Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980 39 I ■ » Keppinautarnir takast i hendur að ioknum kappræðuíundi sinum. gæði liðsforingjanna. Það verður líka að taka tillit til þess að fyrrum var það velmetið og vellaunað starf að vera foringi í hernum, en nú á dögum er því ekki svo farið. Lurie: Ef ástandið versnar við Persaflóann mynduð þér þá mæla með því að Bandaríkin og þau Evrópulönd sem eru langtum háð- ari oliunni þaðan en Bandaríkin sendu flota á vettvang? Reagan: Núverandi forseti Bandaríkjanna sagði að við yrðum að vernda svæðin við Pesaflóa ef þörf krefði, en sannleikurinn er sá að við hefðum ekki bolmagn til þess. En Vesturveldin og Japan munu ekki sitja aðgerðarlaus hjá og líða það að flutningaleiðum sé lokað fyrir þeim. Lurie: Væri það til bóta að hafa flota skipaðan mannafla frá mörg- um þjóðum á sveimi á úmræddu svæði? Reagan: Ég tel afar mikilvægt að andstæðingar okkar viti að beiti þeir ofbeldi, þá séu margar þjóðir reiðubúnar að veita þeim viðnám. Lurie: Eigið þér við að nærvera slíks flota væri næg viðvörun? Reagan: Já. Lurie: Þó að næg olía sé til í Irak, eru þeir farnir að snúa sér að kjarnorkunni með framleiðslu kjarnorkuvopna í huga. Mynduð þér þola það ef þér væruð forseti? Rcagan: Við getum ekki mikið að gert. Núverandi stjórn með hug- myndir sínar um bann við út- breiðslu kjarnorkuvopna hefur ekki viljað kannast við staðreyndir. Það hefur jafnvel verið amazt við kjarn- orkuverum í Bandaríkjunum til friðsamlegra þarfa. Eitt dæmi um þessa afstöðu var þegar við neydd- um Brasilíumenn til þess að kaupa af öðrum þjóðum það sem við vildum ekki selja þeim. En hræsnin nær þó hámarki þegar sá forseti sem talaði hæst um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna selur Indverjum eldsneyti, þótt þeir séu búnir að sanna í verki að þeir hafi framleiðslu kjarnorkuvopna í huga. Luric: Sovétmann hafa gert samning við Assad, leiðtoga Sýr- Maður sem f ylgir eigin sannfæringu REAGAN virðist vera langtum yngri en hann er, en hann er 69 ára. gamall. Það er ekki bara vegna rauðleita hársins (sem er ekki litað), heldur fyrst og fremst vegna þess hve hann ber sig vel. Eg fylgdist með honum í sjö daga, þegar hann ferðaðist milli ríkja til þess að halda framboðsræður. Blaðamennirnir sem voru með í förinni, lögregluverðirnir sem gættu hans og flugfreyjurnar sem sáu um hann á ferðalögunum virtust dauðþreytt, en á Reagan sjálfum var engin þreytumerki að sjá. Þegar við snæddum saman morgunverð á hóteli hans í Detroit, þar sem ég átti við hann þetta viðtal, komst ég ekki hjá því að sjá farðann á andliti hans. Þótt nóg væri um allskyns kræsingar á morgunverðarborðinu, snerti Reagan aðeins við ávöxtum og kornflögum, og hann drakk aðeins koffeinlaust kaffi. Þegar talið barst að kvikmyndum, var auðsætt að hann var í essinu sínu og að hann var öllum hnútum kunnugur. Þekking hans var afar víðtæk. Hann kunni ekki aðeins skil á staðreyndum, heldur var hann einnig dómbær á þær. Hann virtist vera maður sem ekki myndi hika við að laga stefnu sína að nýjum aðstæðum, en hann er fyrst og fremst maður sem fylgir eigin sannfæringu. Ég trúi því að sem forseti Bandaríkjanna muni Reagan efna loforð sín og reynast bandamönnum sínum dyggur stuðningsmaður. Lurie ræðir við frambjóðandann yfir morgunverðarborðinu. lendinga, þess efnis að leyfa bæki- stöð þar fyrir sovézkar hersveitir. Reagan: Þetta er ein afleiðing þeirrar stjórnmálastefnu sem fylgt hefur verið. Þegar repúblíkanar sátu við stjórnvölinn tókst þeim að draga úr áhrifum Sovétmanna í Mið-Austurlöndum. Bandaríkja- menn hefðu átt að halda fast við þá stefnu, en svo varð ekki, og Sovét- menn hafa því náð þar fótfestu á nýjan leik. Lurie: Það tók Carter 10—12 daga að sýna nokkur viðbrögð við heimsókn Sadats til ísraels. Vegna þess skapaðist það furðulega ástand að hvorki Egyptar, Israelsmenn né Arabar vissu hvort Bandaríkja- menn væru þessu samþykkir. Hvað segið þér um það? Reagan: Ég tel að þetta sé árangur þess að leyfa utanríkis- stefnu að laga sig eftir gangi mála í stað þess að fylgja fyrirfram ákveð- inni stefnumörkun. Lurie: Gæti hugsazt að ríki eins og Jórdanía hefðu orðið að taka þær ákvarðanir á þessum 10—12 dögum sem hefðu komið sér illa fyrir Bandaríkin? Reagan: Já. Lurie: Kyndir stuðningur Gisc- ards við PLO ' undir andgyðinga- stefnunni í Frakklandi? Reagan: Ég vil ógjarnan kenna neinum sérstökum um það, en ég vænti þess að hann láti að sér kveða á móti þeirri öfgastefnu. Lurie: Hræðslan við Kínverja bindur eina milljón sovézkra her- manna við austurlandamæri ríkis- ins. Mynduð þér af þessum sökum styðja kínversku hersveitirnar? Reagan: Ég myndi vilja leggja áherzlu á að bæta og þróa sam- bandið við Kínverjana. Við ættum að hafa nánari gætur á þeim og hafa það ætíð hugfast að hug- myndafræði þeirra er fjandsamleg öllu því sem við trúum á. Við megum heldur ekki horfa fram hjá því að vopnum þeim sem beint er að Sovétríkjunum í dag kann einhvern daginn að verða beint að okkur. Lurie: Hver er tryggasti banda- maður Vesturveldanna í Mið- Austurlöndum í dag? Reagan: ísrael. Lurie: Mynduð þér sem forseti vilja láta bandaríska herinn hafa jafn náið samstarf við ísraelska herinn og þið hafið í dag við þann egypzka? Reagan: Það er hugsanlegt, en áður en ég gef út nánari yfirlýsingu þess efnis, vil ég kynna mér málið nánar. En þetta á vissulega við um það sem ég sagði áðan um það að við ættum að styrkja aðstöðu okkar í Mið-Austurlöndum. Lurie: Ef þér yrðuð kosinn for- seti, mynduð þér þá telja það mikilvægt að heimsækja banda- menn yðar í Evrópu án tafar? Reagan: Ég hef vissulega hug- leitt það án þess að hafa enn komizt „Fyrir heims- styrjöldina síðari ... hvatti Roosevelt þjóðir hins frjálsa heims til þess að setja viðskipta- bann á Þýzkaland“ að niðurstöðu. Stundum finnst mér að sumir forsetar okkar hafi ferð- azt of mikið. Áður fyrr var það til siðs, fram að stjórnartíð Roosevelts held ég, að bandarískir forsetar færu aldrei úr landi. Lurie: En í þá daga voru flugvél- arnar ekki mjög hraðfleygar. Reagan: Ég myndi vilja leggja mig allan fram við að endurvekja traust bandamannanna á okkur. Lurie: Þegar ég hafði tal af Sadat, forseta Egyptalands, hélt hann því blákalt fram að Khadhafi væri brjálaður. Eruð þér því sam- mála? Reagan: Já, og ég tel hann jafnvel hættulegan brjálæðing. Lurie: Kærar þakkir fyrir viðtal- ið. Gjörbvlting á sviði alfræðiútgáfu, - sú fyrsta í 200ár! Encyclopædia Britannica 15.útgáfa Brítannica 3 Þrefalt alfræöisafn i þrjátiu bindum Lykill þinn að framtíöinní Orðabókuút gúftm Auðbrekku 15, ' 200 Kópuvogi, sínii 40887 Þú sparar..........kr. 140.000.- ef þau kaupir strax næsta sending ca. .kr. 805.000- síöasta sending .. kr. 665.000.- staögreiösluverö .. kr. 598.500.- Örfá sett fyrirliggjandi © ctukiiB cht eldavél með blástursofni Blásturofn ★ Kældur með loftstreymi ★Tímarofi Barnaöryggislæsing^ Nýtískulegt útlit^ Bakstur auðveldur, hægt að baka á fjórum plötum sam- tímis^ Auðvelt að losa innréttingu og hurð sem gerir þrif auðveld. Hæð 85 cm Dýpt 60 cm Breidd 60 cm ★ Blásturofn notar 32% minna rafmagn til steikingar ★ Blásturofn notar 48% minna rafmagn til baksturs. ★ Sér geymsluhólf fyrir potta og pönnur. Utsölustaóir DOMUS, og kaupfélögin um land allt Véladeild Sambandsins Armúla 3 Reykiavik Simi 38900 EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.