Morgunblaðið - 12.02.1981, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1981
37
áfanga endurbyggingarinnar að
miklu leyti með fyrirframgreiðslu
húsaleigu. Hann sagði þá í samtök-
unum vera mjög óánægða með það
fyrirkomulag þar sem það setti
þeim miklar skorður. Það fólk sem
Torfusamtökin vildu helst fá í
húsin væri ekki allt fjársterkt.
Hann sagðist telja það eðlilegt að
ríki og borg aðstoðuðu við fram-
kvæmdirnar með því t.d. að tryggja
samtökunum lán sem síðar yrðu
borguð í formi húsaleigu.
í því sambandi hafa Torfusam-
tökin farið fram á viðræður við
ríkið og Reykjavíkurborg um fram-
tíðarfyrirkomulag framkvæmda.
Þorsteinn sagði að Torfusamtökin
hefðu hug á því að skipa sérstaka
framkvæmdanefnd sem sæi um
áframhaldandi endurbyggingu
Bernhöftstorfunnar og yrði eðlilegt
að ríki og borg ættu þar sína
fulltrúa. Samtökin sjálf færu þá að
snúa sér meira að útgáfu- og
kynningarstarfsemi, t.d. væru uppi
hugmyndir um að efna til ritgerða-
og teiknisamkeppni meðal skóla-
barna um eldri bæjargerð og bæjar-
lífsmynd.
Nú hýsir það m.a. veitingahúsið Torfuna.
er aflað með opinberum fjársöfn-
unum víða um lönd.
í ágúst 1979 urðu mikil flóð í
Gujarat á Indlandi. A.M. safnaði
þá fé hér á landi, sem svaraði
helmingi kostnaðar af uppbygg-
ingu á einni bújörð af hundrað,
sem hreyfingin hafði með að gera.
Leitað var samstarfs við hjálpar-
stofnun kirkjunnar, sem hefur
aðsetur á biskupsskrifstofu, en
þeirri málaleitun var hafnað.
Nýlega var sett á stofn hér á
landi sérstök barnahjálp til að
styrkja starf barnaheimila í Ind-
landi, Ghana, Portúgal og Para-
guay. Á heimilunum dveljast for-
eldralaus börn eða börn, sem
foreldrarnir hafa ekki bolmagn til
að sjá farborða, „vandræðabörn"
og börn sem mundu komast á
vonarvöl án hjálpar. Aðstoðinni er
hagað þannig að hjón, einstakl-
ingar eða ópersónulegir aðilar
geta „ættleitt" tiltekið barn, sem
þó dvelst áfram og elst upp í
heimkynnum sínum. „Meðlag"
greiðist mánaðarlega og samsvar-
ar dvalarkostnaði barnsins á við-
komandi heimili.
Féð er ýmist sent beint til
viðkomandi heimilis eða í banka í
Hamborg, þaðan sem söfnunarfé
hvaðanæva úr Evrópu er komið í
réttar hendur.
Ofsóknir og ofsamenn
Ananda Marga hefur ekki farið
varhluta af ofsóknum fremur en
kristin kirkja. í fyrri stjórnartíð
Indiru Ghandi var leiðtogi hreyf-
ingarinnar hnepptur í fangelsi
eins og flestir leiðtogar fjölda-
hreyfinga annarra en Þjóðþings-
flokksins. Ráðist var á miðstöðvar
hreyfingarinnar, mannvirki jöfn-
uð við jörðu og menn meiddir.
Kennarar hreyfingarinnar sættu
meiðingum í fangelsum. Þá átti
hreyfingin í útistöðum við komm-
únista, einkum í þeim ríkjum
Indlands þar sem þeir voru við
völd. Af þessum sökum voru
stofnaðar sérstakar varnarsveitir
í tengslum við hreyfinguna, og
síðan hefur þjálfun í sjálfsvarn-
artækni verið þáttur í starfi sam-
takanna, enda er varnarleysi gegn
siðlausu ofbeldi fjarri hugmynda-
fræði A.M. Rétt er að taka fram
að hreyfingin hefur ekkert að
kvarta yfir kommúnistum í Evr-
ópu og getur, eins og t.d. Sjálf-
stæðisflokkurinn, hugsað sér að
eiga samstarf við þá um góð
málefni.
Innan hreyfingarinnar hafa
komið upp vandamál vegna ofsa
og öfga í fari sumra þeirra, sem
leitað hafa inn í hreyfinguna og
aðstandenda þeirra, einkum í
löndum kristinna manna. Þeir
sem þekkja Tantra, vita að menn
geta tiltölulega fljótt eftir að
æfingar eru hafnar orðið fyrir
sterkum andlegum áhrifum, sem
erfitt er að hemja. Við ber að
öfgafullir nýliðar vilja tafarlaust
gerast munkar og nunnur, gefa
eigur sínar eða hefjast þegar
handa við að frelsa heiminn við
litla hrifningu aðstandenda sinna.
E.t.v. hefur sumt af þessu fólki
villst á hreyfingum eins og biskup
íslands, sem telur A.M. í hópi
hættulegra sértrúarflokka. Stund-
um yfirgefur þetta fólk hreyfing-
una þegar það kemur til sjálfs sín,
ber þá hreyfingunni illa söguna og
telur sig hafa orðið fyrir álögum.
Áhyggjufullir foreldrar og tor-
tryggnir makar gera stöku sinnum
merkileg upphlaup. Fyrir hefur
komið að unnin hafa verið óhæfu-
verk í nafni hreyfingarinnar.
Þannig reyndu 4 félagar að ræna
rússneskri flugvél í farþegaflugi
milli Oslo og Moskvu fyrir fáein-
um árum til að mótmæla ófrelsi í
Sovétríkjunum. Farþegi yfirbug-
aði ræningjana og þeir hlutu væga
dóma í Svíþjóð. Áf hálfu hreyf-
ingarinnar var þessu fólki veitt öll
sú aðstoð sem hægt var við
réttarhöldin og meðan á fangelsis-
vistinni stóð. Engum þeirra var
afneitað, og öllum var tekið
opnum örmum við lok refsivistar.
Eigi að síður var atferli þeirra í
fullkominni mótsögn við siðfræði
samtakanna og tiltækið undirbúið
án vitundar ábyrgra aðila í hreyf-
ingunni. Þessi atburður hefur,
ásamt ýmsu öðru slæmu, orðið víti
til varnaðar í starfi samtakanna.
Kreddur trúar-
bragðanna
Sú hugmyndafræði, sem starf
Ananda Marga grundvallast á
viðurkennir ekki sköpunarsögu
Biblíunnar bókstaflega, en byggir
á fornum þróunar- og afstæðis-
kenningum innsæisvísinda. Hún
viðurkennir ekki að Guð hafi
skapað manninn í sinni mynd, að
Guð eigi til að stíga til jarðar og
fljúgast á við okkur dauðlega, geta
börn við konum okkar eða rísa upp
í holdinu. Hvorki vill hún gangast
við tilvist helvítis né himnaríkis
annars staðar en í sálum mann-
anna. Hún hafnar þeirri kenningu
að laun syndarinnar sé dauði, að
óskírð börn verði ekki hólpin, að
draugar eigi sér tilvist annars-
staðar en í hugskoti manna.
Svo mætti lengi telja, en ef til
vill má segja með sanni að þeim sé
vorkunn, sem á að stýra stofnun
og söfnuði, sem hafa aðhyllst
slíkar hugmyndir með einum eða
öðrum hætti, þótt hann hafi horn í
síðu Tantra-hreyfingar eins og
Ananda Marga, sem þó telur Krist
meðal hinna mestu meistara í
sögu mannsandans, og einn hinn
sérstæðasta. Við afbiðjum okkur
aðeins með öllu að vera blandað í
deilur klofningshópa úr hinni al-
mennu kirkju og hinna ýmsu
kristnu sértrúarsafnaða, og vísum
á bug öllum dylgjum um skugga-
legar starfsaðferðir og vafasama
fjármeðferð.
Ódýrt í
hádeginu
Alla daga vikunnar bjóðum við
hádegisverð á aðeins 56 kr.
Ódýrt en gott.
VIÐTALSTÍMI
Alþingismanna og
borgarfulltrúa
Sjálfstæöisflokksins
í Reykjavík
Alþingi.menn og borgarfulltrúar Sjálfataaöiaflokkaina veröa til
viötala (Valhöll, Háalaitiabraut 1 á laugardögum frá kl. 14.00 til
16.00. Er þar takiö á möti hvara kyna fyrirapurnum og
ábondingum og ar öllum borgarbúum boöið aö notfnra aár
viðtalatima þaaaa.
23. leikvika — leikir 7. febr. 1981
Vinningsröö: 1X2 — 1X1 — 1XX — 111
1. vinningur: 12 róttir — kr. 26.075.-
3767 36344*+ 36565*
2. vinningur: 11 réttir — kr. 588.-
1127 5677 15458+ 27092 34406 38682+ 43750
1941 6311 16806 27637 34550 41259” 43847
2099+ 7696 18384+ 30696 35581 41831 44719
2566 10306 18738+ 31354 35584 41893 45576
2599 10310 21978 31765 35615 42101 59182
2714 14706 25522 33387 36784 42365
3495+ 15203 26789** 33579 37843 42994
* =(4/11)
** =(2/11)
Kærufrestur er til 2. marz 1981 kl. 12 á hádegi.
Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá
umboðsmönnum og á aðalskrifstofunni í Reykjavík.
Vinningsupphæðir geta lækkaö, ef kærur veröa
teknar til greina.
Handhafar nafnlausra seðla (+) veröa að framvísa
stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um
nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests.
GETRAUNIR — Iþróttamiðstöðinni — REYKJAVÍK
SCHAUFF
Hjólasport
Gnoðavogí 44, 8. 34580
Vestur-þýsku Schauff reiðhjólin.
Febrúartilboö
Tökum notuð reiöhjól uppí greiöslu á nýjum
hjólum.
Komiö meö notuöu hjólin hrein og viö verömetum
þau, og þú ferö meö nýtt glæsilegt vestur-þýskt
Schauff reiöhjól heim. Veröiö mjög hagstætt,
greiöslukjör. Hjólasport, Gnoðavogi 44 viö hliöina á
Vogaveri, sími 34580.
Opiö frá kl. 1—6 í dag og alla virka daga. Opiö
föstudaga kl. 1—7 og laugardaga 9—12.