braut er gegnt slökkvistöð
Keflavíkur. Lögreglan mun
áfram hafa sama símanúmer,
3333.
fiD PIONEER
*lmn ■ ■ • fyrir þá sem vilja
- == == = aóeins það besta
mt
Frábær hljómflutningstæki
með tæknilega yfirburði og
hönnun fyrir fagurkera
ATH.: Greiðsluskilmálar eöa staögreiöslukjör
=ji
LAUGAVEG 66 SÍMI 25999
Útsölustaðir: Karnabær Laugavegi 66 —
Karnabær Glæsibæ — Fataval Keflavík
Portið Akranesi — Eplið Isafirði —
Álfhóll Siglufirði — Cesar Akureyri —
Hornabær Hornafirði —M.M. h/f. Selfossi
Eyjabær Vestmannaeyjum