Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980 61 Reksturinn verður að standa und- ir sér fjárhagslega og það hef ég alltaf efst í huga. Mér kon% það einkennilega fyrir sjónir fyrir nokkrum dögum, þegar það var haft eftir einum af forráða- mönnum Arnarflugs, að vitað væri að áætlunarflug félagins bæri sig ekki, en vinna ætti upp tapið með leiguflugi á sumrin. Hvers vegna leggja menn upp í rekstur, sem þeir vita að verður með tapi og ætla svo að eyða tekjum af öðru til að greiða tapið? Það finnst mér sérkennileg hug- mynd. Ég hef aldrei auðgast á flugrekstri, en heldur ekki tapað, nema ef vera kynni einhverju af eigin vinnu. Stjórnunarkostnaður við flugið lendir að verulegu leyti á öðru fyrirtæki mínu og sjálfur hef ég tekið mjög lítil laun fyrir eigin vinnu." Sverrir telur þessi sjónarmið ráða of litlu hjá mörgum, sem stunda flugrekstur hér á landi. Vitskiptasjónarmid verda ad ráða „Það er ákaflega gaman að kaupa flugvélar, en þær verða að geta borið sig. Það virðist stund- um gleymast. Maður sér mikið af glæsilegum auglýsingabæklingum fyrir flugvélar og þeir eru óneitan- lega freistandi, en það þýðir ekki að láta tilfinningar ráða í flugvélakaupum, frekar en öðrum viðskiptum. Viðskiptaleg sjónar- mið hljóta að verða að ráða, ef reksturinn á að standa föstum fótum. Mitt fyrirtæki hefur aldrei fengið neina styrki eða fyrir- greiðslu umfram það sem eðlileg viðskiptasjónarmið ráða. Við höf- um aldrei sóst eftir neinum styrkjum, ekki einu sinni úr sjúkraflutningasjóði, sem sum flugfélög hafa þegið, þó að við höfum vakt allan sólarhringinn vegna sjúkraflugs." Sverrir hefur óbilandi trú á einkaframtakinu og er reiðubúinn til að standa og falla með eigin gerðum. Eins og fyrr segir byrjaði hann á að smíða flugmódel, en tók A-próf í svifflugi 1956, tólf ára gamall og B og C-próf ári síðar. Arið 1963 hætti hann að mestu afskiptum af flugi í sjö til átta ár, er hann starfaði við kappakstur erlendis. Sögufræg flugvél Þegar Sverrir kom heim keypti hann eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna 205, sex manna flugvél, sem hann á enn og ber einkennisstafina TF-STP. Flug- vélin hafði verið í lamasessi og eftir að gert hafði verið við hana leigði hann flugvélina flugrekstr- araðila í Reykjavík. Þetta er sögufræg flugvél, því að sænsk flugkona flaug henni pólflug frá Noregi og þaðan fyrir nyrstu odda Grænlands og Kanada. Veturinn 1974 keypti Sverrir tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 310, af Flugstöðinni hf. Vélin var þá skemmd eftir að henni hafði hlekkst á í lendingu á Grænlandi. Flugvél þessi var í fréttum í fyrra, er franskur ferða- langur skemmdi hana á ísafirði, er hann ók henni á flugstöðina þar, fyrir einhverskonar slysni. Sumarið áður hafði hann keypt flak af samskonar flugvél, sem nauðlenti á sjónum við Reykjanes. Hlutum úr flakinu tókst að bjarga og voru þeir meðal annars notaðir til að koma Cessna 310 flugvélinni í lag. Það ár, 1974, stofnaði Sverrir flugfélag sitt, sem enn rekur fyrstu flugvél hans, Cessna 205, og auk þess tvær tíu manna flugvél- ar, tveggja hreyfla, af gerðinni Cessna 402, sem bera einkennis- stafina TF-GTI og TF-GTM. Samanlagt bera þessar flugvélar 23 farþega í senn. Á veturna starfa þrír flugmenn hjá Leigu- flugi Sverris Þóroddssonar og fjórir til fimm á sumrin. Þá er mest að gera við flutning ferða- manna, þó að nokkur samdráttur hafi orðið í því í sumar, eins og í annarri ferðamannaþjónustu. — ágás. HMóro; Við sendúm þér nýjustu plötumar hvert á land sem er 1. The River Bruce Springsteen 2. Saragossa Band Saragossa Band Su 3. Kvöldvísa Ljóö: Steinn Steinarr SLYIir 4. One Trick Pony Paul Simon 5. Elvis.Christmas Album Elvis Presley 6. Guilty Barbara Streisand Nafn Heimilisfang Póstnúmer Staður Pöntunarseðill Já takk. Sendið mér eftir | | [2| |g farandi plotur með'. .,. . . póstkröfu: I__14.|___|5.|__J6. Sendu pöntunarseðillnn strax i dag til: Heimilistæki hf Sætúnl 8 105 Reykjavík Hlómplötuþjónusta Heimilistækja h/f gefur þér kost á því að panta allar nýjustu plöturnar ísíma eða bréflega. Merktu við plöturnar sem þú villt fá, og við sendum þær til þín um hæl í póstkröfu. Þú getur líka hraðpantað símleiðis. Síminn er 20455. heimilistæki hf Hafnarstræti 3 — Sætúni 8. Hálfþrítugur Finni óskar eftir pennavinum á íslandi: Heimo J. Juntunen, Viialankatu 2 A7, SF-45150 Kouvola 15, Finland. Ensk kona, tæplega fimmtug, óskar að eignast pennavini á Islandi svo að hún geti fræðst um land og þjóð, en hún segist hafa mikinn áhuga á íslandi. Áhuga- málin eru fjölbreytt, en lætur þó eiginmanni sínum og þremur son- um eftir fótboltadelluna, segir þá mikla aðdáendur Nottingham Forest og Notts County: Mrs. Pamela Alsop. 74 Brandish Crescent, Clifton, Nottingham NG 11 9JX, England. Tuttugu og tveggja ára Indverji, námsmaður, óskar eftir pennavin- um: M. Vinod Kumar, 1013/C, 17 D Cross, 2nd Stage, Indiranagar, Bangalore, India. Átján ára skozkur piltur hefur áhuga á að eignast íslenzka pennavini: Ian Maclnnes. 28 Willow Drive, Johnstone, Strathclyde, Scotland. Spánverji, sem ekki gefur frek- ari upplýsingar um sjálfan sig, óskar eftir íslenskum pennavin- um: Jose M. Valles, Trull 26, S. Pedro Riudevitlles, Barcelona, Spain. Norðmaður, rúmlega þrítugur, óskar eftir bréfaskiptum: öyvind Bjanesög, Haraldsgatan 48, 5500 Haugesund, Norge. Franskur átján ára piltur skrif- ar bréf á frönsku og óskar eftir pennavinum: Philippe Lauber, Val-Plan La Rose Bt 35, 13013 Marseille, France. Tvítugur norskur piltur, sem hefur áhuga á umhverfi og listum: Glenn Loe, Agronomvn. 9, Oslo 11, Norge. Tuttugu og eins árs stúlka sem leggur stund á nám í skandinav- iskum tungum og hefur áhuga á ferðalögum, tónlist, útiveru o.s. frv.: Britt Sonnerfeldt, Vástra Nobcigatan 20, S-70355 Örebro. Sverige.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.