Morgunblaðið - 26.11.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.11.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1980 3 Fjórir seldu erlendis FJÖGUR íslenzk fiskiskip seldu afla í erlendum höfnum í gær. þrjú í Bretlandi og eitt í Þýzka- landi. Vörður ÞH seldi 69 lestir í Hull fyrir 52 milljónir, meðalverð 755 krónur fyrir kílóið. Aflinn fór í 3. gæðaflokk. Garðey SF seldi 39,2 lestir í Grimsby fyrir 37,1 milljón, meðal- verðið 948 krónur. Aflinn fór í 2. gæðaflokk. Þórir SF seldi 43,5 lestir í Fleetwood fyrir 39,8 milljónir króna, meðalverð 915 krónur. Afl- inn fór í 1. gæðaflokk. Loks seldi Árni í Görðum VE 68 lestir í Cuxhaven fyrir 41,9 millj- ónir króna, meðalverð 616 krónur fyrir kílóið. Flugleiðir vilja leigja 700 ferm. skrÖstofuhúsnæði NEÐSTA hæð nýjustu skrifstofu- álmunnar í Hótel Lo'tleiðum er nú til leigu, en um er að ræða nærri 700 fermetra húsnæði í norðaust- urálmunni. Hefur um nokkurt skeið verið reynt að leigja út húsnæðið sem er mjög opið og bjart, en enginn leigjandi hefur fengist ennþá, að sögn Erlings Aspelund framkvæmdastjóra stjórnunardeildar. Átta bakarí kærð Verðlagsstofnun hefur ákveðið að kæra átta bakarí í Reykjavík, Hafnarfirði og Keflavik til Rann- sóknarlögreglu rikisins fyrir að selja „vísitölubrauðin" svoköll- uðu á hærra verði en verðlagsyf- irvöld hafa heimilað. Gísli Isleifsson lögfræðingur Verðlagsstofnunar tjáði Mbl. þetta í gær. Hann sagði ennfrem- ur að kæra yrði lögð fram á hendur stjórn og framkvæmda- stjóra Landssambands bakara- meistara. * Okunnur kaf bátur ná- lægt landi ÓKUNNUR kafbátur sást um 4 sjómilur frá Kópanesi aðfaranótt sl. sunnudags en það voru skip- verjar á nótaskipinu Vikingi frá Akranesi sem sáu kafbátinn. Fyrst sáu þeir skipið í radar og þar sem tunglbjart var og þeir sáu engin Ijós á skipinu sem var ekki langt frá samkvæmt radarn- um. gættu þeir sérstaklega að og sáu þá kafbátinn sigla hraðbyri suður með landinu. Samkvæmt upplýsingum Guð- mundar Kjærnested skipherra hjá Landhelgisgæzlunni var gæzlan ekki vör við kafbátinn enda voru varðskipin talsvert norðar. Víkingsmenn sáu ljósglætu frá kýrauga á kafbátnum, en hann virtist sigla á 12 mílna hraða og freyddi mikið um turn skipsins uns það hvarf sjónum. JNNLEN-T Listamanns- og æviferill Halldórs Péturssonar Fjóla Sigmundsdóttir. ekkja Halldórs Péturssonar, með bókina um Haiidór. Við hlið hennar eru Indriði G. Þorsteinsson sem sá um textann og Pétur, sonur Halldórs, sem sá um uppsetningu bókarinnar. í baksýn er sjálfsmynd sem Halldór málaði árið 1942 er hann var við nám í Bandaríkjunum. Ljósm. Krístján. ÚT ER komin bók með myndum eftir Ilalldór Pétursson. Ilér er um að ræða samantekt á því sem listmálarinn fékkst við um dagana í uppsetningu Péturs sonar hans. Texta ritar Indriði G. Þorsteinsson. Útgefandi bók- arinnar er Prenthúsið sf. Á blaðamannafundi sem hald- inn var í tilefni útkomu bókar- innar sagði Indriði G. Þorsteins- son að hún væri að því leyti sérstæð að hún lýsti lista- og æviferli Halldórs allt frá því hann hóf að teikna þriggja ára gamall og fram til æviloka. „Ég hef ekki frétt af því að slík bók hafi áður verið gefin út. Okkur þykir vel við hæfi að verk Halldórs marki kannski, að vissu leyti, tímamót í útgáfu á verkum listamanna." Indriði kvað ástæðuna fyrir því að hægt væri að birta verk eftir Halldór þriggja ára gamlan vera þá að móðir hans hefði fljótt haft grun um að hann myndi verða listamaður og því geymt allt sem hún gat frá því hann fór að draga upp myndir. Seinna, er hún fann að árin færðust yfir, afhenti hún Fjólu Sigmundsdóttur, konu Halldórs, verkin og bað hana að varðveita þau. „Nú getum við skemmt okkur við að horfa á þetta í bók,“ sagði Indriði. í bókinni eru á fimmta hundr- að mynda, margar hverjar í lit. Mannlífið í Reykjavík hefur haft mikil áhrif á Halldór og birtast margir kunnir borgarar á síðum bókarinnar. Einnig eru þar gam- anmyndir, sem Halldór er hvað þekktastur fyrir, myndir af bæði þjóðfrægum og heimsfrægum mönnum, af ýmsum merkum at- burðum auk hreinna myndverka þar sem hestar, land og menn fylla myndflötinn. Hestamyndir Halldórs eru löngum kunnar og fýrir nokkrum árum var gefin út bók einungis með þeim myndum Halldórs. I tilkynningu sem Prenthúsið gaf út vegna bókarinnar segir m.a.: „Vegna hæfileika Halldórs að muna fyrirmyndir eru í þess- ari bók eflaust að finna fjölda mannamynda sem fyrirmyndir hafa ekki hugmynd um að hann hafi teiknað." Halldór nam myndlist í Dan- mörku og Bandaríkjunum auk þess sem hann var lærður auglýs- ingateiknari. Enda í bókinni að finna allt frá auglýsingateikning- um til málverka. Aftast í bókinni er ágrip af texta á ensku og þýsku. Á blaðamannafundinum færði Fjóla Sigmundsdóttir, ekkja Halldórs, Indriða G. Þorsteins- syni afsteypu af einum hesta Halldórs í þakklætisskyni fyrir framlag hans til bókarinnar. Nýtt mœlaborð. Veltistýri og aflstýri. Ný sceti og sœtaáklœði. Ný klœðning að innan. 626 Það er ekki ofsagt að Mazda 626 hafi verið vinsælasti bíllinn í sínum flokki frá því að hann kom á markaðinn fyrir tæpum 2 árum síðan, því að okkur hefur aldrei tekist að fullnægja eftirspurn eftir þessum vinsæla bíl. Nú kynnum við 1981 árgerðina með fjölmörgum nýj- ungum og auknum þægindum. Ný afturljós með inn- byggðum Ijóskösturum. Sjón er sögu ríkari... komið og skoðið Mazda 626 1981 í sýningarsal okkar að Smiðshöfða 23 Opið frá 9 - 6 daglega Athugið: ótrúhga hagstætt verð. BÍLABORG HF Smiðshöföa 23, sími 812 99.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.