Morgunblaðið - 26.11.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.11.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1980 29 fclk í fréttum Reagan plús sérfræðingar + Hér sést hvar verðandi forseti Bandaríkjanna, Ronald Reagan, heldur fund með ráðgjöfum sín- um í efnahagsmálum í Los Angeles. Sem kunnugt er hamr- aði Reagan mjög á nauðsyn þess að efnahagur landsins yrði endurskoðaður og „ekki er ráð nema í tíma sé tekið". Á þessari mynd má greina ýmsa nafn- kunna menn. Frá vinstri eru: Jack Kemp, William Simon, Walter Wriston, hinn frægi (og umdeildi), Milton Friedman, óþekktur, og formaður hópsins, George Schultz. Lengst til hægri er svo Reagan sjálfur. Þar virð- ist vera glatt á hjalla og að menn gangi bjartsýnir til verks. Good luck, Ronnie. í síðasta skipti — í fyrir- lestraferð + Þessi aldurhnigni maður var nær daglegur viðburður í heims- fréttunum, fyrr á árunum. — Nú er hann orðin 86 ára gamall. — En hér er hann að leggja upp í ferðalag. — Þetta er Harold McMillan fyrrum forsætisráð- herra Breta. — Hann tók sér far vestur um haf til New York og Washington fyrir skömmu. — Vestra mun hinn aldni stjórn- málamaður halda tvo fyrirlestra við Yale háskóla, sem hann kvaðst kalla: Söguskeið á enda. — Út- gönguleiðin. — Hann sagðist ekki gera ráð fyrir því að fara fleiri ferðir til Bandaríkjanna og kvaðst m.a. hlakka til að hitta þar gamla pólitíska vini. Myndin var tekin við brottför hans á Heathrow- flugvelli í London. Rússneskt herfang + Afganskur frelsissveitarmaður hefur hér stillt sér upp bak við sigtið á rússneskri vélbyssu, og sýnist hinn vígreifasti. Þessi vélbyssa var tekin sem herfang á vígvöllum Afganistan, nærri borginni Taghab. Myndina tók japanskur fréttaljósmyndari, Hiromi Nagakura, í október síðastliðnum, en Nagakura þessi er nýkominn þaðan eftir langa veru í Afganistan. Kíkt á liðið + „Það sakar ekki að hressa upp á baráctuþrekið," hefur Saddam Hussein forseti íraks vafalaust hugsað með sér er hann tók sér ferð á hendur um nágrenni Baghdad fyrir skömmu. Sem sjá má af mynd þessari virtist koma hans vekja almenna ánægjú meðal hermannanna, en Hussein er til hægri á myndinni. „Heill í höfn“ — endurminningar Björns á Sjónarhóli ÚT ER komin bókin „Heill í höfn“, sem hefur að geyma endurminn- ingar Björns Eiríkssonar á Sjón- arhóli í Hafnarfirði. Er þetta önnur endurminningabók þessa dugnaðarforks og er hún rituð af Guðmundi Þórðarsyni. Fyrri bók- ina skráði Guðmundur G. Hagalín og lauk þeirri bók þegar Björn var liðlega tvítugur. í bókinni „Heill í höfn“ segir Björn frá hálfri öld í ævi sinni. Björn .hefur lifað á tímum tveggja heimsstyrjalda, hann barðist við spönsku veikina úti í Englandi árið 1918, ók sínum fyrsta bíl á öðrum tug aldarinnar, var skip- stjóri og tók þátt í togaraútgerð á Draumur undir hauststjörnum Ný ljóðabók eftir Guðmund Frímann í EFTIRMÁLA bókarinnar, sem ber yfirskriftina Að síðustu segir Guðmundur m.a.: „í þessu kveri er örugglega síðustu ljóð mín, enda þótt margt bendi til þess að eg geti orðið allra karla elstur. í undir- titli kversins nefni eg ljóðin mennsk. Þau eru öll mannleg í þessa orðs hefðbundna skilningi. í kverinu eru engin æratobbakvæði; þar verða engin kvæði lesin aftur- ábak; þar verður enga spéspeki að finna, vona eg. Og eg vona líka, að lesendur kversins, ef einhverj'ir verða, meti kvæðin svo sem þau verðskulda, enda þótt engar hundakúnstir séu viðhafðar við gerð þeirra." „Um þýðingarnar er þetta að segja: 011 eru ljóðin þýdd úr norðurlandamálunum þrem og ensku, þó nokkur þeirra séu frum- OUDMUNDU» *»6R0ARS0M HEILL I HÖFN þriðja áratugnum og var bílstjóri á eigin leigubíl frá 1932 til 1971. Guðmundur Frímann kveðin á öðrum þjóðtungum." Guðmundur hefur fyrir löngu tekið sér sæti á skáldabekk sem eitt virtasta ljóðskáld okkar ís- lendinga og hlýtur því hver bók sem frá honum kemur að teljast til viðburða. Fréttatilkynning Mannlíf í mótun Fyrra bindi ævi- minninga Sæmundar G. Jóhannessonar frá Sjónarhæð, sem hann hefur sjálfur skráð í LEIÐARAORÐUM þessa bindis segir Sæmundur svo:- „Reynt hef ég að rita söguna þannig, að nútíma kynslóðin, sem þekkir ekki af eigin reynslu, hvernig lífið til sveita var áður, geti eitthvað fræðst um það. Breytst höfðu lítið búskaparhættir og heyvinnutæki frá landnámsöld, að minnsta kosti í megindráttum. Þessu reyni ég að lýsa, gef einhverja hugmynd um þessi atriði, er samfléttuð eru sögu vorri, sem byggjum Island." Pétur Pétursson, félagsfræðing- ur í Lundi í Svíþjóð, ritar inngang að þessu fyrra bindi ævisögu Sæmundar og segir svo í lokin: „Viðhorf Sæmundar til eigin lífssögu, sem ég hef reynt að gera grein fyrir í fáum orðum, gti það að verkum, að óhætt er segja, að hún sé meistar;. skrifuð. Hún er merkilega lar j slepju yfirhylminga og óskhy sem einkennir svo margar æ ur, sem seljast á íslenskum 6 markaði." Fréttatilkynning „Húsið á slétt- unni“ í isl. þýðingu BÓKAÚTGÁFAN Setberg hefur sent frá sér barna- og unglingabók- ina „Húsið á sléttunni", en höfund- ur er Laura Ingalls Wilder. Sam- nefndar kvikmyndir sem sýndar eru í íslenska sjónvarpinu eru byggðar á þessum bókum. „Þetta er önnur bókin í bóka- flokknum „Lárubækurnar", en í fyrrahaust gaf Setberg út fyrstu bókina „Húsið í Stóru-Skógum", sem strax hlaut frábærar viðtökur hér á landi," segir í tilkynningu frá útgefenda. „Láru-bækurnar“ má hiklaust flokka undir sígildar barnabók- menntir, enda hafa þær verið þýdd- ar á fjölmörg tungumál og verið endurútgefnar hvað eftir annað.“ Bókin er 204 blaðsíður í þýðingu Herborgar Friðjónsdóttur, en ljóðin í bókinni þýddi Böðvar Guðmunds- son. Bókin er prýdd 90 teikningum eftir ameríska listamanninn Garth Williams.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.