Morgunblaðið - 26.11.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.11.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1980 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 280 kr. eintakiö. Vantraust vegna leiftursóknar Yið lestur stjórnmálaáiyktunar landsfundar Alþýðubandalags- ins kemur í ljós, að í meðförum fundarins hafa verið felldar niður tvær setningar úr þeim drögum að ályktun, sem fyrir fundarmenn voru lögð af flokksforystunni. Þessar setningar eru: „Þannig hefur tekist að verja kaupmátt láglaunafólks í meginatrið- um“ og „Vonir standa hins vegar til þess, að með nýgerðum kjarasamningum hafi að mestu tekist að vinna upp þá kjaraskerð- ingu, sem orðin er síðan Ólafslög voru sett.“ Landsfundarfulltrúar hafa sem sé ekki talið ástæðu til að styðja brautargengi þessara fullyrðinga og vona flokksbroddanna. Niðurfelling þessara tveggja setninga sýnir í senn mikið vantraust á ráðherrum Alþýðubandalagsins og staðfestir, að flokkurinn hefur í raun unnið að leiftursókn gegn lífskjörunum. Bæði við stjórnarmyndunina 1978 og eins við myndun núverandi ríkisstjórnar sagðist forysta Alþýðubandalagsins ekki geta brugðist þeirri skyldu að setjast í ráðherrastólana, þótt ekki næðust öll baráttumál flokksins fram — öllu ofar yrði auðvitað að setja baráttuna fyrir verndun kaupmáttarins! Þannig hefur verið að þessari baráttu staðið, að nú neitar landsfundur flokksins að lýsa því yfir, að í meginatriðum hafi tekist að verja kaupmátt láglaunafólks og vonir standi til þess að nýgerðir kjarasamningar nægi til þess að vinna upp kjaraskerðinguna, sem ráðherrar Alþýðubandalagsins stóðu að með samþykki sínu við Ólafslög. Fyrstu níu mánuði þessa árs rýrnaði kaupmáttur kauptaxta um 5% miðað við meðaltal ársins 1979. Nú liggur fyrir spá Þjóðhagsstofnunar þess efnis, að kaupmáttur muni enn rýrna um 5 til 6% á næsta ári þrátt fyrir nýgerða kjarasamninga, verði haldið áfram á sömu braut í efnahagsmálum. Jafnframt spáir Þjóðhags- stofnun 70% verðbólgu nokkrum dögum eftir opinbera tilkynningu ríkisstjórnarinnar um þann mikla „árangur" af starfi sínu, að verðbólgan sé komin í 50%. I anda Stalíns Hvert er andsvar forystusveitar Alþýðubandalagsins við þessu vantrausti landsfundar flokksins? Jú, eins og við er að búast af þeim mönnum, sem starfa í anda rétttrúnaðarins á ágæti heimskömmúnismans, skal því nú haldið helst á loft, að flokksforystan sé óskeikul. Hin eina sanna leiðsögn foringjans er þungamiðjan í störfum kommúnistaflokka um heim allan. I þann mund, sem ný forysta stígur sín fyrstu skref, er talið gott, að hún njóti skjóls af forverum sínum. Valdir eru sérstakir gæslumenn rétttrúnaðarins og hlutverk þeirra er að sanna ágæti hinna, sem með völdin fara út á við. Kjartan Ólafsson, ritstjóri Þjóðviljans og varaformaður Alþýðubandalagsins, gegnir þessu hlutverki meðal kommúnista hér á landi. í forystugrein í Þjóðviljanum í gær hyllir varaformaðurinn þá Lúðvík Jósepsson og Sva 'ar Gestsson formenn Alþýðubandalagsins. „... Af baráttumönnum svo vel vígum sem Lúðvík er eignumst við aldrei nóg,“ segir varaformaðurinn eftir að hafa rakið feril formanns síns fráfarandi af óumræðilegri sjálfsánægju og um hinn nýja foringja leikur birta íslenska lýðveldisins í huga varaformannsins: „Svavar er lýðveldisbarn, fæddur fáum dögum eftir stofnun lýðveldis á Þingvöllum. Það er gæfumerki." Svo er eins og andi Stalíns dvíni aðeins og varafor- maðurinn minnist bannfæringarinnar á skurðgoðinu, því að hann segir: „Persónudýrkun viljum við enga, en stöndum þó (svo!) öll þétt að baki góðum dreng ...“ Upprunatengsl Alþýðubandalagsins við Kommúnistaflokk ís- lands hafa löngum verið feimnismál og hingað til hefur forysta flokksins lagt sig fram um að leyna fortíð sinni. Á þessu verður breyting með kjöri Svavars Gestssonar í formennsku Alþýðúbanda- lagsins. Rætur hans innan flokksins ná inn í myrkviði hinnar þröngu valdaklíku, og hann veit hverjum hann á frama sinn að þakka. I ræðu þeirri, sem Svavar Gestsson flutti eftir að hafa náð formannsstöðunni, bað hann landsfundarmenn að hylla Brynjólf Bjarnason og Einar Olgeirsson, er fundinn sátu. Þá taldi hinn nýi formaður sér skylt að minnast þess sérstaklega að um næstu helgi „eru 50 ár liðin frá því Kommúnistaflokkur íslands var stofnaður að forgöngu þeirra Einars og Brynjólfs árið 1930“. Var einhver að efast um að andi Stalíns svifi yfir vötnum Alþýðubandalagsins? Stjórnun fiskveiöa til umræöu á Fiskiþingi: HEILDARÞORSKAFLI Á ÍSLANDSMIÐUM (í þús. tonna) Már Elísson fískimálastjóri lagði meöfylgjandi myndrit fram á Fiskiþingi á mánudag. Sýnir þaö heildarþorskafla á íslandsmiöum allt frá fyrstu árum aldarinnar til þessa árs. Ólík sjónarmið full- trúa úr landshlutum STJÓRNUN veiða á komandi framtíð var til umræðu á Fiskiþingi í gær og var mest rætt um þorskveiðistefnu næsta árs. Steingrímur Hermannsson sjávarút- vegsráðherra reifaði hugmyndir sínar á þinginu í fyrradag, en í gær flutti Ingólfur Falsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambands íslands, framsöguræðu um þetta mál. Vék hann fyrst að þeirri til- lögu Hafrannsóknarstofnunar að hámarksþorskafli árið 1979 yrði 270 þúsund tonn, stjórnvöld ákváðu að leyfa veiðar á 300 þúsund tonnum, en þorskaflinn varð síðan um 360 þúsund tonn. I upphafi þessa árs ákváðu stjórn- völd að leyfa veiðar á svipuðu aflamagni eða um 360 þúsund tonnum, en fiskifræðingar lögðu til að aflahámarkið yrði sett við 300 þúsund tonn. Sagði Ingólfur að nú væri hins vegar allt útlit fyrir að þorskaflinn á þessu ári yrði um 410 þúsund tonn. Benti Ingólfur síðan á, að í þjóðhagsáætlun, sem rædd hefði verið á Alþingi fyrir nokkru væri gert ráð fyrir svipuðum þorskafla á næsta ári og verður á þessu árL Hinar einstöku deildir Fiskifélags íslands um allt land hafa gert tillögur um stjórnun fiskveiða á næsta ári og koma þar fram ýmis ólík sjón- armið, sem Ingólfur greindi frá í" ræðu sinni. Vestfirðingar hafa lagt til að takmarkanir á þorskveiðum verði með nokkuð öðrum hætti á næsta ári en verið hefur undan- farin ár og vilja þeir skiptingu afla í ákveðnum hlutföllum á þrjú tímabil ársins. Þeir geta ekki fallist á kvótaskiptingu á skip, hafnir, eða landshluta. Norðlendingar telja að ekki verði gengið lengra í þorskveiði- takmörkunum en verið hefur á þessu ári. Þeir leggja til, að áfram verði þorskveiðum stjórn- að á svipaðan hátt og verið hefur. Austfirðingar ályktuðu hins vegar þannig, að reynt verði til hins ýtrasta að ná samstöðu um kvótafyrirkemulag. Vestmannaeyingar telja að beita eigi svipuðum aðferðum við takmörkun þorskveiða og verið hefur. Þeir telja rétt að skipta aflanum þannig, að bátar fái 60%, en togararnir 40%. Vestmannaeyingar mótmæla því að aflanum verði skipt á ákveðin tímabil. Þeir vilja ekki skiptingu þorskafla á ákveðin svæði og eru andvígir hugmyndum um þorskveiðikvóta á bát. Vest- mannaeyingar telja hins vegar rétt, að leyfilegum þorskafla skuttogara verði skipt eftir stærð og burðargetu hvers skips, samanber skiptingu loðnuafla. Fiskideildin í Reykjavík, Hafnarfirði og nágrenni leggur til að árinu verði skipt í þrjú fjögurra mánaða tímabil og afl- anum skipt á hvert tímabil þannig að 50% komi á 1. árs- þriðjung, en 25% á 2. og 3. ársþriðjung. Á fyrsta ársþriðj- ungi megi bátar veiða 60% af sínum heildarafla, en togarar megi það tímabil taka 40% af ársafla sínum. Sunnlendingar ieggja til, að togarar fái 40% og bátaflotinn 60% þess afla, sem leyft verður að veiða. Benda þeir á að reikna megi með vaxandi hlutdeild loðnuskipa í þorskveiðum. Eftir að hafa rakið tillögur fiskideildanna sagði Ingólfur Falsson: „Við tillögugerð að stjórnun veiða undanfarin ár hefur verið miðað við, að hlutur togara væri 45%, en báta 55%. Raunveruleg skipting áranna 1977 og 1980 hefur verið sú, að aflinn hefur skiptst næstum til helminga. Þróunin hefur orðið sú, að togurum hefur fjölgað, en bátum fækkað og þorskveiðar loðnuskipa verið takmarkaðar verulega síðustu tvö árin, á síðustu vetrarvertíð nam þorsk- afli loðnuskipa um 4 þúsundum tonna. Þar sem öllum er kunnugt um í hvað stefnir á næsta ári hvað varðar loðnuveiðar tel ég, að ekki verði komist hjá því að leyfa loðnuskipum þorskveiðar á komandi vetrarvertíð til jafns við aðra og með tilliti til þess tel ég að endurskoða þurfi skiptingu milli togara og báta að minnsta kosti að breyta ekki þeirri skipt- ingu, sem áður var viðurkennd þ.e. 45%/55%,“ sagði Ingólfur Falsson í ræðu sinni. í ræðu sjávarútvegsráðherra á Fiskiþingi í fyrradag ræddi hann um jafna skiptingu þorsk- afla á milli báta og togara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.