Morgunblaðið - 12.02.1981, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1981
HÖGNI HREKKVISI
,\lim 6FMIKLÁ tFltöt) UJ'A M-'
... aðfara saman í
gamla gleðileiki.
TM Rsg U S Pat. Off. -aH rights raaarvad
• 1978 Los Angatas Timas Syndicata
Hvað er orðið aí geislabaugnum
þinum?
COSPER
Þegar hann sá ’ann sagði hann við mig: Jæja, vina
vel af sér vikið og nú erum við hætt. — En þú veist
nú hvernig hann er ...
011 skáld vildu
Lilju kveðið hafa
Gunnar Finnhogason skóla-
stjóri skrifar 3. febrúar:
í upphafi þessa árs birtist í
flestum eða öllum dagblöðum
nokkurs konar tilvitnun sem
átti að vera sótt aftur í aldir.
Þar var nefnilega vitnað í
kvæðið Liija, sem ort var á 14.
öld eftir Eystein Ásgrímsson,
og sagt: Hann kvað það ljóð sem
allir vildu kveðið hafa. — Síðan
voru þessi orð tekin upp í
umræðum í sjónvarpi og var þá
mælirinn fullur að vorum dómi.
Ég held að hér sé farið rangt
með og ég tel þetta meira að
segja afkáralegt að segja að
allir vildu Lilju kveðið hafa og
því hef ég leitað frekari heim-
ilda um þetta atriði. Það er
tiltölulega auðvelt því að marg-
ir hafa orðið til að skrifa um
Lilju, enda eru útgáfur kvæðis-
ins orðnar margar.
Skulu hér nú rakin nokkur
dæmi sem sanna mál mitt:
1) í útg. Lilju á íslensku og
latínu, Khöfn 1858, segir í
formála á bls. 1:
í bókmenntalegu tilliti er
Lilja eitthvert hið merkilegasta
verk frá miðöldunum, því enn
muna menn eptir hinu forn-*
Gunnar Finnbogason
kveðna: „öll skáld vildu Lilju
kveðit hafa.“
2) The Lily all bards would
fain have sung (öll skáld vildu
Lilju kveðið hafa) is the short
and pithy award which Iceland
accords to the following song.
— (The Lily etided by Eiríkr
Magnusson, London 1870, bls.
V.).
3) Jeg var barn að aldri þegar
jeg heyrði fyrst talað um Lilju
og orð haft á því, að „öll skáld
vildu Lilju kveðið hafa“. (Guð-
mundur Björnsson: Mesta
skáldið okkar (1912), bls. 1).
Einkunnarorð hjá höfundi,
prentuð fyrst:
„Öll skáld vildu
Lilju kveðið hafa.“
Gamalt orðtak.
4) Lilja er hið dýrðlegasta
kvæði, sem kveðið hefur verið á
íslenska tungu, enda segir orð-
takið: „öll skáld vildu Lilju
kveðið hafa.“ (íslensk smárit,
bls. 11, Khöfn 1913, Finnur
Jónsson bjó til prentunar, tilv.
dags. 28. des. 1912, B.Th.M.)
5) — höfundur Lilju, sem
sagt var um „að öll skáld vildu
Lilju kveðið hafa.“ (Jónas
Jónsson: Islandssaga, Reykjavík
MCMXXX V. bls. 20)
6) I erindi um Lilju, sérprent-
að, Reykjavík 1958, segir Magn-
ús Kjaran, bls. 11:
„Öll skáld vildu Lilju kveðið
hafa,“ segir í Árbókum Espólíns
og Kirkjusögu Finns biskups.
Hefur það verið orðtak manna."
7) Braglist og orðsnilld er slík
að flestum finnst kvæðið koma
sér við, og margir þekkja það
sem mælt var fyrir löngu að öll
skáld vildu Lilju kveðið hafa.
(Stafafell 1974, úr formála eftir
undirritaðan, bls. 11).
Ég ætla nú að nóg sé sagt og
alleinarðlega. Ég þykist vita að
allir vilji hafa það sem sannara
reynist.
DÁINN
eftir Sigurð Júlíus Jóhannesson
Hún átti sér lítinn og laglegan son,
og Ijósan á hörund sem snjáinn;
þar fannst henni vera sín framtíöarvon,
því faöir hans löngu var dáinn.
Á meöan hann liföi, þá leiö þeim svo vel;
hann leitaöi fiskjar á sjáinn,
hann æöraöist sjaldan og hræddist ei hel,
þótt hvessti og svignaöi ráin.
Hann skammt upp frá ströndinni byggt haföl bæ,
og byttan hans stóö þar við sjáinn,
hann fátækur var, en þó ánægöur æ,
á engum sást glaölegri bráin.
Hvern einasta morgun, ef ekki var hvasst,
hann ýtti meö dögun á sjáinn,
og kugginn meö árunum knúði hann fast,
þótt kolmórauö beljaöi láin.
En svo var þaö kvöld eitt, hann kom ekki í land,
er kári átti í brösum við sjáinn;
og bárurnar kveöju hans kváöu viö sand,
þær kváöu hann nú vera dáinn.
Og konunni flutti hann kári þá fregn,
hann kvaö hana í sífellu á skjáinn;
þaö var líkt eins og hjarta hennar lagt væri í gegn;
hún leiö niöur rétt eins og dáin.
Svo stóö hún upp aftur, en studdi sig þó,
hún staröi meö ekka, út á sjáinn;
í hug hennar var ekki hvíld eöa ró,
því hann, sem hún unni, var dáinn.
En þó mátti ei æörast og þaö vissl hún glöggt,
en þrútin og döpur var bráin,
og hvarmarnir vöknuöu og hjartaö var klökkt,
hvert sinn er leit hún á sjáinn.
Hún hugsaöi oft um sitt elskaöa jóö,
þaö aöeins var heitasta þráin,
aö framtíöin hans yröi fögur og góö,
þótt faöir hans væri nú dáinn.
Hún vissi þaö ekki, hvaö yröi honum best,
en ei mátti hann róa út á sjáinn,
því þá gat hann brimaö og þá gat hann hvesst,
og þá var hann óöara dáinn.
En senda hann í skóla? Það skást henni fannst,
þótt skildinginn brysti, var þróin
svo sterk þaö var undur hve vel henni vannst;
en von bræöir hörmunga snjáinn.
En hann var svo lítið og leikfjörugt barn,
hann lék sér viö blómin og stráin,
svo ungur og kátur og glaöværöargjarn,
hann galaöi og söng út í bláinn.
Og tímarnir liöu og tíöanna hjól,
þaö tifaöi um lönd og um sjáinn.
Hann nú haföi iifaö hin níundu jól,
og nú var til bókmennta þráin.
Úr skólanum hafói hann svo fjöldamargt frétt,
því fæddist í huga hans þráin,
aö komast í hópinn og klæöa sig nett,
þaö kaus hann og losna viö sjáinn.
Svo býst hann í skóla, og vió skaparann sver,
aö nú skuli hann ei lifa út í bláinn,
og móöirin faömaöi soninn aö sér,
af söknuöi hnyklaöist bráin.
Þótt brottfararstund væri bitur og sár,
þá bætti þaö vonin og spáin,
því læröur hann kom eftir ákveöin ár,
og öll var ná hörmungin dáin.
Svo fór hann aö lesa, honum lét það svo vel,
hann liföi nú ekki út í bláinn,
en letingjar sögöu: þú lest þig í hel!
Þótt Ijótt sé, þá rætist sú spáin.
Uss, skoöaöu heiminn og skunda meö oss,
en skruddunum fleygöu út í bláinn,
og lát sem þú vitir aö lífiö er hnoss,
og láttu ekki sem þú sért dáinn.
Og þeir voru læröari og lesnari en hann;
og Ijárinn er beittari en stráin —
og slægur á saklausum sigurinn vann,
um síöir hann stökk út í bláinn.
Á kvöldin svo lék hann sér langt fram á nátt,
viö lestur var áhuginn dáinn,
og miklu hann eyddi, en innvann sér fátt,
hann álpaöist rétt út í bláinn.
En mamma hans var heima, hún undi sér ei,
því ástin og vonin og þráin,
þær hvísluöu: .Hann kemur", en hræöslan kvað: „Nei".
En hvor var þá réttari spáin.
Hann spilaöi og dansaói, en lítiö hann las,
var lifandi réttnefndur dáinn.
Hann fór inn á knæpur og fékk sér þar glas,
og flúin var göfuga þráin.
Hann labbaöi drukkinn eitt laugardagskvöld,
er Ijós voru hvarvetna dáin,
og niður á bryggju, en kjör voru köld,
hann kollsteyptist beint út í sjáinn.
Og lífið var horfiö aö lítilli stund,
hann lá þar í fjörunni dáinn;
hann sofnaöi eilífum brennivinsblund
og bylgjurnar léku við náinn.
Er móöir hans heyrði þá hörmungafregn,
aö hann væri kominn í sjáinn,
hún varóist ei lengur, þaö var henni um megn,
hún varp aóeins öndinni, dáin.