Morgunblaðið - 12.02.1981, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1981
5.
hverfafundur Sjálfstæðisflokksiiis um borgarmál
Fimmti og síðasti
hverfafundur Sjálfstæðis-
flokksins var haldinn með
íbúum Breiðholtshverfis
að Seljabraut 54 síðastlið-
inn laugardag. Frummæl-
endur á fundinum voru
þeir Davíð Oddsson
oddviti Sjálfstæðisflokks-
ins í borgarstjórn. Magn-
ús L. Sveinsson og Markús
Örn Antonsson borgar-
fulltrúar.
Fundarstjóri var Hreið-
ar Jónsson, en fundarrit-
arar voru þeir Kristján
Guðbjartsson og Guð-
mundur H. Sigmundsson.
Greiðsluþol borgar-
anna á þrotum
Fyrstur tók til máls Davíð
Oddsson. í yfirgripsmikilli ræðu
sinni drap Davíð á marga þætti
borgarmála, kynnti stefnumið
borgarstjórnarflokks Sjálfstæðis-
flokksins og fjallaði um getuleysi
vinstrimeirihlutans í borgar-
stjórn. Davíð sagði að meginhugs-
un í stjórnmálum skipti miklu
máli á sviði sveitarstjórnarmála
og benti á að Sjálfstæðisflokkur-
inn væri andvígur skattpíning-
unni í Reykjavík, en þar skildi á
milli Sjálfstæðisflokksins og
vinstrj meirihlutans. Þá sagði
Davíð að sjálfstæðismenn teldu að
einstaklingarnir ættu að vera sem
sjálfstæðastir og einn þáttur í því
væri að stuðla að því að sem
flestir væru í eigin húsnæði. Sagði
Davíð að í Reykjavík væru fleiri
íbúðareigendur en tíðkaðist í sam-
bærilegum borgum. Davíð sagði
það einn þátt í frélsi hvers ein-
staklings að hið opinbera skerti
ekki tekjur hans umfram ákveðið
mark. En undir stjórn núverandi
meirihluta væri greiðsluþol borg-
aranna á þrotum og nefndi Davíð
dæmi um hækkanir opinberra
gjalda í tíð núverandi meirihluta.
Sagði hann að fasteignagjöld, að-
stöðugjöld útsvör hefðu hækkað
og nýverið hefðu gatnagerðargjöld
hækkað verulega. Nefndi hann að
Sigurjón Pétursson, forseti borg-
arstjórnar, hefði rökstutt gatn-
agerðargjaldahækkunina með
þeim rökum að þau væru hærri í
nágrannasveitarfélögunum. Davíð
sagði að ekki hefði meirihlutanum
það til hugar komið að lækka
önnur gjöld til samræmis við
önnur sveitarfélög, allt yrði að
hafa í toppi í Reykjavík. „Meiri-
hlutinn fann einn punkt þar sem
eitthvað var hærra í nágranna-
sveitarfélögunum og fannst nauð-
synlegt að hækka þar til samræm-
is,“ sagði Davíð.
Davíð sagði það hlutverk sjálf-
stæðismanna að snúa við þessari
þróun. Sjálfstæðismenn teldu það
óþarft að það kostaði hverja
fjölskyldu 4—500 þúsund gkr.
meira að búa Reykjavíkurmegin
við Nesveginn, slíkur væri munur-
inn á milli Reykjavíkur og Sel-
tjarnarness.
Afturhaldsstefna
Alþýóuhandalatísins
Þessu næst rakti Davíð söguna í
skipulagsmálum, og sagði að aðal-
skipulagið sem samþykkt var í
borgarstjórn árið 1977 hefði ekki
enn hlotið staðfestingu, vegna
þess að Alþýðubandalagið hefði
sæst á það. Slíkt hefði lóðaskort í
för með sér. Meirihlutinn reyndi
nú að bjarga eigin skinni með
sífelldum skammtímalausnum,
með því að byggja á íþrótta- og
útivistarsvæðum. Davíð sagði
sjálfstæðismenn ekki á móti
„Þéttingu byggðar" á öllum svið-
um, en skammtímalausnir Al-
þýðubandalagsins og meðreiðar-
Magnús L. Sveinsson:
Borgin að koðna
niður í höndum
meirihlutans
- verðum að losa hana úr
þessum álagaham
Markús örn Antonsson i ræðustól. Aðrir á myndinni eru Magnús L. Sveinsson, Davið Oddsson og Hreiðar
Jónsson fundarstjóri.
sveina þeirra væru tómar innan-
sleikjur í lóðamálum. Davíð sagði
það frumskyldu hvers sveitarfé-
lags að sjá fólkinu fyrir bygg-
ingarlóðum, en þeirri skyldu hefði
lítið verið sinnt í tíð núverandi
meirihluta. Til dæmis hefði ein-
ungis verið úthlutað tveimur lóð-
um undir atvinnuhúsnæði á þessu
kjörtímabili og hefði önnur lóðin
farið til KRON en hin til SÍS!
- Þá sagði Davíð að stefna Al-
þýðubandalagsins í skipulagsmál-
um væri afturhaldsstefna og nú
ætluðu þeir að gera ráð fyrir því
að íbúum i borginni fjölgaði ekk-
ert fram til aldamóta. Það væri
ekki frumlegt. Þó hefði aðeins
örlað á frumleika þegar Alþýðu-
bandalagið barðist sem ákafast
fyrir því að keyptir yrðu hingað
svokallaðir Ikarus strætisvagnar,
en borgarstjóri hefði sagt að það
þýddi skref aftur á bak, sem næmi
allt að 20 árum í tækni og
þægindum. Davíð sagði að þetta
væri flokkurinn sem barist hefði
fyrir því að strætisvagnar og
strætisvagnaskýli yrðu gerð þægi-
leg. Meðal annars hefði Alþýðu-
bandalagið vilja að „kliðmjúk"
tónlist yrði leikin í vögnunum!
Þá minntist Davíð á að meiri-
hlutinn hefði fellt tillögu frá
borgarfulltrúum Sjálfstæðis-
flokksins, þess efnis að fyrirhug-
aðri skrefatalningu á símum yrði
mótmælt. Meirihlutinn hefði talið
að sér bæri frekar að gæta
hagsmuna ríkisvaldsins í þessu
efni, en borgaranna. skrefagjaldið
væri óréttlátt og kæmi harðast
niður á öldruðum, sjúkum og
fötluðum sem halda þyrftu sam-
bandi við sína nánustu í gegnum
síma. Þetta væri allt saman gert
undir yfirskini jöfnuðar og rétt-
lætis!
Flestir eignist
sínar eigin íbúðir
Næstur tók til máls Magnús L.
Sveinsson. I upphafi máls síns bað
hann fundarmenn um að reyna að
hugsa sér meirihlutaflokkana á
hverfafundi sem þessum. Hvort
menn héldu ekki að það myndi
reynast flokkunum þremur erfitt.
„Sjá menn ekki fyrir sér oddvit-
ana þrjá hrósa hverjum öðrum af
frægðarverkunum og afrekunum í
borgarstjórn á þessu kjörtíma-
bili,“ sagði Magnús.
Magnús sagði í ræðu sinni að
flokkslegir erfiðleikar Sjálfstæð-
isflokksins hefðu ekki náð inn í
raðir borgarstjórnarflokksins, þar
ríkti einhugur með mönnum.
í ræðu sinni ræddi Magnús
nokkuð um Breiðholtshverfið og
sagði að hverfið hefði byggst upp
með útrúlegum hraða, þar hefði
risið byggð 20 þúsund manna á
13—14 árum. Það væri fyrst og
fremst einstaklingunum að þakka
hve hratt og myndarlega Breið-
holtið hefði byggst. Magnús sagði
það skoðun sína að byggðin í
Breiðholtinu væri arðbær fjárfest-
ing, en vangaveltum um hið gagn-
stæða vísaði hann á bug.
„Við munum öll kosningaloforð
vinstri flokkanna sem þeir gáfu
fyrir síðustu kosningar," sagði
Magnús. „Þeir gáfu kosningalof-
orð í trausti þess að þeir kæmust
ekki í meirihluta, enda hafa
efndirnar reynst litlar," sagði
Magnús. Magnús sagði að vinstri
flokkarnir hefðu gert mikið úr
slæmri fjárhagsstöðu borgarsjóðs
þegar þeir tóku við. Hins vegar
hefði fjárhagur borgarinnar verið
skoðaður af velmetnum endur-
skoðanda í borginni og þar hefði
komið í ljós að fjárhagur Reykja-
víkurborgar stæði vel. „Eftir að
þetta kom í ljós þá hættu meiri-
hlutamenn að tala um slæma
fjárhagsstöðu borgarinnar, því
endurskoðunin hrakti þeirra eigin
fullyrðingar," sagði Magnús.
Atvinnumál sagði Magnús und-
irstöðu mannlegs lífs í sveitarfé-
lögum. Hann sagði sjálfstæðis-
menn hafa úthlutað miklu af
iðnaðarlóðum síðustu sjö árin sem
flokkurinn var við völd í borgar-
stjórn. Hann sagði ekki útlit fyrir
að einni einustu lóð yrði úthlutað
á þessu kjörtímabili, og hingað til
hefði aðeins verið úthlutað tveim-
ur, einni til KRON og einni til SÍS.
„Það er engin hreyfing sjáanleg
hjá meirihlutanum til að tryggja
lóðir fyrir atvinnuhúsnæði," sagði
Stefán Vagnsson
spuröi m.a. aó því hvort
sjálfstaBðismenn væru
hlynntir því hve gatnagerö-
argjöld fyrir einbýlishús í
Hólahverfi væru mikil. Þá
spuröi Stefán og að því hver
stefna flokksins væri í þess-
um málum.
Kristinn Ragnarsson
spuröi um afstööu sjálf-
stæðismanna til bilastæöa í
miöborginni og nefndi hann
aö áöur heföi verió fyrirhug-
aö aó byggja bAageymslu-
hús á lóö noröan Tryggva-
götu og vestan Lækjargötu.
spuröi um félagslega hjálp
til aldraöra, en hana taldi
hann hafa fariö úr böndun-
um.
Sigurjón Jónsson
spuröi aó því hvort ekki
væri ástæöa til aö skipu-
leggja atvinnu- og þjónustu-
starfsemi í Breiöholtinu.
Hildegard Þórhallson
spuröi hvort borgin væri
tilbúin til þess aö taka aó
sér rekstur barnaheimilis aó
Asparfelli 12, en heimilið
væri þungur fjárhagslegur
baggi á íbúum hússins.
Erlendur Kristjánsson
spuröi hvort von væri á
íþróttahúsi vió Hóiabrekku-
skóla, hvort vænta mætti
frágangs á svæöum í Hóla-
hverfl og um stefnu Sjálf-
stæóisflokksins í umhverf-
ismálum, þ.á m. í málum
Elliöaárdals.
/