Morgunblaðið - 12.02.1981, Page 19

Morgunblaðið - 12.02.1981, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1981 19 isins sem á sér stað af völdum orkuskorts í þróunarlöndum, þar sem fólk í sárustu neyð eyðir skógum í stórum stíl til eldiviðar, og brennir húsdýraáburðinum sem gróðurmoldina svo sárlega vantar, með þeim afleiðingum að ræktarlönd eyðast og fólk sveltur. (Skyldum við Islendingar annars ekki kannast við þá mynd úr ekki mjög fjarlægri fortíð?) Sannleik- urinn er sá, segja þessar raddir, að umhverfisspilling af völdum alls- nægta er hreinn barnaleikur hjá þeirri umhverfisspillingu, sem skorturinn veldur hjá tveimur þriðju mannkynsins, svo ekki sé minnst á mannlegar hörmungar og eymd af hans völdum. Þessara og þvílíkra sjónarmiða gætti einkum í tengslum við 2. þátt ráðstefnuefnisins, „Orka og samfélag", og 4. þáttinn, „Orka, samfélag og umhverfi". Þar voru einnig áberandi kröfur á hendur iðnríkjunum um miklu meiri að- stoð við þróunarlöndin í orkumál- um, með margvíslegum hætti, tæknilega og ekki síst fjárhags- lega, t.d. með stofnun sérstaks orkubanka. Af hálfu iðnríkjanna var út af fyrir sig tekið undir það sjónar- mið, að orkumál þróunarlandanna væri brennandi vandamál, og þá fyrst og fremst olíulausra þróun- arlanda. Bæri iðnríkjunum þar vissulega skylda til hjálpar, auk þess sem slík hjálp væri þeim sjálfum í hag þegar til lengri tíma væri litið. En hér hefðu fleiri en iðnríkin skyldum að gegna. Sér- staklega OPEC-ríkin. I fyrsta lagi bæri þeim skylda til að nota sinn mikla olíuauð til að hjálpa oliu- lausum þróunarríkjum. Og í öðru lagi bæri þeim að gæta hófs í verðlagningu sinni á olíu, og forðast að leggja efnahagskerfi iðnríkjanna í rúst með ábyrgðar- lausri olíuverðspólitík. Sæmilegur hagvöxtur iðnríkja og viðunandi efnahagsástand þar væri frumfor- senda fyrir aukinni aðstoð iðnríkj- anna við þróunarlöndin í orkumál- um, sem og í öðrum málum. Á tímum kreppu og fjöldaatvinnu- leysis í iðnríkjunum séu engar pólitískar forsendur fyrir sérstök- um álögum á þegna þessara ríkja til þróunaraðstoðar. Og hófsamleg verðlagning olíu sé í sjálfu sér mikilsverð hjálp við olíulausu þróunarlöndin. Yfirleitt lögðu fulltrúar iðnvæddra ríkja mikla áherslu á alþjóðiega samvinnu í orkumálum, þar sem allir, iðn- vædd ríki, OPEC-ríki og olíulaus þróunarlönd, hefðu skyldum að gegna. Aðeins með slíkri sam vinnu mætti tryggja allt í senn: Viðunandi hagvöxt í iðnríkjum, sem væri frumforsenda aðstoðar þeirra við þróunarríkin: nýtingu annarra orkulinda i stað olíu, sem m.a. tryggði olíuríkjunum tekjur til langframa af þessari auðlind sinni, en hún eyddist ekki á skömmum tíma, og loks viðunandi framfarir í þróunarlöndunum. Ýmsir fulltrúar OPEC-ríkja ásökuðu iðnríkin fyrir að kenna OPEC um öll sín vandræði; efna- hagskreppu, atvinnuleysi og verð- bólgu. Sannleikurinn væri sá, að olíuverðshækkanir hefðu gert lítið betur en að halda í við verðrýrnun dollarans, þegar litið væri á nokk- ur ár í senn. Hæfileg verðhækkun olíunnar virtist og eina leiðin til að kenna iðnríkjum Vesturlanda þá lexíu að fara ætti sparlega með þessa mikilvægu orkulind, olíuna, sem lengst af hefði verið vanmet- in. Hinir miklu yfirburðir olí- unnar sem orkugjafa, einkum til sérhæfðra nota, svo sem sam- gangna, hefðu fram að þessu alls ekki komið fram í verði hennar borið saman við aðra óhentugri orkugjafa. Verðhækkun olíunnar væri í rauninni aðeins óhjákvæmi- leg aðlögun að staðreyndum, og væri öllum til góðs, þegar til lengri tíma væri litið. OPEC-ríkin gegndu hér í rauninni einskonar uppeldishlutverki. Enda þótt fáar meiriháttar ákvarðanir kunni að hafa verið teknar síðan 1978, þá eru þó uppi víða um heim mörg og stór áform í orkumálum. Leiðin fram á við er því vörðuð góðum ásetningi — ekki vantar það. Um þetta bera vott mörg erindi ráðstefnunnar — þar á meðal undirritaðs um olíu- sparnað í húshitun á íslandi með nýtingu innlendra orkugjafa í stað olíu — svo og hringborðs- og vinnuhópaumræðurnar. Mikið stendur víða til: umfangsmikil leit að olíu og gasi víða um lönd; á hafi úti og á heimskautasvæðum; stór- aukin kolavinnsla í mörgum lönd- um; áframhaldandi leit að úraní- um; bygging nýrra kjarnorku- stöðva; smíði ræktunarkljúfa (kjarnkljúfa sem framleiða meira kjarnkleyft eldsneyti en þeir nota þ.e. „rækta" eldsneyti); lagning gasleiðslna; umfangsmiklar ráð- stafanir til sparnaðar á nær öllum notkunarsviðum orku víða um heim; gjörnýting vatnsorku með byggingu smástöðva í löndum sem þegar hafa nýtt mestalla vatns- orku sína, og síðast en ekki síst miklar orkurannsóknir. Mörg er- indin fjölluðu um rannsóknir. Mikið er unnið að tilraunum til að vinna fljótandi eldsneyti og gas úr kolum og tilraunum með að brenna kolum á svonefndri svif- rist (fluidized bed), þar sem kol- öngunum er haldið svífandi með því að blása lofti upp í gegnum kolalagið meðan það brennur. Þessi brennslutækni getur valdið byltingu í notkun kola ef hún uppfyllir þær vonir sem við hana eru tengdar, m.a. má losna við þá ryk- og brennisteinsmengun sem kolabrennsla veldur nú. En kol eru einmitt það eldsneyti sem mest er til af í heiminum. Miklar rann- sóknir fara og fram á aðferðum til að ná stærri hluta olíunnar úr jörðu en nú tíðkast, þar sem aðeins 30—40% olíunnar í jörðu eru unnin; á aðferðum til að vinna olíu úr olíubornu flögubergi og tjörusandi. Loks fara fram geysi- miklar rannsóknir á óhefðbundn- um orkulindum svo sem sólarorku, vindorku, bylgjuorku, jarðvarma og síðast en ekki síst samruna- kjarnorku sem margir binda vonir við sem hina „endanlegu lausn“ í orkumálum mannkynsins. I skýrslum Orkusparnaðar- nefndarinnar um horfur í orku- málum heimsins fram til 2020 er gengið út frá því, að lönd með áætlunarbúskap verði sjálfum sér nóg um orku á tímabilinu, þar með talin olía. Um þetta eru þó skiptar skoðanir víða um heim. Þannig telur CIA að Sovétríkin muni eftir nokkur ár ekki framleiða nægjan- lega mikla olíu til eigin þarfa og taka að keppa við aðra um olíu- kaup frá Miðausturlöndum. Sov- étríkin eru nú mesti olíufram- leiðandi heims, en næst koma Bandaríkin og Saudi-Arabía (sem er mesti olíuútflytjandi heims). Ljóst er, að það getur haft geysi- mikil áhrif á jafnvægið milli framboðs og eftirspurnar eftir olíu ef risaveldi eins og Sovétríkin fara að kaupa olíu í stórum stíl á almennum markaði, t.d. frá OPEC-löndunum. Óháð rannsókn- arstofnun í Malmö í Svíþjóð hefur að vísu komist að gagnstæðri niðurstöðu við CIA, og telur, að Sovétríkjunum sé í lófa lagið að auka olíuvinnslu sína, jafnvel svo, að lönd með áætlunarbúskap sem heild geti flutt olíu út. Það var því með nokkurri eftirvæntingu að beðið var ræðu Neporozhnys, orkumálaráðherra í Sovétríkjun- um, er hann flutti á einum fundi ráðstefnunnar í Múnchen. Neporozhny greindi ítarlega frá umfangsmiklum áformum Sovét- manna um að auka framleiðslu á kolum og jarðgasi í framtíðinni; að reisa kjarnorkurafstöðvar í stórum síil, þar á meðal stöðvar búnar ræktunarkljúfum; að leggja víðfeðmt kerfi háspennulína fyrir ofurháa spennu (1100—1200 kV), meðal annars til landanna í Austur-Evrópu, sem opnar mögu- leika á raforkusölu í stórum stíl til Vestur-Evrópu; að leggja víðar og langar leiðslur til að flytja jarðgas frá Síberíu til Evrópuhiuta Sov- étríkjanna og Austur-Evrópu, einnig með möguleikum á stórauk- inni gassöiu vestur á bóginn. Hann greindi einnig frá miklum rannsóknum á samrunakjarnorku, þar sem Sovétmenn standa mjög framarlega. Hins vegar minntist hann ekki einu orði á oliuvinnslu Sovétríkjanna í framtíðinni, og horfum á því sviði. Var það mörgum vonbrigði að fá ekkert að heyra frá Sovétmönnum sjálfum um það, hvernig þessi stærsti olíuframleiðandi heimsins metur þróun olíuvinnslu sinnar í fram- tíðinni. Lærdómar fyrir okkur íslendinga Hvaða ályktanir og lærdóma eigum við hér á íslandi að draga af þeirri stöðu og horfum í alþjóð- legum orkumálum, sem að framan eru rakin? Höfum við ekki algera sérstöðu, vegna okkar miklu orkulinda? Erum við ekki lausir við allan vanda? Nei, ekki aldeilis. Um helmingur þeirrar orku, sem seld er notend- um á íslandi, er innflutt olía. Af þeim innflutningi fór árið 1977 aðeins rúmlega helmingur, 54%, til svonefndra forgangsnota (sem hjá okkur eru samgöngur og fiskveiðar), þ.e. til þeirra hluta sem notkun olíu verður að tak- markast við í framtíðinni sam- kvæmt niðurstöðum orkusparnað- arnefndarinnar. Hin 46% fóru til notenda sem í framtíðinni verða að hætta að nota olíu. Niðurstaða orkusparnaðarnefndarinnar und- irstrikar því rækilega nauðsyn okkar á að spara olíu. Ekki svo að skilja að það skipti orkubúskap heimsins miklu hvort við á íslandi notum meiri eða minni olíu. En það skiptir okkur sjálfa miklu. Olía verður í framtíðinni einfald- lega of dýr til annars en for- gangsnota, og á þeim sviðum þarf að fara eins sparlega með hana og kostur er; nýta hana eins vel og hægt er. Við munum ekki frekar en aðrar þjóðir hafa efni á að sólunda jafn verðmætri vöru og olía verður í framtíðinni. Við verðum, eins og aðrir, að laga okkur að breyttum aðstæðum í olíumálum. Sú aðlögun verður okkur ekki vandalaus, enda þótt orkulindir okkar séu okkur vissu- lega mikil hjálp í því efni. Og sú aðlögun verður að hefjast strax. Raunar er hún hafin á húshitun- arsviðinu, en hún má ekki tak- markast við það svið. Á öðrum sviðum verður hún ekki eins auðveld. I annan stað hljótum við Islendingar að taka okkar þátt í þeirri samvinnu þjóða í milli, sem allir virðast sammála um að 0RKUSPÁ 0RKUSPARNA0ARNEFNDAR ALPJÓÐLEGU ORKUMÁLARÁÐSTEFNUNNAR EFTIRSPURN EFTIR HRÁORKU, EXAJÚL Á ÁRI 0ECD lond Lönd með áœtlunar- búskap Þróunar- lönd Heimurinn í heild 1972 150 66 27 243 1980 178 86 46 310 1990 212 120 86 418 2000 242 167 152 561 2010 262 233 253 748 2020 278 325 397 1000 11 I exojúl (EJ) er I0l8júl (J) eðo 278 TWh Eitt exajúl jafnqildir orkuí rúmlegu 22,7milljónum tonno af olíu. Virkjanleq vatnsorka íslonds er, reiknud sem hróorka, um 0,3exajúl ó óri. MÖGULEG VINNSLA HRÁ0RKU í HEIMINUM,EXAJÚL Á ÁRI, SAMKVÆMT MATI ORKUSPARNAÖARNEFNDAR ALÞJÓÐLEGU ORKUMÁLARÁÐSTEFNUNNAR 0RKULIND 1972 1985 2000 2020 Kol 66 115 170 259 01 ía 115 216 195 106 Jarðgas 46 77 143 125 Kjamorka 2 23 88 314 Vatnsorka 14 24 34 56 Óhefdbundnar olíu- og gaslindir 0 0 4 40 Endurnýjanlegar orkulindir sólarorka, jardhiti, lífrœn efni 26 33 56 100 ALLS 269 488 690 1000 nauðsynleg sé í orkumálum ef ekki á illa að fara, og mikil áhersla vai lögð á í Múnchen. Það færir okkur bæði vanda og möguleika. Gera má ráð fyrir að alþjóðleg sam- vinna í orkumálum leiði meðal annars af sér að einhverju leyti breytta verkaskiptingu milli þjóða heims frá því sem tíðkast hefur. Þannig er eðlilegt að hugsa sér að þær þjóðir sem enn ráða yfir ódýrri vatnsorku taki öðrum fremur að sér framleiðslu á vör- um, sem mikla raforku þarf til, svo sem áli, en hinar, sem ekki eiga slíkar orkulindir; dragi úr henni. Hér þurfum við Islendingar framar öllu að vera viðbúnir; hafa mótað okkur stefnu, en láta hvorki tækifærin né vandann koma okkur í opna skjöldu. Hér eigum við eflaust mikil tækifæri, en kannske vandnýtt, ekki ósvipað og Norð- menn þegar Norðursjávarolían fannst. Við verðum að reynast þeim vanda vaxnir ekki síður en Norðmenn olíuvandanum. í þriðja lagi ber okkur íslend,- ingum, eins og öðrum ríkum þjóðum, siðferðisleg skylda til að hjálpa til að leysa hinn mikla orkuvanda olíulausra þróunar- ríkja. Þetta mál bar einnig hátt á ráðstefnunni í Múnchen. Hér leggjum við raunar nokkuð af mörkum nú þegar, þar sem ísland hefur tekið að sér fyrir Háskóla Sameinuðu þjóðanna að halda hér þjálfunarnámskeið í rannsókn og nýtingu jarðhita fyrir styrkþega frá þróunarlöndum. Fjallaði ann- að íslenska erindið á ráðstefnunni einmitt um það. Ber ísland meira en helming kostnaðarins af þessu námsskeiðahaldi, sem hluta af aðstoð sinni við þróunarlöndin. En þróunaraðstoð er enn miklu lægra hlutfall af þjóðartekjum hjá okkur en t.d. Dönum eða Svíum, og okkur ber að gera betur. Vel kemur til álita að slík aðstoð verði einmitt á orkusviðinu. Við eigum marga færa sérfræðinga í jarðhita sem gætu veitt þróunarlöndum mikilsverða aðstoð með ráðgjöf sem kostuð væri af íslensku þróunarframlagi. Við höfum einn- ig nú þegar öðlast mikla reynslu í rannsóknum á vatnsorku og beisl- un hennar. Sú reynsla getur orðið að liði í mörgum þróunarlöndum, því að meginhlutinn af óvirkjaðri vatnsorku heimsins er einmitt þar. Orka, þróun, lífsgæði Sem fyrr segir er orkumálum þróunarlandanna nú mjög vax- andi gaumur gefinn í starfsemi Alþjóðlegu orkumálaráðstefnunn- ar, eins óg raunar víðar. í sam- ræmi við það hefur næstu ráð- stefnu, hinni 12. í röðinni, sem haldin verður haustið 1983, verið valinn staður í dæmigerðu þróun- arlandi, Indlandi. Það er e.t.v. til marks um ólík viðhorf til orku- mála í iðnríkjum annars vegar og' þróunarríkjum hins vegar, að á ráðstefnunni í Múnchen, í einu háþróaðasta iðnríki veraldar, var rætt um hluti eins og orku, umhverfi og samfélag, um það, hvað væri borgandi fyrir olíu, hvernig vinna megi gas og olíu úr kolum; um hlutverk kjarnorku í orkubúskapnum o.s.frv., en við- fangsefni ráðstefnunnar í Ind- landi er aftur á móti fólgið í þeim einkunnarorðum sem henni hafa þegar verið valin: Orka, þróun, lífsgæði. Hið brennandi vandamál þróunarríkjanna er að afla sér orku, einhverskonar orku, því án orku verður engin framþróun í þessum löndum, og án þróunar eru vonir þessara þjóða um lífsgæði, um mannsæmandi líf, falsvonir einar. Neyðin, en jafnframt vonin, er baksviðið, í stað allsnægtanna í Þýskalandi. Eða eins og Indverji einn komst að orði við mig: „Þegar þið Vesturlandabúar talið um hvað verðið sé hátt á olíunni og hvort velja beri fremur kol eða kjarnorku sem meginorkugjafa í framtíðinni þá er það samskonar umræða og þegar þið kvartið um verðið á nautakjöti og bollaleggið um, hvort hafa eigi það ofnsteikt eða ristað í næstu máltíð. Hjá okkur er vandinn annar. Eigum við nokkuð í næstu máltíð yfir- leitt."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.