Morgunblaðið - 12.02.1981, Page 13

Morgunblaðið - 12.02.1981, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1981 13 kennurum, en eins og þessi skóli er rekinn er býsna erfitt að greina mun nemenda og kennara. Því þetta er lýðræðisskóli og nemend- ur ákveða sjálfir hvað þeim finnst þeir hafa mesta þörf fyrir að læra. Kennarar eru nánast aðstoðar- menn, finna til gögn og benda á heppilegar bækur. Nemendur hafa hérna, með til- liti til þess að Zimbabwe-reisa er framundan, valið sér að læra mál innfæddra, Shona, að svo miklu leyti að þeir geti bjargað sér meðal gestgjafaþjóðarinnar. Einnig vilja þeir fá kennslu í ljósmyndun og öllu sem viðkemur gagnaöflun eða svokallaðri doku- mentation á fínu máli. Þar að auki hafa þeir ákveðið á samkomum að hentugt væri að læra undirstöðu- atriði byggingarfræði, ef ætlunin á að vera að aðstoða við að reisa skólahús í Zimbabwe. Já, lýðræðið er í hávegum haft hér í Tvind. Kosningar eru taldar af hinu illa og sjaldan brugðið á það ráð, því hér vill enginn kasta steinum. Auk þess sem kosningar eru alltaf óréttlátar gagnvart þeim minnihluta sem býður lægri hlut. Ákvarðanir eru teknar á fundum og leitast við að fá samþykki allra, og oftast fæst það á endanum og þá fagnað með lófataki. Þannig er lýðræðið í reynd, þar er tafsamt, þrefsamt, tímafrekt og oft á tíðum tauga- strekkjandi því umræður geta dregist úr hófi fram. En lýðræðið er, og það réttlátt. Nemendur eru komnir að úr ýmsum áttum, frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð, margir þeirra eru jafnframt meðlimir í UFF sjálfboðaliðasamtökunum. Annars eru þeir af ýmsu sauðahúsi og á öllum aldri, sá elsti 60 ára. Og skólinn er í höndum nemendanna, þeir sjá um allt sem viðkemur viðhaldi og fjárhag. Er ekki að tíunda það, að sú ábyrgð er mörgum lærdómsrík. Varla er svo hægt að yfirgefa þennan friðsæla lærdómslund án þess að eyða orði á mylluna sem snýst og snýst dag og nótt, og bætir nýju hljóði í þytinn frá trjánum. Ekki svo að skilja að vindmyllur séu eitthvað nýtt í augum Dana. Á árum áður voru þær hundruð- um saman, dreifðar um allt land. En hlutverk þeirra var annað í þá daga. Þá möluðu þær mestmegnis korn og hveiti, þessi malar gull. Tilkoma myllunnar er mikið til að þakka OPEC og amerísku olíufélögunum. Ef olían hefði ekki verið hækkuð upp úr öllu valdi árið 1973, er eins víst að myllan Hafliði Vilhelmsson stæði ekki þarna. Þá birtist hin jóska hagsýni í framkvæmd, þeir tímdu ekki að hita upp skólana. Þegar árið 1975 var hitakostnað- urinn fyrir skólahverfið í Tvind um 240.000 dkr. árlega, og ekkert útlit fyrir að olíuverð færi lækk- andi á komandi árum. Það var þá sem forsvarsmenn skólans reiknuðu út að hentugra væri að gera efnahagsáætlun til langs tíma og frelsa skólana frá duttlungum auðhringanna, sem í skjóli einokunar geta sett upp hvaða prís sem er. Kúnninn skal gjöra svo vel að borga, hann á engra annarra kosta völ, nema skjálfa undir teppum, íklæddur þremur lopapeysum. Forsvarsmenn skólans grufluðu lengi í hvaða kosti þeir hefðu aðra en olíukyndinguna, og komust að þeirri niðurstöðu að vindurinn, en af honum er nóg við vesturströnd- ina, væri hentugastur. Samkvæmt veðurstofunni pústar hér um það bil 300 daga á ári, sem skýrir kannski hvers vegna flestir Jótar eru með há kollvik. m Var strax hafist handa við undirbúning að myllusmíðinni, en það gekk ekki vel að fá hið opinbera til liðs við verkið. Orkusparnaðarnefnd taldi hug- myndina fráleita og þótt mikið væri predikaður orkusparnaður á þessum árum, var umhverfismála- ráðuneytið danska ekkert of hrifið af framkvæmd þessari. Orka er nefnilega samnefnari olíu og úr- ans á þeim bænum. En eftir allnokkurt þref við báknið fékkst leyfi til að reisa mylluturninn, en ekki fyrr en að aflokinni mikilli rannsókn, sem átti að finna út hvort mylla sem þessi ylli ekki of mikilli mengun. Það þýtur nefnilega í mylluvængj- um sem snúast og þyturinn gæti valdið geðtruflunum hjá skóla- nemendum í grenndinni. Það er þó kosturinn við kjarnorkuverin að þau hafa enga vængi, virtist vera skoðun orkumálayfirvalda Dana. Fyrsta skóflustungan var svo tekin í vormánuði 1975, og það var ekki orkumálaráðherrann sem hélt á spaðanum, heldur 300 nem- endur skólanna og aðkomnir sjálf- boðaliðar sem báru umhyggju fyrir framkvæmdinni. Myllan reis hægt og hægt, og verkið gekk ekki eins fljótt og fyrst hafði verið haldið. Það voru mörg ljón í veginum og yfir margan erfiðan lækinn að stíga. Kostnaðurinn varð líka sex sinn- um meiri en fyrst var áætlað, fullbyggð reyndist hún hafa kostað 6 milljónir danskra og er þá ekki reiknað með vinnulaunum, því mest af vinnunni var gefið. En þessi kostnaðarhækkun er líka því að kenna að upphaflegri áætlun var breytt, menn höfðu upphaf- lega ætlað að hafa hana eingöngu til upphitunar á vatni, en síðan var bætt við rafmagnsframleiðslu. En myllumenn létu ekki deigan síga þótt dáldið syrti í álinn og úrtölumenn höfðu engin áhrif á brennandi áhuga þeirra á að koma mylluskrattanum upp. Þeir voru sér allan tímann vel meðvitaðir að það væri þess virði að seilast í þann óþrjótandi orkuforða sem vindurinn er. Og það sem er best, vindorkuna getur enginn eignað sér, hún er eign allra, ekki eins og olían eða kjarnorkan sem aðeins stendur þeim fáu og ríku til boða, til að hagnast á. Og loks hefur hún snúist nokkuð jafnt og þétt, en reynslutíma hennar er ekki lokið. Það er sífellt verið að gera tilraunir með hana, prófa hverju hún fær áorkað, betrumbæta og fínpússa. En síðan í febrúar hefur myllan skilað góðri orku. Vélarhúsið, sem trónir efst á mylluturninum er útbúið með 200 kw rafal, sem getur framleitt árlega um 2 millj- ónir kílówattstunda sem er álíka orka og 300 tonn af olíu gefa við brennslu. Þetta nægir til að sjá skólunum hér • í Tvind fyrir bæði hita og rafmagni en afgangsorkan er seld til rafveitunnar í sveitinni. Það hefur verið reiknað út að með núverandi verði á olíu þýði þetta um 600.000 dkr. árlegan sparnað, og er þó ekki notast við alla þá orku sem vindmyllan getur fram- leitt, hún gæti verið 2000 kw, en af þeim eru aðeins 900 kw brúkuð sem stendur. Myllumenn líta á vindmylluna sem svar við ást ráðamanna á að koma upp kjarnorkuverum, en ráðamenn geta hugsanlega stjórn- ast af vinum sínum í oliubransan- um, og öðrum áiíka einokunarfyr- irbærum. Ef mönnum finnst myllan vera dýr má til gamans gera saman- burð á henni og kjarnorkuveri því sem ELSAM rafmagnshringurinn hugðist reisa við Gyllingnæs. Þeirra áætlun hljóðaði upp á kjarnorkuver sem framleiddi 800.000 kílówött eða 800 mega- wött, sem gefa áttu h.u.b. 4200 milljónir kílówattstunda árlega. Það þýðir með öðrum orðum að ellefu hundruð myllur af því tagi sem er hér í Tvind þyrfti til að ná sömu rafmagnsgetu og kjarnorku- verið fyrirhugaða. Kostnaður var fyrirhugaður sjö til átta milljarð- ar danskar krónur, og geta menn borið saman kostnaðinn. Þess ber einnig að geta að kjarnorkuverin þurfa að borga fyrir það hráefni sem þau vinna orkuna úr, og það er ekki beinlínis ódýrt. Og ekki má gleyma að rekstrarkostnaður annar, svo sem öryggisgæsla, er mjög hár. En vindurinn er ókeypis, og það er lítil hætta á að menn verði geislavirkir þótt á þá blási, en úrgangurinn úr kjarnorkiiverun- um er til eilífra vandræða og stórhættu fyrir umhverfið. Að menn skuli láta sér detta í hug að reisa kjarnorkuver, er óskiljanlegt, nema út frá sjónar- miði einkagróðans. Eins og fyrr- um forsvarsmaður skólanna í Tvind sagði árið 1975 og gildir ennþá: „Það eru ekki Danir sem þarfnast kjarnorkuvera, það eru kjarnorkuverin sem hafa þörf fyrir peninga Dana.“ Myllan í Tvind er tákn nýrra tíma, það er að segja ef skynsem- is- og mannúðaröflin ná yfirhönd- inni yfir skammtíma gróðasjón- amiðum einokunarsinnaðra auð- hringa og spekúlanta. Er því tilhlýðilegt að enda þessa grein með vonglöðu baráttuhrópi myllumanna: „Látum hundruð myllna spretta." Einstaklings- bundin teikni- kennsla og myndbygging SIGURÐUR Eyþórsson teikni- kennari og listmálari mun halda námskeið i teikningu og mynd- byggingu i febrúar og mars i vinnustofu sinni, en slíkt er nýmæli hjá listamönnum hér- lendis. Námskeiðið er ætlað fólki með byrjendakennslu sem hefur hug á að þróa hæfileika sina á einstakl- ingsbundinn hátt, en námsefnið spannar alla þætti teikningar svo sem efnismeðferð, form og birtu og útfærslu. Vinnustofa Sigurðar er að Borgartúni 19, 3. hæð og verður listamaðurinn á staðnum kl. 19—22 á morgun, fimmtudag 12. febr. til þess að skrá nemend- ur. Leigubílastöð í Mosfellshreppi OPNUÐ hefur verið leigubilastöð i Mosfellshreppi. Litlabilastöðin s.f., sem er til húsa að Iliiðarási 2. Aðalsteinn Björnsson stöðvar- stjóri, sagði í samtali við Mbl. að fyrst um sinn yrðu aðeins leigu- bifreiðar á stöðinni og eru þær nú 4, en fljótlega yrði einnig gert ráð fyrir notkun sendibifreiðum. Vinnusvæði stöðvarinnar er Mos- fellshreppur og Kjalarneshreppur og verður stöðin opin alla daga til miðnættis og á næturnar um helgar. Hljómtæk- in f undust Rannsóknarlögregla ríkisins hefur upplýst þjófnað á dýrum hljóm- tækjum úr Menntaskólanum við Hamrahlíð. Tveir piltar höfðu verið þarna að verki og fundust tækin á heimili annars þeirra. Tækin voru af gerðinni TEAK og var verðmæti þeirra áætlað nær 40 þúsund nýkrónur. Stúdenta- leikhúsið endurvakið SUNNUDAGINN 15. febrúar verður haidinn stofnfundur hins nýja og endurvakta leikfélags stúdenta i Féiagsstofnun stú- denta. Leikfélag stúdenta var virkur aðili .í leikhúslífi bæjarins hér á árum áður. Sviðsleikir, útvarps- leikir og útgáfustarfsemi voru fastir liðir í starfinu. Einhverra hluta vegna Iagði það upp laupana fyrir mörgum árum og allar til- raunir góðra manna til að endur- vekja það sem virka stofnun, hafa runnið út í sandinn. Núverandi stjórn stúdentaráðs hefur ákveðið að styðja við bakið á nokkrum áhugasömum einstakl- ingum sem hafa tekið höndum saman í því augnamiði að endur- vekja þessa virðulega stofnun. Stúdentar hafa sýnt málinu mikinn áhuga og 1. dese. nefnd sýndi áhuga sinn í verki með því að veita drjúgum hluta ágóðans af 1. des. dansleiknum til hins nýja leikfélags. Það er von undirbúningsnefnd- ar, að áhugasamt fólk fjölmenni og leggi hönd á plóginn til þess að draumurinn verði að veruleika. Fréttatilkynning. FALLEGT OG STERKT Þú getur valið um 11 gerðir eldhúsa frá NOREMA í mismunandi verðflokkum. Allar eiga þær það sameiginlegt, að vera fallegar og sterkar. Við gerð þessara innréttinga hefur verið lögð sérstök áhersla á að þær þy Idu mikla notkun. Við veitum þér allar ráðleggingar og gerum þér verðtilboð þér að kostnaðarlausu og án nokkurra skuldbindinga. Hríngdu eða komdu, og fáðu litprentaðan bækling frá Norema innréttingahúsiö SIIMOREMA Háteigsvegi 3 Verslun sími 27344

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.