Morgunblaðið - 26.11.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.11.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1980 87 gestir í veizlu dóu í sprengingu Ankurii ?.r> n/tv — AP nrálíQ/\iir í riiofnm Vinoo Kor oom Ankara. 25. nóv. — AP. TEKIZT hcfur að hera kennsl á lík 87 þeirra 97 manna sem hiðu bana þeKar Kcymir með fljótandi Kasi sprakk í loft upp er haldin var trúlofunarveizla í þorpinu Danaciobasi, 96 km suðaustur af Ankara. Margir þeirra, sem fórust í eldsvoða eftir sprengingarnar, voru konur og börn og mörg líkin voru svo illa brennd að þau voru óþekkj- anleg. Sex ára gamali drengur, Selcuk Kocak, fannst mikið brenndur og brákaður í rústum húss, þar sem tvaer fjölskyldur héldu upp á trú- lofun. Samkvæmt fyrstu fréttum tróð- ust tugir manna undir, þar á meðal börn, þegar fólk reyndi að ryðjast út í skelfingu, sem greip um sig eftir kröftuga sprengingu í gas- geymi sem var notaður við matar- gerð. Eldur kom upp eftir sprenging- una og læsti sig um herbergi, þar sem börn og konur voru. Meðal hinna látnu var hin tilvonandi brúður, Dondu Daggelen. George Raft látínn Ilollywood. 25. nóv. — AP. Kvikmyndaleikarinn George Raft. sem var frægur fyrir glæpa- hlutverk, lézt í gær 85 ára að aldri, úr lungnasjúkdómi. Hann hafði að mestu verið meðvitund- arlaus síðan hann var lagður á sjúkrahús fyrir einni viku. Raft lék í 105 kvikmyndum, en lítið á síðari árum. Hann komst í fréttirnar 1965 þegar hann var dæmdur fyrir skattsvik, og 1966, þegar hann bar vitni í réttarhöld- um í New York í sambandi við fjármálaviðskipti Mafíunnar. Þetta var eitt af nokkrum dæm- um um sambönd, sem hann hafði við undirheimana á ferli sínum, en hann sagði að aðeins væri um kunningsskap að ræða. Hann kvaðst aldrei hafa brotið af sér á ævinni og harmaði að honum skyldi ruglað saman við hlutverk, sem hann lék. Hann lék með vini sínum James Cagney í fyrstu mynd sinni, „Taxi“, en leikarahæfileikar hans voru alltaf taldir skipta minna máli en persónuleiki hans. Fyrsta glæpahlutverkið, sem gerði hann frægan, var í „Scarface" 1933. Hann var einn hæstlaunaði leik- ari Hollywood á árunum 1930— 1950, en féll úr tízku og hafði fjárhagsáhyggjur á efri árum. Bani-Sadr telur sigur blasa við Beirút, 25. nóv. — AP. ÍRANAR héldu því fram í dag að þeir hefðu unnið nýja sigra. og Abolhassan Bani-Sadr forseti sagði að iranski herinn væri „að því kominn að neyða irosku stjórnina til að viðurkenna t'tsigur" í Persaflóa- striðinu. En Irakar sögðu, að fótgöngulið þeirra og skriðdrekar hefðu hrundið gagnárásum írana á hinni 482 km víglínu og herþotur þeirra og stór- skotaþyrlur hert á árásum sínum á birgðaleiðir óvinarins. I fréttum frá Teheran segir, að Árás á íranska bílalest í Beirút Beirút. 25. nóv. •— AP. HÆGRISINNAÐIR kristnir falang- istar handtóku i dag hóp aðstoðar- manna forseta franska þingsins, AIi Akhar llashemi Rafsanjani. sem er i heimsókn í Beirút, en slepptu mönn- unum heilum á húfi einni klukku- stundu síðar. Bílalest þingforseta ók fram hjá eftirlitsstöð hægrisinna á leið frá forsetahöllinni í úthverfunum til þinghúsbyggingarinnar i miðborginni, þegar falangistar tóku eftir tveimur einkennisbúnum mönnum í aftasta bílnum í bílalsstinni. Falangistarnir færðu aftasta bílinn og mennina, sem voru í honum til hernaðarbækistöðva flokksins í hin- um kristna austurhluta Beirút. Elias Sarkis forseti, þingforsetinn Kamel Asaad og forsætisráðherrann, Chafik Wazzan hringdu í leiðtoga falangista og kröfðust þess að íranarnir yrðu þegar í stað látnir lausnir. Talsmaður falangista sagði að mennirnir í aftasta bílnum hefðu verið færðir til yfirheyrslu, þar sem þeir hefðu verið grunaðir um að vera vinstrisinnaðir múhameðskir skæru- liðar eða palestínskir skæruliðar. „Þeir voru strax látnir lausir, þegar í ljós kom hverjir þeir voru," sagði talsmaðurinn. „Þeir voru framseldir Rafsanjani þingforseta í þinghús- byggingunni og hann var beðinn afsökunar," bætti hann við. Björgunarmenn bera sviðið lík eins fórnarlambsins i sprcngingunni i brúðkaupinu. Slmamynd-AP Sýrlendingar safna liði gegn Jórdönum Amman, 25. nóv. — AP. MENACHEM Begin, forsætisráð- herra ísraeis, sagði í dag. að ísraelski herinn fylgdist ná- kvæmlega með liðsflutningum Sýrlendinga meðfram landamær- unum gagnvart Jórdaníu. Liðsflutningarnir eru taldir liður í sálfræðilegum þrýstingi Sýrlend- inga gegn Jórdaníustjórn og stað- festing á vaxandi ágreiningi Sýr- lendinga og Jórdaníumanna. Hussein konungur setti 11. leið- togafund Araba í Amman í dag með áskorun um að Jerúsalem yrði sameinuð og borginni bjargað und- Iranar hafi rofið fimm vikna umsátur íraka um olíuhreinsunarborgina Aba- dan og hrakið óvininn 10 km frá norður- og austurúthverfunum. En írakar sögðu að hringurinn um borg- ina þrengdist og borgin væri einangr- uð. „Við höfum gert það sem var talinn ógerningur," sagði Bani-Sadr um frammistöðu írana í stríðinu. Stríðið hefði geisað í 65 daga, en talið hefði verið að þeir gætu aðeins barizt 15 daga í lofti og 40—45 daga á landi vegna efnahagslegra refsiaðgerða Bandaríkjamanna. Hussein Jórdaniukonungur og framkvæmdastjóri Arababandalagsins í upphafi fundar í gær. Slmimynd-AP an hernámi ísraelsmanna. Frelsissamtök Palestínu, PLO, Líbýa, Alsír, Suður-Jemen, Líban- on og Sýrland hundsa ráðstefnuna. Fjölmiðlar í Sýrlandi fordæmdu ráðstefnuna í dag og kölluðu hana „leiðtogafund hruns Araba". Þeir sögðu að Sýrlendingar mundu berj- ast gegn „samsæri" um að færa málstað Araba í hendur Hussein Jórdaníukonungi, Ronald Reagan nýkjörnum Bandaríkjaforseta og Simon Peres, leiðtoga ísraelsku stjórnarandstöðunnar. Hussein mun fara fram á umboð á ráðstefnunni til að semja frið við hina nýju stjórn Bandaríkjanna og Reagan hefur óskað eftir að hitta konung að máli. Framkvæmdastjóri Araba- bandalagsins, Chaldi Klibi frá Tún- is, benti á nauðsyn þess að fara að dæmi Efnahagsbandalags Evrópu og leysa stjórnmálaágreining með pólitískri einingu. Hann viðurkenndi að innbyrðis ágreiningur stæði Miðausturlönd- um fyrir þrifum og hvatti til þess að þegar í stað yrði bundinn endi á strið Iraka og írana á „heilbrigðum grundvelli", þannig að írakar endurheimti réttindi sín og aftur yrði komið á „góðum nágranna- samskiptum". I>rír herforingjar fyrir rétt í Peking Peklng. 25. nóv. — AP. ÞRlR aldraðir fyrrverandi hers- hOfðingjar voru leiddir fyrir rétt í Peking í dag, ákærðir i sam- bandi við samsærið, sem var gcrt 1971 um að myrða Mao formann og gengur undir nafninu „B52“ og hrifsa völdin, hugsanlega mcð hernaðaraðstoð frá Sovétríkjun- um. Lætur „Ripper“ tíl skarar skríða í vikunni? London. 25. nóvemb«‘r. frá Kinari K. (iuöíinnssyni fréttaritara Mhl. MIKILL ótti heíur gripiö um sig meðal íbúa í Leeds og nágrcnni. Óður morðingi gengur þar laus. Fyrir skömmu misþyrmdi hann og myrti unga stúlku. Hún var íjórtánda íórnarlambið hans. „Yorkshire Ripper" nefnist þetta varmenni í daglegu tali. Nafn hans vekur alls staðar viðbjóð og hann heldur fólki í greip sér, sem óttast að hann ráðist til atlögu. Fyrir skömmu hótaði hann að drepa næsta fórnarlamb sitt í þessari viku og hefur þessi hótun aukið á hræðslu fólks. Yorkshire Ripper hefur verið á ferðinni í fimm ár. I upphafi hélt hann sig einkum í og í námunda við Bradford. Um tíma virtist hann eingöngu ráðast gegn vændiskonum. Seinna urðu aðrar konur fyrir barðinu á honum. Lögreglan telur ástæðu til að ætla að sami maðurinn sé á ferðinni og að hann sé frá Leeds eða nágrenni. Ekki hefur verið upplýst hvernig hann skilur við líkin, aðeins verið sagt að hann hafi misþyrmt konunum og nauðgað og síðan drepið þær á hroðalegan hátt. Fjórtán mánuðir liðu frá því að Yorkshire Ripper drap sitt síð- asta fórnarlamb og þar til hann lét til skarar skríða núna. í þetta skiptið var það Jacqueline Hill sem hann misþyrmdi og drap. Hún var við nám í Leeds-háskóla. Jacqueline var einungis nokkra metra frá íbúð sinni er hún var myrt. Stúdentaráð og yfirvöld Leeds-háskóla hafa gert allt sem í þeirra valdí stendur til að auka öryggi þeirra 4.000 stúlkna sem nú eru í námi við skólann. Kennarar brýna fyrir þeim að ganga ekki um einar. Stúdenta- ráð skipuleggur akstur og fjöl- margir sjálfboðaliðar utan há- skólans hafa komið til hjálpar. Sumar stúlkurnar í skólanum ganga um vopnaðar. Ein þeira sagði í blaðaviðtali um leið og hún dró gríðarmikla eldhús- breddu úr pússi sínu: „Þessa geymi ég svo við höfðalag mitt á nóttunni." Móðir Jacqueline Hill kom fram í sjónvarpi í gær og skoraði á fólk að finna morðingjann. „í guðanna bænum hugsið,“ sagði hún. „Hann gæti búið í þínu húsi eða í sömu götu og þú. Hann býr einhvers staðar og vinnur ein- hvers staðar. I guöanna bænum hugsið." Lögreglan leitar nú sem ákaf- ast að morðingjanum. Enn hefur Scotland Yard ekki verið kölluð til hjálpar og hefur það valdið furðu og gagnrýni hjá mörgum. Þessir þrír sakborningar eru: Jiang Tenghiao, sem er sakaður um að hafa stjórnað framkvæmd sam- særisins og er fyrrverandi stjórn- málahershöfðingi úr flughernum í Nanjing, Huang Yongsheng, fyrr- verandi forseti herráðs landhers- ins, og Li Zuopeng, fyrrverandi stjórnmálahershöfðingi í sjóhern- um. Sakborningarnir þrí’- og tveir menn aðrir cru sakaðir um áfoi m um árás á lest Maos með eldvörp- um og þegar það tókst ekki eru þeir sagðir hafa áformað að flýja suður á bóginn og setja á laggirnir ríkisstjórn með stjórnmálatengsl- um við Sovétríkin. Hinir sakborningarnir tveir eru Wu Faxian, fyrrverandi yfirmaður flughersins, og Qiu Huizuo. Wu hefur þegar játað að hafa hjálpað samsærismönnunum, en Qiu hefur enn ekki verið leiddur fyrir rétt. Allir voru nánir samstarfsmenn Lin heitins Biao fyrrum landvarna- ráðherra, sem lézt 13. sept. 1971 í flugslysi í Mongólíu, þegar ráða- gerðir hans um að hrifsa völdin höfðu runnið út í sandinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.