Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980 Dr. Bjarni Þjóðleifsson. læknir. Aðalfundur Hjartaverndar var haldinn í Dómus Medica þann 30. október sl. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum var gert fund- arhlé en síðan haldinn almennur fræðslufundur þar sem flutt voru fimm fræðsluerindi sem lutu að hjartavernd. Erindin fluttu: dr. Bjarni Þjóðleifsson læknir, Gunn- ar Sigurðsson læknir, dr. Jón Óttar Ragnarsson dósent, Magnús Karl Pétursson læknir og Nikulás Sigfússon yfirlæknir Hjarta- verndar. Þessir aðilar veittu Morgunblaðinu góðfúslega leyfi til að birta úrdrætti úr erindum, og fara þeir hér á eftir. Dr. Bjarni Þjóðleifsson, læknir: Dánartíðni af völdum kransæða- sjúkdóma og sjúkdóma í heilaæðum (slag) 1951-1979 í erindi Dr. Bjarna Þjóðleifsson- ar kom meðal annars fram að á tímabilinu 1976—1979 voru 42 prósent allra dauðsfalla hjá körl- um og 38 prósent hjá konum af völdum kransæðasjúkdóma og sjúkdóma í heilaæðum. Krans- æðasjúkdómar byrjuðu að aukast upp úr 1950 og urðu að faraldri hjá körlum sem náði hámarki á árunum 1968—75. Aukningin var mest hjá körlum yngri en 70 ára, eða um 140 prósent, en um 40 prósent hjá körlum eldri en 70 ára. Eftir 1975 hefur orðið lækkun og ef borið er saman tímabilið 1977-79 við tímabilið 1968-75, þá er lækkunin um 20 prósent hjá körlum yngri en 70 ára, en um 10 prósent hjá körlum eldri en 70 ára. Hjá konum héfur orðið til- tölulega lítil breyting þ.e. um 20—30 prósent aukning á öllu tímabilinu 1951—79. Þrátt fyrir nokkra lækkun hjá körlum eru kransæðasjúkdómar enn þá mikið heilbrigðisvandamál. Á árinu 1979 dóu t.d. 290 karlar úr þessum sjúkdómi, þar af. 84 undir 65 ára aldri. Samsvarandi tölur hjá kon- um árið 1979 eru 184, þar af 23 undir 65 ára aldri. Hagstæðari breytingar hafa orðið á dánartíðni af völdum slags, en þar hefur verulega mikið áunnist. Stöðug lækkun hefur orð- ið hjá báðum kynjum allt tímabil- ið en mest síðastliðin 10 ár. Hjá körlum er lækkunin frá 35—60 prósent, mest í eldri aldursflokk- um, en hjá konum 40—80 prósent lækkun. Magnús Karl Pétursson læknir. Magnús Karl Pétursson, læknlr: Rannsókn á heild- arf jölda bráðra kransæðastíflutil- fella á Land- spítalanum árin 1971-1979 I erindi Magnúsar Karls Péturs- sonar kom meðal annars fram að tilfelli bráðrar kransæðastíflu á Landspítalanum árin 1971—1979 voru alls 951. Heiidardánartíðnin, sem er 23,5 prósent, er svipuð og á árunum 1966 til 1968. Dánartíðni í yngri aldursflokkum hefur lækkað en fjöldi þeirra sjúklinga, sem eru 70 ára og eldri, hefur hlutfallslega aukist, eða úr 32,5 prósentum á árunum 1966 til 1968 upp í 40,6 prósent á árunum 1971 til 1979. Árleg tíðni á þessu tímabili virðist ekki fara minnkandi. — Karlmenn eru í miklum meirihluta í öllum aldursflokkum nema í hópi sjúkl- inga 80 ára og eldri en þar er hlutfall karla og kvenna svipað. Af 38 sjúklingum Landspítal- ans, sem fengu bráða kransæða- stíflu á árunum 1977 til 1979 og voru 50 ára og yngri, voru aðeins 2 sjúklingar sem aldrei höfðu reykt. Dr. Jón óttar Kagnarsson, dósent: Fita og heilsufar I erindi dr. Jóns Óttars Ragn- arssonar kom fram að rannsóknir víða um' heim hafa leitt í ljós að helztu áhættuþættir kransæða- sjúkdóma, það er þeir þættir sem auka hættuna á kransæðasjúk- dómum, eru þrír. Þeir eru há blóðfita, hár blóðþrýstingur og reykingar. Magn blóðfitu er í mjög nánum tengslum við matar- æði og gildir um það samband hið svonefnda F/M-hlutfall. F/M-hlutfall F/M-hlutfallið er hlutfall Dr. Jón óttar Ragnarss.. dósent. mjúkrar fitu (fjölómettaðrar) og harðrar fitu (mettaðtar) í fæðu. Að jafnaði gildir, að^jví hærra sem þetta hlutfall er, þeim mun lægri er blóðfita. Rannsóknir Hjartaverndar sýna að meðalblóðfita íslendinga er með því hæsta sem mælst hefur. Samkvæmt því ætti F/M-hlutfall- ið í fæðu Islendinga að vera sérstaklega lágt. Nýlega lauk ítar- legri rannsókn Fæðurannsókna- deildar Rannsóknastofnunar land- búnaðarins og Háskóla íslands á samsetningu fitu í fæðu hérlendis. Voru þessar upplýsingar m.a. not- aðar til þess að reikna út F/M-hlutfallið í fæðu Reykvík- inga árið 1965. Kemur þar í ljós að F/M-hlutfallið var þá um 0,10, sem er með því lægsta sem mælst hefur hjá sambærilegum þjóðfé- lagshópum. Komið hefur fram að á síðustu árum hefur tíðni kransæðasjúk- dóma minnkað hérlendis, að minnsta kosti í sumum aldurshóp- um. Þegar kannaðar eru innflutn- ings- og framleiðsluskýrslur kem- ur í ljós að veruieg breyting hefur orðið á samsetningu þeirrar fitu sem neytt hefur verið hérlendis frá árinu 1965. Er sú breyting helzt að notkun soyjaolíu í mat- vælaiðnaði hefur aukist verulega. Nikulás Sigfússon, yfirlæknir Hjartaverndar. F/M-hlutfall - lægri blóðfita Sýna útreikningar að F/M-hlut- fallið í fæðu íslendinga um þessar mundir er nærri 0,25 og hefur þannig meir en tvöfaldast frá því árið 1965. Mælingar Hjartaverndar á blóðfitu Islendinga sýna að nokk- ur lækkun á meðalblóðfitu hefur átt sér stað frá árinu 1968. Þessi breyting er í samræmi við það sem búast mátti við, miðað við þær breytingar sem urðu á tímabilinu í F/M-hlutfalli fitu í fæðu. Þetta er einnig í samræmi við það sem gerst hefur í öðrum löndum þar sem tíðni kransæðasjúkdómá er í rénun. Rétt er að hafa í huga að á tímabilinu frá 1965 hafa orðið fleiri breytingar á mataræði Is- lendinga en F/M-hlutfallið eitt gefur til kynna. Má t.d. nefna aukna neyzlu á grófum brauðum og aukna neyzlu á garðávöxtum, sérstaklega grænmeti. Þessar breytingar í mataræði eru mjög æskilegar og ættu að stuðla enn frekar að auknu heilbrigði þjóðar- innar. Gunnar Sigurðsson, læknir. Manneldismarkmið Nú þegar ljóst er að mataræði hefur afgerandi áhrif á heilsufar, hafa ýmsar þjóðir sett sér mann- eldismarkmið. Má þar nefna sumar Norðurlandaþjóðanna. Víð- ast hvar hefur áherzla verið lögð á að draga úr fituneyzlu en jafn- framt mælt með aukinni neyzlu á fjölómettaðri fitu. Er miðað við að F/M-hlutfallið 0,50 sé æskilegt í þessu sambandi. Auðvelt er að færa margvísleg rök fyrir því að þetta markmið væri einnig æski- legt fyrir okkur íslendinga. Nikulás Sigfússon, yfirlæknir Hjartaverndar: Breytingar á reyk- ingavenjum ís- lenskra karla frá 1968-1975. Erindi Nikulásar Sigfússonar fjallaði um hóprannsókn Hjarta- verndar á reykingavenjum ís- lenzkra karla. Hófst könnunin haustið 1967 með rannsókn á körlum 34—61 árs á Reykjavík- ursvæðinu og voru reykingavenjur þeirra kannaðar með stöðluðum spurningalistum. í fyrsta áfanga þessarar rannsóknar, 1967—1968, mættu 2.203 karlar en til saman- burðar voru valdir 1.862 karlar, sem komu í fyrsta sinn til rann- sóknar 1974-1976. Helztu niðurstöður eru þessar: Sígarettureykingar meðal karla á aldrinum 40—60 ára hafa veru- lega minnkað á umræddu tímabili, eða úr um 38 prósent í um 33 prósent meðal yngstu karlanna (40 ára) en úr um 31 prósenti í um 20 prósent meðal þeirra elstu. Sígarettureykingar hafa breyst þannig að notkun á síusígarettum hefur aukist hlutfallslega. Um þriðjungur reykingamanna reykir síusígarettur 1975, sem er helm- ingi hærra hlutfall en 1968.k Algengasta ástæðan'til þess að menn hætta sígarettureykingum er ótti um heilsuspillandi áhrif (22—24 prósent), af sparnaðar- ástæðum (19 prósent), vegna hósta (13—14 prósent) og vegna mæði (6—7 prósent). Aðeins 4 prósent segjast hafa hætt að læknisráði. Minnkun á sígarettureykingum hefur ekki haft í för með sér aukningu á pípu- eða vindlareyk- ingum í þessum aldursflokkum. Pípureykingamönnum fækkaði úr 27 prósentum 1968 í 22 prósent 1975 en vindlareykingamönnum úr 22 prósentum í 15 prósent á sama tímabili. Fræðslufundur Hjartaverndar: t>rír áhættuþættir hjartasjúkdóma Bráð kransæðastífla á Landspítala 71—79. Reykingavenjur sjúklinga » 50 ára 77—79 (3 ár). Aldur Fjöldi Aldrei reykt Hætt Reykja Ekki vitaö » 40 11 0 0 11 41—50 27 2 2 22 1 Alls 38 2 2 33 1 Hvers vegna hættu menn sígarettureykingum? 1968 1975 1. Vegna hósta 13% 14% 2. Vegna mæöi 6% 7% 3. Vegna einkenna frá hjarta 3% 3% 4. Vegna einkenna frá maga 4% 4% 5. Vegna ótta um heilsuspillandi áhrif 24% 22% 6. Að læknisráði 4% 4% 7. Af sparnaðarástæðum 19% 19% 8. Önnur ástæða 27% 27%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.