Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 1
Sunnudagur
30. nóvember
ilfoK0iiiiIil*fetfe
Bls. 33—64
Afstaða mín
til foreldranna
Þegar mamma var í sjúkrahús-
inu reyndist mér mjög erfitt að
vera ein heima með föður mínum.
Fyrir kom, að við töluðumst ekki
við daglangt. Loks vandist ég
þessu svo að ég gleymdi því oft að
hann væri nærstaddur. Ég var
ekki nema ellefu ára, þegar ég
hætti að kalla hann pabba. Þyrfti
ég nauðsynlega að spyrja hann
einhvers forðaðist ég að vera
kunnugleg og alúðleg. Sjálfsagt
hefur þetta verið honum ógeðfellt
undir niðri, en geta verður þess
um leið að hann var mér andvígur.
Og þó bar svo við er ég var sextán
ára, að ég mælti til hans „pabbi" í
upphafi samtals — ég held að það
hafi verið um það leyti, er ég var
ástfangin af söngkennaranum.
Faðir minn varð mildari á svip við
þetta ávarp — og svo undrandi að
hann blátt áfram starði á mig með
opinn munninn. Hann svaraði mér
með óvenju mjúkri röddu og fyrst
á eftir var látbragð hans mildara
og kom mér ókunnuglega fyrir —
tónninn ísmeygilegri. Ég var hins
vegar svo óvön því að nota ávarpið
„pabbi" að með hiki og kvíða barst
það yfir varir mér og feimnisleg
tilraun mín að taka það aftur í
notkun endaði að fullu með næsta
rifrildi okkar í milli. En af þeim
var alltaf nóg.
Þegar ég var lítil og faðir minn
réðst á mig í heift sinni og hugðist
slá mig með leðurbelti þá var það
sífellt mamma sem reyndi að
verja mig fyrir höggunum. Há-
grátandi varpaði hún sér á milli
okkar og yfirleitt fór það svo að
hún varð fyrst fyrir heiftarlegri
barsmíð föður míns — því næst
ég. Og þegar Iitlu systkinin mín, er
heyrðu hræðslu- og angistarópin,
fóru að skæla, þá sló hann þau
líka. En mér komu í hug hræði-
legu ófreskjurnar, sem birtust í
angistardraumum mínum.
Mamma umbar reiðiköst hans.
Ég held að henni hafi ekki þótt
sérlega vænt um hann, en hún var
orðin vön sambúðinni við hann,
sambúð sem hafði varað um ára-
raðir. Og það sem furðu vekur —
faðir minn bar til hennar hlýjar
tilfinningar — já elskaði hana
meira að segja á sína vísu. Hann
gerði oft að gamni sínu við hana
og kom henni til að hlæja, t.d. með
því að koma til hennar ógnandi og
skríðandi á fjórum fótum.
Mamma kallaði hann þá björninn
sinn, en klunnalegur vöxtur hans
minnti mjög á slíkan. Reyndar sá
ég mömmu oft gráta þegar faðir
minn var fjarverandi — ef til vill
af áhyggjum — veit það ekki
gjörla. Væru gestir hjá okkur kom
hann fram sem elskulegur fjöl-
skyldufaðir og drakk mjög lítið.
Hann fór aldrei með kunningjum í
krána, samt var hann bráðlyndur
og illskeyttur gagnvart okkur. Og
innan fjölskyldunnar hefði áreið-
anlega þróast friður og gleði, ef
við hefðum verið laus við reiðiköst
hans. Auk þess var faðir minn
mjög langrækinn, fyrirgaf aldrei
ef eitthvert okkar varpaði til hans
styggðaryrði og hefndi fyrir það
seinna við tækifæri. Oft vorum við
krakkarnir vitni að deilum milli
foreldranna, heyrðum skammar-
yrði þeirra, en á eftir fór þrúgandi
þögn. Faðir minn hafði meira
úthald í þögninni, hann sneri sér
upp að vegg, en oft tókst mömmu
að milda skap hans og uppræta
tilfinningar heiftar og móðgunar
svo að friður komst aftur á.
Eflaust hefði verið friðsamlegra
á heimili okkar ef við hefðum
verið betur stæð. Misklíðarefnið
og upphaf ófriðar var tíðast það
að faðir minn bar mömmu á brýn
Bernska
mín í
Rússlandi
BÓKARKAFLINN sem hér birt-
ist er eftir tatarakonuna Guysel
Amalrik, ekkju andófsmannsins
Andrei Amalriks, sem fórst í
bílslysi á Spáni í síðustu viku.
Bókin heitir „Bernska mín í
Rússlandi“, og kemur hún út hjá
Almenna bókafélaginu í þýðingu
Bergs Björnssonar.
Guysel Amalrik er listmálari.
Hún er fædd árið 1942 og uppalin
í Moskvu, en um margra ára skeið
var hún í útlegð í Síberíu ásamt
manni sínum. Síðustu fjögur ár
hafa þau verið búsett í Hollandi.
Eins og titill bókarinnar bendir
til er frásögnin fyrst og fremst
frá bernskuárunum, en kaflinn
ber heitið: Afstaða mín til for-
eldranna.
að hún kynni ekki að spara og því
væri ekki eyrir til á heimilinu í lok
mánaðar. Én þetta var í fyllsta
máta óréttlátt gagnvart mömmu,
sem aldrei lét kópeka af hendi
nema fyrir hið allra nauðsyn-
legasta. En yrði hún að kaupa skó
handa einhverju okkar, þar sem
hinir gömlu voru gatslitnir, þá
kom það auðvitað fyrir að við
áttum ekkert til matar síðustu
daga mánaðarins. Þótt báðir for-
eldrarnir ynnu var samanlagt
kaup þeirra svo lágt, að þau
komust aldrei úr skuldum. Faðir
minn fékk 600 rúblur sem kyndari
hjá húsfélagi nokkru — mamma
300 rúblur sem þvottakona í flug-
vallarbyggingu. Sex manna fjöl-
skylda hafði því til umráða 900
rúblur — samkvæmt núgildandi
mynt 90 rúblur. Þessir peningar
nægðu ekki einu sinni til kaupa á
ódýrustu matvælum. Auk þess
varð að greiða húsaleigu og kaupa
fatnað. Loks ákvað mamma að
reyna sjálf að afla tekna að
dagvinnu lokinni og komast þann-
ig hjá sífelldum deilum og ósam-
komulagi vegna peningaskorts.
Einhver ráðlagði henni að kaupa
ávexti og grænmeti í stórverslun-
um og seija síðan á fjölförnum
götuhornum. Slíkt sölufólk átti að
vísu alltaf á hættu að vera gripið
af lögreglu og sett í varðhald; sú
varð þó jafnan reyndin að þeir
voru fáir lögreglumennirnir, er
létu til skarar skríða í þessum
efnura — kröfðust aðeins smáveg-
is greiðslu — án þess að skrifa
sektarmiða og afhenda hann —
stungu peningunum í eigin vasa,
því einnig þeir urðu að sjá sér og
sínum farborða. Laun lögreglu-
þjóns voru mjög lág — kannski
hefur hann fengið tíu rúblum
meira en faðir minn (miðað við
núverandi mynt) og með þessu
skyldi hann framfleyta stórri fjöl-
skyldu. Mámma seldi blóm, ávexti
og grænmeti — auk þess vann hún
sem hreingerningakonau flugstöð-
inni eins og áður sagði og í einni
ferðinni þangað fékk hún kvef,
sem aldrei ætlaði að batna. Til
þess að geta lokið dagsverkinu
varð hún að fara eldsnemma á
fætur og vinna langt fram á kvöld.
Ég fylgdi mömmu oft og aðstoð-
aði hana við söluna — var þá í
þriðja eða fjórða bekk. Einu sinni
var mamma veik og þá varð ég ein
að reyna að losa mig við ávextina
og grænmetið. Þetta var á regn-
þrungnum septemberdegi og ég
þorði ekki að fara heim fyrr en ég
hefði selt allt. Ég stóð þarna
gegnköld og rétti græn, lítt ásjá-
leg eplin í átt til vegfarendanna,
sem þá litu til jarðar og gengu
fram hjá með fýlusvip, þóttust
ekki taka eftir mér. „Kaupið ódýr
epli,“ hrópaði ég til þess að vekja á
mér eftirtekt, en enginn leit við
mér og rödd mín fór sílækkandi —
varð að hvísli — heyrðist loks ekki
lengur. Ég hríðskalf og skammað-
ist mín fyrir þessi vesældarlegu
epli, en heim vildi og mátti ég ekki
fara. Enn stóð ég þarna lengi í
þeirri fráleitu von að einhvern
tíma hlyti góðhjörtuð manneskja
að ganga fram hjá — ranka við
sér, horfa um öxl, kenna í brjósti
um mig og kaupa alla ávextina. En
þótt ég horfði á vegfarendur með
örvæntingar- og angistarsvip tók
enginn eftir mér. Þetta var í eina
skiptið, sem ég seldi ávexti. Venj-
an var sú að mamma tók mig með
sér og lét mig gegna varðstöðu.
Átti ég að hafast við í nokkurri
fjarlægð frá henni og hafa eftirlit
°K fylgjast með ferðum lögreglu-
þjóna. Kæmi einhver í ljós í
nokkrum fjarska gaf ég mömmu
merki, en hún steypti vörunum í
skyndingu í tösku sína og leitaði
athvarfs og felustaðar annaðhvort
í nálægri verslun eða á kvenna-
klósetti. Klósettvörðurinn fékk
smáskilding í sinn hlut. Oft kom
það fyrir þegar lögreglan hand-
samaði óvænt einhvern kaup-
mangarann eða lét annan greiða
sekt á staðnum að þá hurfu
samstundis allir hinir sökudólg-
arnir og tóku sér bólfestu í
hliðargötu. Þar buðu þeir vöru
sína til sölu, en viðhöfðu ýtrustu
árvekni, haldnir sífelldum kvíða
og hræðslu við lögregluna, sem
birst gat á hverri stundu.
Hættan er alltaf yfirvofandi og
ágóðinn hverfandi. Máltíðir okkar
voru mjög fátæklegar; í morgun-
verð höfðum við þurrt brauð og
drukkum te með — sannkölluð
hátíð, ef smjör var á borðum.
Miðdagsverðurinn var súpa og te á
eftir. Kvöldverður annaðhvort
soðnar kartöflur eða steiktar,
stundum einnig grjónasúpa —
síðan te. Faðir minn fékk við
morgunverð súpudisk umfram
okkur hin, þar sem hann vann
erfiðisvinnu. Ég man enn eftir þvi
þegar mamma var að telja syk-
urmolana og afhenda hverju
okkar sinn skammt, sem var einn
moli á mann við máltíð. Við
krakkarnir horfðum á þetta með
Frá Moskvu.