Morgunblaðið - 26.11.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.11.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1980 17 IIIÍ8SII:ÍiBlftl8il:í Svölurnar, núverandi og fyrrverandi flugfreyjur, hafa nýlega gefið út jólakort. Allur ágóði rennur til líknarmála. Myndin sýnir jólakort Svalanna. Brezkur olíuráð- gjafi hér á vegum skipafélaganna Á ÞESSU ári var sett á stofn sérstök samstarfsnefnd islenzku skipafélaganna, sem kanna á möguleika á hagkvæmum olíu- innkaupum fyrir islenzka verzl- unarskipaflotann. Þarna eru miklir peningar i húfi, þvi árlega mun verzlunarflotinn islenzki nota oliuvörur fyrir um 13 — 15 milljarða króna i það minnsta. I gær var væntanlegur til lands- ins maður að nafni Neil Cockett, sem er framkvæmdastjóri hjá brezku ráðgjafarfyrirtæki um oliukaup fyrir útgerðir verzlun- arskipa. Mun hann dvelja hér fram að helgi og ræða við íslenzku skipafélögin og meðlimi sam- starfsnefndarinnar. Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvort skipafélögin muni standa sameiginlega að olíu- kaupum ef niðurstaðan af störfum samstarfsnefndarinnar verður jákvæð. Laugarásbíó frumsýnir: „Sjóræningjar 20. aldarinnar44 í DAG frumsýnir Laugarásbíó rússneska kvikmynd. Sjóræningj- ar tuttugustu aldarinnar. Leik- stjóri er Boris Dúrov. Helstu hlut- verk: Nikolai Éremenko, Pjotr Veljaminov. Talgat Nigmatúlin og Neino Aren. Rússneska skipið Nesjín fermir ópíum til lyfjagerðar og heldur af stað með það til Vladivostok. Skipið kemur aldrei til ákvörðun- arstaðar síns. Salek, sem er austurlandamaður á sakaskrá og eftirlýstur í flestum borgum Austur-Asíu, rekur um hafið hangandi við kistil. Hann verður á vegi rússneska skipsins og áhöfn þess tekur hann um borð. Hann segist vera af bómullarflutn- ingaskipi, sem kviknað hafi í og sokkið. Hann er farinn að hressast eftir volkið er áhöfn Nesjín sér skip — að því er virðist mannlaust. í ljós kemur að þar fara sjóræningjar, félagar Saleks, og yfirbuga þeir Rússana fljótlega. Ræningjarnir taka ópíumfarminn og skilja við Nesjín alelda. Ekki líður á löngu uns það sekkur. Örfáir af áhöfninni eru þá á lífi og komast í björgunar- bát. Bátinn rekur í nokkra daga, sífellt lengra frá siglingaleiðum. Áhöfnin er orðin hrakin og vatns- lítil þegar hún kemur auga á eyju. Sýningu Jóns E. að ljúka Myndlistarsýningu Jóns E. Guðmundssonar að Kjarvalsstöðum, sem opnuð var 15. nóvember, hefur verið mjög vel tekið. Um helgar hafa nemendur úr Leiklistarskóla ríkisins sýnt kafla úr Skugga-Sveini við góðan orðstír, og verða síðustu sýningar hjá þeim um næstu helgi, þar sem myndlistarsýningunni lýkur á sunnudagskvöld, en hún er opin daglega frá kl. 14—22. i .O'*' Veiðar og veiðarfæri j',- ^sn XJXxJW eftir Guðna Þorsteinsson fiskifræðing < r\ _ i BP® i o<? ^ 8> \% Almenna bókafélagið Austurstræti 18 — Sími 25544 Skemmuvegi 36, Kóp. sími 73055. EIGENDUR SPARID BENSIN LÁTID STILLA OG YFIR- FARA BÍUNN FYRIR VETURINN */© n*£ 1. Vélarþvottur. 10. Skipta um kerti og platínur. 2. Ath. bensln, vatns- og olluleka. 11. Tímastilla kveikju. 3. Ath. hleðslu, rafgeymi og 12. Stilla blöndung. geymissambönd. 13. Ath. viftureim. 4. Stilla ventla. 14. Ath. slag í 'kúplingu og bremsu- 5. Mæla loft f hjólbörðum. pedala. 6. Stilla rúðusprautur. 15. Smyrja hurðalamir. 7. Frostþol mælt. 16. Setja silikon á þéttikanta. 8. Ath. þurrkublöð og vökva á rúðu- 17. Ljósastilling. sprautu. 18. Vélarstilling með nákvæmum 9. Ath. loft og bensínsíur. stillitækjum. Verð með söluskatti 39.729. Innifalið í verði: Platínur, kerti, ventlalokspakkning og frostvari á rúðusprautu. Þér fáið vandaða og örugga þjónustu hjá sérþjálfuðum fagmönnum MAZDA verkstæðisins. Pantið tíma í símum: 81225 og 81299. BÍLABORG HF. Smiöshöföa 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.