Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 13
Bókatíðindi Iðunnar 45 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980 ÍSLENSKUR KRIMMI — Margeir og spaugarinn Gunnar Gunnarsson — önnur Margeirs- bókin eftir Gunnar Gunnarsson Þá er þaö önnur bókin um rannsóknarlögreglu- manninn Margeir. Fyrsta starfsregla: Allir eru óheiðarlegir þangað til annað verður sannað. Þetta finnst Rebekku konu Margeirs viður- styggileg regla: „Þú ert aö veröa glæpasérfræð- ingur sem læðist í kring um fólk á gúmmísólum, vantreystandi öllum.“ MARGEIR OG SPAUGAR- INN er fyrst og síðast SPENNANDI BÓK. Hún er fagmannlega skrifuð, stíll- inn knappur, söguþráður- inn og persónurnar sann- færandi, plottið gott: Til- kynning berst um lík af konu í fjörunni fyrir framan útvarpshúsiö á Skúlagötu. Allar líkur benda til sjálfsmorðs. Allar líkur benda til þess aö þetta sé einfalt mál. Þá kemur maður sunnan úr Keflavík og kveðst vera eiginmaður hinnar látnu. Spaugari mikill ... Óvænt lausn Lausn gátunnar kemur iesandanum á óvart en er fullkomlega rökrétt. Við spurðum Gunnar hvort hann væri búinn aö hugsa lausnina áður en hann byrjaöi að skrifa söguna. — Að sjálfsögðu. Glæpa- sögur eru að því leyti erfiðar í samningu að þær heimta ákveðnari upp- byggingu en margt annað. Þær verða að hafa byrjun, miöju og niöurlag. — Heldur þú að það sé markaður fyrir íslenskar glæpasögur? — Vitanlega. Glæpir og afbrot gerast ekki síður hér en annars staðar. Kannski blómstrar tæki- færismennskan óvíða eins og á íslandi um okkar daga. Glæpasaga sem tengist raunveruleikanum í kringum okkur er jafn sjálfsögð og aðrar greinar bókmennta. — Ertu með fleiri sögur af Margeiri tilbúnar í frysti- kistunni? — Já, Margeir verður á kreiki enn um sinn. Rímurnar sem sigruðu hjarta þjóðarinnar KVÆÐI ÞÖRARIW KLIUVRN ÞÓRARINN EI IWÁRN x^iarmn ....erlndi l 9 Þórarinn Eldjárn DISNEYRÍMUR eru komnar út í nýrri útgáfu. Þar með eru allar Ijóðabækur Þórarins Eldjárn komnar út á ný eftir margar endurprentanir. Þjóöskáld eru þau skáld sem þjóöin hefur mestar mætur á á hverjum tíma. Vinsældir Þórar- ins eru með ólíkindum. Ekkert Ijóðskáld á síðari tímum hefur hlotiö jafn mikla og almenna viðurkenningu hjá íslensku þjóöinni og Þórarinn Eldjárn. Til þess að verða nokkru fróöari um viðhorf skáldsins sjálfs til velgengni sinnar, spurðum við: „Hvers vegna seljast bækurnar þínar svona vel Þórarinn?“ — Ætli fólk langi ekki til að lesa þær? — Eru þaö ekki venjulega bara léleg skáld sem öölast viður- kenningu á meðan þau eru ennþá hérna megin? — Spurðu Halldór Laxness. — Ertu með bók í smíðum? — Margar. Eins og fyrr segir eru nú allar bækur skáldsins fáanlegar en þær eru í réttri tímaröö: Kvæði, Disneyrímur og Er- indi. Dagurinn hans Óla Fyrir krakka á aldrinum þriggja til fimm ára eru allir dagar jafn merkilegir. Aö vakna, aö fara aö sofa, aö borða, að bursta í sér tennurnar eru stórviðburöir í hvert sinn. Aö leika sér er skemmtilegast af öllu. Þaö er hægt aö gera hverja athöfn dagsins aö skemmtilegum leik. Þaö getum viö lært af Óla. Dagurinn hans Óla eru skemmtilegar og aögengilegar myndabækur meö einföldum texta handa áhugasömum bókaormum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.