Morgunblaðið - 12.02.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.02.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1981 REYKJALUNDUR í MOSFELLSSVEIT Lilja Hallgrímsdóttir, lengst til vinstri é myndinni, heldur hér af staö í gönguferö með nokkrum vistmanna. Gönguferöir stuttar og langar, eftir getu þátttakenda, er vinsælt heilsusport á staönum. Heldur upphaflegu merki sínu, að styðja sjúka til sjálfs- bjargar, hátt á loft Allar aöstæður fyrir hendi til aö þar geti orðið bezta og vandaðasta endurhæfingarstöð landsins Reykjalund í Mosfellssveit þarf vart að kynna fyrir lesendum Morgunblaösins. Flestir tengja í huga sár Reykjalund og Vöruhappdrætti S.Í.B.S. og vita aö Reykjalundur var upphaflega stofnsettur sem sjúkrastofnun og heimili fyrir berklasjúklinga. Sú breyting sem oröiö hefur á starfsemi Reykjalundar frá stofnun heimilisins 1945 verður ekki slitin úr samhengi viö þá staöreynd aö okkur íslendingum tókst aö útrýma vágestinum berklaveiki úr tilvist okkar. í dag er Reykjalundur í hrööum uppvexti sem endurhæfingarstofnun og heldur upphaflegu merki sínu hátt á lofti, þ.e. aö styöja sjúka til sjálfsbjargar. Starfsemin er fjölbreytt og síöustu árin hafa átt sór staö miklar framfarir á sviöi endurhæfingar eftir hvers kyns áföll og sjúkdóma, jafnt líkamlega sem andlega. Vistrými er þar nú fyrir um 150 einstaklinga og vistrýmanýting síöustu árin um 100%. Um 140 manns starfa viö heimilið. Starfsemi Reykjalundar veröur best lýst meö því aö kynna þaö starf sem innt er af hendi af fjölmennu starfsliði, og gefa innsýn í daglegan rekstur stofnunarinnar. Því heimsóttum viö Reykjalund nýveriö, ræddum við starfsmenn og vistmenn og fer árangur heimsóknarinnr hér á eftir. Haukur Þóröarson yfirlæknir og Björn Ástmundsson fram- kvæmdastjóri. Jón Þóröarson framleiöslu- stjóri sýnir okkur nýju lyfjaglösin. Arnljótur Jóhannesson var mjög ánægður í vinnu sinni. Fyrst hittum við að máli Hauk Þórðarson yfirlækni og Björn Ásmundsson framkvæmdastjóra. Þeir sögðu miklar breytingar hafa orðið á starfseminni siðasta árið og bæri þar hæst tilkoma nýrrar þjónustu til handa vistmönnum, sem hlotið hefur nafnið heilsu- sport. Heilsusport er fólgið í marj^víslegum íþróttum, leikjum og tómstundastarfi utanhúss og innan. Sögðu þeir heilsusjjortið hafa sýnt og sannað að það ætti rétt á sér. „Með tilkomu þess sést fólk ekki lengur hanga yfir engu. Eina vandamálið á stundum er að dagurinn endist varla fyrir dagskrána." Haukur sagði að ákvörðun um tegundir heilsu- sports fyrir hvern og einn væru teknar af starfsliði og vistmanni sameiginlega. Heilsusport kæmi þó aldrei í stað sjúkra- og iðju- þjálfunar enda ekki ætlunin, en það hjálpaði mikið til við endur- hæfingu, auk þess sem það styrkti mjög andlega líðan vistmanna. Nýjasta verkefnið í starfsemi Reykjalundar er undirbúningur að endurhæfingu hjartasjúklinga. Reykjalundur hefur í samvinnu við Hjartaverndarfélag Reykja- víkur hafið undirbúning að slíkri endurhæfingu og m.a. sent sjúkra- þjálfa og hjúkrunarfræðing af Reykjalundi utan til að kynna sér slíka starfsemi. Haukur sagði dvalartíma vist- manna á Reykjalundi mjög breyti- legan. Vistmenn kæmu annað hvort af öðrum sjúkrastofnunum eða af heimilum sínum og væri um helmingaskipti þar í milli. Aðspurður sögðu þeir félagar að aðstöðuleysi aldraðra í þjóðfélag- inu væri áberandi hvað viðkæmi rekstri Reykjalundar. Mikið af fullorðnu fólki, sem þyrfti daglega aðstoð, héldi plássum, sem betur myndu nýtast fyrir endurhæf- ingarsjúklinga, sem þyrftu aðeins tímabundna endurhæfingu. Að loknu viðtalinu við þá Hauk og Björn heimsóttum við iðnaðar- deildina þar sem 60—70 vistmenn ganga daglega til ýmissra starfa. Ákvörðun um starfstíma og teg- und vinnu er tekin af læknum, verkstjórum og þjálfurum í sam- vinnu við vistmenn sjálfa að sögn Hauks. Framleiðslustjóri iðnaðar- deildarinnar og yfirmaður er Jón Þórðarson og fylgdi hann okkur um deildina. í fyrsta salnum sem við komum í voru nokkrir vist- menn við standsetningarvinnu á plastvörum og gat þar að líta ýmis konar hluti, s.s. raftengi, dósir, fjármerki o.fl. Vistmaður númer eitt Arnljótur Jóhannesson sat við að festa skrúfur í tengi, svonefnd sexvíratengi og gáfum við okkur á tal við hann. Hann sagðist una sér vel við starf sitt. „Þetta er ágætt og launin einnig dágóð," sagði hann. Enn eru nokkrir af fyrstu vistmönnum Reykjalundar á staðnum og eiga þeir reyndar forgangsrétt að vistun, sem vera ber. Vistmaður númer eitt, þegar Reykjalundur hóf starfsemi sína árið 1945 var Ólafur Jóhannsson. Við hittum Ólaf að störfum þarna í samsetningardeildinni og vann hann við pökkun á fjármerkjum. Hann sagði miklar breytingar hafa orðið á starfsemi Reykja- lundar frá því á fyrstu starfsdög- unum. „Ég er ánægður með ver- una hér og starfið er ágætt, en vertu ekkert að hafa eftir mér í blaðinu," sagði hann hlédrægur. Guðrún Kristjánsdóttir vann iðnum höndum við talningu á plastdósum. Hún hefur verið á Reykjalundi í 21 ár og sagðist hafa fengið aðkenningu að berklum. Ágúata t.v. og Valgeröur standa hér hjé þrekhjóli. Þær sögöu aö mikil nauösyn væri aö té fleiri og vandaöri hjól, þegar til endurhæfingar hjartasjúklinga kæmi. I J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.