Morgunblaðið - 27.03.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.03.1981, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 72. tbl. 69. árg. FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. LoiðtoKar hins nýja jafnaðarmannafiokks i Bretlandi: Roy Jenkins, David Owen, William Rodtfers otf Shirley Williams. Myndin er var tekin i g*rmortfun þegar þau greindu frá stofnun flokksins. (Simamynd AP.) Nýr jafnaðarmannaflokkur í Bretlandi: Beðið eftir braudi í Póllandi — Matarskortur hefur verið viða i Póllandi að undanfornu og biðraðir myndazt við verzlanir. Hér á myndinni sést gömul kona með brauðhleif, sem hún krækti sér i í miðborg Varsjár i gær. (Simamynd AP) „Erum að leggja upp í pólitíska krossferð“ Izondon. 26. marz. Frá Einari K. Gudfinnssyni. fréttaritara Mbl. DAGURINN í dag markar tímamót i brezkri stjórnmálasögu. Stofnað- ur var nýr stjórnmálaflokkur jafn- aðarmanna. Flokkur sem þessi hef- ur ekki verið stofnaður i 80 ár. „Við erum að leggja upp í pólitíska krossferð," sagði William Rodgers, fyrrverandi varnarmálaráðherra og núverandi þingmaður, en hann er einn fjögurra leiðtoga hins nýja flokks. Hinir eru Shirley Williams, Allsherjarverkfall yfir- vofandi í Póllandi í dag Varsjá, 26. marz. AP. VIÐRÆÐUM stjórnvalda og Sam- stöðu, samtaka hinna frjálsu vcrkalýðsfélaga í Póllandi, var enn frcstað i dag og fyrirhugað að þær hefjist á morgun. Boðuðu fjögurra stunda allsherjarverk- falli í landinu hefur þó ekki verið aflýst og mun það hefjast klukk- an átta i fyrramálið. Verkfall sem þetta hefur ekki verið boðað í Póllandi frá þvi i október sl. Sjónvarpið í Varsjá birti í dag 25 mínútna fréttaþátt um sameig- inlegar heræfingar Sovétmanna og Pólverja í Póllandi og hefur ekki áður verið birt jafnlöng frétt um æfingarnar í sjónvarpinu. Sov- ézka fréttastofan Tass sagði í dag, að pólskir kommúnistar stæðu frammi fyrir „beinum hótunum" og að staðan í landinu væri „þrungin spennu". Tass sagði, að pólsk yfirvöld gerðu allt sem í þeirra valdi stæði til að koma á reglu í landinu, en talsmenn Sam- stöðu gerðu hvað þeir gætu til að stuðla að upplausn. Samstaða boðaði til verkfallsins á morgun og ótímabundins allsr herjarverkfalls, sem hefjast á nk. þriðjudag, í kjölfar þess að þrír verkalýðsleiðtogar voru barðir af lögreglu fyrir viku síðan. Hefur Samstaða krafizt þess, að þeim, sem ábyrgð bera á barsmíöunum, verði refsað og að öryggi félags- manna í Samstöðu verði framveg- is tryggt. Jafnframt er þess enn krafizt, að einkabændur fái að stofna sín eigin verkalýðsfélög. Verkfallið á morgun mun ná til allra þátta pólsks efnahagslífs, en starfsmenn í ráðuneytum og vopnaverksmiðjum eru þó undan- þegnir. I dag var tilkynnt í Varsjá, að Jagielski aðstoðarforsætisráð- herra, sem stjórnaði samningavið- ræðum í Gdansk í fyrrasumar, muni halda í heimsókn til Banda- ríkjanna í næstu viku í boði viðskiptaráðherra Bandarikj anna. fyrrverandi menntamálaráðherra, Roy Jenkins, fyrrverandi fjármála- ráðherra, og David Owen, fyrrver- andi utanríkisráðherra. í máli fjórmenninganna í dag kom fram, að með stofnun flokksins væri brotið blað í brezkum stjórnmálum, flokkurinn væri nýr valkostur fyrir kjósendur, sem stöðugt yrðu óánægðari með íhaldsflokkinn og Verkamannaflokkinn. Frá Michael Foot, leiðtoga Verka- mannaflokksins, og Thatcher, leið- toga íhaldsmanna, andaði köldu í garð hins nýja flokks. Foot sagði, að þeir þingmenn Verkamannaflokk- sins, sem gengið hefðu til liðs við jafnaðarmenn, ættu að segja af sér. Slíkt segja jafnaðarmennirnir fá- ránlegt, þar sem þeir standi við stefnuskrá Verkamannaflokksins frá síðustu kosningum. Forysta Verkamannaflokksins hafi hins veg- ar snúið við henni baki. Talið er líklegt, að jafnaðarmenn og frjálslyndir reyni að stofna kosn- ingabandalag. Stjórnmálafræðingar eru sammála um, að slíkt sé þeim bráðnauðsynlegt til að vinna þing- sæti í einhverjum mæli. Þrjátíu þúsund manns hafa þegar gengið í jafnaðarmannaflokkinn og er búizt við, að mun fleiri fylgi fljótt á eftir. Thatcher vísar ásökunum um Londoit. 26. marz. AP. THATCHER, forsa'tisráðherra Bretlands, neitaði í dag i ra'ðu i brezka þinginu ásökunum um að Sir Roger Hollis, fyrrum yfirmað- ur hrezku gagnnjósnanna. hafi verið njósnari Sovétmanna. Ilann sagði einnig. að ekkert benti til þess. að Sovétríkin hefðu nú njósn- ara á sinum sna'rum i brezku lcyniþjónustunni. Thatcher sagði, að upplýsingar. sem birzt hafa i b<»k Chapman Pinchers um Hollis séu „ónákvæmar og villandi* 1*. Forsætisráðherrann tilkynnti í þinginu, að sérstök nefnd mundi látin kanna allar hliðar leyniþjón- ustunnar til að ganga úr skugga um það, að þar væri hvergi njósnara annarra ríkja að finna. Sams konar úttekt var gerð á ieyniþjónustunni í kjölfar Profumo-hneykslisins árið 1963. Michael Foot, leiðtogi stjórn- arandstöðunnar, tók til máls að ræðu forsætisráðherra lokinni og lýsti stuðningi við þessa könnun. Harold Wilson, fyrrum forsætis- ráðherra Verkamannaflokksins, tók einnig til máls og sagði, að hann hefði á árinu 1974 látið kanna, hvort Sir Roger hafi hugs- á bug njósnir anlega getað verið njósnari, en fyrir því hafi ekki fengist sannanir. Sir Roger andaðist á árinu 1973. Chapman Pincher sagðist í dag standa við allt sem í bók sinni stæði og skoraði á Thatcher að benda á einstakar villur í henni. í bók hans eru einnig bornar fram ásakanir um njósnir á hendur Tom Driberg, fyrrum þingmanni Verka- mannaflokksins, en hann var um skeið formaður flokksins, þótt hann væri ekki þingleiðtogi. Thatcher minntist í engu á ásakan- irnar á hendur Driberg. Stefnuskrá flokksins í 12 liðum var kynnt á blaðamannafundi leið- toga hans í morgun. Þar er m.a. gert ráð fyrir því að upp verði teknar hlutfallskosningar til þings í Bret- landi. Gert er ráð fyrir blönduðu efnahagslífi í landinu án víðtækrar þjóðnýtingar einkafyrirtækja. Lýst er yfir stuðningi við áframhaldandi veru Bretlands í Efnahagsbandalagi Evrópu og Atlantshafsbandalaginu og lýst er andstöðu við hugmyndir Verkamannaflokksins um einhliða afvopnun brezka hersins. Haig lýsir stuðningi við Reagan W ashington. 26. marz. AP. ALEXANDER Haig. utanrikis- ráðherra Bandaríkjanna. sagði i dag á fundi hjá þingnefnd full- trúadeildarinnar. að hann styddi Reagan forseta i einu og öllu er lyti að efnisinnihaldi utanrikis- stefnu hans, þótt ágreiningur gæti verið um umgjörð stefnunn- ar og skipulagningu. Fréttir hafa verið á sveimi undanfarna daga þess efnis, að Haig væri að íhuga að segja af sér embætti, þar sem Reagan gekk framhjá honum og skipaði Bush varaforseta sem formann í sér- stakri nefnd, sem fjalla mun um óvænt hættuástand, sem skapast kann innan Bandaríkjanna eða utan. Haig sagði í dag, að þessi ákvörðun væri að baki og nú yrðu menn að snúa sér af öi.lum kröft- um að því að móta og framfylgja utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Haig var sagður hafa orðið fyrir sárum vonbrigðum með ákvörðun Reagans, en yfirlýsing forsetans um að Haig væri áfram helzti talsmaður stjórnarinnar í utan- ríkismálum mun hafa dregið úr reiði hans. Sjá nánar í nrrin önnu Hjarnadóttur. (róttaritara Mhl. i WashinKtun á hls. 22 i Mbl. í daK. Wallenberg heiðursborg- ari í Banda- ríkjunum? WashinKton. 26. marz. AP. LÖGÐ hefur verið fram í full- trúadeild Bandarikjaþings til- laga um að Raoul Wallenberg. sænski stjórnarerindrekinn. sem talið er að hafi verið í haldi í Sovétríkjunum frá 1945, verði gerður að heiðursborgara í Bandaríkjunum. Að tillögunni standa 259 af 435 þingmönnum í deildinni. í tillög- unni er einnig lagt fyrir Banda- ríkjaforseta að gera allt, sem í hans valdi stendur, til að leiða í ljós, hvort Wallenberg sé enn á lífi, og ef svo sé, þá að fá hann lausan. Wallenberg bjargaði þús- undum gyðinga í Ungverjalandi úr klóm nazista í síðustu heims- styrjöld, en Sovétmenn tóku hann fastan í stríðslok og hafa haldið því fram að hann hafi látizt í fangelsi árið 1947.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.