Morgunblaðið - 26.11.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1980
27
Ingólfur Ágústsson
Akranesi - Minning
Fæddur 7. desember 1927
Dáinn 17. nóvember 1980
I dag kveðjum við elskulegan
bróður og frænda. — Betri mann
var vart hægt að hugsa sér. —
Hann var hvers manns hugljúfi.
Ungur að árum fluttist hann frá
Hvammstanga suður á Akranes og
átti hann þar heima til dauðadags.
Þar kynntist hann eftirlifandi
eiginkonu sinni, Ólöfu Magnús-
dóttur. Þau eignuðust þrjú börn,
Ingibjörgu Jóhönnu, Magnús
Fannar og Kristrúnu Höllu.
Þau byggðu húsið Heiðarbraut
49, en fyrir nokkru fluttust þau í
blokkina Skarðsbraut 3, enda öll
börnin farin að heiman.
Þau Lóa og Ingi voru þau
sarjirýmdustu hjón sem ég hef
þekkt — aldrei heyrði ég þau segja
styggðaryrði hvort við annað þau
Fæddur 8. júní 1929
Dáinn 3. nóvember 1980
Deyr fé,
deyja frændr,
deyr sjalfr it sama:
en orAstirr
deyr aldregi
hveim, er sér góðan getr.
Þessar hendingar úr Hávamál-
um komu mér í hug morguninn
sem ég frétti lát vinar míns, Geirs
Jóns Asgeirssonar, er svo skyndi-
lega var burt kvaddur úr þessum
heimi. Við erum alltaf vanbúin
siíkum tíðindum og svo var um
mig að þessu sinni. Nokkrum
dögum áður kvaddi hann mig hér
heima og datt þá engum í hug, að
þetta væri í síðasta sinn sem við
sæjum hann. En huggun er að
hver sem getur sér góðan orðstír,
lifir í hugum okkar þótt hann
deyi. Minningin um góðan dreng
er ógleymanleg. Við eigum erfitt
með að sætta okkur við, að fólk á
besta aldri hverfi okkur um sinn,
en við verðum að taka því eins og
öðru sem að höndum ber, þannig
er lífið.
Geir var maður í hærra lagi,
fríður sýnum, íturvaxinn og höfð-
inglegur á að líta, svo að hann
hvarf ekki í margmenni. Hann var
kurteis í allri framkomu, gæddur
fjölþættri greind og margfróður,
ekki síst um ísland og náttúru
þess, hafði enda ferðast vítt um
hyggðir landsins sem óbyggðir.
Atorkumaður mikill, harðgerður
og ókvartsár, sem í engu mátti
vamm sitt vita. Hann var höfðingi
í lund, veitull á sínu heimili sem
utan þess. Hafði gaman af smá-
stríðni og átti þægilegt með að
svara fyrir sig ef því var að skipta.
— Þannig var Geir, og svo lifir
hans minning í mínum huga og
minna barna.
Geir var mikill náttúruunnandi
og hafði næman skilning á land-
inu og gæðum þess. Jafnframt var
hann í eðli sínu mikill veiðimaður,
en var í því sem öðru drengur
góður.
ár sem ég var heimagangur á
heimili þeirra.
Börn þeirra eru vel gefið mynd-
arfóik. Fjögur barnabörn þeirra
voru sólargeislar í lífi þeirra.
Elskulegan bróður og frænda
kveðjum við klökkum huga og
þökkum algóðum Guði fyrir að
hafa átt hann að.
Lauga og Rúnar
Ingólfur Ágústsson, fæddur 7.
desember 1927, dáinn 17. nóvem-
ber 1980, á áttræðisafmæli móður
sinnar, Ingibjargar Ingóifsdóttur.
Faðir hans var Ágúst Halldórs-
son, Sólmundarhöfða.
Það var orðið áliðið dags, snjó-
koma og friðsælt veður, er mér
Minnisstæð er mér ein fyrsta
ferðin, sem ég fór með honum á
silungsveiðar. Síðla kvölds eftir
erfiðan dag komum við að Svína-
vatni og ákváðum að renna. Ég
var klaufi, byrjandi, og kastaði
stutt. Sagði hann þá við mig:
„Drag þú, ég skal kasta." Silungur
var óður og fengum við á skömm-
um tíma í rökkrinu mjög góða
veiði.
Um 20 ára skeið kom hann
hingað á hverju hausti til rjúpna-
veiða, og ætíð sama dag, 14.
október. Margar ferðir fór ég með
honum og alltaf mér til óbland-
innar ánægju. Þótt veiðin gengi
misjafnlega voru ferðir og sam-
ræður ógleymanlegar.
Geir Jón var fæddur í Reykjavík
8. júní 1929, sonur Önnu Geirs-
dóttur frá Múla í Biskupstungum,
af Bergsætt, og Ásgeirs L. Jóns-
sonar vatnsvirkjaráðunauts, Ás-
geirssonar alþingismanns frá
Þingeyrum. Að honum stóðu því
sterkir stofnar í báðar ættir.
Móður sína missti hann er hann
var á fjórða ári og dvaldi hann
eftir það öðrum þræði hér í Holti
hjá föðursystur sinni, Fannýju
Jónsdóttur, og manni hennar, Jó-
hanni Guðmundssyni. Ásgeir faðir
hans kvæntist í annað sinn og nú
Ágústu Vigfúsdóttur frá Flögu í
Skaftártungu, skörungskonu. Hjá
þessu fólki ólst Geir upp, á
sumrum fyrir norðan, á veturna
fyrir sunnan.
Eftir fermingu stundaði hann
nám við Menntaskólann á Akur-
eyri og lauk þaðan gagnfræða-
prófi. Lengri varð skólagangan
ekki, enda erfið fátækum nem-
anda, en námsgáfur skorti eigi.
Á unglingsárum vann hann með
föður sínum við landmælingar
víða um land og kynntist þá landi
og þjóð. Hefur það efalaust orðið
honum góður skóli. í mörg ár vann
Geir hjá Olíuverslun íslands (BP),
fyrst sem bílstjóri, síðar sem
verkstjóri. Þaðan lá leiðin til
Breiðholts hf., þar sem hann var
verkstjóri við steypustöð um ára-
barst sú frétt að hann Ingi væri
dáinn, maður á besta aldri, en oft
skipast veður í lofti.
Þegar ég af litlum mætti skrifa
minningargrein um þennan
trygga og góða vin, og starfsfé-
laga, verður mér fyrst á að
minnast þeirra stunda sem við
bil. Einnig annaðist hann verk-
stjórn hjá Ármannsfelli hf. um
skeið. Fyrr á árum stundaði Geir
ökukennslu sem aukastarf og nú
síðustu mánuðina var hún aðal-
starfið.
Árið 1952 kvæntist Geir eftirlif-
andi konu sinni, Ástu Guðmunds-
dóttur frá Kambi í Flóa, mann-
kostakonu af Víkingslækjarætt,
sem skapaði þeim jafnan fagurt
heimili. Eignalaus byrjuðu þau
hjón búskap í leiguíbúð en keyptu
síðan íbúð að Kleppsvegi 34 þar
sem þau bjuggu í mörg ár. Fyrir
fáum árum reistu þau svo fagurt
hús að Vesturvangi 42 í Hafnar-
firði.
Þeim hjónum varð fjögurra
barna auðið og þau eru: Anna,
fædd 19. nóvember 1951, stúdent í
læknadeild Háskóla íslands; Sig-
urbjörg, fædd 29. apríl 1953,
hjúkrunarkona og búfræðingur;
Guðmundur Ásgeir, fæddur 13.
september 1956, framreiðslumað-
ur á Hótel Sögu; og Helga, fædd 5.
mars 1964, en hún lauk 9. bekk frá
Kvennaskólanum í Reykjavík sl.
vor.
Geir var jarðsettur frá Foss-
vogskapellu miðvikudaginn 12.
nóvember að viðstöddu fjölmenni.
Um leið og ég votta konu hans
og börnum samúð mína og minnar
fjölskyldu, óska ég þeim allrar
blessunar á ókomnum árum.
Guðmundur B. Þorsteinsson
áttum saman sem starfsmenn hjá
H.B. & Co. Ingi var einn af þessum
einstöku mönnum, sem alltaf var
mættur fyrstur á vinnustað.
Stundvísi og heiðarleiki voru hon-
um í blóð borin.
Þegar hundruð og þúsundir
tonna af fiski fara í gegn um
frystihús, þarf margs að gæta,
mörg handtök og mörg vandamál
að leysa. Minnist ég þessara
samverustunda þegar við lögðum
á ráðin og ræddum um móttöku og
vinnslu á hinum ýmsu fisktegund-
um. Alltaf var jafn gott fyrir
okkur verkstjórana að ræða við
Inga um þessa hluti sem aðra.
Ingi var glaðvær og mikill
grínisti, enda oft spaugað og
spjailað á loftinu góða.
Ingi var sérstaklega reglusamur
í allri umgengni, og einstakur í
meðferð véla og völundur við
smíðar, hvort sem það var timbur,
járn eða ál sem hann var að vinna
við. Enda brennandi áhugi fyrir
öllu sem hann tók sér fyrir hendur
og átti fáa sína líka í viðhaldi á
vélum og tækjum, sem hann vann
við. Ingi var oft að sinna hnífum
og öðru slíku á loftinu og þangað
komu ungir sem aldnir til að
spjalla við Inga.
Hlýtt viðmót og kærleikur var
það sem einkenndi Inga og laðað-
ist fólk að honum, ekki síst það
fólk sem minna mátti sín.
Ingi var fæddur á Gauksmýri í
Vestur-Húnavatnssýslu, þaðan
fluttist hann á Hvammstanga og
seinna á Sólmundarhöfða og var
þar í foreldrahúsum ásamt stórum
systkinahópi, en þau voru 6 systk-
inin.
17. apríl 1953 gekk Ingólfur að
eiga eftirlifandi eiginkonu sína,
Ólöfu Magnúsdóttur. Eignuðust
þau þrjú börn: Ingibjörgu Jó-
hönnu, Magnús Fannar og Krist-
rúnu Höllu.
Ingi var mjög skilningsríkur og
góður heimilisfaðir og vann heim-
ili sínu og fjölskyldu allt sem hann
gat. Og með samstilltu átaki og
dugnaði byggðu þau hjónin sér
fallegt hús að Heiðarbraut 49. Þau
sköpuðu sér gott og hamingjuríkt
heimili. En þegar veikindin fóru
að þjaka hann, keyptu þau sér
ibúð í blokk að Skarðsbraut 3.
Ég vil þakka Inga fyrir alla þá
vináttu og tryggð, sem hann sýndi
mér alla tíð.
Ég og fjölskylda mín vottum
Lóu og börnunum og öðrum ætt-
ingjum hans innilega samúð okkar
og biðjum algóðan Guð að styrkja
ykkur.
Guð blessi minningu hans.
Ólafur Tr. Elíasson
SÍKfí
Hitamælar
SQyffÐaiuigjiLDir
Vesturgötu 16,
sími 13280.
Okkur
vantar
duglegar
stúlkur og
stráka
Hringiðj
í síma
35408
Miöbær:
Laufásvegur frá 2—57.
Þingholtsstræti.
Laugavegur frá 1—33.
Úthverfi:
Logaland Ljósaland
Minning: ^
Geir Jón Ásgeirsson
ís le: nzl kl t
orðtal ía sal 2. fn bindi
eftir Halldór Halldórsson.
Önnur útgáfa aukin.
Í.SLENZK
PjÓDFRÆf)!
orðtakaSAFN
l H
Sjí HAÍi
íslenzkt orðtakasafn er samiö og búið til prentunar af einum
fremsta málvísindamanni þjóöarinnar, dr. Halldóri Halldórssyni
prófessor. í ritinu er að finna meginhluta íslenzkra orötaka, frá
gömlum tíma og nýjum, og er ferill þeirra rakinn til upprunalegrar
merkingar. íslenzkt orötakasafn er ómissandi uppsláttarrit náms-
mönnum, kennurum og öörum, sem leita þekkingar á tungu sinni,
og jafnframt brunnur skemmtunar hverjum þeim, sem skyggnast vill
aö tjaldabaki daglegs máls í ræðu og riti.
Almenna bókafélagid
Austurstræti 18 — Sími 25544
Skemmuvegi 36, Kóp. sími 73055.