Morgunblaðið - 26.11.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.11.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1980 25 „Ósigurinn fyrir Búlgör- um herðir bara piltana“ — sagði Ingi R. Jóhannsson liðsstjóri ólympiuliðsins Valetta, Möltu, mánudag, frá Margeiri Péturssyni: Eftir annars áxæta byrjun á ól- ympíuskákmótinu á Möltu varð íslonska karlasveitin fyrir stóru áfalli i fjórðu umferð mótsins sem tefld var á sunnudaKÍnn. Sveitin tapaði með miklum mun fyrir BúlKörum. hlaut aðeins hálfan vinning KOKn þremur ok hálfum andstæðinganna. Þetta er einn stærsti ósÍKur tslendinKa á ól- ympiumótum frá upphafi ok þeKar upp var staðið ok úrslitin Ijós voru ÍslendinKarnir hér á Möltu sem þrumu lostnir, því sveitinni hafði veKnað mjöK vel í fyrstu umferðun- um. I fyrstu umferð vann sveitin mjög öruggan sigur yfir Luxemborgurum, 3l6 — 'A. Helgi Ólafsson vann Haas, Margeir Pétursson vann Specchio og Jóhann Hjartarson vann Kirch, allt mjög öruggir sigrar. Lengi vel virtist sem Jóni L. Árnasyni tækist að feta í fótspor hinna, en hann varð um síðir að sætta sig við að taka þráskák í tímahraki. Skynsamleg ákvörðun hjá Jóni, því íslenska sveitin hefur oft misst meira en hálfan vinning niður á Luxemborg- ara. Meðlimir íslensku sveitarinnar voru heidur kindarlegir á föstu- dagsmorguninn þegar sendiboði kom með þær fregnir að andstæð- ingar okkar í annari umferð yrðu engir aðrir en kunningjar okkar frá Lerror 1978, Kínverjar. Eins og okkur öllum er enn í fersku minni tapaði íslenska sveitin 3—1 fyrir þeim með heldur klaufalegum hætti þá. Ekki var heldur nóg með það, því nýliðinn í íslensku sveitinni, Jóhann Hjartarson tapaði fyrir kínverska þátttakandanum á unglingamóti á Kjarvalsstöðum í haust og höfundur þessa bréfs tapaði fyrir Kínverja í fyrstu umferð á heimsmeistaramóti unglinga í fyrra. Við höfðum því allir harma að hefna, enda voru Kínverjunum nú ekki gefin nein grið. Helgi Ólafsson gaf okkur hinum tóninn strax eftir 18 leiki, en þá gat andstæðingur hans ekki forðað mannstapi. Kín- verjinn sem hét Liu barðist þó lengi áfram í töpuðu tafli, vafalaust minnugur síðustu viðureignar þjóð- anna. Það vakti athygli hversu fljótur Helgi var að leika, því Kínverjinn lenti tvisvar í tímahraki strax í fyrstu setu og féll á tíma í seinna skiptið, á þriggja og hálfs tíma mörkunum. Margeir vann Jinrong fljótt, en Jóhann virtist eiga í vök að verjast gegn Zunian. Hann náði þó að jafna taflið og í tímahraki gerðist Kínverjinn of bráður og Jóhanni tókst að loka inni riddara og vinna taflið. Jón L. tefldi við þann Kínverjanna sem þekktastur er, Jingxuan og var sú skák alltaf í jafnvægi, Sem sagt 3*Á — 'k íslandi í vil og ófaranna í Buenos Aires grimmilega hefnt. í þriðju umferð fór róðurinn heldur að þygjast en þá mætti sveitin Spánverjum, sem skörtuðu þrem stórmeisturum. Ingi R. Jó- hannsson stillti enn fram sömu sveit: Bezt að nota strákana meðan þeir eru í stuði, en meðalaldur íslensku sveitarinnar í þremur fyrstu umferðunum var 20 ár. Þeir Helgi og Margeir sömdu fljótlega jafntefli við þá Diez del Corral og Pomar enda báðir með svart og stöðurnar á hinum borðun- um vænlegar. Svo fór líka að Jón L. rótburstaði Bellon, en Jóhann missti hvað eftir annað af öflugum leikjum gegn Rivas og endaði með að tapa taflinu. Niðurstaðan varð því jafntefli 2—2, en það má segja að eftir atvikum hefði sigur okkar ekki verið ósanngjarn. í óstuði gegn Búlgörum í fjórðu umferð átti sveitin síðan í höggi við Búlgara, sem hafa nú sem fyrr á að skipa sterkri og jafnri sveit. Þeir áttu okkur grátt að gjalda síðan í Buenos Aires, en þá vann íslenska sveitin þá 3—1, sem var bezti sigur okkar á því móti. Nú tókst þeim eins og okkur gegn Kínverjum að gjalda rauðan belg fyrir gráan og úrslitin urðu einmitt þau sömu og hjá okkur og Kínverj- unum 3 M> — 'k, en nú var Island því miður undir. Skemmst er frá því að segja að allir íslensku þátttakend- urnir voru sem heillum horfnir. Friðrik Ólafsson tefldi nú sína fyrstu skák á mótinu við Ermenkov. Friðrik tefldi byrjunina á mjög vafasaman hátt, enda fór svo að Búlgarinn náði geysilega sterkri sókn. Einhvers staðar hljóta honum þó að hafa orðið á mistök, því skyndilega stóð Friðrik uppi með hrók og tvo létta menn fyrir drottn- ingu. Þá var stórmeistarinn okkar alveg að falla á tíma og missti af sterkum leik. Eftir þetta tókst Ermenkov að notfæra sér tíma- þröng Friðriks, hann skákaði af Þrír úr íslenzku sveitinni. Talið frá vinstri Helgi Ólafsson, Margeir Péturs- son og Jóhann Hjartarson. Myndin var tekin á helg- arskákmóti í Vestmanna- eyjum fyrir skömmu. Ljósm. Mbl. SigurKeir. hrók og vann taflið. Helgi átti unnið gegn Tringov eftir að hafa teflt af miklum krafti, en var of fljótur á sér og fékk aðeins jafntefli. Jón L. áttaði sig ekki á undiröldunni í skák sinni við Popov og þrátt fyrir að staða hans væri lengst af viðunandi, fann hann aldrei reglulega góða áætlun og í tímahraki missti hann endanlega tökin. Margeir víxlaði leikjum gegn Spassov í byrjuninni og tapaði peði. Jafntefli virtist þó lengst af nálægt, en Margeiri urðu á mistök í vörninni rétt fyrir bið, sem kostuðu hann skákina, því Búlgar- arnir fundu einu vinningsleiðina í biðstöðunni, en hún lá alls ekki í augum uppi. Sveitin hefur því verið heldur ófarsæl í tveimur síðustu umferð- um, en nú hefur hún hlotið níu og hálfan vinning af 16 mögulegum, sem er þó alls ekki slæmur árangur í sjálfu sér. Liðsstjóri sveitarinnar, Ingi R. Jóhannsson, sem jafnframt er ann- ar varamaður kvaðst mjög ánægður með andann í sveitinni og taldi hann vart hafa nokkurntíma verið betri í þeim sex Ólympíumótum sem hann hefur teflt í. „Ég er viss um að okkur tekst að hrista af okkur ófarirnar gegn Búlgörum. Þeir eru geysilega sterkir og margir stór- meistarar þeirra urðu að sitja heima vegna þess að þeir komust ekki í liðið. Okkar sveit er samstillt og svona ósigrar herða bara pilt- ana,“ sagði Ingi að lokum í samtali við Mbl. Stelpurnar standa sig vonum framar íslendingar eiga nú öðru sinni fulltrúa í kvennakeppni ólympíu- mótsins, þar höfðu íslensku stúlk- urnar hlotið fimm og hálfan vinning af tólf mögulegum eftir fjórar umferðir, sem er ágætur árangur, því margar af andstæðingum þeirra eru marghertar og jafnvel atvinnu- menn í greininni. íslensku stúlkurnar fengu mjög erfiða andstæðinga strax í fyrstu umferð, en það var bandaríska sveitin. Sigurlaug Friðþjófsdóttir tapaði fremur fljótt á þriðja borði fyrir Frenkel, en á hinum borðunum fóru skákirnar í bið. Ólöf Þráins- dóttir á öðru borði átti góða jafn- teflismöguleika lengst af á móti Haring, en í hróksendatafli kom reynsla þeirrar bandarísku að góð- um notum. Áslaug Kristinsdóttir kom mjög á óvart með ágætri frammistöðu sinni á fyrsta borði, en þar átti hún í höggi við hina þekktu skákkonu Díönu Saveride, sem var mjög nálægt því að komast áfram í áskorendamót kvenna í fyrra. Er skákin fór í bið átti Áslaug öruggt jafntefli, en eins og Ólöf lék hún af sér í hróksendatafli. Ekki er hægt að segja að þær íslensku skjálfi á beinunum gegn hinum sterku and- stæðingum sínum, því Áslaug tapaði endataflinu fyrst og fremst vegna þess að hún var að reyna að vinna I annarri umferð gerði sveitin VA—1'á jafntefli við Kolumbíu. Áslaug tapaði á fyrsta borði fyrir Guggenberger, sem er alþjóðlegur meistari kvenna, Ólöf gerði jafntefli og Sigurlaug vann. I þriðju umferð vann sveitin síðan sinn fyrsta sigur á mótinu. Það var gegn belgísku stúlkunum. Þær Ás- laug og Sigurlaug gerðu jafntefli, en Ólöf vann sína skák. Enn vann sveitin sigur í fjórðu umferð, nú gegn Sviss. Nú kom varamaðurinn, Birna Nordahl inn. Birna átti lengst af tapað tafl, en tókst um síðir að koma hálfum punkti í höfn, með þrautseigri vörn. Áslaug gerði einnig jafntefli, en Sigurlaug vann. Aðstæður á Möltu eru ekki til fyrirmyndar Fjölmargar kvartanir bárust til framkvæmdaraðila mótsins fyrstu dagana svo og til Alþjóðaskáksam- bandsins. Matarskammturinn sem látinn var keppendum í té var bæði lítill og kosturinn lélegur, auk þess sem menn þurftu fyrir hverja mál- tíð að bíða lengi í biðröð. Þá voru margar sveitir óánægðar með hýbýli sín, en keppendum er komið fyrir í kuldalegum íbúðum,t um 25 mínútna akstur frá staðnum þar sem teflt er og borðað. Sumir keppenda fengu jafnvel íbúðir án allrar hreinlætisaðstöðu og hvergi er sími, sem gerir allan fréttaflutn- ing frá mótinu mjög erfiðan. Marg- ar sveitir vildu að vonum ekki una þessu, t.d. þær ungversku og sov- ézku, sem talið er að muni berjast um efsta sætið í báðum flokkum. Mikið hefur mætt á Friðriki Ólafssyni, forseta Alþjóðaskáksam- bandsins vegna þessa og stóð hann í löngum og ströngum fundum með mótshöldurum og framámönnum ferðamála á Möltu. Lofuðu þeir að lokum að auka matarskammtinn og reyna að stytta biðraðirnar með aukinni þjónustu. íslenska deildin á Möltu þarf ekki að kvarta yfir þrengslum, því hún býr nú í tveimur þriggja herbergja íbúðum og einni tveggja herbergja, maturinn hefur aftur á móti ekki verið til að hrópa húrra fyrir, enda fóru keppendur á veitingastað fyrir aðra og þriðju umferðina, eftir að hafa reynt fæðið á skákstaðnum fyrir fyrstu umferð. Eftir að móts- haldararnir höfðu lofað öllu fögru reyndum við síðan matinn þar aftur fyrir fjórðu umferðina, en eftir að líða tók á taflið þann dag kvörtuðu sumir íslensku keppendanna um magaverk. Athygli okkar vakti einnig hversu fáir borða á skák- staðnum, t.d. sást engin af öflugri sveitunum þar, er við komum þar fyrir fjórðu umferðina. Fyrst um sinn mun því sveitin borða staðgóða máltíð fyrir skákina, en láta sér nægja snarlið á skákstaðnum á kvöldin. m.p. FINLUX verksmiöjurnar hafa um árabil verið I forystu með framleiðslu á litsjón- varpstækjum og nú hefur þeim tekist fyrstir allra að framleiða litsjónvarp sem ekki eyóir meiri straum en venjuleg Ijósa- pera, sem einnig þýðir, lengri endingu tækisins. FINLUX litsjónvarpstækin eru öll með sjálfvirkum stöövaleitara (Automatic Search Tuning). sem aðeins er I dýrari gerðum ann- arra tegunda. Sjálfvirkur stöðvaleitari er ekki eingöngu til að leita uppi stöðvar, heldur einnig til að halda útsendingu í bestu stillingu . FINLUX litjónvarpstækin eru þau einu á markaönum, þar sem fjarstýringin er fáanleg við þau seinna. *%&!>**» VERO STADGR.VERÐ STRAUMTAKA 20" 799.500,- - 759.500,- 40 — 55 w. 22" 869.000,- - 825.000,- 40 — 55 w. 26" 999.000,- - 949.000,- 70 — 85 w. BORGARTÚNI 18 REYKJAVÍK SlMI 27099 SJÓNVARPSBÚÐIN PRISMA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.