Morgunblaðið - 07.12.1980, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 07.12.1980, Qupperneq 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1980 PlötuútKáfan þetta árið stendur sem hæst þessa dagana. Undanfarin kvöld hafa að miklu leytl verið þéttb<>kuð af blaða- mannafundum vegna nýrra platna. Fjórar plötur voru kynnt- ar i liðinni viku sem við kynnum hér. Eru það nýjar plötur frá Pónik, Geimsteini, Mezzoforte og Gunnari bórðarsyni ok vinum. Plata Pónik heitir „Utvarp", og er fyrsta LP plata þeirra. Platan er lipur poppplata með lögum eftir liðsmenn hljómsveit- arinnar, Gylfa Ægisson, Jóhann G. Jóhannsson, Gunnar Þórðarson og Magnús Kjartansson auk tveggja erlendra laga. Platan var skorin í Atlantic í New York, en pressuð í plötupressu Alfa í Hafnarfirði, og er ein af fáum sem ekki hafa orðið fyrir alvarlegum töfum, en útgáfan var áætluð 1. desember, en plötunni var dreift þann 3. Fálkinn hf. gefur plötuna út. „Með ÞREM“ heitir ný plata frá Geimsteini, sem að þessu sinni eru Þórir Baldursson, Rúnar Júlí- usson, Engilbert Jensen og María Baldursdóttir. Á plötunni eru 9 ný lög, 6 eftir Geimsteinsmeðlim- ina Rúnar og Þóri, en tvö eftir Jóhann G. Jóhannsson og eitt eftir Gylfa Ægisson. Auk þess eru þrjú gömul lög frá tíma Savanna- tríósins, en þau eru eftir Þóri. Það Mezzoforte, / • • eru lögin „Suðurnesjamenn", „Jarðarfarardagur" og „Brúð- arskórnir". Þórir sá um allar útsetningar, en hann og Rúnar sáu saman um upptökustjórnina. Hljóðfæraleikar- ar á plötunni eru Rúnar, sem leikur á alla gítara, Þórir, sem leikur á öll hljómborð, Joe Castell- on leikur á trommur, og Stan Bronstein leikur á saxófón, en hann lék með John Lennon á „Some Time in New York“ og var meðlimur í Elephants Memory og er Plötuútgáfa ársins í hámarki Nýjar plötur frá Pónik, Geimsteini og Gunnari Þ. Plötur — plötur — plötur — plötur — plötur — plötur — plötur — plötur— plötur — plötur — plötur — plötur — plötur (Steinar 040) 1980 Þessi plata og plata Bubba síðan í sumar eru eflaust eitt af því jákvæðasta sem gerst hefur í íslensku tónlistarlífi um langan tíma. „Geislavirkir" er í sjálfu sér í beinu framhaldi af „ísbjarnar- blúsinum", þó hér sé komin sterk og stílhrein hljómsveit í stað trúbadúrsöngvara á breytinga- skeiði. Undanfarna mánuði hefur ver- ið mikið rifist bæði á prenti og í púltum um tilveru Bubba og félaga í tónlist og ljóðlist. Rifrild- ið um textana er í sjálfu sér ekki óeðlilegt. Bubbi tekur skýra af- stöðu og dæmir miskunnarlaust, líklega bæði réttlátt og ranglátt, og hann hefur notað mikið af alls konar „klúryrðum" sem hingað til hefur verið sneytt hjá að mestu leyti, í textum og ljóðlist að minnsta kosti. En það er þó ekki nema sjálfsagt að afkomendur lifandi þjóðar hafi vitneskju um þau orð jafnt og hin „rósaðari". Cubbi ög Utangarðsmenn taka ennþá skýra afstöou, púna sér- staklega gegn vetnissprengju, sem kemur fram í textunum „Hiroshima" þar sem þeir minna á nálægð atómsprengjunnar (eins er hulstrið helgað þessu, þar sem Utangarðsmenn eru í forgrunni og síðan sést Reykjavíkurborg og vetnissprengja), þetta kemur líka fram í næsta lagi, „Barnið sefur", og síðan í „Viska Einsteins" og „Blóðið er rautt". Þeir taka líka fyrir „Poppstjörnu" í samnefndu lagi, blaðamenn í laginu „The Big Print“, diskódísir í laginu „Ég vil ekki stelpu eins og þig“, „aristo- krat-dömuna“ í „Tangó“, en Flytjendur: Bubbi Morthens. Söngur/Mick Pollock: Gítar og söngur/ Danny Pollock: Gítar/Rúnar Erlingasson: Bassagítar/ Magnús Stefánsson: Trommur og slagverk/Gunnar Þórð- arson: Orgel. Upptökustjórn/upptökumaður: Geoff Calver. Stúdíó: Hljóðriti. „Geisla- virkir“ nokkrir eru þó innhverfir og persónulegir. Tónlistin er einkennandi hátt stemmt og líflegt rokk, með nokkrum undantekningum, en textunum er aftur á móti best lýst með línu úr einum textanum ... „myrkrið hug minn umlykur". „Sigurður er sjómaður" var eitt sinn og er kannski enn mjög vinsælt lag. Utangarðsmenn gera laginu góð skil, en hafa bætt við tveim versum, þar sem rómantík- in sem Númi Þorbergs setur fram í fyrri versunum er fullkomlega •-Oi rifin niður og Siggi sjóari, sem áður var eldfjörugur dansari, er kominn lamaður í hjólastól eftir að hafa orðið undir trollhlera, og fær engar bætur! Þó að það verði vitanlega textarnir sem um verði rætt almennt manna á meðal skulum við láta þá liggja á milli hluta en snúa okkur að tónlist- inni, sem er ein sú jákvæðasta sem fram hefur komið lengi. Þeir félagar hafa þróast frá því í mars úr því að vera glamur- hljómsveit í dúndur góða rokk- hljómsveit. menn Um helmingur laganna er dúndur „keyrslurokk" þar sem þeir fara á kostum. Sérstaklega eru lög Mick Pollock sterk en það eru lögin „It’s a Shame" og „Temporary Kick/Let’s Go“. Fyrra lagið minnir nokkuð á það besta sem Hljómar gerðu hér fyrir um 12 árum síðan, og Mick rennir sér vel í gegnum sönginn, þó hann sé kannski enginn af- burða söngvári, þá hefur hann tilfinninguna fyrir rokkinu, og rokkið byggist nú einu sinni mest á því. „Temporary Kick“ og „Let’s Go“ renna saman í eitt og hið fyrra byrjar eins og „Jailhouse Rock“ og það seinna eins og „Jumpin’ Jack Flash“! „Sigurður er sjómaður" hefur verið á efnisskránni hjá þeim um skeið og tekst þeim vel upp er þeir blása nýjum eldhressum rokkkrafti í lagið. Vegna þess hve lagið er þekkt fyrir og . þessi útgáfa góð á lagið án nokkurs vafa eftir að verða fyrsta vinsæla lagið á plötunni, þó önnur eigi eflaust eftir að verða vinsæl. „Hiroshima" og „Viska Ein- steins" eru bæði mjög góð, enda efnisþráður plötunnar. Annað mjög grípandi lag er „The Big Print" sem er í hálfgerðum reggae-stíl, þar sem Bubbi rennir sér lipurlega með textann. Þegar á heildina er litið er lagið líka nokkuð frábrugðið og söngurinn er það líka. Nokkuð eimir enn eftir af anda „ísbjarnarblúsins", sem var að mestu byggður á textum og kassagítarlögum. Hér aftur á móti eru kassagítarlögin oftast dulbúin í „reggae" sem er reyndar mjög algengt, en heppn- ekki alltaf og eru menn misjafnlega an<e^.'.r me^ ^ann hluta plötunnar. Þó held ég ao lögin séu sterk og vinni vel á. Hvað sem öðru líður þá er plata þessi besta plata ársins og jafn- vel þó leitað sé mun lengra aftur í tímann hérlendis. hia ift’"

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.