Morgunblaðið - 07.12.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.12.1980, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1980 Þess veejna hata þeir atvinrairekendiir Schleimann starfar nú sem deildarstjóri (fréttir og sam- tímaviöburóir) viö danska ríkis- útvarpiö. Haföi áöur m.a. unniö á Berlingske Tid- ende, Informa- tion og Jyllands- Posten. Jörgen Schleimann lýsir hinni sleitulausu áróðursherferð á hendur athafnamönnum og hvetur þá ein- dregið til að snúast til varnar Stjórnendur framleiöslufyrirtækja eru ekki lengur metnir sem skyldi. Þannig er málum háttað hér í Dan- mörku og á öllu því menningarsvæði sem við tilheyrum. Það er tíðarandinn sem þessu veldur. Hann er orsök þess, að þeir eru orðnir hinir útskúfuðu í þjóðmálaumræðum. Þetta á sérstaklega við um stjórnendur iðnfyrirtækja. En það á einnig við um stjórnendur annarra framleiðslugreina, svo sem i landbúnaði. Ástæða þess, að þetta á einkum við um stjórnendur iðnfyrirtækja, er, að þeir liggja einkar vel við höggi. Þeim hefur verið skipað í eina fylkingu andspænis fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar, sem er einn hinna ríkjandi þátta tíðarandans; fyrirbæri sem bæði á pólitíska og goð- sagnakennda vísu er einkar margslungið og áhrifamikið. Þannig er þessu ekki farið að sama marki um stjórnendur í landbúnaði. Þeir standa fyrir utan fremur en að teljast augljósir andstæðingar tíðarandans. Það á að sjálfsögðu sinn þátt í þessu, að landbúnaðurinn, a.m.k. hér á landi, veitir sífellt færra fólki atvinnu, en iðnaðurinn er á hinn bóginn vaxandi atvinnugrein. Það eru hlutfallslega færri sem lifa af landbúnaði og sjávarútvegi en af iðnaði. Hiutverk stjórnandans í landbúnaði og sjávarútvegi er jafnframt annars eðlis en í iðnaði. Hlutverk þess fjölda, sem stjórnar og þeirra sem er stjórnað, er annað í iðnaði en í landbúnaði og í sjávarútvegi. Þar af leiðir, að lengra verður milli manna og stöður þeirra innbyrðis verða fjarlæg- ari í iðnaði. Það sem hér hefur verið sagt um landbúnað og sjávarútveg í samanburði við iðnað, á að vissu leyti einnig við um handverk iðnlærðra. Allt undirstrikar þetta sérstöðu iðnað- arins og þá framvarðarsveit sem stjórn- endum hans er skipað í. í hugmyndaheimi nútímans eru stjórn- endur iðnaðarins orðnir réttlausir. I aukn- um mæli hafa þeir fengið það hlutverk að vera fulltrúar hinna neikvæðu og stundum blátt áfram niðurrifskenndu afla þjóðlífs- ins. Ég tel ekki að ég rangtúlki einkenni tíðarandans með þessari lýsingu. I augum þeirra, sem láta hugsun sína mótast af tíðarandanum, eru stjórnendur framleiðslugreinanna og sérstaklega stjórnendur iðnaðarins, fólk, sem vegna hvata sinna, vinnuframlags og árangurs, er skipað á bekk utan þeirrar samhygðar sem skilgreind er í samræmi við tíðarand- ann og stjórnast í framkvæmd af sjálf- skipuðum talsmönnum hinnar goðsagna- kenndu verkalýðshreyfingar í fjölmiðlum. Tíðarandinn velkist ekki í vafa: Stjórn- endur framleiðslugreina, einkum iðnaðar- ins, eru fólk, sem er knúið áfram af gróðafíkn, óskinni um að auðgast efnalega. Það er eðli málsins samkvæmt viðleitni einstaklingsins og því í andstöðu við hagsmuni heildarinnar. Ágóðinn myndast ekki aðeins með eigin vinnu, heldur og annarra. Einstaklingurinn auðgast á kostnað annarra. Samkeppnin er í sjálfu sér barátta allra gegn öllum, sem í reynd er hinn daglegi vettvangur allskonar svika og mannlegrar niðurlægingar. Augljós afleiðing gróðafíkninnar er auð- myndun einstaklingsins og auðmyndun einstaklingsins er einmitt undirstaða fé- lagslegs ójöfnuðar og þar af leiðandi félagslegs ranglætis. Stjórnendur iðnfyrirtækja eru því menn, sem leitast við að auka ójöfnuð í þjóðfélaginu fyrir persónulegan ávinning og með þeim hætti halda þeir jafnframt við hinu félagslega ranglæti. Sakir per- sónulegs ávinnings víkja þeir þannig eðlilegum, mannlegum sjónarmiðum til hliðar. Þeir skipuleggja arðrán fólks á meðbræðrum sínum og kerfið nefnist auðvaldsskipulag. Þeir örva neysluhugarfarið og fylla heiminn af varningi sem íbúar hans hafa ekki þörf fyrir né gagn af. Þeir kenna mannkyninu að lifa um efni fram. Þeir eitra daglegt líf manna með því að þeir sætta sig við mengunina æ ofan í æ, þar sem hún styttir þeim leið að lögmæt- um hagnaði. Þeir standa að efnahagsglæpum bak við tjöldin og grafa þannig undan virðingu fólks fyrir lögum þjóðfélagsins. Þeir leggja jörðina í eyði með takmarka- lausri hráefnanotkun og hugsunarlausri rányrkju auðlinda. Þar að auki gera þeir þetta í nafni þróunar. Þeir kalla það hagvöxt. Þeir gera vopnakapphlaupið sem ógnar tilveru okkar mögulegt. Það gera þeir í nafni friðar. Þeir kalla það festu í stjórnmálum og hernaðarjafnvægi. Þeir halda uppi vörnum fyrir kjarnork- unni jafnt til friðsamlegra og hernaðar- legra nota. Þeir verja hana, enda þótt þeir viti ekki hvort þeir geta haft hemil á henni. Þeir skírskota í því efni til framtíðarinnar. Sú mynd, sem hér er dregin af stjórn- endum iðnaðarins, er ekki mitt hugverk heldur mynd tiðarandans af þeim. Hún er ekki alltaf dregin eins skörpum dráttum og hér er gert. Hins vegar er það afrit þessarar skýru myndar, sem hefur festst í vitund almenn- ings á síðustu áratugum. Það eru útlínur þessarar myndar sem ákvarða sjóndeild- arhring samfélagsins. Þess vegna eru stjórnendur í iðnaði réttlausir í hug- myndaheimi nútímans. Þess vegna eru þeir hinir útskúfuðu í þjóðfélagsumræð- unni. Markmið þeirra valda því, að þeir dæmast óhæfir til leiks í upphafi. Menn skella skollaeyrum við röksemdum þeirra eða telja þær ómarktækar. Árangri af starfi þeirra er mætt með síauknum kröfum um eignarnám. Hlutverk þeirra í samfélaginu minnir í stöðugt auknum mæli á þann hóp niður- rifsafla í þjóðfélaginu, sem í öðru sam- hengi eru venjulega nefndir glæpamenn. Því aðeins er áframhaldandi tilvera þeirra þoluð, að þeii sitja enn að nægilegum völdum til að geta skotið málum sínum undan framkvæmd réttvísinnar. Menn umbera þá meðan beðið er eftir byltingunni, þriðju heimsstyrjöldinni, uppreisn þróunarlandanna eða hverju því sem færa mun okkur úr heimi einstakl- ingsins yfir í heim heildarinnar, úr heimi hins dauðadæmda auðvaldsskipulags sem birtist í viðurstyggilegum táknum, svo sem auðkýfingahöllum, einbýlishúsum, einkahúsnæði, einkabifreiðum, sumarbú- stöðum og skemmtibátum og yfir í fram- tíðarríki sósíalismans. Hann er farinn að taka á sig mynd, þar sem ríkið býr við frelsi, þegnarnir búa við jöfnuð og bræðra- lag ríkir milli þeirra sem játast undir sameignarform sósíalista. Ég tel ekki, að ég geri tíðarandanum rangt til í þessari lýsingu. Ég held ekki, að ég sé að ýkja. Þvert á móti. Ég held, að ég sjái teiknin á lofti og túlki þau rétt. Það var árið 1840, eða fyrir 140 árum, að Pierre Joseph Proudhon, franski draum- óramaðurinn og sósíalistinn, einn af frum- kvöðlum stjórnleysisstefnunnar, birti hina frægu lýsingu sína á eignarréttinum: „Eignarréttur er þjófnaður," skrifaði hann. Og hann var ekki sá fyrsti sem lét þessa skoðun í ljós. Einn af leiðtogum Gírondína í Stjórn- byltingunni miklu í Frakklandi, Jacques Pierre Brissot, sem kallaður var Brissot de Warville, hafði þegar árið 1780, fyrir réttum 200 árum, haldið þessu sama fram og þar að auki með meiri nákvæmni. Árið 1780 sagði Brissot: „Eignarréttur einstakl- ingsins er þjófnaður." Þannig hafði hugmyndafræðilega verið lögð tímasprengja að auðmyndun einstakl- ingsins þegar áður en iðnaðartímabilið hafði náð fullum blóma. Ef þeir Brissot og Proudhon hefðu verið teknir á orðinu á sínum tíma af þeim sem náðu völdum eða þá af þeim sem síðar komust til valda í þjóðfélögum okkar í nafni fyrstu bændafrelsunarinnar og verkalýðshreyfingarinnar seinna meir, væri öðruvísi umhorfs nú. Heimurinn hefði ekki kynnst þeirri efnahagsþróun sem sigldi í kjölfar þess, að iðnaðurinn efldist á kostnað hefðbundins handverks, þar með talin iðnvæðing landbúnaðar og sjávarútvegs. Vegna þess að á sama hátt og hugvits- semi einstaklinga leiddi til þeirrar tækni- þekkingar sem gerði iðnvæðinguna mögu- lega, var það einstaklingsframtak er gerði iðnaðinn sem atvinnugrein að hinum óskoraða aflvaka í þróun þjóðfélagsins. Það var ekki fyrr en á þessari öld, að hinar hugmyndafræðilegu sprengjur, und- ir hugtakinu um eignarrétt einstaklinga, tóku að springa. Þetta tókst best í þeim þjóðfélögum þar sem sprengingin varð með fræðilegum og lagalegum hætti til að losa um eignarrétt- inn, sem áður fyrr hafði verið svo heilagur og órjúfanlegur. Þetta átti sér stað í ákveðnum þáttum hans og það kom á daginn, að suma þeirra var hægt að takmarka til gagns fyrir þjóðfélagið án þess að það væri nauðsynlegt eða hentugt að afnema eignarrétt einstaklinga sem slíkan. Þetta heppnaðist síst í þeim þjóðfélög- um þar sem gerðar hafa verið tilraunir með afnám eignarréttarins frá því í Októberbyltingunni í Rússlandi. Alls stað- ar hefur afleiðingin verið skert persónu- frelsi, skert einstaklingsframtak og skert- ur ráðstöfunarréttur einstaklinga, sem við getum ekki fallist á. I þessu samhengi vekur það furðu og veldur sárum vonbrigðum, hversu fræði- legt framlag til endurskoðunar eignarrétt- arins hefur farið að heita má alveg framhjá núverandi þjóðmálaumræðu. Rit þess efnis hafa komið frá hendi hagfræð- inga og lögfræðinga úr hópi. jafnaðar- manna, eins og t.d. frá hinum breska kristilega jafnaðarmanni R.H. Tawney og starfsbróður hans, Svíanum Östen Undén prófessor. Samtímis býðst almennum les- endum langtum ófrumlegri stjórnmálarit í formi varnarrita um sósíalismann svo skiptir tonnum og kílómetrum. Hið litla rit Svíans Gunnar Adler- Karlssons prófessors frá árinu 1967, „Funktionssocialism", ætti að vera skyldu- lesning hvers einasta stjórnanda í iðnaði, sem fylgist með tímanum. Það er mikils- vert nútímaframlag til skýringar á hinum fræðilega grundvallarmun á kenningum jafnaðarmanna og sósíalista. Hér erum við komin að aðgreiningu, sem í mínum augum hefur úrslitaþýðingu fyrir frekari þróun samfélags okkar. Það er munur á stefnu jafnaðarmanna og sósíalisma. Það er frelsi einstaklingsins sem skilur á milli. Það er hið blandaða hagkerfi og þar með viðhald eignarréttar einstaklingsins, sem skilur á milli. Stefna jafnaðarmanna er ekki skref í átt til sósíalisma. Hún er markmið í sjálfri sér. Enginn mun væntanlega neita því, að velferðarríkin á Norðurlöndum eru að verulegu leyti verk jafnaðarmannaflokk- anna. Alveg eins og breski Verkamanna- flokkurinn hefur haft veruleg og jafnvel úrslitaáhrif á núverandi þjóðfélag í Bret- landi og vestur-þýski flokkurinn SPD á Sambandslýðveldið Þýskaland. Varla er hægt að ofmeta hin raunhæfu áhrif af stefnu jafnaðarmanna á mótun velferðar- þjóðfélaga í hinum norður-evrópsku iðnað- arríkjum. Enda eru þau oft og fúslega viðurkennd af stjórnmálaandstæðingum. En jafnaðarmenn hafa í allt of ríkum mæli vanrækt að leggja fræðilegan skerf að mörkum til ríkjandi þjóðmálaumræðu. Mér sýnist, að fólk hafi verið svo upptekið af að stjórna og reka velferðar- ríkið, bæði á landsvísu og í sveitarfélögun- um, að hvorki hafi gefist tími né orka til að taka þátt í því starfi að útskýra þjóðfélagsmálin. Þar með hafa nýjar kynslóðir setið á hakanum í hugmyndafræðilegum efnum. Þar með hefur uppeldi nýrra kynslóða fallið í hendur annarra, sem ekki telja frelsi einstaklingsins sjálfsagðan hlut og ekki einu sinni nauðsyn. Hinir vanræktu hafa leitað sér annarra leiðbeinenda og hafa fundið þá. Þörfin fyrir hugsjónir og viljinn til að fórna einhverju af sjálfum sér fyrir þær, er áberandi einkenni hins andlega yfir- bragðs æskufólks. Það er ekkert nýtt. Það er heldur ekkert nýtt, að hægt er að misnota það að höfða til þessa hugsjóna- í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.