Morgunblaðið - 12.02.1981, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1981
Jakob Björnsson orkumálastjóri:
Horfur í alþjóðlegum orkumálum og
11. alþjóðlega orkumálaráðstefnan
Inngangur
11 alþjóðlega orkumálaráð-
stefnan var haldin í Miinchen
dagana 8,—12. sept. sl. Tvo næstu
daga á undan, 6. og 7. sept. var
haldinn árlegur fundur í mið-
stjórn ráðstefnunnar, hinu svo-
nefndu alþjóðlega framkvæmda-
ráði.
Á ráðstefnunni í Munchen
mættu um 3500 þátttakendur
hvaðanæva úr heiminum, auk nál.
1500 maka þátttakenda og ann-
árra gesta, þannig að um 5000
manns alls tóku þátt í henni.
Héðan frá íslandi sóttu alls 19
manns ráðstefnuna, þar af 11
þátttakendur: Tveir frá Iðnaðar-
ráðuneytinu, þrír frá Orkustofn-
un, þrír frá Landsvirkjun, einn frá
Rafmagnsveitum ríkisins, einn frá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur, og
einn frá Hitaveitu Suðurnesja.
Alþjóðlega orkumálaráðstefnan
er samtök manna og stofnana er
starfa að orkumálum víðsvegar
um heim. Þau eru óháð stjórnvöld-
um einstakra ríkja, en hafa hins
vegar mikla samvinnu við þau, svo
og margar sérstofnanir Samein-
uðu þjóðanna og ýmis alþjóðleg
samtök önnur.
Þetta eru gömul samtök. Þau
voru stofnuð í London 1924 og
hafa starfað óslitið síðan, að
undanteknum styrjaldarárunum.
Tilgangur þeirra er að „stuðla að
virkjun orkulinda og nýtingu
þeirra í friðsamlegum tilgangi,
svo að verða megi öllum til sem
mestra nytja, bæði í einstökum
löndum og á alþjóðlegum vett-
vangi".
Ráðstefnur eru nú haldnar á
þriggja ára fresti, til skiptis í
ýmsum hlutum heims. Alþjóðlega
framkvæmdaráðið, stjórn ráð-
stefnunnar, heldur fund árlega,
einnig til skiptis í þátttökulöndun-
um. Samtökin hafa aðalskrifstofu
í London.
Alþjóðlega orkumálaráðstefnan
starfar í svonefndum landsnefnd-
um. Er ein í hverju landi. Hvert
land hefur eitt atkvæði á fundum
alþjóðlega framkvæmdaráðsins,
án tillits til fólksfjölda, og greiðir
árlegt tillag til samtakanna, sem
ræðst m.a. af orkunotkun á mann
í viðkomandi landi, heildarorku-
notkun og fleiri þáttum. Island
greiðir lágma.ksgjald, 346 sterl-
ingspund á ári.
Auk landsnefndanna í hverju
landi starfa margar sérnefndir
milli þinga, að sérstökum við-
fangsefnum. Eru þær gjarnan
skipaðar mönnum víðsvegar að úr
heiminum. Þeirra veigamest hefur
nú að undanförnu verið svonefnd
Orkusparnaðarnefnd, sem hefur
gcrt úttekt á horfum í orkumálum
heimsins næstu 40 ár, fram til
ársins 2020; líklega hina um-
fangsmestu og vönduðustu úttekt
af þessu tagi sem gerð hefur verið.
Orkusparnaðarnefndin starfar
áfram. Nýlega var önnur slík
nefnd sett á laggirnar til að fja.lla
um orkumál þróunarlandanna
sérstaklega, og á fundi Fram-
kvæmdaráðsins í Munchen var
ákveðið að hún skyldi starfa til
frambúðar. Er þess vænst að þessi
nefnd verði brátt hin aðsópsmesta
allra sérnefndanna, svo mjög sem
orkumál þróunarlandanna eru nú
i brennidepli.
Ráðstefnan í
Mtinchen
Hver ráðstefna hefur sitt höfuð-
viðfangsefni. Viðfangsefni 11.
ráðstefnunnar var: „Orka handa
heimi okkar." Efninu var skipt í
fjórar deildir:
1. Orkuframboð.
2. Orka og samfélag.
3. Orka og umhverfi.
4. Orka, samfélag og umhverfi.
Á ráðstefnunni voru lögð fram
alls 164 almenn erindi. Úr þeim
voru unnin fjögur yfirlitserindi,
eitt fyrir hverja deild. Loks komu
fram á ráðstefnunni fjölmargar
svonefndar „stöðuskýrslur" um
einstök afmörkuð svið orkumála.
Stöðuskýrslur þessar voru samdar
af mönnum, sem sérstaklega
höfðu verið til þess fengnir. Þær
voru lagðar til grundvallar hring-
borðsumræðum og vinnuhópa-
umræðum á ráðstefnunni.
Frá Islandi komu tvö almenn
erindi: „Olíusparnaður í húshitun
á íslandi með nýtingu innlendra
orkugjafa í stað olíu“ eftir Jakob
Björnsson orkumálastjóra, og „Al-
þjóðlegt jarðhitaþjálfunarnám-
skeið á Islandi í tengslum við
Háskóla Sameinuðu þjóðanna"
eftir Ingvar Birgi Friðleifsson,
jarðfræðing á Orkustofnun, sem
veitir námskeiðinu forstöðu, og W.
Shearer, frá Háskóla Sameinuðu
þjóðanna í Tokýó.
Ekki leikur vafi á því að fyrsti
þátturinn af þeim fjórum, sem
taldir voru, orkuframboðið, varð
fyrirferðarmestur á ráðstefnunni,
þótt um hina væri vissulega fjall-
að líka, ekki síst hinn fjórða.
Fyrsti þátturinn fjallaði einmitt
um hið brennandi vandamál okkar
tíma; orkukreppuna svonefndu.
Verður nægilegt framboð á orku
til að mæta vaxandi þörf? Því að
verði óhæfilegt misvægi milli
framboðs og eftirspurnar getur
það leitt til þess, að verðlag á orku
fer úr öllum böndum, með efna-
hagskreppur og jafnvel styrjaldir
sem afleiðingu.
Bakgrunnur umræðna um
orkuframboðið var ítarleg úttekt
sem Orkusparnaðarnefnd Alþjóð-
legu orkumálaráðstefnunnar hef-
ur unnið að mörg undanfarin ár,
og birtist í sjö bindum árið 1978. Á
ráðstefnunni í Múnchen kom
fram, að þær niðurstöður eru
taldar óbreyttar enn í öllum meg-
inatriðum. Vegna mikilvægis
þessa máls fyrir hvjsrt einasta
mannsbarn á jarðarkringlunni er
ekki úr vegi að rekja niðurstöður
Orkusparnaðarnefndarinnar í
allra stærstu dráttum.
Horfur í orku-
málum heimsins
fram til 2020
Meginniðurstöður í könnun
Orkusparnaðarnefndarinnar má
draga saman þannig:
1. Heildarorkuþörf heimsins
mun fjórfaldast á tímabilinu
1972—2020, en raforkuþörf
rúmlega áttfaldast.
2. Vöxtur orkuþarfarinnar verð-
ur mjög misrr.unandi í ýmsum
hlutum heimsins. í OECD-
löndunum sem heild (þ.e. iðn-
ríkjum Vesturlanda, Japan,
Ástralíu og Nýja Sjálandi) er
áætlað að orkuþörfin tæplega
tvöfaldist, tæplega fimmfald-
izt í ríkjum með áltlunarbú-
skap, en nær fimmfaldist í
þróunarlöndunum sem heild.
3. Áætlað er að þessi vöxtur
orkunotkunar nægi til að
halda uppi 4,2% hagvexti á ári
til jafnaðar í OECD-ríkjum;
svipuðum hagvexti í löndum
með áætlunarbúskap og ríkt
hefur í þeim sem heild undan-
farna þrjá áratugi, en 5,7% á
ári í þróunarlöndunum. Þetta
verði þó því aðeins mögulegt
að til komi víðtækur
orkusparnaður og bætt orku-
nýting, þannig að árið 2020
megi ná 1% vexti í þjóðar-
framleiðslu með aðeins helm-
ingi þeirrar orku, sem slíkur
vöxtur kostar í dag í OECD-
löndum og með þriðjungi
minni orku í þróunarlöndum.
4. Bregðist þessi orkusparnaður
hlýtur það að koma fram í
minni hagvexti er ofangreind-
ar tölur sýna, þar eð ekki er
talið gerlegt að mæta meiri
orkuþörf en áætlunin segir til
um, og raunar er engan veginn
tryggt að unnt verði að mæta
henni. Verulegt misvægi milli
framboðs og eftirspurnar á
orku myndi tákna stórhækkað
verð á henni og harða sam-
keppni um hana. Hætt er við
að það yrðu fremur þróunar-
löndin en iðnríkin sem yrðu
Jakob Björnsson orkumálastjóri.
undir í slíkri keppni, þannig
að það kæmi fyrst og fremst
niður á þeirra hagvexti, og þar
með lífskjörum í þeim, ef ekki
reynist unnt að mæta orkueft-
irspurninni.
5. Talið er, að unnt eigi að vera
að halda viðunandi, en að vísu
ótryggu, jafnvægi milli fram-
boðs á olíu og eftirspurnar
eftir henni, og komast þannig
hjá því að verðlag á olíu fari
upp úr öllu valdi á tímabilinu
fram til 2020. Þetta er þó því
aðeins mögulegt að nú þegar
verði stórlega dregið úr vexti
olíunotkunar frá því sem hann
hefur verið, og olía takmörkuð
við svonefnd forgangsnot, sem
eru samgöngur og efnaiðnað-
ur. Hætta verður hið bráðasta
að nota olíu til hitunar, hvort
heldur er í iðnaði eða á
heimilum, og til raforku-
vinnslu.
6. Áætlað er að olíuvinnsla muni
enn vaxa nokkuð og ná há-
marki í kringum 1990, um 5
milljörðum tonna á ári, borið
saman við nál. 3 milljarða
tonna nú. Eftir það mun olíu-
vinnsla dragast saman, niður í
um 4 milljarða tonna árið 2005
og 2,3 milljarða árið 2020.
Svipað er að segja um jarðgas,
nema hámarkinu er þar talið
munu verða náð um aldamót-
in. Aukningin frá núverandi
vinnslu upp í hámarkið er
talin verða mun meiri en fyrir
olíu.
7. Ef hætta á að nota olíu og gas
til raforkuvinnslu, jafnframt
því sem hún á að áttfaldast að
magni, er ljóst að aðrir
orkugjafar verða að bera byrð-
ar raforkuvinnslunnar. Kom-
ist er að þeirri niðurstöðu að
meginþunginn muni hvíla á
kolum og kjarnorku, þrátt
fyrir að áætlað er að raforku-
vinnsla úr vatnsafli muni fjór-
faldast frá 1972 til 2020. Kolin
ein geta þó ekki tekið á sig það
sem á vantar þegar vatnsork-
unni sleppir. Kjarnorka verð-
ur að sjá fyrir verulegum
hluta. Áætlað er, að vinnslu-
geta kjarnorkustöðva muni
150-faldast milli 1972 og 2020.
Tekið er fram, að fyrir heim-
inn í heild sé aðeins um það að
velja að nýta kjarnorkuna eða
ná ekki þeim hagvexti sem
áætlaður er. Þar sé enginn
þriðji möguleiki til. Aftur er
hætt við að slík takmörkun
hagvaxtar kæmi fremur niður
á þróunarlöndum en iðnríkj-
um.
Þessi niðurstaða varðandi
kjarnorkuna á við um tímabil-
ið fram til 2020, en þar með er
ekki sagt að hún þurfi að gilda
um alla framtíð. Þegar kemur
lengra fram á næstu öld gætu
aðrir orkugjafar leyst kjarn-
orkuna (þ.e. klofningskjarn-
orku þá sem nú er nytjuð) af
hólmi, og hlutverk hennar
Jiannig orðið tímabundið.
8. Áætlað er, að nýting óhefð-
bundinna, varanlegra orku-
linda, svo sem sólarorku, jarð-
varma, orku úr lífrænum efn-
um, eða samrunakjarnorku,
muni vaxa hægt fram yfir 1990,
en hraðar úr því, og hafa árið
2020 nálægt fjórfaldast frá því
sem var 1972, sem þýðir, að
hlutdeild þeirra í orkuvinnsl-
unni í heild er nánast óbreytt.
talið er, að einmitt þessar
óhefðbundnu orkulindir séu
megin-orkuvon mannkynsins,
séð til langrar framtíðar, mið-
biks næstu aldar eða svo. Á
hinn bóginn er talið óraunhæft
að vænta þess að þær leysi
aðsteðjandi vanda. Það hljóti
óhjákvæmilega að taka langan
tíma að breyta hinu risavaxna
orkukerfi heimsins, sem er
tregt í eðli sínu. Minnt er á, að
það hafi tekið olíuna meira en
heila öld að ná þeirri yfirburð-
arstöðu sem hún hefur á
orkumarkaði heimsins. Það
hljóti einnig að taka nýjar
orkulindir sinn tíma að ná
yfirburðarstöðu, enda þótt
stytta megi þann tíma mikið
með markvissum ráðstöfunum.
9. Orkuframtíð mannkynsins,
séð til lengri tíma, er talin
björt. En ódýr olía og gas,
meginorkulindir dagsins í dag,
eru á þrotum, og framundan
eru miklir breytingartímar,
þar sem orkukerfi heimsins
þarf að laga sig að breyttum
aðstæðum. Þessir breytingar-
tímar eru v rasamir og erfið-
ir. Vandinr er ekki sá að
orkulindir skorti, þegar á heil-
dina er litið. Vandinn er fólg-
inn í sjálfum breytingunum.
Orkukerfi heimsins er tregt,
og þegar það byrjar að taka
stakkaskiptum er vandi að
stýra því. Tregðan er mesfci
vandinn. Mest hætta er á að
aðlögunin að nýjum aðstæðum
gangi ekki nægilega fljótt
fyrir sig og upp komi tíma-
bundið misvægi milli fram-
boðs og eftirspurnar á orku.
Vegna mikilvægis orkunnar
nú á tímum geta slíkar trufl-
anir, þótt tímabundnar séu,
valdið stórvandræðum; efna-
hagskreppum, félagslegu um-
róti og jafnvel stefnt friði og
öryggi í voða. Það er meiri
skortur á tima til að koma
nauðsynlegum breytingum i
kring nægilega snemma held
ur en á orkuiindum.
10. Bent er á mikilvægi þess að
bregðast skjótt við vandanum.
Meiriháttar ákvarðanir, sem
kosta gífurlega fjármuni, þarf
að taka strax og hrinda í
framkvæmd án tafar. í þessu
er langstærsti hluti núverandi
orkuvanda heimsins fólginn —
ekki í skorti á orkulindum.
Breytingar frá olíu yfir í aðrar
orkulindir eru svo stórkostlegt
átak, að hún mun reyna til
hins ítrasta á framsýni, skipu-
lagshæfni og samstarfsvilja
ráðamanna og þjóða. Veruleg
mistök hér geta haft geigvæn-
legar afleiðingar.
Nánar frá umræðum
Sem fyrr segir, kom það fram á
ráðstefnunni í Múnchen, að horfur
þær í orkumálum heimsins, sem
hér voru raktar eru taldar hafa
mjög lítið breyst síðan 1978, er
Orkusparnaðarnefndin skilaði
áliti. Einnig kom fram, að á
þessum tveimur árum hafa fáar
þær meiriháttar ákvarðanir verið
teknar sem Orkusparnaðarnefnd-
in taldi svo brýnt að teknar væru
án tafar. Enn er haldið áfram að
brenna olíu til hitunar og raforku-
vinnslu. Ákvarðanir, sem leitt
gætu til meiriháttar aukningar
kolavinnslu, láta standa á sér.
Andstæðingahópum kjarnorku-
vera hefur mjög víða tekist að
tefja byggingu þeirra, og stuðlað
með því að áframhaldandi
brennslu olíu til raforkuvinnslu.
Raunar hefur hin almenna efna-
hagskreppa dregið úr sárustu
áhrifum af þessum töfum, vegna
þess að hún hefur haft í för með
sér að raforkuþörfin hefur um
sinn aukist hægt eða jafnvel
ekkert. En menn eru sammála um
að bati ( efnahagsmálum myndi
strax leiða til aukinnar eftir-
spurnar eftir raforku. Það gæti
fljótlega leitt til vandræða, og
myndi, fyrst í stað að minnsta
kosti, enn auka eftirspurnina eftir
olíu.
Fram komu raddir frá þróunar-
löndunum, sem átöldu mjög þenn-
an slóðaskap iðnríkjanna. Töldu
þær, að iðnríkjunum bæri skylda
til að eftirláta þróunarríkjunum
hluta þeirrar ódýru, auðunnu olíu
sem enn er eftir í jörðu, með því
að nota heima fyrir þá háþróuðu
orkuvinnslutækni sem þau ráða
yfir, einkum kjarnorkutæknina,
og draga með því úr olíunotkun
sinni. Þróunarlöndin réðu ýmist
ekki yfir þessari háþróuðu tækni,
eða hefðu ekki efni á henni vegna
aðkallandi þróunarverkefna. Þeim
væri mikil nauðsyn á að eiga
tafarlausan aðgang að ódýrri, auð-
nýtanlegri orku, til að bæta hið
hörmulega efnahagsástand sitt, en
hefðu hvorki efni á né tíma til að
tileinka sér vandasama tækni né
til að stunda tilraunastarfsemi.
Olía væri því kjörin orka handa
þróunarlöndunum meðan þau
væru að ná sér á strik. Mótmæl-
endahópar gegn kjarnorku í iðn-
ríkjunum sýndu því mikið ábyrgð-
arleysi, sögðu þessar raddir, og
afstaða þeirra bæri síður en svo
vott um skilning á þörfum þróun-
arríkjanna.
Þetta dæmi, og raunar fleiri,
eru til marks um vaxandi kröfur
frá þróunarlöndum um að orku-
vanda þeirra sé meiri gaumur
gefinn af Alþjóðlegu orkumála-
ráðstefnunni en verið hefur til
þessa. Þessar kröfur eru nú settar
fram með sívaxandi þunga. Á
fyrri ráðstefnum hafa umhverfis-
verndarmenn í iðnaðarríkjum
stundum verið mjög gagnrýndir af
fulltrúum þróunarríkja fyrir skort
á jafnvægi í afstöðu sinni til
umhverfisverndar í iðnríkjunum
annars vegar og þróunarríkjum
hins vegar. Þeir geri mikið úr
umhverfisáhrifum af orkuvinnslu
og orkunotkun í iðnríkjunum, en
sleppi næstum alveg að tala um
hina hrikalegu spillingu umhverf-