Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 20
Bókatíðindi Iðunnar 52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980 H.C. Andersen Tvö ævintýri með myndum Eldfærin og Nýju fötin keisarans eru tvímæla- laust í flokki þekktustu ævintýra meistarans H.C. Andersen. Þaö er því ekki ónýtt að fá þessi tvö ævintýri myndskreytt af jafngóðum teiknara og Ulf Löfgren í sígildri þýðingu Steingríms Thorsteinssonar. Löfgren er sjálfur þekktur bæði sem barnabókahöfundur og myndlistarmaður enda skreytir hann jafnan bæk- ur sínar sjálfur. Hver man ekki eftir Albín-bókunum og bókum eins og Hljóm- sveitin fljúgandi, 123, Hvað tefur umferðina og Litalúðurinn. H.C. Andersen þekkja allir nema þá helst yngstu börnin og litprentaðar myndirnar hans Löfgren gera ævintýrin Ijóslifandi. H.C. Andersen Óli kallar mig Lísu Unglingabók eftir Max Lundgren Skemmtileg og spennandi ungl- ingasaga um Óla og Lisbeth, sem Óli kallar Lísu en þaö gerir enginn annar en hann. Þau eru nítján ira gömul og eiga tveggja ára gamalt barn. Allt í einu hverfur Óli. Eitthvaö er aö og Lísa verður aö reyna aö skilja hvaö þaö er. Hún veröur aö finna Óla. Þetta er saga um helstu áhuga- og umhugsunarefni unglinga frá þrettán ára aldri eöa þar um bil. Höfundurinn Max Lundgren hefur hlotiö margvíslega viöurkenningu í heimalandi sínu og hafa bæöi verið gerö sjónvarps- og útvarpsleikrit eftir bókum hans. Sagt hefur verið um Max Lundgren aö hann sé „það besta sem hefur hent sænsk- ar barnabókrtienntir á síöari ár- um“. Helgi J. Halldórsson þýddí. Kátt í Krummavík Magnea frá Kleifum er góökunn ffyrír barnasögur sínar. Þær eru lifandi og skemmtilegar og lótt lestrarefni. Krakkarnir í Krumma- vík ber öll sömu einkenni. Hér segir frá systkinunum Halla, Palla, Kalla og Möggulenu. Foreldrar barnanna flytja úr Reykjavík upp í sveit. Þar er gaman aö eiga heima og margt skemmtilegt ber fyrir augu. í sveit- inni er ýmislegt skemmtilegt brall- aö og þaö er ótrúlegt hvaö litlum pottormum getur dottiö í hug ... Saga sem kemur öllum krökkum til aö hlæja og skemmta sér. Krakkarnir í Krummavík er falleg og hugljúf saga handa börnum. Bókin er prýdd fjölda mynda eftir Sigrúnu Eldjárn. Hodja og töfrateppið Hodja á heima í litlum friösælum bas sem heitir Pjort í landinu Búlgóslavíu. En Hodja kærir sig ekki um að lifa friösælu lífi alla ævi. Hann langar til að komast út í heim, já hann vill ajá allan heiminn. Hodja áskotnast fljúgandi teppi og á því fer hann tii höfuöborgarinnar. En þegar þangaö kemur er teppinu stoliö frá honum. Hodja einsetur sér aö ná því aftur. Og nú skulum viö heyra... Eftir Ole Lund Kierkegaard hafa áöur komiö út þrjár vinsælar sögur á íslensku: Fúsi froskagleypir, Gúmmí-Tarsan og Albert. Eins og í fyrri bókunum eru allar myndirnar eftir höfundinn sjálfan. Þorvaldur Kristinsson þýddi. Hodja og töfrateppid Hreiðar Stefánsson: Grösin í glugghúsinu Hreiöar Stefánsson er reyndur höfundur og hefur samiö fjölmarg- ar sögur handa börnum. Gröain í glugghúainu er sérstæö meöal bóka hans, saga sem höfóar til fólks á öllum aldri. Sagan gerist fyrir hálfri öld og er sögö í annarri persónu sem fátítt er um sögur. Hún segir frá tíu ára gömlum dreng, Garöari, sem á heima í kaupstaö en dvelst um sumar í sveitabæ. Þetta eru erfiöir tímar og á heröar drengnum leggst þungbær reynsla þetta sumar. En þetta er líka saga um hamingju- stundir bernskunnar þegar lítið þarf til aö gleöja. Grösin í glugghúsinu er hugnæm saga og fróölegur spegill horfinna tíma og sambýlishátta. Liðið hans Lúlla Hver er Lúlli? Hann er mjólkurpóstur. Stórkost- legasti mjólkurpóstur sem sögur fara af. Hvaö er Lióiö hans? Þaö eru strákarnir sem vinna hjá honum. Og þaö er ekki hlaupiö aö þvi aö komast í Liöiö hans Lúlla. Til þess þarf aö gangast undir mörg og erfiö próf. Og þótt maður standist þau og komist í Liöiö er ekki aö vita nema reynt sé aö ryðja mannl út meö alls konar brögöum. Þetta er bráöskemmtileg saga eftir hinn kunna breska unglingasagna- höfund E.W. Hildick, sú þriöja sem út kemur á íslensku. Fyrir hana hlaut höfundurinn hin mikilsvirtu H.C. And- ersen-verðlaun og einróma lof í blöðum. Þannig sagöi í breska stór- blaöinu Observer: „Þessi saga er snilldarlega gerö út í æsar, óstjórn- lega fyndin og fjörug." Álfheiöur Kjartansdóttir þýddi. E.W.HILDICK Uöiöhms LÚLLA Litla hvíta Lukka Allir muna eftir sögunum Litli avarti Sambó og Sambó og tvíburarnir. Nú er komin út ný bók eftir sama höfund, Helen Bannermann. Hún byrjar svona: „Einu sinni var lítil hvít stelpa sem hét litla hvíta Lukka.“ í sögunni segir frá því þegar Lukka fer í skógarferö og lendir í ýmsum ævintýrum meö misjafnlega almennilegum skóg- ardýrum. Allt fer þó vel aö lokum. Þetta er ný og Ijómandi falleg litprentuö útgáfa og höf- undurinn teiknar myndirnar eins og í fyrri bækur sínar. Vilborg Dagbjartsdóttir þýddi. Sögur úr Biblíunni i myndum og máli er Ijóslifandi og skemmtileg endursögn biblíusagna á eöli- legu nútímamáli. Markmið höf- undarins, David Christie- Murray, er að varðveita fullan trúnaó vió Biblíuna og leiö- beina lesendum sem best, einkum hinum ungu, til betri skilnings á efni og boðskap þessa stórkostlega sagna- safns. Hinar ágætu litmyndir, sem fylgja hverri sögu, eru frægar fyrir þaö, hve vel og trúveröug- lega þær ná blæ og lífi frásagn- arinnar, hvort sem um er aö ræöa kynngi sagnanna um Móses eða fegurö 23. sálmsins í Gamla testamentinu, fæö- ingarsöguna eöa grimmd kross- festingarinnar í Nýja testament- inu. í því skyni að tengja sögurnar tíma sínum og mannlífi hans, hefur veriö skotiö inn stuttum skýringum í máli og myndum. Þar er lýst ýmsu, sem vikið er að í sögunum, svo sem húsi og heimili, klæönaöi fólks og siöum, húsdýrum og fénaöi. Þetta er bók til aö eiga og njóta. Sögurnar er hægt aö lesa í samhengi eöa hverja fyrir sig, og allar mynda þær samfellda sögu allt frá sköpuninni til kristinnar trúar. Þýöingu annaö- ist Andrés Kristjánsson og séra Karl Sigurbjörnsson skrifar formála aö bókinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.