Morgunblaðið - 27.03.1981, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1981
Skriðdrekasveitir í Póllandi ,s,",n,ynd
Sovézkir og pólskir hermenn hittast og spjalla saman á heræfingum Varsjárbandalagsins i Póllandi nýlega. Að baki eru skriðdrekar þeirra.
Tillaga Reagans
var samþykkt
WMhinKton. 26. m»rz. AP.
Ronald Reagan vann sinn fyrsta
sigur í þinginu í dag, er öidunga-
deildin samþykkti tillögu hans
um að hætt verði við fyrirhugað-
ar hækkanir á niðurgreiðslum á
mjólkurafurðum er koma áttu tii
framkvæmda 1. april næstkom-
andi.
Tillagan var samþykkt með 88
atkvæðum gegn fimm. Tillagan
var send fulltrúadeildinni, þar
sem búist var við skjótri af-
greiðslu.
Veislugest-
ir fengu
matareitrun
Maafltricht, Hollandi, 26. mars.
YFIR hundrað blaðamenn, borgar-
starfsmenn og lögreglumenn fengu
matareitrun eftir að hafa snætt
kalt borð i veislu sem borgaryfir-
völd f Maastricht. Hollandi. hélt I
vikunni. eftir fund leiðtoga Efna-
hagsbandalags Evrópu.
Talsmaður Borgaryfirvalda sagði
að þeim hefði borist fregnir að
blaðamenn og ljósmyndarar frá
V-Þýskalandi, Hollandi og Belgíu
hefðu farið verst út úr þessu.
Veður
Danir haf a ekki gætt
hagsmuna Færeyinga
viöa um heim
Akureyri 0 alskýjaó
Amsterdam 14 skýjaó
Apena 22 heióskírt
Bertín 15 rígning
BrUssel 11 skýjaó
Chicago 14 heióskírt
Feneyjar 12 þokumóóa
Frankturt 20 rigning
Fwayjw 4 rigning
Genf 21 skýjaö
« l-l-I »-! HeisinKi 4 heióskírt
Jerúaatem 16 skýjaó
Jóhanneaarborg 24 heiöskírt
Kaupm.höfn 8 rigning
Laa Palmas 21 lóttskýjaó
Líssabon 17 heióskírt
London 14 heióskírt
Loa Angeles 20 skýjaó
Madrid 24 heióskírt
Malaga 25 skýjaö
Mallorca 24 skýjaó
Miamí 22 skýjafar
Moskva vantar
New York vantar
Ostó 4 akýjaó
París 23 skýjaó
Reykjavík 4 slydda
Rtó de Janeiro 32 heióskírt
Rómaborg 20 heióskírt
Stokkhólmur 6 heiöskírt
Tot Aviv 20 skýjaó
Tókýó 21 heiöskirt
Vancouver 15 skýjaó
Vinarborg 19 skýjaó
Henning Christophersen
Fiskveiðideila
að leysast?
Washingt<*n. 26. marz. AP.
UTANRÍKISNEFND öldunga-
deildar Bandaríkjaþings sam-
þykkti i dag drög að samkomu-
lagi til lausnar deilu Bandarikja-
manna og Kanadamanna um
mörk efnahagslögsögu landanna
við Nova Scotia og New England,
en þar eru ein fengsælustu fiski-
mið veraldar að finna.
Nefndin lagði til að Öldunga-
deildin samþykkti drögin, og er
búist við að þau komi til af-
greiðslu í deildinni í næstu viku.
Til að samkomulagsdrögin verði
að veruleika þurfa þau fyrst að
hljóta samþykki Kanadaþings.
AÐ SÖGN Hennings Christo-
phersen hjá Vinstriflokknum
danska hafa dönsk stjórnvöld
vanrækt þá skyldu sína að
gæta hagsmuna Færeyinga í
samningaviðræðum um fisk-
veiðimál innan Efnahags-
bandalagsins, og af þeim sök-
um eigi Færeyingar við veru-
lega erfiðleika að etja í efna-
hags- og sjávarútvegsmálum.
Christophersen segir í stuttu
viðtali í nýjasta hefti Börsens, að
dönsk stjórnvöld hafi veitt vanda-
málum Færeyinga litla eftirtekt.
Hafi færeyskir sjómenn orðið af
mörgum fiskveiðitækifærum af
þessum sökum, og því séu Færeyj-
ar á leið inn í efnahagskreppu.
Hann segir að ekki sé lengur hægt
að loka augunum fyrir örðugleik-
um Færeyinga.
í viðtalinu segir Christo-
phersen, að dönsk yfirvöld hafi
einblínt svo á grænlenzk vanda-
mál, að þau hafi hreinlega gleymt
Færeyingum. Christophersen seg-
ir, að kominn sé tími til að taka til
höndum og taka á vandamálum
Færeyinga áður en það verður um
seinan.
Vitnað er til viðtals við Pauli
Ellefsen lögmanns Færeyinga, þar
sem því var haldið fram af
lögmanninum, að Færeyingar
væru fórnarlamb í hagsmunatafli
Efnahagsbandalagsríjanna á sviði
fiskveiða. Væru Færeyingar
gramir Anker Jörgensen forsætis-
ráðherra og stjórn hans af þessum
sökum, og lét lögmaðurinn í veðri
vaka, að vegna afskiptaleysis
dönsku stjórnarinnar væru miklar
líkur á því, að blásið yrði upp
andóf gegn Dönum í Færeyjum og
farið fram á fullan aðskilnað
landanna.
Henning Christophersen sagði,
að þingmenn Venstre hefðu reynt
að gæta hagsmuna Færeyinga í
þingnefndum af fyllstu hörku.
Hefðu þeir t.d. krafist þess af
stjórninni, að Danir tækju ekki
þátt í svonefndum Kanada-við-
ræðum EBE fyrr en vandamál
Færeyinga hefðu verið leyst, og
þeim tryggðar veiðar í lögsögu
bandalagsins.
í ástarsambandi
við 12 þingmenn
WaflhinKton, 26. marz. AP.
PAULA Parkinson, sem heimil-
aði Playboy-timaritinu að birta
af sér nektarmyndir, skýrði
fréttamönnum CBS-sjónvarps-
stöðvarinnar frá þvi, að hún
hefði átt ástarsamband með 12
þingmönnum og tiltók sérstak-
lega að allir hefðu þeir verið
repúblikanar og allir ættu þeir
sæti í fulltrúadeildinni. Paula
Parkinson er þritug að aldri,
Reiðin sýður í Haig
vegna útnefningar Bush
Frá fréttaritara Mbl. í
Waflhington, 26. marz.
RONALD Reagan, forseti
Bandaríkjanna, sagði á mið-
vikudag, að Alexander Haig,
utanrikisráðherra, hefði ekki
hótað að segja af sér embætti á
fundi þeirra fyrr um daginn út
af tilnefningu George Bush,
varaforseta, i sæti ábyrgðar-
manns í öryggismálum á hættu-
stundu. William Dyess, tals-
maður utanrikisráðuneytisins,
fullvissaði fréttamenn einnig
um, að vandinn væri leystur og
engin hætta á að Haig hætti
störfum. En fjölmiðlar eru full-
ir af fréttum af orðum ónafn-
greindra manna, sem segja, að
Haig hafi tekið ákvörðun Reag-
ans um að fela Bush ábyrgð-
arstöðuna mjög illa og reiðin
sjóði enn í honum.
Haig sagði við yfirheyrslur í
bandaríska þinginu á þriðjudag,
að hann yrði ekki alls kostar
ánægður með ákvörðun Reagans,
ef hann skipaði Bush í þessa
stöðu. Síðar um daginn var
fréttatilkynning send út um
skipan Bush í stöðuna. Haig
situr aftur fyrir svörum þing-
manna í dag, og væntanlega mun
hann skýra afstöðu sína nokkuð,
en hann hefur ekki verið til
viðtals síðan á þriðjudag.
Haig hefur verið mjög kröfu-
harður um völd, allt frá því að
Reagan tók við embætti. Hann
vill, að öllum sé fullljóst, að
hann sé helzti talsmaður utan-
ríkisstefnu landsins auk forset-
ans en ekki aðrir aðilar öryggis-
ráðsins. Hann hefur verið iðinn
við að svara fyrirspurnum þing-
manna og þykir gera það vel, og
utanríkismál hafa verið mikið i
fréttum, síðan hann tók við
embætti.
Reagan er fyrsti forseti
Bandaríkjanna í langan tíma,
sem virðist gefa ráðherrum sín-
um raunveruleg völd og leyfir
þeim að vera áberandi. Þeir
mega þó varla ganga of langt.
Sagt er, að nánustu starfs-
mönnum Reagans í Hvíta hús-
inu, Edwin Meese, James Baker
og Michael Deaver, þyki oft nóg
um framkomu Haigs. Hann hef-
ur verið opinskár um mótun
utanríkisstefnunnar og tekið
ákvarðanir þar um á tímum,
þegar Hvíta húsið vill beina
athygli fólks fyrst og fremst að
efnahagsmálum, og orð, sem
hann hefur t.d. látið falla um
áhrif hans á skoðun Reagans á
kornsölubann við Sovétríkin,
hafa hvorki fallið í góðan jarð-
veg í Hvíta húsinu né meðal
þingmanna sem eru andvígir
banninu.
Fjölmiðlar segja nú, að Haig
megi passa sig á næstunni, hann
megi ekki hóta of oft að segja af
sér, því hann kunni þá að vakna
upp atvinnulaus einn góðan veð-
urdag. Reagan hefur áður sagt
upp mönnum, sem hann kunni
vel við og var sammála, en gengu
of langt í nafni hans. John Sears,
kosningastjóri hans í byrjun
síðustu kosningabaráttu, er eitt
dæmi um það. Reagan sagði á
miðvikudag, þegar hann var á
leið í stuttan reiðtúr í sólskininu,
að fréttir af streitu milli Hvíta
hússins og Haigs væru orðum
auknar og honum virtist fjöl-
miðlar að mestu hafa spunnið
þær upp. Hann sagði að Haig
væri óumdeildur talsmaður
utanríkisstefnu Bandaríkjanna
og sagðist hafa fullvissað hann
um það.
ljóshærð og þykir mikið augna-
yndi.
Dómsmálaráðuneytið rannsak-
ar nú ásakanir aðila, sem halda
því fram, að samband Paulu við
þingmennina varðaði við lög.
Paula sagði hins vegar við
fréttamenn, að hún og þingmenn-
irnir hefðu ekki gert neitt af sér,
sem bryti í bága við bandarísk lög.
Paula var spurð hvort satt væri,
að hún hefði í fórum sínum
myndsegulbandspsólur af „sam-
skiptum" sínum við þingmennina.
Hún ráðfærði sig við iögfræðing
sinn og svaraði um hæl: „No
comment."
Þrír meðlimir fulltrúadeildar-
innar, Tom Railsback, Tom Evans
og Dan Quayle, hafa allir viður-
kennt að hafa dvalið um tíma með
Paulu í sumarhúsi í Flórída. Þeir
Railsback og Quayle hafa hins
vegar þvertekið fyrir að hafa legið
með Paulu en Evans, sem er helsti
talsmaður Ronald Reagans, for-
seta, í fulltrúadeildinni hefur látið
í ljósi „einlæga iðrun“ yfir sam-
skiptum sínum við konuna. •
Paula Parkinson