Morgunblaðið - 12.02.1981, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRUAR 1981
15
„Hér er yndislegt að vera, allt gert
fyrir mann sem hugsast getur.
Það hafa orðið geysilegar breyt-
ingar á öllu frá því ég kom fyrst,
sérstaklega hvað varðar húsrýmið.
Ég stunda heilsusport, já, blessuð
vertu. Fer í laugarnar og geri hvað
ég get.“
Við kvöddum Guðrúnu og sam-
starfsfélaga hennar og héldum til
skrifstofu Jóns framleiðslustjóra
til að rabba við hann um þennan
þátt til starfsemi Reykjalundar.
Nýjar uppfinningar
Jón hefur yfirumsjón með fram-
leiðslunni og stjórnar henni. Þá er
Jón þekktur fyrir uppfinningar
sínar og nýverið fann hann upp
nýja gerð meðalaglasa, sem þegar
eru komin á markaðinn. Einnig
fann hann upp sérstakt plast-
filmukælitæki, sem verið hefur í
notkun á Reykjalundi frá árinu
1965. Jón sagði um uppsetningu
deildarinnar: „Hún er mest og
stærst í plaströraframleiðslunni,
þá í umbúðafilmu og sem dæmi
má nefna að við notum um eitt
þúsund tonn af hráefni árlega í
röragerð og um 800 tonn í filmu-
gerðina.“
Við spurðum Jón um hin nýju
lyfjaglös og að hvaða leyti þau
væru frábrugðin þeim sem fyrir
hendi voru á markaðinum?
„Ég hef verið að rannsaka
erlendar gerðir af slíkum glösum
og hannaði þessi með hliðsjón af
þeim. Þessi er ekki hægt að opna
nema með sérstökum snúningi og
handtaki, sem lítil börn eiga ekki
að ráða við. Þó þarf ekki utanað-
komandi áhald til að opna þau.
Einnig eru þau ljósþétt og hafa
ákveðinn brotstyrk."
Fleira nýtt er að finna í fram-
leiðslunni hjá Jóni. Verið er að
taka í notkun nýjar vélasamstæð-
ur sem framleiða eiga dósir undir
mjólkurvörur og er framleiðsla
þegar hafin á dósum fyrir jógurt.
Tækniframfarir hafa verið örar í
plastgerð að sögn Jóns og þróunin
sú, að meira og meira af fram-
leiðslunni er alfarið vélunnin og
mannshöndin nær eingöngu bund-
in við stjórnun véla. — En hvernig
gengur að samræma störf vist-
manna og þessa öru framþróun í
framleiðslunni?
Höfuðmarkmiðið
að skapa vinnu
„Samkeppni er ætíð hörð á
markaðinum í þessari fram-
leiðslugrein sem öðrum og við
njótum engrar opinberrar vernd-
ar. Rekstrarlega séð er ekki hag-
stætt að nota þennan starfskraft,
en annað er ekki til umræðu og
hefur ekki verið, því þetta er
markmið Reykjalundar númer
eitt. Ég lít þannig á þetta, að rörin
og filmuframleiðslan styðji við
bakið á annarri framleiðslu. Vinn-
an við þessa undirstöðufram-
leiðslu hentar illa fyrir vistmenn,
þó einn og einn hafi getað stundað
þau störf. Hagnaðurinn af henni
dekkar þó aðra framleiðslu, sem
vistmenn geta unnið við og þannig
er tilganginum náð. Jón sagði
mikið vandamál hversu efni til
plastgerðar hefði hækkað gífur-
lega samhliða olíuverðshækkun-
| um í heiminum og kallaði það
sífellt á aukna tæknivæðingu.
„Sem dæmi get ég nefnt nýju
vélasamstæðuna til mjólkurvöru-
umbúðaframleiðslunnar. Hún
framleiðir plastdósirnar úr mun
þynnra efni en áður var notað í
sams konar dósir. Slíkar vélar
gefa möguleika til margs konar
umbúðaframleiðslu fyrir matvæli,
en sú tegund framleiðslu krefst
þess í sífellt auknum mæli að
mannshöndin komi hvergi nærri.
Jón sagði í lokin: „Höfuðmark-
mið þessarar starfsemi hér er að
skapa vinnu, en það verður að
viðurkennast, að það skapar einn-
ig veruleg vandamál. Hér gildir
hinn gullni meðalvegur."
Við yfirgáfum framleiðsludeild-
ina og héldum yfir í aðalhluta
bygginganna að Reykjalundi,
íverustað vistmanna og endurhæf-
ingarstöðina. Fyrst heimsóttum
við þar sjúkraþjálfara staðarins
en þeir hafa aðstöðu sína í kjall-
ara byggingarinnar. Þar hittum
við fyrir Birgi Johnsen og tjáði
hann okkur, að sjúkraþjálfar í
föstu starfi væru sex að Reykja-
lundi, auk þess væri aðstoðarfólk
þeim til hjálpar. „Það má segja að
húsnæðismálin séu okkur erfið-
ust,“ sagði Birgir. „Við höfum svo
til eingöngu aðstöðu til bekkja-
meðferðar, aðstöðu til hópmeð-
ferðar vantar tilfinnanlega. Þetta
er þó það sem fyrirhugað er að
bæta með næsta áfanga í bygg-
ingarframkvæmdum."
Meiri kröfur
samfara aukn-
um skilningi
Birgir sagði að þróunin í sjúkra-
þjálfun hefði verið ör síðustu árin.
„Þörfin hefur áreiðanlega ætíð
Árið 1979 voru veittar 18.026
einstaklingum veitt meðferð í
sjúkraþjálfun á Reykjalundi. Þá
er sundlaug staðarins mikið notuð
til sjúkraþjálfunar og á árinu 1979
sóttu 10.532 laugina.
Heilsusport hefur oft borið á
góma í vitölum okkar hingað til og
lék okkur því forvitni á að kynnast
því nánar. Við hittum að máli
Lilju Hallgrímsdóttur, sem er
annar umsjónarmaður heilsu-
sportsins að Reykjalundi og
spurðum við hana fyrst: — Hvað
er heilsusport? „Það er heildar-
heiti, sem við höfum valið yfir
íþróttir, útivist og tómstundastörf
ýmis konar. Það má segja að hér
hafi sl. ár farið fram brautryðj-
endastarf hérlendis hvað þetta
varðar og að við séum núna fyrst
að sjá hvar við stöndum í þessu,"
svaraði hún.
inn hefur eflst og einstaklingar
sýnt af sér mikla hjálpsemi og
umburðarlyndi.“
Næst litum við inn á iðjuþjálf-
unardeild og röbbuðum þar við
iðjuþjálfana Ingibjörgu Péturs-
dóttur og Kristjönu Fenger. Að
þeirra sögn vinnur iðjuþjálfi
fyrirbyggjandi starf, hæfir,
endurhæfir og veitir eftirmeðferð
fólki með líkamleg, andleg og
félagsleg vandamál. Markmið
iðjuþjálfunar er að auka mögu-
leika einstaklingsins til að búa og
þrífast í eigin umhverfi. Þær
sögðu meðferð sjúklinga með lík-
amleg vandamál hafa að mark-
miði að gera sjúklinginn eins
óháðan hjálp annarra og hægt
væri, og fælist hún í vinnuprófun,
heimilisathugunum og síðan færi
þjálfun fram eftir aðstæðum og
ástandi hvers og eins.
Ljósm. Mbl. Emilía Björ^ Bjórnsdóttir.
Þe«*i föngulegi hópur telur sjúkraþjálfara Raykjalundar og aóstoóarfólk. Birgir Johnsen er lengst til
vinstri á myndinni.
Guórún Kristjánsdóttir vann iðnum
höndum viö talningu á dósum, á
meöan viö röbbuöum viö hana.
Ein grein heilsusportsins er dagblaöalestur. Hér les Lilja
Hallgrímsdóttir upp erlendar fróttir úr Morgunblaöinu
fyrir dagblaöalesturshópinn.
verið sú sama — það segir sig
sjálft — en nú eru gerðar mun
meiri kröfur, samfara auknum
skilningi."
Það kom fram í viðtölum við
sjúkraþjálfara og yfirlækni að
samfara hækkun meðalaldurs
vistmanna á Reykjalundi, en hann
hefur farið síhækkandi síðustu
árin og var rúmt 61 ár í árslok
1979, mætti segja að sjúkraþjálfun
sem sneri að öldruðum væri frem-
ur orðin keppni við hrörnun en
markviss endurhæfing sem skilaði
endanlegum árangri, þ.e. að fólk
næði fullum bata, eða þeim bata
sem gerði það vinnufært á ný og
fært um að fara út í þjóðlífið.
Þá sögðu sjúkraþjálfararnir að
heilsusportið gæfi ýmsa mögu-
leika og hefði reynst vel, en kæmi
þó aldrei að fullu í stað einstakl-
ingsmeðferðar sem margir þyrftu
á að halda.
Heilsusport
fyrir alla
Aðalgreinar heilsusportsins að
Reykjalundi sagði Lilja vera
göngur, sund, boccia (boltaleikur),
dagbiaðalestur, útreiðar, skíða-
göngur o.fl. Lilja útskýrði síðan
nánar nýtingu þessara íþrótta-
greina. „Einum vistmanni getur
verið meiri ávinningur að komast
út á bekkinn hér fyrir utan en
öðrum að hlaupa upp á næstu
hæð. Eins getur það að halda á
dagblaði og lesa nokkrar línur
verið einum vistmanni jafnerfitt
og öðrum þátttaka í erfiðum
boltaleik. Hér gildir að eitthvað sé
fyrir hendi fyrir alla.“ Lilja sagði
að sér fyndist mestur ávinningur
fólginn í heilsusportinu hvað varð-
aði félagsandann. „Ég hef séð
ótrúleg dæmi þess hvað félagsand-
„Þjálfun eftir t.d. slys getur
verið fólgin í því að aðstoða
einstakling við að endurskipu-
leggja daglegar athafnir," sagði
Ingibjörg, „þá er miðað við lík-
amsgetu og aðstæður heima fyrir,
útvegun hjálpartækja og æfing við
notkun þeirra. Þá er heimilisat-
hugun og aðstoð við lagfæringar
heima fyrir stór þáttur, einnig
samhæfing fjölskyldunnar og
samband hennar." Þá sögðu þær
stöllur að iðjuþjálfun ætti ekki
síður við sjúklinga með andleg
vandamál og þroskahefta. Með-
ferð þeirra gæti bæði verið ein-
staklingsmeðferð og hópmeðferð.
Þá væru notaðar athafnir með
sérstök markmið í huga, t.d.
minnka kvíða, auka virkni, hvetja
til félagslegra samskipta o.fl. Þá
sögðu þær samvinnu við iðnaðar-
deild vegna iðjuþjálfunar mikla.
Vantar samband
eftir útskrift
— Hvernig eru aðstæður hér til
iðjuþjálfunar?
„Þær mættu vera betri og er
fyrirhugað nýtt húsnæði fljótlega
fyrir iðjuþjálfun."
Ingibjörg og Kristjana sögðu í
lokin, að þær hefðu oftsinnis rekið
sig á þörf fyrir meira og betra
samband við vistmenn eftir að
þeir útskrifuðust frá Reykjalundi.
Vistmenn fengju endurhæfingu,
næðu umtalsverðum árangri, færu
síðan heim til þátttöku í hinu
daglega lífi. Þá kæmi það oft fyrir
að þeir rækjust á óvænta hindrun
og lokuðust inni í skel sinni í stað
þess að leita hjálpar, enda oftast
orðnir illa á sig komnir andlega
þegar því stigi væri náð.
Ágústa S. Winkler hjúkrunar-
fræðingur og Valgerður Gunnars-
dóttir sjúkraþjálfari fóru utan
fyrir skemmstu á vegum Reykja-
lundar og kynntu sér endurhæf-
ingu fyrir hjartasjúklinga á sér-
stökum stofnunum í Noregi, Sví-
þjóð og Þýzkalandi. Þessi könnun-
arferð var farin vegna ákvörðunar
um að tekin verði upp slík þjón-
usta innan skamms á Reykjalundi.
Við ræddum í lokin við þær
Ágústu og Valgerði og sögðu þær
þessa þjónustu hugsaða fyrir fólk,
sem fengið hefur hjartaáfall eða
verið í hjartaaðgerðum. Þær sögðu
endurhæfinguna hugsaða þannig,
að sjúklingarnir kæmu 4—12 vik-
um eftir áfall eða aðgerð. Þrek
hvers og eins yrði þá mælt og
síðan færi þjálfun eftir þoli hvers
og eins.
— Að hvaða leyti er endurhæf-
ing hjartasjúklinga öðru vísi en
annarra endurhæfingarsjúklinga?
„Það má fyrst geta þess að
sérstaklega þarf að fylgjast með
hjartasjúklingum með hjartalínu-
riti og mjög misjafnt er hversu
mikið hver og einn þolir. Þá þarf
einnig að byggja upp sjálfstraust
þeirra. Flestir eru mjög hræddir
við alla áreynslu eftir slíkt áfall,
þeir stunda t.d. ekki dans, hætta
allri íþróttaiðkun, óttast jafnvel
kynlíf. Við reiknum með að verða
með 4—6 vikna meðferð fyrir
hvern og einn. Þessi endurhæfing
verður skipulögð og rekin í sam-
vinnu við hjartasérfræðinga
sjúkrahúsanna og Hjartaverndar-
félagið í Reykjavík.
Endurhæfing hjarta-
sjúklinga brýn
— Hversu marga hjartasjúkl-
inga munið þið taka?
„Það verða aðeins fjórir til að
byrja með, en síðan er reiknað
með einhverri fjölgun. Það fer
eftir árangri og eftirspurn. En við
vitum að þörfin er gífurleg, því
slíka endurhæfingu er hvergi að fá
hérlendis nú. Hjartasjúklingarnir
munu koma inn eins og aðrir
vistmenn og verða ekki í sérhópi
eða á nokkurn hátt aðskildir frá
öðrum vistmönnum."
— Þarf að breyta hér miklu
með tilkomu þessarar viðbótar og
hvað með tækjabúnað?
„Sérstakur tækjabúnaður þarf
að vera fyrir hendi og mun
grunnbúnaður kosta um 30—40
millj. gkr. Meðal tækja eru sérstök
neyðartæki, s.s. hjartastuðtæki og
þá verðum við einnig að hafa
hjartalínurita og sérstök þrek-
hjól“
Ágústa og Valgerður sögðust
hafa mikla trú á framtíð Reykja-
lundar sem endurhæfingarstöð-
var. Við látum Valgerði eiga
lokaorðin í þessari heimsókn
okkar að Reykjalundi, en hún
sagði: „Reykjalundur getur áreið-
anlega orðið bezta og vandaðasta
endurhæfingarstöð okkar hérlend-
is. Hér er öll aðstaða fyrir hendi
sem þarf og staðsetning er mjög
góð með hliðsjón af staðsetningu
stærstu sjúkrastofnana landsins.
Er vonandi, að heilbrigðisyfirvöld
gefi þessu gaum svo hægt verði að
fá sem bezta og mesta nýtingu á
Reykjalundi hvað þennan þátt
heilbrigðiskerfisins varðar.“
F.P.
t