Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980 35 Bragi Krístjónsson Milliríkjaviðskipti og alþjóðastjórnmál: Ýmsir álíta framtíðar samskipti iðnríkja og þróunarríkja meira vandamál en vopnaglamur risaveldanna. Merkasta framlag til framtíðar- lausnar þess er álit 17 manna nefndar undir forsæti Willy Brandts, fyrrv. kanslara Vestur- Þýskalands, sem nýlega skilaði áliti sinu til Waldheims aðalritara sameinuðu þjóðanna. Robert McNamara, aðalbankastjóri Alþjóða- bankans í Washington, átti á sínum tíma frumkvæði að starfi nefndarinnar. Hér er fjallað um nokkur atriði skýrslunnar frá ýmsum hliðum. í síhraða New York borgar er einn margra frasa, sem fjöl- miðlafólk brúkar í daglegum 1 streðserli: MEGO, My eyes glaze over; tjáning notuð innan stétt- arinnar þegar ill nauðsyn veldur því að fjallað er um afar leiði- gjörn verkefni. Eitt þeirra við- fangsefna, sem kemur þessu orði fram á varir fólks, er fátæktin í þróunarlöndunum, afstaða iðn- ríkja til þróunarríkja og öfugt. Astaeður þessa starfsleiða eru nokkuð augljósar. Umræðan um þessi alvarlegu málefni hefur í áraraðir einkennzt af alvörulitl- um slappleika allra aðilja. Stjórnmála- og embættismenn í þúsundatali hafa fjölmennt í fundarsali og þambað þúsundir lítra af kokteilum og tekið þátt í velmeintum tilraunum að koma á flot viðræðum um samskipti þróunarríkja og iðnríkja. En hverju sinni hefur árangurinn aðeins orðið máttvana orða- flaumur og síbreikkandi bil milli þessara aðilja, sem reynt er að brúa með innihaldslausum álits- gerðum. Virðingarverð tilraun var gerð til að koma af stað raunveru- legum athugunum á þessum málefnum árið 1977, þegar aðal- bankastjóri Alþjóðabankans, Robert McNamara, skipaði Willy Brandt formann í 17 manna hópi stjórnvitringa víðs vegar að til að „kanna ójöfnuð í samfélagi þjóðanna og benda á lausnir á vandamálum þróunar og fátækt- ar.“ ing nefndar Willy Brandts, svo erfitt hefur reynzt að rannsaka þessa hlið mála niður í kjölinn. Á hinn bóginn hefur það m.a. verið fært skýrslunni til tekna, að hún sé tilraun til að skoðs þessi mál öll frá nýju sjónar- horni. Á það er bent, að það sé erfitt á okkar óvissu efnahagstíð að reyna að greiða fyrir skilningi manna á þörf aðstoðar við þróunarríkin með skírskotum til göfugra tilfinninga og góð- mennskukennda. Enda hnigur málflutningur nefndarinnar í þá rZ'IX. Ýmsir hafa líkt framkvæmd grímuleik þar sem lítil alvara búi þróunaraðstoðar að baki. þessa Tímabil mammútanna er Um ríkar þjóðir og snauðar — Fyrri grein Meðal hinna spöku manna voru þeir Edward Heath, Olof Palme og margir fyrrverandi valdamenn og í ljósi víðtækrar reynslu þessara manna og vegna alþjóðlegs álits, sem þeir njóta, hafa margir gert sér glaðar vonir um árangur starfs þeirra. Og nú hafa þessir pólitisku garpar skilað áliti sínu fyrir nokkru til aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Nafn nefndarinnar var: Independent Commission on International Development Issu- es, og skýrsla þeirra, sem afhent var fyrr á þessu ári, ber nafnið: North-South: A Programme for Supfival. Ýmsir gagnrýnendur nefndar- innar hafa bent á, að í rauninni sé skýrslan nær eingöngu vönd- uð skráning á kunnum vanda- málum og þeim tillögum til lausnar, sem fram hafi komið fyrir all löngu. Og hið kunna tímarit Economist birti mynd af nokkrum höfundum hennar og undir stóð: Af hverju gerðum við þetta ekki, þegar við höfðum aðstöðu til? En margir eru þeirrar skoðun- ar, að þótt nefndin hafi ekki getað bent á algildar lausnir, sem allir muni fallast á sam- stundis, sé þessi skýrsluvinna það gagnlegasta, sem unnið hafi verið á þessu sviði — og er það einkum þakkað stjórnmála- reynslu og þekkingu meðlim- anna og raunsæjum viðhorfum þeirra til ríkjandi ástands og vænlegra úrlausna. Bjartsýn- ismenn telja, að árangur starfs- ins verði sá, að ný hafnar viðræður milli snauðra og ríkra þjóða muni komast á nýjan grundvöll vegna hinnar miklu vinnu, sem lögð hefur verið í gagnasöfnun og úrvinnslu upp- lýsinga. Ný grund- vallaratriði Engin tök eru í stuttu máli að gera grein fyrir öllum efnisþátt- um skýrslunnar. Sá hluti henn- ar, sem mætt hefur einna harð- astri gagnrýni fjallar um milli- ríkjaviðskiptin og viðskiptaleg hagsmunatengsl hinna tveggja póla. Athygli er vert, að hinn heimskunni hagfræðingur Gunnar Myrdal, sem með réttu er álitinn helzti brautryðjandi í rannsóknum á stöðu og ástandi þróunarríkja, hefur í afar mergjuðu máli bent á, að Willy Brandt og félagar hafi leitt hjá sér alvarlegasta vandamál þróunaraðstoðarinnar: spilling- una og skipulagsleysið í þróun- arlöndunum, sem valdið hefur því að mikið af þeirri aðstoð, sem ríki heimurinn lætur í té, kemst aldrei á leiðarenda, held- ur endi í vösum þarlendra og erlendra spilltra og kænna milli- liða. Vissulega er erfitt að fóta sig á þessu atriði, enda skipuðu fulltrúar þróunarríkjanna helm- átt að sannfæra umheiminn, að hagsmunir hinna ríku þjóða og hinna snauðu fari sannarlega saman. Og það sé vissulega ekki síður í okkar þágu, þ.e. hinna vel settu, að skriður komist á raun- verulegar viðræður um framtíð- arskipan mála. Iðnríkin og þróunarlöndin eru miklir og ómissandi markaðir fyrir hráefni og framleiðsluvör- ur hvors annars. Mikilvægara er þó, að sannarlega er mikið í húfi fyrir iðnríkin, að ekki dragi til meiriháttar ágreinings og árekstra milli aðiljanna. Um þetta atriði segir í skýrslunni, að vissulega geti stríð vaidið hung- ursneyð, en á það megi einnig benda, að hungur geti komið af stað stríði. Með þetta í huga, þessa víkk- uðu sýn á vandamálinu, er kannski unnt að koma umræð- unni á veruleikaplan, þegar hafðir eru í huga þeir efnahags- legu og pólitísku ávinningar, sem í boði geta verið fyrir iðnríkin. Auk þess sem þeim gefst um leið kostur á að sýna mannúðarvilja sinn í verki. Heimsskattar I skýrslu Willy Brandts er lögð mikii áherzla á aukna beina fjárhagsaðstoð við þróunarríkin. Og nefndin leggur til að þessi aðstoð verði tekin úr sambandi við síkviku stjórnmálanna í hverju landi fyrir sig, gerð sjálfvirk og óháð hinum póli- tísku stjórnendum og fjárins verði aflað með einskonar al- þjóðlegri skattlagningu. Lögð er á það áherzla að auka hin opinberu fjárframlög iðnríkj- anna sem nú eru ca. 22 milljarð- ar dollara árlega upp í ca. 50—60 milljarða dollara árið 1985. Margir eru bjartsýnir að það megi takast, enda séu árleg útgjöld- allra landa heims til hermála nú áætluð nærri 450 milljarða dollara, þótt svona samanburður sé í raun lítils virði. Framlög iðnríkja til þriðja heimsins munu hækka um 8 milljarða dollara, ef öll iðnríkin hlíta í framkvæmd því, sem flest þeirra hafa heitið, þ.e. að leggja fram 0,7% af þjóðartekjunum til aðstoðar við hin þurfandi riki, en aðeins Svíþjóð, Danmörk, Hol- land og Noregur hafa hreina samvizku í þessu efni. Lagt er til að viðbótaraukn- ingarinnar verði aflað með sköttum á milliríkjaviðskipti iðnríkja, einkum þó vopna- og hergagnaviðskipti og sköttun dýrmætra málma og jarðefna, sem sömu ríki sækja undir yfirborð sjávar. Stefnt skal að auknum lána- fyrirgreiðslum til þróunarríkj- anna á betri kjörum en fáanleg eru nú. Ef gefnar verða út fleiri SDR (Special Drawing Rights) myntreiknieiningar Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins til að auka greiðslugetuna í heiminum, ætti hin aukna kaupgeta fyrst og fremst að koma þróunarríkjun- um til góða. Að auki á Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn um 100 milljón únsur af gulli, sem hugsanlegt væri að selja til að lækka vexti á lánum þróunar- ríkja. En þetta gerist ekki aðeins með því að fleiri peningar séu settir í umferð. Gunnar Myrdal gefur ákveðið til kynna, að liðið milljónir dollara fari. í súginn fyrir hreina spillingu í þróunar- ríkjunum sjálfum. Willy Brandt og nefnd hans heggur á hinn bóginn all óvægilega til þeirra alþjóðlegu fjármálastofnana, sem annast miðlun aðstoðarinn- ar til móttakenda fyrir hönd iðnrikjanna. Ekki síst verður Alþjóðabank- inn fyrir aðfinnslusemi hinnar virðulegu samkundu Willy Brandts og þar með æðsti stjórnandi hans, McNamara. Enda er það mál margra, að hann hafi tekið skýrslu nefndar- innar með óþarflega miklu dá- læti, þótt hann sjálfur ætti hina upprunalegu hugmynd að þessu starfi. Hinir 17 alþjóðaspekingar áfellast Alþjóðabankann fyrir að vera stirðnað skriffinnskubákn. Álíta þeir, að verkefnum bank- ans eigi að dreifa til þeirra deilda stofnunarinnar, sem eru i námunda við viðfangsefnin og þróunarríkjunum beri auk þess aukin hlutdeild í allri ákvarð- anatöku. Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn fær líka nokkur föst skot frá nefndinni. Spekingarnir álíta, að hann sé alltof afskipta- samur við afgreiðslur lánaum- sókna. Hann geri kröfur um efnahagsráðstafanir í lántöku- löndum, sem fari langt út fyrir nauðsyn sjóðsins um lögfullar tryggingar á endurgreiðslu og hafi þessar kröfur sjóðsins oft komið af stað óróa og valdið óöryggi á vinnumarkaði viðkom- andi landa, sem hafa átt við greiðsluhallavandamál að stríða. Eirikur Sigurðsson „Æviþætt- ir Aust- firðings44 Ný bók eftir Eirík Sigurðsson BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá, Hafnarfirði, hefur gefið út bók- ina „Æviþættir Austfirðings“ eft- ir Eirík Sigurðsson, fyrrverandi skólastjóra á Akureyri. „Fáir hafa skrifað meira um Austurland. Austfirðinga og austfirzk málefni en einmitt hann,“ segir i fréttatilkynningu . Hjá Skuggsjá hafa áður komið út eftir Eirík bækurnar Af Héraði og Úr Fjörðum, Af Sjónarhrauni og Með oddi og egg, æviminn- ingar Rikharðs Jónssonar mynd- höggvara. Æviþættir Austfirðings er ekki ævisaga í venjulegri merkingu j>ess orðs, fremur minningaþættir, þar sem stiklað er á veigamestu atburðum lífs hans, allt frá bernskuárunum í Hamarsfirði og á Djúpavogi til fjölþættra starfa hans á Akureyri sem skólamanns, bindindisfrömuðar og afkastamik- ils rithöfundar. Hann segir hér frá fjölda manna, sem hann hefur kynnzt og átti afskipti við á langri lífsleið, mönnum, sem margir höfðu sterk áhrif á lífsviðhorf hans og lífsstefnu." „Töfrar lið- ins tíma“ Ný bók eftir Torfa Þorsteinsson Út er komin hjá Setberg fyrsta bók Torfa Þorsteinssonar bónda i Ilaga, Ilornafirði og heitir hún „Töfrar liðins tíma“, tuttugu þættir úr Skaftafellssýslum og nærliggjandi héruðum. Hér skulu nefndir þættirnir „Hulin lönd“, „Sjóslysið við Hálsós 9. maí 1887“, „Endurminningar úr Breiðdal“, „Jökulsá í Lóni“, „ís- lensk örlagasaga“, „Vöruskipið Anna“, „Frá Þingvöllum til Aust- urlands sumarið 1919“, „Páll á Hallbjarnarstöðum, Jörundur Brynjólfsson og Bjarni á Laugar- vatni“, „Hornfirskir hestar og hestamenn“ og „Ein vika í huldu- heimum“. Þá eru og í bókinni tíu aðrir frásagnarþættir frá liðinni tíð. Margar myndir eru í bókinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.