Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980 41 Gunnar Sigurðsson, læknir: Samband áhættu- þátta og kransæða- sjúkdóma meðal íslenzkra karla í erindi Gunnars Sigurðssonar segir meðal annars að hóprann- sóknir frá síðustu tveim áratugum hafi sýnt fram á, að vissum hópi einstaklinga með ákveðin líkams- einkenni sé hættara við kransæða- sjúkdómum en öðrum. Þessi sam- eiginlegu líkamseinkenni eða þættir í fari þessa hóps, hafa verið kölluð áhættuþættir kransæða- sjúkdóma. Rannsóknir þessar, sem studdar eru af dýra- og meinafræðilegum tilraunum, benda sterklega til þess að fyrr- nefndir þættir gegni, béint eða óbeint, mikilvægu lykilhlutverki í tilurð kransæðasjúkdóma. Hóprannsókn Hjartaverndar Á árunum 1967—1968 var um 3000 körlum á Reykjavíkursvæð- inu, 34 til 61 árs, boðið að taka þátt í hóprannsókn Hjarta- verndar. Um 2200 tóku boðinu og mættu til skoðunar, eða um 75 prósent boðaðra. Eg hef kannað dánarvottorð þeirra úr hópnum, sem dóu fyrir 1. des. 1979, alls 196 karlar. Af þeim dóu 96 úr krans- æðasjúkdómi samkvæmt dánar- vottorði. Ég kannaði jafnframt viss líkamseinkenni þessa hóps, sem dó úr kransæðasjúkdómi, og athugaði hvort hann hefði verið að einhverju leyti öðruvísi með tilliti til þessara líkamseinkenna við upphaf rannsóknarinnar 1968, samanborið við hinn hluta hóps- ins. Þættir, sem auka áhættu á kransæða- dauðsfallí meðal miö- aldra íslenskra karla. Tölfræðílegur Aldur stuðull 0,59 Kólestról 0,42 Blóðþrýstingur 0,37 Hjartaeinkenni 0,32 Reykingar 0,31 Alvinna 0,31 Líkamsþyngd Sykurþol Tríglyceridar Niðurstöður Tafla II sýnir niðurstöður þess- arar könnunar sem unnin var með tölvu Reikningsstofnunar Háskól- ans. Þeir þættir, sem tölfræðilega voru tengdir auknum líkum á kransæðadauðsföllum í þessum kariahópi, eru ofan brotna striks- ins. Tölfræðistuðullinn til hægri gefur til kynna hlutfallslegan styrkleika áhættuþáttanna inn- byrðis. Rannsóknin sýnir þannig að því eldri sem einstaklingarnir voru, því meiri voru líkurnar á hjartadauða og kemur það víst engum á óvart. Sömuleiðis myndi kyn hafa komið út sem sterkur áhættuþáttur því kransæðasjúk- dómar eru mun algengari meðal karla en kvenna. Verulega fleiri dóu í þeim hópi, sem hafði hátt kólesteról (tegund blóðfitu sem talin er stuðla að eða valda kransæðasjúkdómum) í blóði, en úr þeim hópi, sem hafði lágt kólestról í blóði. Sömuleiðis dóu fleiri úr þeim hópi, sem hafði háan blóðþrýsting en lágan, og fleiri dauðsföll urðu í þeim hópi, sem hafði þegar einkenni um hjarta- sjúkdóma 1968. Vindlingareykingar juku lík- urnar. Einkum var sú aukna áhætta bundin þeim hópi karla sem reykti einn pakka af vindling- um á dag eða meira. I þeim hópi dóu nær tvöfalt fleiri úr krans- æðasjúkdómum en í hópi þeirra sem ekki reyktu. Það er hins vegar athyglisvert að offita ein út af fyrir sig virtist ekki auka líkurnar á dauða af völdum kransæðasjúkdóms. Offita gerir það þó óbeint þar sem hún stuðlar oft að hækkuðum blóð- þrýstingi og hækkaðri blóðfitu og er því ótvírætt óæskileg. Ahrif starfs- stéttarstöðu Áðurnefndum karlahópi var skipt í þrjá flokka með tilliti til atvinnu þeirra árið 1968, hópa A, B og C. I rannsókn þessari reynd- ust nokkru fleiri kransæðadauðs- föll í atvinnuhópi A, sem einkum samanstóð af stjórnendum fyrir- tækja og eigendum, embættis- mönnum og menntamönnum, samanborið við hóp C, sem í voru menn sem gegndu fyrst og fremst líkamlegri vinnu. Hópur B, sem í voru karlmenn er stunduðu þjón- ustustörf og eftirlitsstörf, var þarna mitt á milli. Munur hóp- anna er að vísu ekki mikill en samt tölfræðilega marktækur og athyglisvert að hann skýrist ekki af fylgni við einhvern hinna áhættuþáttanna. Hugsanleg skýr- ing á þessu er mismunandi hreyf- ing og líkamleg áreynsla þessara atvinnuhópa. Það er einnig velþekkt af er- lendum rannsóknum að sykursýki getur stuðlað að kransæðasjúk- dómum en fjöldi sykursjúklinga í hópnum sem ég kannaði var of lítill til að nokkuð verði sagt þar um. Samverkun áhættuþáttanna Mynd 8 er fengin úr bandarísk- um hóprannsóknum, sem gjörla Myndin sýnir samverkanir áhæt- tuþáttanna þriggja, hækkaðs kól- esteróls, hækkaðs blóðþrýstings og reykinga, i orsök kransæðasj- úkdóma. (Úr bandarisku hópr- annsóknunum National Pooling Project) hafa sýnt fram á að helztu áhættuþættir kransæðasjúkdóma — hátt kólesteról í blóði, hár blóðþrýstingur og sígarettureyk- ingar — magna upp áhættu hvers annars, þegar fleiri en einn þeirra eru til staðar. Segjum t.d. að ef áhættan sé tvöfölduð af tilvist eins áhættuþáttar verði hún nær fjórföld þegar tveir þeirra eru til staðar og nær áttföld er allir þrír eru til staðar. Þessi mögnun áhættuþáttanna veldur þvi m.a. að stór hluti kransæðasjúkdóma- sjúklinga kemur úr þeim hópi sem hefur aðeins lítillega hækkað kól- estról ásamt lítillegri hækkun blóðþrýstings og reykir jafnframt. Þetta ætti því að leiða til þess, að tiltölulega lítil lækkun á styrk allra þessara þátta samtimis hefði talsverð áhrif í þá átt að draga úr kransæðasjúkdómum ef um or- sakasamband er að ræða milli þeirra og kransæðasjúkdóma eins og margt bendir til. Sitt af hverju um egg Þegar aðskilja á rauðu og hvítu i eggjum er best að gera það meðan eggin eru vel köld. Þetta litla áhald, sem sést hér á mynd, er ætlað að auðvelda slíkt, þ.e. rauðan verður eftir en hvitan rennur niður með og í ílát undir. Það var keypt í búsáhaldahúð hér í borg í fyrravetur. En ef svo illa tekst til. að örlitið af rauðunni fer saman við hvituna, sem á að stifþeyta, er best að ná henni upp með broti af eggjaskurn. Til að ná sem bestum árangri við að þeyta eggjahvítur, þurfa þær að hafa verið í stofuhita drykklanga stund. Ef sprunga er á eggi, sem á að sjóða, er gott að núa sítrónu yfir sprunguna, áður en eggið er sett ofan í vatnið. Einnig má auðvitað vefja álpappír utan um eggið og sjóða það þannig. Til að koma í veg fyrir að egg springi við suðu, er gott að stinga örlítið gat á annan endann með fínni saumnál. Ef geyma á eggjarauður, er gott að láta þær í glas og hella svo köldu vatni yfir. Þær geymast í nokkra daga. Eggjahvítur geymast hins vegar betur, settar í lokað ílát. Þær má einnig frysta. Fljótandi egg (blæjuegg, „pocheruð" egg) Fljótandi egg borin fram á ristuðu brauði, með sósu eða jafningi yfir, er ljómandi góður smárétt- ur. Eggin verða að vera ný og góð. Þegar vatnið sýður er sett örlítið salt ásamt ediki út í, þá er eggið brotið og sett gætilega út í og þess gætt að safna hvítunni vel utan um rauðuna, síðan er eggið látið sjóða í ca. 3 mín., eða þar til hvítan er orðin stíf. Eggin eru tekin upp með gataspaða, svo vatnið drjúpi vel af. Sett á ristað brauð og borið fram með sósu. Tómatsósa úr íisksoði Búin til sósa úr fisksoði, annað hvort uppbökuð eða jöfnuð, og ýsusoð er ljómandi gott til þess. Tómatsósu úr flösku bætt í eftir smekk og sósan höfð fremur þunn. Rækjujafningur . Búinn er til jafningur úr fisksoði og mjólk, rækjum bætt út í, kryddað að smekk og dálitlum rjóma bætt út í að lokum. Jafningur með grænum baunum og skinku Búinn til uppbakaður jafningur úr soðinu af niðursoðnum grænum baunum, þynnt með mjólk ef þarf. Grænar baunir og skinkubitar sett út í. Ljósker uið dyrnar Það er skemmtilegt að setja Ijós við útidyrnar, t.d. þegar von er á gestum. Ljóskerin á mynd- inni, sem hér fylgir með, eru heimatilbúin og mjög skemmtileg á að líta. Notaður er börkur af appelsinum. grape-ávexti og mel- ónu og skorið út augu. nef og munnur svo svipbrigðin verða mismunandi. það þarf vel beittan hníf til þess. Það er tilvalið að nota bork af ávöxtum t.d. þegar búið er til ávaxtasalat á heimil- inu eða þegar heill borkur fellur til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.