Morgunblaðið - 12.02.1981, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1981
25
Frakkinn Jean-Pierre Jacquillat stjórnar flutningnum Sinfóníuhljómsveit íslands og Söngsveitin Filharmónia á æfingu í Háskólabiói. Myndir: Emili*
Á áskriftartónleikum Sinfóniuhljómsveitar íslands
sem hef jast i kvöld kl. 20.30 verður flutt óperan Fidelio
eftir Beethoven. óperan verður flutt i tónlcikaformi og
er það í fyrsta skipti sem hún er flutt i heilu lagi hér á
landi. Flytjendur eru alls um 230, sjö einsöngvarar,
Karlakór Reykjavikur og Söngsveitin Fílharmonia
ásamt Sinfóniuhljómsveitinni. Fjórir einsöngvaranna
koma frá Þýskalandi. Þjóðverjarnir Astrid Schirmer
(Leónóra) og Manfred Schenk (Rocco), Rúmeninn
Ludovico Spiess (Florestan) og Daninn Bent Norup
(Pizarro). Islensku söngvararnir þrir eru Elin Sigur-
vinsdóttir (Marzelline), Sigurður Björnsson (Jacquino)
og Kristinn Hallsson (Don Fernando). Stjórnandi er
Jean-Pierre Jacquillat. óperan verður endurtekin
laugardaginn 14. febrúar kl. 14.
Erlendu einsöngvararnir hafa allir sungið í Fidelio
áður. Manfred Schenk hefur sungið hlutverk Roccos yfir
200 sinnum en þetta er í fyrsta skipti sem hann syngur
hlutverkið í tónleikaformi.
Astrid Schirmer er alin upp í Schwarzwald og
Friburg en stundaði söngnám í Berlín fyrst og fremst.
Hún hefur sungið stór hlutverk í óperum Wagners,
Mozarts, Beethovens, Verdis og Strauss í mörgum
frægustu óperuhúsum álfunnar. Á fundi með frétta-
mönnum í gær sagði Sigurður Björnsson, framkvæmda-
stjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, að eiginlega hefði
engin önnur söngkona komið til greina í hlutverk
Leónóru er farið var að ræða um flutning Fidelio
hérlendis. Schirmer hefur ein útlendinganna komið
hingað til lands áður, það var árið 1978 og söng hún þá
m.a. hluta úr Fidelio.
Ludovico Spiess er fæddur og uppalinn í Rúmeníu.
Hann hefur sungið aðalhlutverk í óperum austan hafs og
vestan. Þó hefur hann starfað mest í Þýskalandi, Berlín
og Múnchen.
Bent Norup hefur komið fram við konunglega
leikhúsið í Kaupmannahöfn síðan árið 1968 og verið
fastráðinn við óperurnar í Braunschwig og Núrnberg.
Hann hefur einnig sungið sem gestur við mörg stærri
óperuhús, m.a. í Brússel, Marseilles, Ósló og Bonn.
Manfred Schenk er frá Stuttgart en hann hefur
sungið flest meiriháttar bassahlutverk við óperur um
þvera og endilanga Evrópu og einnig í Bandaríkjunum.
Hann er nú fastráðinn við óperurnar í Frankfurt og Vín.
Schenk hefur sungið með Sigurði Björnssyni erlendis og
er fyrrum skólabróðir eiginkonu hans, Sieglinde Kah-
mann.
Þótt söngvararnir syngi við sitt hvort óperuhúsið
hittast þeir oft og þekkjast vel. Sendiráð Vestur-Þýska-
lands hér á landi hefur séð um komu þeirra hingað og
greiðir allan kostnað við ferðina og laun gestanna.
Á fundi með fréttamönnum í gær sögðu söngvararnir
að flutningur óperunnar legðist mjög vel í þá. Astrid
230
manns flytja
óperuna
FIDELIO
Ludovico Spiess og Astrid Schirmer syngja hlutverk
hjónanna Leónóru og og Florestans.
Schirmer var að vísu ekki vel frísk en sagðist vera mjög
ánægð að hafa fengið tækifæri til að koma hingað á ný
og hefur mikinn áhuga á að koma hingað aftur.
Það kom einnig fram á fundinum að þótt Fidelio
teljist vera eitt af meiriháttar sviðsverkum óperunnar
þá njóti hún sín ekki síður vel í tónleikaformi.
I Fidelio er m.a. einn af þekktustu óperukórum
sögunnar, Fangakórinn, sem Karlakór Reykjavíkur mun
syngja hér.
Fyrst flutt 1805
og síðan endurbætt
Fidelio var fyrst flutt í Vín árið 1805 og bar þá nafnið
Leónóra. Beethoven samdi verkið upp úr sögu eftir
franskan líberettisma, J.N. Bouilly. Frumsýningin var í
nóvember aðeins nokkrum dögum eftir að herir
Napóleons héldu innreið sína í Vín. Má kannski kenna
því um að sýningar á óperunni urðu þá aðeins 3 fyrir
hálftómu húsi.
Níu árum seinna var óperan færð upp á ný eftir að
Beethoven hafði endurskoðað hana og samið við hana
þrjá mismunandi forleiki til viðbótar þeim fyrsta. í þetta
skipti gengu sýningar sæmilega.
Fidelio greinir frá björgun Florestans (Ludovico
Spiess) frá því að verða hungurmorða í fangelsinu hjá
hinum afspyrnu vonda virkisstjóra, Don Pizarro (Bent
Norup). Kona Florestans, Leónóra (Astrid Schirmer),
dulbýr sig sem karlmaður, Fidelio, og vinnur hylli
feðginanna, Roccos fangavarðar (Manfred Schenk) og
Marcelline (Elín Sigurvinsdóttir), og fær þannig aðgang
að virkinu.
Nú fréttir Don Pizarro að Don Fernando (Kristinn
Hallsson) ráðherra sé í þann veginn að koma í
eftirlitsferð til virkisins. Óttast hann að ráðherrann
muni finna fangann sem þarna situr án allra saka og
biður því Rocco að drepa Florestan hið snarasta. Rocco
færist undan, en segist muni taka fanganum gröf ef
virkisstjórinn komi honum fyrir sjálfur. Leónóra heyrir á
tal þeirra félaga og formælir Don Pizarro. Hún telur
Rocco á að leyfa sér að fylgja honum í svartholið sem
hjálparsveinn. í svartholinu syngur Florestan um ógæfu
sína þegar þau Rocco og Leónóra koma til að taka honum
gröf. Leónóra heyrir til hans og á sem von er erfitt með
að leyna tilfinningum sínum. Rocco leyfir henni hins
vegar að gefa fanganum brauð. Don Pizarro kemur þá og
afhjúpar sig fyrir Florestan sem hans versti óvinur og er
um það bil að reka hann í gegn þegar Leónóra hleypur á
milli. Pizarro ætlar þá að drepa þau bæði en Leónóra
hefur byssu sem hún otar að honum. í sama mund
heyrist að ráðherrann er að koma og leikurinn fær á sig
geðugri mynd.
Ljfem. ÓI.K.M.
Sex af þeim sjö einsöngvurum sem syngja i Fideiio i kvöld og á laugardag. Talið frá
vinstri: Sigurður Björnsson, Ludovico Spiess, Manfred Schenk, Astrid Schirmer,
Bent Norup og Kristinn Hallsson. Á myndina vantar Elinu Sigurvinsdóttur.
Hluti söngsveitarinnar Filharmóniu.