Morgunblaðið - 12.02.1981, Síða 27

Morgunblaðið - 12.02.1981, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1981 27 Skóla- nemar í starfs- kynningu Fri vinstri: Björn, Skarphéöinn og Gunnlaugur. ÞRÍR ungir menn, nemendur Menntaskólans viö Sund, voru í starfsfræöslu hér á Morgunblaöinu í þrjá daga fyrir skömmu. Þeir kynntu sér starfsemi biaösins og skrifuöu fréttir og greinar, þar á meöal greinina sem hér birtist um félagslíf í menntaskólunum. Piltarnir eru: Björn Sveinsson, 20 ára, nemandi í 4. bekk, Skarphéðinn Berg Steinarsson, 17 ára, nemandi í 2. bekk og Gunnlaugur Gunnlaugsson, 17 ára, nemandi í 2. bekk. Menntaskólaböllin ekki til fyrirmyndar - segja umsjónar- mennirnir ER UMTALSVERÐUR munur á félagslifi i framhaldsskólunum? Margir virðast halda að félagslif nemenda byggist á böllum og ölteitum. Undirritaðir fóru á stúfana og könnuðu þetta. Við litum inn i tvo menntaskóla. MR og MH, og spjölluðum þar við nemendur og aðra sem hafa með þessi mál að gera. í MR hittum við fyrir Jóhannes Sæmundsson, leikfimikennara, sem jafnframt hefur yfirumsjón með félagsstarfi nemenda. Sagði hann að félagslíf í MR væri byggt á gömlum og rótgrónum hefðum. Sem í öðrum skólum er það að mestu leyti í höndum nemenda. Aðspurður um dansleikjahald skólafélagsins sagði hann: „Ógeðslegustu skemmtanir á Rvk-svæðinu eru skólaböll. Þegar nemendur hella í sig áfengi í ómældu magni rétt áður en farið er inn á böllin og vaða þar um í ölvímu. Ég held að það séu þrír möguleikar til aðgerða. Sá fyrsti og skásti er að selja létt vín inni á böllunum en til þess þarf víst lagabreytingu. Annar er að af- nema böll og sá þriðji er að stinga hausnum í sandinn og láta sem ekkert sé.“ Hvað um annað félagslíf? „Mikið framboð er á ýmiskonar klúbbstarfsemi en þátttaka nem- enda þar er með minnsta móti. Ástæður fyrir því eru sjálfsagt samkeppni við aðra afþrey- ingarmiðla og mikil heimavinna nemenda." Á göngum skólans hittum við fyrir þrjár meyjar. Spurðum við þær hvað þeim finndist um fé- lagslífið. „Böllin eru skemmtileg- ust. Við stundum nú lítið annað félagslíf.” | Er þetta algengt viðhorf meðal nemenda? „Já, ég held það,“ sagði ein þeirra. Við þessi orð lögðum við leið okkar upp í MH og hittum þar að máli rektor skólans Örnólf Thor- lacíus og spurðum hann hvernig búið væri að félagslífi nemenda. „Nemendur eru mjög sjálfstæð- ir í félagslífi og samstarf við þá nokkuð gott. Skólafélagið hefur góða aðstöðu hér í skólanum og ég held að þátttaka í félagslífi sé nokkuð almenn. Skólastjórn hefur oft samþykkt fjárveitingar til ýmissa þarfa nemenda svo sem ferðalög, tækjakaup o.fl. Helstu höft sem yfirvöld skólans setja á skólafélagið eru tengd húsnæðinu. Nú hefur t.d. verið ákveðið að banna dansleikjahald í skólanum vegna illrar meðferðar á húsnæð- inu en í flestu tilliti held ég að segja megi að skólafélagið sé nokkuð frjálst í gjörðum sínum og við styðjum frekar við bakið á því en hitt.“ Eftir að hafa rætt við Örnólf rektor fórum við 'inn í Matgarð, aðsetur nemenda í frímínútum og hittum þar Magnús Ragnarsson nemanda. Sagði hann að öflugt félagsstarf væri í skólanum. Böll og diskótek væru haldin reglulega og félög væru starfandi um hin ýmsu mál svo sem tónlistarfélag og leiklistarfélag en það frumsýn- ir nú bráðlega leikritið „Til ha- mingju með afmælið Wanda June“. Lagningardagar væru fyrirhug- aðir nú bráðlega en þeir eru hápunktur félagsstarfsins í MH Þá er gefið frí frá kennslu og nemendur mynda starfshópa um hin ýmsu mál er þeir hafa áhuga á, t.d. bakaði Magnús pönnukökur heilan dag á síðustu lagningar- dögum. Félagsstarf- semin er aug- lýst rækilega á veggjum skól- anna. LJósm. Gulli. Ekki ljóst hvort samdrátturini; V egna vörug jalds ÞÓRÐUR Friðjónsson, hagfræð- ingur forsætisráðuneytisins, sem var formaður starfshóps, sem ný- lega skilaði áliti varðandi vanda- mál gosdrykkjaiðnaðarins, sagði í samtali við Mbl. í gærdag, að augljóslega væri um samdrátt í iðngreininni að ræða en það væri hins vegar ekki ljóst hvort þessi samdráttur stafaði af vörugjald- inu, sem sett var á um áramótin. Þórður vildi ekki tjá sig um niðurstöður hópsins að öðru leyti þar sem þær hefðu ekki ennþá komið til umfjöllunar í ríkisstjórn- inni. Hann sagði hins vegar, að bent væri á nokkra valkosti varð- andi vandamál iðngreinarinnar. spurt og svaraó Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hér á eftir fara spurningar og svörin við þeim, sem lesendur Morgunblaðsins hafa beint til þáttarins Spurt og svarað um skattamál. Lesendaþjónusta þessi er fólgin i því að lesendur hringja spurningar inn í síma 10100 kl. 14—16 frá mánudegi til föstudags, siðan leitar blaðið svara hjá skattyfirvöldum og birtir spurningarnar og svörin í blaðinu. Skattþrep- in, barna- bætur o.fl. P.B. spyr: Er búið að ákveða skattþrepin. Ef svo er hver eru þau? Hverjar eru barnabæturn- ar í ár? Svar: Af fyrstu 4.350.000 af tekjuskattsstofni greiðast 25%, af næstu 5.800.000 kr. greiðast 35% en af tekjuskattsstofni yfir 10.150.000 greiðast 50%. Per- sónuafsláttur kr. 732.250 kr. dregst frá reiknuðum tekju- skatti. Barnabætur nema 217.500 kr. með fyrsta barni, en 311.750 kr. með hverju barni umfram eitt. Barnabætur með börnum ein- stæðra foreldra skulu þó vera 406.000 kr. með hverju barni, án tillits til barnafjölda. Fyrir börn yngri en 7 ára í lok tekjuárs 1980 skulu barnabætur vera 94.250 kr. hærri en framangreindar fjár- Vinna við eigið húsnæði K.J. spyr: Hvernig reiknast vinna við eigið húsnæði, s.s. múrverk, málun o.s.frv.? Er þar eitthvað frádráttarbært, og þá að hvaða marki? Hvernig á að ganga frá þessum liðum á skýrslum? Svar: Vinna við eigið húsnæði reiknast í klukkustundum og færist til kostnaðar á húsbygg- ingarskýrslu. Þar verður að greina á milli hvort um er að ræða aukavinnu við eigin íbúð eða aðra eigin vinnu. Ef um aukavinnu við eigin íbúð er að ræða telst hún ekki til tekna (nema e.t.v. við sölu íbúðarinnar, skv. nánari ákvæðum skattalag- anna), en önnur eigin vinna unnin í venjulegum vinnutíma færist til tekna í reit 77. Viðmið- unarmat ríkisskattstjóra á framtali 1980 fyrir hverja unna stund hjá ófaglærðum var kr. 1.150, en mat fyrir framtal 1981 liggur ekki fyrir. Tekjur látinna A.S. spyr: Eiginmaður minn lézt í febrúar á sl. ári. Hann vann fyrir tekjum janúarmánuð það ár og fékk sjúkrabætur. Hvernig á ég að ganga frá því á skattskýrslueyðublaðinu? Mér barst ekki eyðublað á hans nafni. Svar: Skv. 64. gr. skattalag- anna er heimilt að telja fram eins og um hjón sé að ræða. Ber því að fylla út framtal eins og bæði séu á lífi, en geta andláts og dánardægurs í athugasemd- um á eyðublaðinu. Laun færast í lið Tl, en sjúkrabætur í lið T6. Fæðis- peningar járniðnað- armanna H.H. spyr: Eru fæðispeningar járniðnaðarmanna skattskyldir? Telja skal fram i gömlum krónum hæðir. Allar fjárhæðir hér eru í gkr. Sjómanna- frádráttur Hliðar Kjartansson, Bolung- arvik: Þegar menn eru fastráðn- ir á skuttogara allt árið mega þeir þá ekki fá frádrátt allt árið, þó þeir taki sér frí einn og einn túr. í mínu tilfelli er engin önnur vinna stunduð samhliða. Ef svo er ekki, hvað þá t.d fr{? _. uui sumar- Svar: Þeir dagar, sem heimila sjómannafrádrátt, ákvarðast af lögskráningardögum, að við- bættum þeim dögum þegar þegin eru laun eða aflahlutur eins og hjá sjómanni, enda sé maðurinn háður ráðningarsamningi og á launum sem sjómaður við út- gerðina. Sama á við þá daga sem sjómaður fær greiðslur hjá út- gerðinni, þegar hann er í orlofi eða veikur. Sjá nánar rgj. 310/ 1980. Tekjur af eigin húsnæði H.R. spyr: Á ég að reikna mér tekjur af eigin húsnæði? Hvar á ég að setja það á eyðublaðið? Svar: Það ber ekki að reikna tekjur af íbúðarhúsnæði til eigin nota xx’usaleiga Bergþór Heiðar . Sigfússon. Vogagerði 11, Vogum: Er nóg að gefa upp húsaleiguna á skatt- framtalseyðublaðinu, eða þarf að fylla út sérstaka skýrslu. Ef svo er, hvar á þá að setja húsaleiguna? Svar: Sé um húsaleigugjöld að ræða á greiðandinn að fylla út svonefndan Greiðslumiða nr. 2, sem fæst hjá skattstjórum. Sé um húsaleigutekjur að ræða ber að telja þær til tekna í reit 72, þó að frádregnum beinum kostnaði, sbr. nánar 3. mgr. 30. gr. 1. 40/1978. Ef svo er, hvar á þá að setja þá á framtalseyðublaðið? Svar: Fæðispeninga á að færa til tekna í reit 25, en til frádrátt- ar má færa 1.600 kr. á dag miðaj við sama fjölda fæðisdaga eða daga þegar greiddir voru fæðis- peningar, þó ekki fyrir þá daga sem launþegi var veikur eða í orlofi, þótt hann hafi fengið fæðispeninga á meðar. Frádrátt- arbærni skatt- greiðslna Karl Jóhann Lillendahl, Vita- teig 5b, Akranesi og Guðrún Jóhannsdóttir, Bræðraborg- arstig 24, Reykjavik spyrja: Eru skattar sl. árs frádráttar- bærir? Hvar á þá að setja þá á eyðublaðið? Svar: Nei, engir skattar, utan atvinnurekstrar (persónulegir skattar), eru frádráttarbærir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.