Morgunblaðið - 07.12.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.12.1980, Blaðsíða 1
Sunnudagur 7. desember Bls. 33—64 Hjá Bókaútgáfunni Erni og Örlygi hf. er nýlega komin út bókin Þrautgóðir á raunastund, eftir Steinar J. Lúðvíksson. Er það 12. bindi Björgunar- og sjóslysasögu íslands. I bók þessari er m.a. fjallað um mannskaðaveðrið mikla í april árið 1906, er þrjú þilskip fórust með allri áhöfn, samtals 68 mönnum. Eitt þessara skipa, kútter Ingvar, strandaði við Viðey, og fylgdust flestir Reykvíkingar sem komnir voru til vits og ára með þeim harmleik sem þar fór fram. Morgunblaðið birtir nú lítinn kafla úr frásögn bókarinnar um þetta mikla mannskaðaveður. fundið í Öskjuhlíð. Þar hafði verið borað eftir vatni og torkennilegar gylltar agnir komið upp með bornum. Agnir þessar voru skoðaðar vandlega, en ekki urðu menn á eitt sáttir hvort um gull væri að ræða eða ekki, en í hópi athugenda var íslendingur einn sem hafði unnið að gullgreftri í Bandaríkjunum og var sá ekki í vafa um að þarna væri hinn eðli málmur fundinn. Stofnuð var nefnd á vegum bæjarstjórnar til þess að hafa stjórn gullnámunnar með höndum, og síðan voru námuréttindin seld hlutafé- iagi sem stofnað var til gullvinnslunnar. Þótti sjálfsagt, að Reykvíkingar hefðu forgang í félagi þessu, og urðu margir til að leggja fram fjármuni í von um skjótfenginn gróða. í Lögréttublaði því sem áður hefur verið vitnað til, er að finna frétt um hlutafjársöfnun gullfé- lagsins, sem er á þessa leið: „I siðasta tbl. Lögr. og í þessu tbl. stendur auglýsing frá hlutafjel. Málmi, um að hlutabréfaáskrift félagsins verði hjer lokið á morgun. Reykvíkingar taka alla hlutina, svo að gera má ráð fyrir, að innan skamms verði byrjað á borunum. Stjórn fjelagsins er að semja við enskt fjelag um að taka að sjer boranirnar, en þeir samningar eru ekki fullgerðir enn.“ SJÁ NÆSTU SÍÐU Mannskaðinn mikli .. . Reykjavík í marsbyrjun árið 1906. Undanfarna daga hefur verið mikið um að vera við höfnina. Verið er að búa hinn mikla þilskipaflota Reykvíkinga til vetr- arvertíðar, og það þarf í mörg horn að líta. Farið er yfir skipin og búnað þeirra, vatn og kostur tekinn um borð og skipstjórar kanna lið sitt. A flestum þessara skipa er einvalalið. Menn sem hafa frá blautu barnsbeini stundað sjósókn, margir hverjir fyrst á áraskip- um, þar sem þeir hlutu eldskírn sína, en síðar hafa þeir svo fengið pláss á þilskipunum. Það þótti eftirsóknarvert, jafnvel þótt vinnan væri erfið og vökur oft langar og strangar. Á góðum skipum var unnt að hafa meiri tekjur en í annarri atvinnu og menn vildu fúsir leggja á sig erfiði ef það mátti verða til þess að þeir gætu séð sér og sínum fyrir sæmilegu lífsviðurværi. Kjörin höfðu líka batnað, svo sem fram kemur í nýstofnuðu blaði heimastjórnarmanna, Lögréttu, sem fjaliar um kjör sjómanna í vertíðarbyrjun á eftirfarandi hátt: „Fyrir átta árum,“ segir blaðið, „var hæsta mánaðarkaup á fiskiskipi 40 kr. og 3 aurar í verðlaun á fisk. Vi kaupsins var Kafli úr bókinni Þrautgóðir á raunastund, eftir Steinar J. Lúðvíksson þá goldinn í vörum. Nú er mánaðarkaup- ið orðið 45—60 kr. og 4—5 aura verðlaun á fisk. Og nú er kaupið allt goldið í peningum." Ymsar blikur voru á lofti í útgerðar- máium í þessari vertíðarbyrjun, sem og í landsmálum. Ný öld var að renna upp, ekki aðeins í almanakinu, heldur var ýmsum nýjungum að skjóta upp sem boðuðu breytta tíð. Um árabil höfðu íslenskir sjómenn fylgst með nýrri gerð skipa frá útlöndum er sóttu á íslandsmið — botnvörpungunum. Þeir fylgdust með hvernig þeir sópuðu upp fiskinum á sama tíma og afli var oft rýr hjá íslensku skipunum. Þótt margir hefðu horn í síðu þessa keppinautar og þætti nóg um þá rányrkju sem erlendu skipin stunduðu augljóslega, voru þeir þó fleiri sem sáu framtíðina í þessum skipum. Fyrst sjómenn annarra þjóða gátu aflað svo á þessi skip, þá hlutu íslendingar að geta það líka. Tveimur árum áður hafði fyrsti ísienski botnvörpungurinn, Coot, sem gerður var út frá Hafnarfirði, komið tii iandsins, og í október 1905 var stofnað nýtt útgerðarfélag sem fékk nafnið Alliance. Tilgangur félags þessa var sagður að láta smíða botnvörpuskip í Englandi og gera það út héðan til fiskveiða. Menn höfðu tröllatrú á þessu fyrirtæki, ekki síst vegna þess hverjir stóðu að því og voru aðalmenn í því. Þar var hinn kunni athafnamaður Thor Jensen í fararbroddi, og með honum í félagsstofnuninni voru nokkrir kunnir skipstjórar: Halldór Kr. Þorsteinsson, Jón Ólafsson, Jafet Ólafsson, Jón Sig- urðsson, Kolbeinn Þorsteinsson og Magnús Magnússon. Þótt sjávarútvegurinn væri á þessum árum aðalatvinnuvegur Reykvíkinga og afkoma flestra fjölskyldna í bænum byggðist á gengi hans, voru þó sumir sem einmitt um þetta leyti vonuðust eftir því, að höfuðstaðarbúum veittist skjótfengn- ari afli en sá er sóttur er í greipar Ægis konungs. Um haustið hafði sú frétt borist sem eldur um sinu að gull væri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.