Morgunblaðið - 26.11.1980, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.11.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1980 35 Nú fá margir glaðning frá getraunum því að 842 voru með 11 rétta 12 réttir gáfu aðeins 147.000.- í 14. leikviku Getrauna komu fram 56 raðir með 12 réttum og var vinningur fyrir hverja röð kr. 147.000.- en 842 raðir reynd- ust með 11 réttum og vinningur fyrir hverja röð kr. 4.100.-. Vinn- ingar fyrir seðla, sem aðeins eru með 11 rétta, verða sendir í pósti á næstu dögum. Það má alltaf gera ráð fyrir því, að leikir seðilsins fari stöku sinn- um á þann veg, sem flestir geri ráð fyrir eða „eftir bókinni". Það er einn þáttur knattspyrnugetrauna, að margir geti verið með sama vinnings „númerið", en versta eða bezta útkoman, eftir því hvernig á slíka uppákomu er litið, var vetur- inn 1971—72. í nóvember komu upp 228 raðir með 12 rétta og vinningur á hverja kr. 2.500,- (ca. 40.000.- í dag), og í lok febrúar komu upp 17 raðir með 12 réttum (kr. 17.000-) og í byrjun marz aftur 60 raðir með 12 réttum sem þá gáfu kr. 10.000.- Einu sinni kom það fyrir í Danmörku að 28.100 voru með 12 rétta, og hvorki meira né minna en 116 þúsund með 11 rétta sem gáfu aðeins 6 krónur danskar í vinning. Potturinn núna síðast hjá íslensku getraununum var 11,7 milljónir króna. Er það næst mesta upphæð sem hefur komið til greiðslu vinninga. Salan gengur vel hjá félögunum Salan á getraunamiðunum gengur mjög vel hjá íslensku íþróttafélögunum og er þeim veru- leg tekjulind. Framarar eru í augnablikinu söluhæstir. Selja vikulega mjög vel og fá í hagnað krónur 750 þúsund vikulega. KR-ingar eru í öðru sæti, fá 740 þúsund og síðan kemur ÍR með 407 þúsund. Þessi sala er hjá öllum deildum félaganna. Þau félög sem koma næst hvað vikulegar tekjur snertir eru Valur 286 þús., Ar- mann 250 þús., Þróttur 256 þús., ÍBK 218 þús., Haukar 195 þús. og FH 170 þús. - þr. Getrauna- spá MBL. Morgunblaðið Sunday Mirror Sunday People Sunday Express News of the World Sunday Telegraph SAMTALS 1 X 2 Aston Villa — Arsenal X X X 1 1 1 3 3 0 Coventry — Nott. Forest X X 2 X X X 0 5 I Cr. Palacc — Man. City X 1 1 X X 2 2 3 1 Everton — Birmingh. 1 1 1 1 1 1 6 0 0 Ipswich — Middlesbr. X 1 1 1 1 1 5 1 0 Leeds — Brighton X 1 1 1 1 1 5 1 0 Leicester — Norwich 1 1 1 X X X 3 3 0 Man. Utd. — Southampton 1 1 1 1 1 1 6 0 0 Sunderland — Livcrpool X X 2 2 2 X 0 3 3 Tottenham — WBA X X X 1 1 1 3 3 0 Wolves — Stoke X X X 2 X 1 1 4 1 N. County — Chelsea 2 X 2 X X X 0 4 2 Sportvöruverslunin Sporthúsið færði sig í síðustu viku um set í Hafnarstrætinu á Akureyri og opnaði í nýju og skcmmtilegu húsnæði. í spjalli við eiganda verslunar- innar, Sigbjörn Gunnarsson, kom það fram að hann væri með á boðstólum íþróttavörur frá öllum þekktustu framleiðendum á markaðnum í dag. Hann sagðist vera með allt það sem boltaíþróttamenn þörfnuðust og einnig verður liann með mikið úrval af skíðavörum. Verslunar- stjóri Sporthússins er Gunnar Gunnarsson. — sor ' Þetta er ekki stór hópur, en engu að síður mjög kröftugur og duglegir krakkar. Þetta unga og efnilega sundfólk er frá Vestmannaeyjum og tryggði ÍBV setu í 1. deild í sundi á næsta ári. Lið ÍBV vann sannfærandi sigur i 2. deildinni um síðustu helgi í Vestmannaeyjum. Myndin er tekin þegar hópurinn fagnaði sigri og hentu hvort öðru út í sundlaugina í æfingabúningum eftir að sigurinn var í höfn. Ljósm. Sigurgeir. Ráðstef na um jþr ótta- kennaraskóla íslands UM NÆSTU helgi, laugardaginn 29.11., mun íþróttakennarafélag íslands standa fyrir ráðstefnu um íþróttakennaramenntunina á íslandi og verður hún haldin i Kennaraháskóla íslands v/Stakkahlið, stofu 301. Þáð hefur lengi verið mál manna að íþróttakennaraskóli ís- lands hafi um árabil verið í öskustónni í íslenskum skólamál- um og standi íþróttakennara- menntunin því orðið höllum fæti miðað við aðra kennaramenntun í landinu. Má í því sambandi benda á að á sama tíma og Kennaraskóla íslands var breytt í Kennarahá- skóla, breyttust kröfur til inntöku í Iþróttakennaraskólann ekkert. í annan stað má benda á að t.d. handavinnukennarar öðlast í námi sínu jöfnum höndum al- menna kennaramenntun og geta þeir því auðveldlega ráðið sig til starfa við smáskóla sem ekki hafa nóga handavinnukennslu í fullt starf. Þennan möguleika hafa íþróttakennarar ekki. Að lokum skal á það bent að möguleikar íþróttakennara til framhaldsnáms hér á landi eru engir. A allt þetta er hægt að benda á sama tíma og allir virðast sam- mála um að íþróttaiðkun lands- manna þurfi að auka að stórum mun. Því er það að íþróttakénnarafé- lag íslands stendur fyrir ráð- stefnu þessari til að reyna að fá fram opna umræðu um þessi mál öll svo mönnum megi ljóst vera að þau eru ekki að öllu leyti sem skyldi. Einkunnagjöfin Lið FII: Gunnlaugur Gunnlaugsson 7 Geir Hallsteinsson 5 Kristján Arason 5 Valgarð Valgarðsson 5 Sæmundur Stefánsson 5 Hans Guðmundsson 3 Sveinn Bragason 4 Guðmundur Á. Stefánsson 5 Þorgils Óttar 7 Árni Árnason 4 Lið Vals: Þorlákur Kjartansson 8 Þorbjörn Jensson 4 Þorbjörn Guðmundsson 4 Gunnar Lúðvíksson 4 Bjarni Guðmundsson 6 Steindór Gunnarsson 5 Gísli Blöndal 4 Stefán Halldórsson 5 Brynjar Harðarson 4 Björn Björnsson 5 t' V.#'' v.<# a PIKHr íþróttaskór fyrir alla fjölskylduna Höfum nú fengiö hina frá- bæru Stenzel íþróttaskó frá Pinnr Skórnir eru níösterkir enda unnir úr leöri, sérlega þægi- legir hvort sem er fyrir inni- eöa útinotkun. Staaröir 31/i—12. Verð kr. 28.700.- sem er lágt verö fyrir jafngóða skó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.