Morgunblaðið - 12.02.1981, Page 1

Morgunblaðið - 12.02.1981, Page 1
48 SIÐUR 35. tbl. 69. árg. FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Bani-Sadr og Khomeini vara klerkastétt við Beirut. 11. íebrúar. — AP. TEHERAN-útvarpið skýrði frá því í dag, að Khomeini erki- klerkur hefði í dag hlandað sér í deilur klerkastéttarinnar og hinna hófsamari manna í íran og varað kierkana við þvi að „skipta sér af málum, sem þeir hefðu ekki getu til að ráða við“. í ræðu, sem Bani-Sadr forseti flutti i dag, réðst hann á pólitíska andstæðinga sina og sagði, að sendiráðstakan og í framhaldi af henni striðið við traka og verslunarbann Banda- rikjanna hefði valdið þjóðinni gífurlegu fjárhagstjóni. Ahmad, sonur Khomeinis, flutti ávarp föður síns á Frelsis- torginu í Teheran þar sem Rússum neit- að um áritun Moskvu. 11. febrúar. AP. TASS-fréttastofan skýrði frá þvi i dag, að bandariska utan- rikisráðuneytið hefði „opinher- lega neitað“ sendinefnd rússn- eskra kennara um vegabréfs- áritun til Bandaríkjanna, þó að henni hefði verið formlega boðið þangað. I fréttum Tass sagði, að þetta framferði Bandaríkjastjórnar væri í ósamræmi við eðlilegar og hefðbundnar venjur í alþjóð- legum samskiptum og „vísvit- andi brot á ákvæðum Helsinki- sáttmálans". Braulio Alonso, sem fer með stjórn erlendra samskipta fyrir bandarísku kennarasamtökin, sem buðu Rússunum, staðfesti í dag, að sendinefndinni hefði verið neitað um vegabréfsárit- un. Hann sagði, að honum hefði verið tjáð í utanríkisráðuneyt- inu, að samkvæmt lögum væri bannað að veita vegabréfsárit- anir til „sýndarverkalýðsfélaga í löndum þar sem þau væru aðeins verkfæri í höndum al- ræðisstjórna". hundruð þúsunda manna höfðu safnast saman til að halda upp á tveggja ára afmæli íslömsku byltingarinnar. í útvarpinu sagði Khomeini, að ólöglegt athæfi margra klerka græfi undan virð- ingu manna fyrir trúnni og gerði fólk tortryggið í garð stjórn- valda. Þessi árás Khomeinis á klerkastéttina er sú harðasta síðan 17. nóv. sl. þegar hann sagði, að það væri ekki satt, að hann væri sammála sérhverjum klerki. „Ég hata marga þeirra og hef litla trú á öðrum," sagði hann þá. BanirSadr sagði í máli sínu, að íranir gætu „einangrast" ef utanríkismálin yrðu ekki í hönd- um „ábyrgra embættismanna." Einnig sagði hann, að efnahag þjóðarinnar væri nú þannig komið af völdum stríðsins við íraka og verslunarbanns Banda- ríkjanna í kjölfar sendiráðstök- unnar, að Iranir hefðu tapað sex milljörðum dollara og fyrir- sjáanlegur væri 14 milljarða dollara halli á næsta fjárhags- ári, sem hefst í mars. Bani-Sadr íransforseti með blóm i hendi tekur á móti fagnaðaróskum mannfjöldans þegar hundruð þúsunda írana fylltu Frelsistorgið í Teheran til að minnast tveggja ára afmælis isiömsku byltingarinnar. Bani-Sadr var aðalræðumaðurinn á hátiðinni. AP simamynd. Segir Rússa undirbúa skyndisókn Madrid, 11. febrúar. AP. AÐALFULLTRÚI Bandaríkj- anna á Öryggismálaráð- stefnu Evrópu í Madrid sak- aði í dag Sovétmenn um að hyggja á „skyndisókn“ gegn vestrænum þjóðum og að um það bæri vitni gífurlega auk- inn vígbúnaður frá því að Ilelsinki-sáttmálinn var und- irritaður 1975. Max Kampelman, fulltrúi Bandaríkjanna, sagði, að upp- bygging sovéska hersins væri löngu farin fram úr því, sem nauðsynlegt væri í varnar- skyni, enda væri það annað, sem fyrir Rússum vekti. Þeir legðu áherslu á að auka mátt hersins til árásar, skyndiárás- ar á vestræn lönd. Kampelman sagði, að Rúss- ar hefðu varið 50% meira fé til hernaðarþarfa en Bandaríkja- menn á umliðnum áratug og 85% meira árið 1979. Hann sagði, að með tilliti til þessa, væri ólíklegt, að ráðstefnan gæti komist að samkomulagi um vígbúnaðareftirlit, sem hægt væri að treysta. Jaruzelski tekur við sem forsætisráðherra Varsjá, 1. febrúar. AP. PÓLSKA þingið staðfosti i das útnefninsu Wojciech Jaruzelskis hershöfðinKja sem forsætisráð- herra Póllands, en jafnframt var ákveðið, að hann xegndi áfram embætti varnarmálaráðherra. Stan- islaw Kania. flokksleiðtogi, hafði þau orð um þá ákvörðun, að hún væri gerð til að tryggja „öryggi og festu“. í ræðu, sem Kania flutti í pólska þinginu í dag, sagði hann, að Jaruz- elski hefði verið kvaddur til „sem yfirmaður hersins til að gæta örygg- is þjóðarinnar. Hann hefur ávallt forðast aðgerðir, sem geta valdið þjóðfélagslegum árekstrum, og á örlagastundu hefur hann ekki aðeins talað fyrir máli sínu, heldur beinlín- is ráðið því, að samkomulagsleiðin var valin.“ Talið er að Kania hafi með þessum orðum sínum vitnað til þess, sem almennt er trúað, að hann og Jaruzelski hafi komið i veg fyrir að verkföllin á síðasta ári væru bæld niður með valdi. í yfirlýsingu, sem biskuparáð kaþ- ólsku kirkjunnar í Póllandi lét frá sér fara í dag, var varað við hættunni á „hungri í landinu" og ástæðan sögð vera „misheppnuð landbúnaðarstefna um langan ald- ur“. Þess var krafist, að bændum yrði tryggður eignarréttur á sínu eigin landi og að þeir fengju að stofna með sér sín samtök. Frammámaður í röðum bænda sagði í dag, að þeir ætluðu að draga til baka umsókn sína um leyfi til stofnunar sjálfstæðs verkalýðsfé- lags, en hins vegar kærðu þeir sig ekkert um það félagsform, sem hæstiréttur hefði mælt með. t / . /%• i x • / . t « Ar-simamynd. Lagu fiskveroi motmælt 12 eiginkonur fiskimanna i Grimsby komu i gær færandi hendi i Downing-stræti 10 og vildu afhenda Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, þorskflök að gjöf. Á þann hátt vildu þær mótmæla lágu fiskverði til sjómanna, en þeir fá um tvær krónur og fimmtiu aura fyrir pundið en út úr búð er það seit á um 25 krónur. Frekari aðstoð við Pólverja i athugun WawhinKton. 11. febrúar. — AP. BANDARÍSKA utanrikisráðu- neytið tilkynnti i gærkvöldi, að rikisstjórn Ronald Reagans hefði til athugunar frekari aðstoð við Pólverja til að auðvelda þeim lausn vinnudeilnanna. sem hafa vakið ótta manna við rússneska innrás. Einnig var haft eftir bandariskum embættismönnum, að þeir teldu ekki að rússnesk ihlutun væri óhjákvæmileg. í tilkynningu utanríkisráðu- neytisins var tekið fram, að aðstoð við Pólverja væri ekki beint á dagskrá, en að Pólverjar hefðu farið fram á enn frekari efnahags- aðstoð og „við höfum þá beiðni til athugunar“. The Washington Post skýrði frá því í dag, að bandarískir og vestur-evrópskir embættismenn myndu hittast í París seinna í mánuðinum til að ræða efnahags- ástandið í Póllandi. í blaðinu sagði, að líkleg aðstoð yrði fólgin í því, að afborgunarskilmálum yrði breytt, en Pólverjar skulda vest- rænum ríkjúm 25 milljarða doll- ara. Bandarískir embættismenn hafa látið í ljós þá skoðun sína, að þeir telji ekki rússneska innrás í Pólland óumflýjanlega. Þeir vör- uðu jafnframt við stöðugum fréttaflutningi af yfirvofandi inn- rás og sögðu hann geta leitt til þess, að Rússar teldu að Banda- ríkjamenn og aðrar vestrænar þjóðir væru fyrir löngu búnar að sætta sig við að af henni yrði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.