Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980 María The og dýrðardagar Au, Hinn 29. nóvember minnast Austurríkismenn með hinni mestu viðhöfn 200. ártiðar Mariu Theresiu keisaradrottningar, sem iézt þennan dag árið 1780. Það vill svo til, að 200. ártíð keisaradrottningarinnar ber einmitt upp á aldarfjórðungs afmæli hins endurreista austurriska lýðveldis. Hitler gekk af hinu fyrra lýðveldi Austurrikis dauðu. þegar hann sameinaði landið hinu Stórþýzka riki árið 1940 og beitti vægðarlausu ofbeldi til að ná þvi markmiði. Það varð ólánlegt samband fyrir báða aðila. Nú hafa hins vegar landsfeður Austurríkis gripið tækifærið að íklæða Austurríki hinum dýrðleg- asta sögulega hátíðarbúningi: í sölum Schönbrunn-hallarinnar í Vín er haldin viðhafnarsýning til heiðurs hinum menntaða einvaldi Maríu Theresíu og um leið til minningar um hina nafntoguðu austurrísku konungsætt, Habs- burg-Lothringen. í Schönbrunn eru um 1400 munir til sýnis, skipt í 32 deildir í samræmi við efni og sögulega merkingu. Þarna getur að líta kórónur, veldissprota, krýn- ingarskrúða, keisaralega skart- gripi, alls konar fatnað frá þeim tímum, málverk í hundraðatali, koparstungur, styttur, veggtjöld, húsgögn og búsáhöld, skjöl, bækur, myntir og minnispeninga, líkön af leiksviðum, orður og eiginlega allt, sem nöfnum tjáir að nefna og eitthvað sýningargildi hefur. Þarna má m.a. finna „blómvönd" úr gim- steinum, sem María Theresía átti. Höfundur listaverksins er J.M. von Grosser, hirðgullsmiður drottn- ingar. Í „blómvönd" þennan hefur hann sett um það bil 1200 rúbína, smaragða, emeralda og safíra, 1500 demanta á laufblöð og blóm úr fínofnu silki. Von Grosser smíðaði einnig morgunverðarstell keisara- drottningarinnar úr gulli, hina mestu völundarsmíð. Öllum þessum glæsilegu og sumum hverjum ein- stöku minjum horfinnar dýrðar er komið fyrir í hinum skrauti hlöðnu, íburðarmiklu sölum Schönbrunn- hallar, og eru áhrifin af þessari sameiningu í einu orði sagt yfir- þyrmandi. A þennan hátt vill Austurríki minna jafnt þegna sína sem og umheiminn á, að ríkið er eldra en rúmlega tveggja tuga vetra og var í eina tíð voldugt evrópskt stórveldi. Veldissproti Habsburgara náði í þann tíð yfir stór landsvæði í Mið- og Austur-Evrópu: hið eiginlega Austurríki, Ungverjaland, Bæheim- ur, Dalmatía, Króatía, Slóvenía og Galazia, auk annarra minni land- svæða á Balkanskaga lutu keisar- anum í Vín. Háaðall Austurríkis með hina fjölmennu keisaraætt í broddi fylkingar, sópaði að sér óhemju auðæfum, sem enn þann dag í dag sér gjörla stað í glæsi- byggingum Vínarborgar og víðar í landinu. Á þessum árum varð Vín hin viðurkennda háborg tónlistar- innar í Evrópu, leiklist, málaralist og Ijóðlist stóðu einnig með miklum blóma. María Theresía var fædd árið 1717. Prinsessan var snemma ann- áluð fyrir fríðleik og lifsgleði. Hún var aðeins 23 ára gömul, þegar hún erfði þetta víðlenda keisaradæmi við fráfall Karls VI árið 1740. Hollir ráðgjafar Þessi unga stúlka var þar með orðin drottning og einvaldur eins voldugasta ríkis Evrópu þeirra tíma. Kunnáttu í stjórn ríkisins hafði hún enga til að bera, en hún hafði góðar eðlisgáfur og öðlaðist smátt og smátt meiri stjórnvizku og varð vinsælli meðal þegna sinna en flestir aðrir þjóðhöfðingjar, bæði fyrr og síðar. Eiginmaður hennar, Franz Stephan, reyndist henni á allan hátt stoð og stytta, bæði við stjórn hins víðáttumikla og sund- urleita ríkis og í einkalífi þeirra. Hann leiddi hina gáfuðustu og færustu menn landsins á fund hinnar ungu drottningar sinnar, og kynnti henni hæfileika þeirra til stjórnsýslu. Þannig var það Franz, sem mælti fastlega með Haugwitz greifa sem æðsta ráðgjafa og ráð- herra i innanríkismálum, og það var einnig eiginmaður drottningar- innar, sem hvatti konu sína til að láta hinn snjalla Kaunitz greifa annast utanríkismál keisaradæmis- ins Austurríkis. Báðir þessir menn gegndu ráðherraembættum sinum í áratugi á valdatíma Maríu Ther- esíu. Það var hið mikla happ keisaradrottningarinnar, að hún kunni þá list að velja sér hina ágætustu samstarfsmenn við stjórn ríkisins. Krýning Franz I Eiginmaður Maríu Theresíu var krýndur í Frankfurt am Main árið 1745, og fylgdist keisaraynjan með hátíðahöldunum frá svalaglugga á húsi Frauenstein-fjölskyldunnar, sem stendur rétt hjá dómkirkjunni. María Theresía gekk þá með fimmta barn þeirra hjóna, og þótti því ekki viðeigandi, að hún sýndi sig á almannafæri. „Gamalt fólk segir svo frá, að María Theresía, framúrskarandi fögur ásýndum, hafi horft á hátíða- höldin við krýningu Franz I, eigin- manns síns, frá svalaglugga á húsi Frauenstein-fjölskyldunnar, rétt við dómkirkjuna í Frankfurt. Að lokinni sjálfri krýningarathöfninni, þegar eiginmaður hennar gekk út Málverk af Maríu Theresíu keisaradrottningu. Myndin er máluð af hollenzka meistaranum Martin van Meyten um 1750. María Theresía ásamt Franz I stórhertoga, eiginmanni sínum. og ellefu af þeim 16 börnum sem þau eignuðust. Myndin er máluð á verkstæði Martin van Meytens í kringum 1754.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.