Morgunblaðið - 07.12.1980, Page 9

Morgunblaðið - 07.12.1980, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1980 41 66 Konur munu taka þátt í geimferðum framtíðarinnar, rétt eins og þær eru flugfreyjur í dag. Rannsóknir hafa sýnt fram á það að líkamsbygging konunnar þolir geimferðir alveg jafn vel og líkami karlmanna og heimsfriðar ef fleiri Rússar lærðu erlend tungumál? „Auðvitað er auðveldara að tala við nágranna þinn ef þú skilur tungumál hans. En mér finnst það vera mikilvægara fyrir kennara og foreldra að kenna börnum sínum að virða aðrar þjóðir og menningu þeirra, hverjar sem þær þjóðir kunna að vera.“ Áður en Tereschkova kom til Danmerkur hafði hún tvisvar komið til Svíþjóðar og nokkrum sinnum til Finnlands. Finnst henni staða konunnar betri í Skandinavíu en í Sovétríkjunum? „Það er ljóst, að ríki ykkar hafa tekið upp ýmislegt sem er konum til góðs. En við Rússar getum státað af því að við krefjumst ekki aðeins réttinda fyrir konuna, henni eru tryggð réttindi í stjórn- arskránni." Falleg en lítil Finnst þér konur á Vesturlönd- um öðru vísi á einhvern hátt en þær í Rússlandi? Eða eru þarfir þeirra og vandamál þau sömu? „Meðan á kvennaráðstefnu SÞ stóð, hitti ég konur frá um 140 mismunandi þjóðum og víðs vegar úr heiminum. Persónueinkenni þeirra eru auðvitað mismunandi. Hvert land á sína eigin menningu og þjóðfélagskerfi. Við, sem erum frá Sovétríkjunum, erum fulltrúar sósíalísks lands. En það er eitt sem umfram allt sameinar konur, af hvaða kynstofni sem er og með hvaða bakgrunn sem er, þær vilja allar koma í veg fyrir stríð og vilja að friðsæll og hamingjuríkur heimur bíði barna þeirra og barnabarna. Þessi þrá var það sem hæst bar, bæði opinberlega og milli fjögurra veggja á ráðstefn- unni í Kaupmannahöfn." Hvað geta konur gert til að koma í veg fyrir stríð? „Konur í dag hafa mikil völd. „Berjumst-fyrir-friði" er hreyfing, sem leikur sífellt stærra hlutverk. Kurt Waldheim var færð orðsend- ing frá konum í Skandinavíu við setningu ráðstefnunnar í Kaup- mannahöfn. Þar lýstu þær áhyggjum sínum vegna vaxandi spennu í heiminum og kváðust ákveðnar í því að gera allt sem i þeirra valdi stæði til að varðveita heimsfriðinn. Allir fulltrúar á ráðstefnunni tóku undir þessa orðsendingu.” Ertu bjartsýn á að dóttir þín muni alast upp i friðsælum heimi, fullum af vinsemd? „Ég er bjartsýn á, að mannleg skynsemi muni sigra, þrátt fyrir allt. í staðinn fyrir að eyða gífurlegum fjármunum í vopna- búnað, muni konur og menn læra að nota peningana til að mæta margvíslegum félagslegum þörf- um, sem viða blasa við, allt frá menntunarmálum og ræktun landssvæða til upprætingar fá- tæktar og sjúkdóma." Hvernig leit jörðin út þegar þú flaugst kringum hana í 200 kíló- metra fjarlægð. „Hún var falleg, en mjög lítil." GROHE LÝS/MG EYKUfí FEGURÐ Með GROHE CRYSTAL PRINSESSE ljósalínunni skapast möguleikar til aukinnar fegurðar í yngri sem eldri hýbýlum. Listrænt útlit og sérstæð hönnun sameinast í hinni viðurkenndu GROHE framleiðslu. RR RYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. Hún gefur honum_ Pier re Rober t t>að er eitthvað sérstakt við Pierre Robert herrasnyrtivörur. Eitthvað öðruvísi - eitthvað spennandi. Þess vegna velur hún Pierre Robert handa honum. Og þess vegna velur hann líka Pierre Robert. Pierre Robert herrasnyrtivörur - fullkomið úrval auðveldar valið. imiiisvi . , cMmerióací H F ffa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.