Morgunblaðið - 07.12.1980, Síða 14
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1980
Le vitux bassin avant le départ des Islandais
RtPUSUOUF^ fRANCAiSl
fl lt\ |* / ;vÆ
1W/J
1 \m I 1 ji
1 kÆ 'í I I t JNyy *•"
Á VI 1 h
l -< &
Skúturnar í höfninni i Paimpol fyrir brottförina á ísiandsmið.
Eftir að greinarnar tvær um franska sjómenn við ísland birtust i
Mbi. tvo undanfarna sunnudaga undir samheitinu Horfnir á
íslandsmiðum, með frásögnum eftir frönskum heimildum, komu
margir íslendingar að máli við greinarhöfund. Kváðust muna vel
frönsku duggukarlana og fylgdu ýmis skemmtileg viðbrögð. — Nú
skil ég loks, eftir áð hafa kynnst þeirra vosbúð, hvers vegna þeir áttu
það til að hnupla sokkaplöggum af snúrum, sagði kona ein af
Austfjörðum, sem kvaðst hafa verið hrædd við duggukarlana af þeim
sökum. Og ungur maður vakti athygli á þvi að hann og hans ættingjar
væru stuttir og þreknir, sagði: — Eg er einn af afkomendum fransks
sjómanns, sem fótbrotnaði og varð eftir á sveitabæ yfir veturinn. Við
erum allir svona frændur. Af viðbrögðum má ráða, að íslendingar
muna tima frönsku íslandssjómannanna engu siður en Paimpolarar.
Ekki hefði þó verið haldið áfram frásögnum nú, ef ekki hefði borist
upp i hendur frá dótturdóttur sr. Jóns N. Johannessen, prests i
Sandfelli, Þuriði Guðjónsdóttur, dóttur Mattheu frásögn hans sjálfs af
strandi Auroru á Skeiðarársandi og lýsing á aðdraganda og aðstæðum
björgunarmanna á söndunum. En hún birtist 1956 i biaðinu Akranesi
undir fyrirsögninni Gamall sveitaprestur segir frá. Tilefnið var að
ritstjórinn, óiafur Björnsson, sá fyrir tilviljun á borði gamla
prestsins bréf með frönskum póststimpli, sem reyndist vera
þakklætisbréf frá frönskum manni, sem taldi sig eiga honum gott upp
að unna frá þvi honum var ungum bjargað úr heljargreipum dauðans.
— Þetta var sögumaður okkar úr siðustu grein, Tonton Yvese Roux
og er bréf hans þar lika birt. Hefur gamli maðurinn þá, fyrir 25 árum,
munað nákvæmar sumt, svo sem að það var á Hvoli sem konurnar
hlynntu svo vel að honum. Ekki mundi Anna Eyjólfsdóttir, sem enn er
á lífi, en þá var telpa, þó eftir því er haft var samband við hana, áður
en fyrri grein var skrifuð.
Hér fer á eftir frásögn sr. Jóns N. Johannessens, sem byrjar 1904,
og hluti úr bréfi Yves Le Roux:
- E.Pá.
Strandsögur sveitaprests
Tonton Yves le Roux situr nú i stofu sinni i Kerity i Bretagne, 86 ára
gamall og skrifar endurminningar sínar frá íslandsmiðum, og bréf til
vina sinna á íslandi.
Úr dag-
bók gamals
sóknarprests
Þann 19. janúar 1904, varð
hroðalegt skipsstrand á Skeiðar-
ársandi. Fórst þá þýzkur togari,
„Fredrich Albert", skammt frá
Skeiðarárósunum, óraveg frá öll-
um mannabyggðum. Skipverjar
komust allir í land, og lögðu á stað
vestur eftir Skeiðarársandi, með-
fram sjónum. A þeirri leið
drukknuðu nokkrir þeirra í hættu-
legum ósum, sem þar urðu á vegi
þeirra. En þeir, sem eftir lifðu,
flæktust um sandinn og fundust
að lokum eftir 11 daga útivist og
hrakninga, voru þeir þá mjög illa
á sig komnir. Af einum manni
voru teknir báðir fætur fyrir
neðan hné, af tveimur báðir fætur
við hælbein, og af tveimur annar
fótur framan við hælbein, aðeins
tveir fætur af átján voru svo lítið
skaddaöir, að ekkert var tekið af
þeim svo að teljandi væri. Þetta
sorglega slys varð til þess, að
þáverandi ræðismaður Þjóðverja
hér, Ditlev Thomsen, lét síðar
reisa á eigin kostnað skipbrots-
mannaskýli, á Kálfafellsmelum,
með vistum og nauðsynjum. En
þetta skýli er nú eyðilagt með öllu
og horfið. Vötnin sigruðust á því
sem öðru á þessari sandauðn.
Frásögn af þessu sorglega
strandi las ég í ísafold, að mig
minnir, en um haustið 1904 fékk
ég veitingu fyrir Sandfellspresta-
kalli í Öræfum. Þess vegna hafði
þessi átakanlega strandsaga svo
óvenju sterk áhrif á mig. Eg átti
nú að flytjast í þetta hérað, þar
sem þessi harmsaga hafði átt sér
stað. Frá því að ég las um þetta
strand, braut ég heilann um það,
hvað væri hægt að gera til þess að
koma í veg fyrir þessa hörmulegu
hrakninga. Vorið 1905 fluttumst
við hjónin að Sandfelli og byrjuð-
um þar búskap.
Skömmu eftir komu mína að
Sandfelli, gekk ég einn morgun
hátt upp í Sandfellið, sem bærinn
stendur við. Við mér blasti hroll-
vekjandi útsýni, helgrá sandauðn,
alla leið til sjávar, og vestur að
Lómagnúp. Og því átákanlegri er
þessi dauðans akur, þegar þess er
minnzt, að fyrir hér um bil þrem
öldum, var þarna blómleg sveit,
með mörgum fögrum býlum. Hér-
aðið bar þá nafnið „Fagrahérað",
en ægilegt gos og vatnsflóð úr
Öræfum lagði þessa fögru sveit í
auðn. Nú eru aðeins eftir átta
jarðir úr því héraði og eru þær
allar uppi við rætur fjallanna. Nú
ber héraðið nafnið Öræfi.
Landslag umhverfis Sandfell er
þannig: prestssetrið liggur 110 fet
fyrir ofan sjávarmál, en ekki sézt
til strandar frá bænum. En þrátt
fyrir fjarlægðina heyrðist flesta
daga hið þunga úthafsbrim, eins
og fallbyssuskothríð í fjarska.
Þetta þunga brimhljóð, líksöngur-
inn yfir svo mörgum góðum dreng,
hljómaði -daglega í eyrum mér og
bakaði mér hugarangur. Því að-
staða til skjótrar hjálpar nauð-
stöddum við ströndina var svo
erfið.
Eg tók því upp þann sið, að ég
fór árla hvern morgun upp í fjallið
fyrir ofan bæinn, svo hátt, að ég
gat séð ströndina (austurhlutann
af Skeiðarársandi). Ég notaði lít-
inn sjónauka, sem kom mér þó að
gagni að lokum. Þessu hélt ég
áfram næstu árin.
Svo er það sunnudag einn,
snemma í febrúar 1907—1908, að
ég átti von á kirkjufólki og
fermingarbörnum til spurninga.
En þennan dag var hríðarveður,
svo að enginn kom, og ekki fór ég
upp í fjallið vegna hríðarinnar.
Snemma mánudagsmorgun fer ég
upp í fjallið, því veður var orðið
heiðskírt. Þá sá ég skip grunsam-
lega nálægt brimgarðinum. En
fjarlægð var svo mikil og sjónauk-
inn lítill og ófullkominn, að ég gat
ekki séð fyrir víst, hvort skipið var
raunverulega strandað. En ég
ákvað á þeirri stundu að fara
niður til strandar og athuga þetta
betur. Ég hraðaði mér heim.
Þegar ég kom þangað, var þar
staddur minn ágæti nágranni,
Lárus Magnússon frá Svínafelli.
Ég spurði Lárus, hvort hann vildi
koma með mér niður á fjörur og
athuga skipið og tók hann strax
vel í það, enda er hann mikill
gæðadrengur og greiðvikinn. Það
var mikið happ fyrir mig að fá
hann með mér, því að hann var
vanur hinum erfiðu fjöruferðum
og traustur og ágætur ferðamað-
ur. Eftir dálítinn undirbúning
Iögðum við á stað. Styzta leiðin til
sjávar, var að fara beina leið til
sjávar, og var þó sannarlega nógu
löng. En við ákváðum að fara
austur að Fagurhólsmýri, þaðan
út í Ingólfshöfða, og svo vestur
eftir fjörunum, þangað til við
fyndum skipið. Þetta er mjög löng
leið, en greiðfær út í Ingólfs-
höfða, úr því var hún seinfarin,
því að fjörusandurinn er þar mjög
þungur undir fæti, svo að ferðin
sóttist nokkuð seint.
Fyrsta torfæran, sem við áttum
við að stríða á fjörunum, var að
mig minnir Svínafellsós. Var hann
vatnsmikill og mikil sandbleyta,
en þó gekk sæmilega að komast
yfir hann. Héldum við svo áfram,
unz við komum að staðnum þar
sem skipið lá strandað í brimgarð-
inum. Brimið við Skeiðarársand er
þrísett, yzti brimgarðurinn, mið-
garðurinn og landbrimið. Öll skip,
sem stranda við Skeiðarársand,
stranda á miðbrimgarðinum. Yzti
brimgarðurinn kastar þeim strax
nær landi og eftir nokkrar vikur
eða mánuði er skipið komið upp í
landbrimið og eftir stuttan tíma á
þurrt land.
Þegar við komum á strandstað-
inn, fundum við þar stóran björg-
unarbát á hvolfi í fjörunni, björg-
unarbelti og alls konar hluti.
Skipið lá í miðbrimgarðinum, og
gengu hinar ógurlegu holskeflur
yfir skipið, svo að vel sást þilfarið
milli ólaganna. Enginn maður var
sjáanlegur um borð. En mér
fannst ég verða að komast að
einhverju móti að því hvort menn
væri í skipinu áður en við leituð-
um skipbrotsmanna á sandinum.
En það var auðsjáanlega mjög
erfitt að synda um borð í skipið og
litlar líkur til þess að það tækist,
því að brimið var ægilegt og
skammt milli ólaga. Ég lagðist til
sunds, en fyrstu tilraunirnar mis-
heppnuðust, brimið kastaði mér
jafnharðan upp í sandinn. En
líklega er ég gæddur einhverju af
hinni brezku dyggð, eða ódyggð, að
vera þrályndur. Ég reyndi aftur og
loks var ég svo heppinn að komast
milli ólaga, nokkuð nærri skipinu,
en þá vildi mér það til happs, að ég
sá kaðal, sem hékk úr davíðunni,
þar sem björgunarbáturinn hafði
hangið, og mér tókst að grípa
kaðalinn og komast þannig um
borð.
Fyrst rannsakaði ég káetu yfir-
manna. Þar var enginn. Síðan
fikraði ég mig fram á skipið, og
niður í hásetaklefann, þar var
enginn heldur. Þegar enginn virt-
ist vera um borð, steypti ég mér í
sjóinn og þá var brimið fljótt að
skila mér upp í sandinn.
Þegar ég komst í land ákváðum
við Lárus að fara að leita að
strandmönnunum. Við héldum í
vestur og leituðum að Skeiðarár-
ósum. En þá urðum við fyrir því
mikla óhappi, að á okkur skall
norðan hríð með miklu frosti. Það
reyndist með öllu ókleift að halda
leitinni áfram sakir hríðarinnar,
enda komið að kvöldi. Við snérum
því aftur þangað, sem hestar
okkar voru bundnir.
Þarna urðum við að hírast alla
nóttina í norðanbyl og frosthörku.
Ég var illa undir þessa næturvöku
búinn, því að ég var holdvotur, og
hvergi var gott skjól að finna á
sléttum fjörukambinum. Enda leið
mér hræðilega illa þessa nótt.
Strax í fyrstu skímu hugðum við
til hreyfingar, enda var þá komið
bjartviðri. Ekki treystum við
okkur til þess að leggja á Skeiðar-
ársand, enda var ég mjög að-
þrengdur eftir nóttina og við
vorum matarlausir og heylausir
fyrir hestana. Svo að við ákváðum
að fara beint heim að Sandfelli og
fá menn og hesta í Svínafelli til
leitarinnar.
Um nóttina hafði sandurinn
frosið. Því völdum við að fara
beina leið, sem er mun styttri en
sú, er við fórum að sjó, og er hún
þó afarlöng. Við treystum því, að
við gætum notað hestana, en svo
var ekki. ísinn hélt ekki hestun-
um, svo að við kusum að Iokum að
ganga þessa löngu leið. Okkur
sóttist því ferðin seint, því að víða
var eðja og sandbleyta undir
ísnum, sem alltaf var að brotna
undan okkur. Færðin var því hin
þrælslegasta, þó að snjór væri
hvergi til fyrirstöðu. Ferðin heim
var afskaplega lýjandi. Fótaum-
búnaður minn var ekki hinn rétti.
Ég var í sterkum reiðsokkum, með
íslenzka leðurskó. Þegar sóttist á
leiðina fóru skórnir að bila og
slitnuðu að lokum af mér, enda
sundurskornir og eyðilagðir. Og
síðasta spölinn af sandinum gekk
ég berfættur, og var blóð í flestum
sporum. Þegar við komumst loks-
ins að landálnum, tók graslendið
við. Og þá var hægt að spretta úr
spori, og var stutt heim.
Þegar heim kom fengum við
góða hressingu, því að mat höfð-
um við ekki bragðað í allri ferð-
inni. Eftir ofurlitla hvíld var
ákveðið að Lárus færi heim til sín
að Svínafelli til að fá menn þar til
að leggja á sandinn til að leita
skipbrotsmanna. Sjálfur varð ég
eftir, enda óvenju þreyttur og
aðþrengdur eftir erfiðan sólar-
hring, holdvotur, og afar erfiða
göngu í 7—8 tíma yfir sandauðn-
irnar, og svo sárfættur og skadd-
aður á fótum, að ég átti erfitt um
gang.
Svínfellingar brugðust fljótt og
vel við, enda með afbrigðum greið-
viknir og hjálpfúsir menn og
ágætir nágrannar að góðvild og
hjálpsemi. Þannig var reynsla mín
af þessum hjartagóðu og elskulegu
nágrönnum.
Svínfellingar leituðu um sand-
inn og fundu strandmennina í
hinu nýreista skipsbrotsmanna-
skýli á Kálfafellsmelum. Þeir voru
nýkomnir þangað. En frá þessu-
skýli er mjög löng og erfið leið til