Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980 Bernska mín í Rússlandi Rauða torgið í Moskvu. L'6sm Maon“s Flnnsson áfergju og fylgdumst nákvæmlega með því að enginn fengi of mikið. Yrði mömmu það á að láta mig, sem var elst, fá ívið meira, þá rifu yngri systkini mín molann úr höndum mér og skiptu á milli sín. Heiftarlegar deilur komu kannski upp vegna eins milligramms, sem álitið var að fallið hefði um of í hlut einhvers okkar. Að loknum máltíðum gekk mamma vandlega frá öllum mat- arleifum í læstri hirslu — til þess að við krakkarnir gætum ekki laumast í þær. Fyrir kom þó að mamma missti búrlykilinn úr vasa sínum, þegar hún var að beygja sig eftir einhverju. Eg eða Sonja systir mín vorum þá ekki lengi að stinga lyklinum á okkur með leynd og fela hann fyrir hinum. Væru foreldrar okkar ekki heima opnuðum við iitia skápinn og nörtuðum í það sem sjaldan sást á borðum — þó einkum sætindi — og sórum og sárt við lögðum að segja ekki foreldrunum frá. En Sonja, sem alltaf tók þátt í þjófnaðinum, hljóp samt sem áður oft til pabba og fullyrti, að hún hefði ekki bragðað á matnum — heldur bara ég. Þá sótti hann beltið og fór vægðarlaust að berja mig. Ég fór í hnút við ofsafengin högg hans — reyndi síðan að grípa til hans. Ég hygg að faðir minn hafi ekki verið að berja mig vegna þessara lítilvægu afbrota — held- ur hafi ofsafengin og innibyrgð reiðin brotist út. Því að vitaskuld var það ég, sem eyðilagði fyrir þeim ánægjuna af ástarleikjum næturinnar. Mamma vissi um beiskt hatur hans í minn garð og var í sífelldum ótta að hann banaði mér með barsmíð sinni. Meðaumkun hennar átti sinn þátt í að magna heift hans. Þegar faðir minn hafði lokið refsingunni lokaði hann mig inni í köldum skúr, þar sem úði og grúði af músum og rottum. Ég var svo magnþrota af undangengnum sársauka að ég steinsofnaði þegar í stað á timburgólfinu og vaknaði með ekkasog og krampa. Van- megna örvænting mín endaði oft með nokkurs konar móðursýki, sem ég æsti mig upp í. Ég krafsaði og reif upp á mér sárin og fékk við það fullnægjutilfinningu. Fyrir kom að Nadja vinkona mín heyrði grátekka minn, sem varð til þess að hún klappaði á dyrnar. Grátbað ég hana þá að draga slagbrandinn frá, sem henni tókst að endingu. Hún settist við hlið mér og með táraflóði sagði ég henni frá þess- um skelfilegu höggum og ég sýndi henni blæðandi sárin og bláu blettina og endurtók í sífellu: „Ó, ég hata hann pabba!“ Nadja hugg- aði mig og spurði hvort ég vildi ekki borða eitthvað. Ég kinkaði kolli og hún hljóp inn í íbúðina þeirra og færði mér brauð, sem ég hakkaði í mig af mikilli áfergju. Svo róaðist ég smám saman. Oft spurði ég sjálfa mig þeirrar spurningar hvers vegna ég væri eiginlega barn foreldra, sem mér var lítið um. Og í hugarsýn sá ég aðra foreldra sem voru vingjarn- legir, ástúðlegir og velmegandi. Það hlaut að vera til barnlaust fólk, er gjarnan vildi sjá um uppeldi mitt. Ég hafði alltaf í huga foreldra nokkuð við aldur — foreidra, sem ekki áttu í innbyrð- isrifrildi. Mig dreymdi, að þau tækju mig með sér í skemmti- göngu, leyfðu mér að læra ballett og píanóleik. Síðar ætlaði ég að vinna sjálf og hugðist afhenda raunverulegum foreldrum mínum peningana, sem ég aflaði. En ég ætlaði að halda áfram að vera hjá fósturforeldrum mínum, því að þau skildu mig og þætti vænt um mig. Þau mundu ekki varpa glasi í höfuðið á mér eins og mamma hafði gert bara vegna þess að ég bað hana um aura til þess að kaupa stílabók fyrir heimaverk- efni. Svo mjög blæddi úr höfuðsár- inu að eftir örskamma stund var þvottaskálin útötuð í blóði, en mamma brast í ofsafenginn grát. Loks þrýsti hún léreftspjötlu á sárið og fór með mig í lyfjabúð. Þar var hárið klippt af mér, smyrsl borin í sárið og bundið um það. Ég leit því út eins og særður hermaður. Afstaða mín til foreldranna fór síversnandi. Þegar pabbi var að berja mig fór ég að muldra hótanir um að ég mundi brátt hlaupast að heiman. Dag nokkurn tók ég endanlega ákvörðun um að yfirgefa heimilið alfarið, í þeirri fjarstæðu von að einhvers staðar í borginni mundi ég finna fóstur- foreldra. Ég var níu ára þegar þetta gerðist. Það var á sunnu- dagsmorgni í marsmánuði — snjórinn bráðnaði við hitann frá sólargeislunum og nógu hlýtt um hádaginn. En er kvelda tók gerðist kalt og fór að frjósa. Ég hélt leiðar minnar með sykraða brauðsneið og horfði forvitin á þá sem fram hjá gengu. Það var sama hvernig ég skimaði í kringum mig, engir þeirra virtust til þess fallnir að gerast móðir mín eða fósturfaðir. Loks varð ég svöng og fannst kuldinn bíta mig því ég var í næfurþunnri kápu. Klút hafði ég um höfuðið, en vettlingarnir gleymdust heima. Ég gekk eftir endilangri strandgötunni, beygði því næst til hægri inn í Schmidt- skemmtigarðinn. Á meðan ég hélt áfram göngu minni skimaði ég án afláts eftir væntanlegum fóstur- foreldrum, en ég rakst ekki á þá og enginn veitti mér eftirtekt. Að siðustu lenti ég í innkeyrslugangi bíla og fékk þar nokkurt skjól gegn kuldanum. Mér fannst ég vera ein og yfirgefin og ég þráði að mamma væri komin og þrýsti mér ástúðlega að sér. En ef til vill var hún ekki einu sinni hrædd um mig. Við enda innkeyrslunnar voru nú opnaðar húsdyr og lagleg j kona birtist í gættinni. Hún var ! fagurlega snyrt og í snotrum kjól. Skömmu síðar birtist dóttir henn- j ar, en á hana hafði hún kallað. Dyrnar lokuðust síðan að baki þeirra beggja og ég varð enn meir einmana þarna í manniausum ganginum. Ég varð tilfinningasljó — kúrði úti í horni og horfði döprum augum á eyðilegt um- hverfið. Þá skaut upp í huga mér minningunni um föður minn — ég sá andlit hans afmyndað af bræði — ég sá mömmu fyrir mér, sem grátandi horfði á hann berja mig. Ef til vill var hann að berja hana einmitt núna. Eða hafði hún kannski verið að leita að mér allan daginn? Ég fór allt í einu að kenna í brjósti um hana og hélt nú hægt heim á leið. Þegar ég kom í strætið okkar eftir hálfrar annarrar klukku- stundar göngu fór ég ekki strax inn til pabba og mömmu — heldur staðnæmdist hikandi á gagn- stæðri vegarbrún þar til nágrann- arnir, sem tekið höfðu þátt í leitinni að mér eftir að mamma sagði þeim að ég væri týnd, uppgötvuðu mig þarna í einmana- leikanum. Svo kom mamma til mín með kvíða- og angistarsvip, því hún vissi ekki hvernig hún ætti að taka á móti mér. Samt kyssti hún mig og talaði blíðlega til mín. Og ég fylgdist með henni inn í húsið, sem ég hataði, en ég lagði niður skottið og fráhrind- andi framkomuna, sem ég hafði verið staðráðin í að sýna þeim. Hlýtt var í stofunni og ég var dauðþreytt og svöng, því að ég hafði ráfað frá því árla morguns og ekkert borðað nema eina brauðsneið. Draumurinn um nýju foreldrana, sem ég mundi aldrei finna, bliknaði er ég leit heitan kvöldmatinn. Mamma tók í hönd- ina á mér, sneri sér að föður mínum og sagði afsakandi að ég væri gegnköld og hungruð og þyrfti framar öllu að fá heita súpu. Faðir minn var sjónarvottur að öllu þessu, hrukkaði enni og tautaði eitthvað á þessa leið: „Svo að þetta er týndi gemlingurinn. Þú getur svo sem farið aftur þangað sem þér líður betur en heima." Og Sonja systir mín sagði af sinni illgirni: „Mamma gaf okkur brauð með aldinmauki, en ekkert er eftir handa þér.“ Mamma sýndi mér ástúð og umhyggju líkt og ég væri korna- barn. Hún greiddi mér og blíðlega kallaði hún mig litla heimskingj- ann sinn meðan hún færði mig úr rennvotum skóm og sokkum. Því næst settumst við til borðs. Fyrst fékk ég disk af heitri súpu — á eftir steiktar kartöflur, en þær þóttu mér mjög góðar — og að endingu te með góða brauðinu sem hafði verið geymt handa mér. Þetta var sannarlega hátíðarmat- ur fyrir mig. Og vel að merkja: Af því að mamma reyndi að vekja hjá mér væntumþykju og hlýju — þetta var svo augljóst — þá fannst mér nú í fyrsta sinn í langan tíma íbúðin okkar vera heimili mitt. Ég fór að leika mér við litlu systkinin mín á meðan foreldrarnir ræddust glaðlega við og yfir hvíldi and- rúmsloft friðar og slökunar. Gleði og fögn- uður Fáir geta glaðst af meiri innileik en börnin. Myndin sýnir okkur litla hnátu í leik á Seltjarnarnesi einn góð- viðrisdaginn í haust. Fátt gleður fullorðna meira en einlæg og opin gleði barna, sem minnir okkur einnig á, að það eru svo ótal margir hlutir í lífinu, sem hægt er að gleðjast yfir. í málningarverslun (Leynilögreglugáta) Dag nokkurn kom maður inn í málningarverslun. Hann hélt á stórri svartri tösku í hendinni með gyllt- um lás. í versluninni keypti hann flösku af bleki og eitt kíló af lími. „Jæja, já,“ sagði af- greiðslumaðurinn. „Svo að þér eruð lögregluþjónn." Maðurinn svaraði strax játandi. Hvernig gat afgreiðslu- maðurinn vitað, að hann var lögregluþjónn? i2u;unq -n|íioj3o[ jnppæ|q jba uubh ^UBnuq Nokkrar góðar 1. Veistu hver er munurinn á hesti og póstkassa? — Nei, ég veit það ekki. — Þá er ekki hægt að senda þig með bréf í póstkassann! 2. Hvað ertu að gera þessa stundina? — Ekkert. — Viltu ekki segja mér, hvernig þú ferð að því? 3. Borðar þú allan matinn heima hjá þér? — Já, ég geri það venjulega. — Hvað fá hinir þá að borða? 4. Kennarinn: Þú hefur ekki greitt þér í dag, Pétur minn. Pétur: Nei, ég á enga greiðu. Kennarinn: Þú hefðir getað fengið lánaða greiðu hjá pabba þínum. Pétur: Nei, hann er sköllóttur. SR22S Krókódílakapphlaup Alltaf er gaman að fara í kapphlaup. Keppendur skipa sér í tvo jafn stóra hópa. Síðan velur hvor hópur sér einn eða eina, sem á að vera höfuð krókódílsins, og hann eða hún snúa öðru vísi en allir hinir. Síðan telur einhver: einn, tveir og þrír... og þá hlaupa krókódílarnir af stað — auðvitað í þá átt, sem höfuðið snýr... hvað annað. Og nú er um að gera að hlaupa sem hraðast... Áfram nú!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.